Tíminn - 03.11.1978, Síða 6
6
Föstudagur 3. nóvember 1978
iútgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siöumúla 15. Sfmi
86300. ' .
Kvöldsimar blabamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verö i lausasölu kr. 110.00. Askriftargjald kr. 2.200 á
mánuöi. Blaöaprent h.f.
________________________________I___________V
Stjórnarandstaðan og
fj árlagaf rumvarpið
Viðbrögð forustumanna Sjálfstæðisflokksins og
aðalmálgagns hans, Morgunblaðsins.við fjárlaga-
frumvarpinu fyrir 1979, bera þess glögg merki,að
þessir aðilar hafa ekkert lært siðan þeir voru siðast
i stjórnarandstöðu. Þeir sjá hvergi neitt nýtilegt og
hafa allt á hornum sér. Jafnframt láta þeir stjórn-
ast af óskhyggju um ósamkomulag milli stjórnar-
flokkanna sem geti leitt til falls rikisstjórnarinnar,
og Sjálfstæðisflokkurinn fái þá að taka við og fram-
kvæma sjálfur margt af þvLsem hann gagnrýnir nú
einna mest.
Ef foringjar Sjálfstæðisflokksins hefðu brugðist
rétt við, hefðuþeirátt að fagna þeirri meginstefnu,
sem fjárlagafrumvarpið byggist á,þ.e. að afgreiða
fjárlögin með greiðsluafgangi og greiða jafnframt
þann halla sem verður á þessu ári. Ásamt vixl-
hækkanakerfinu ,varð það fyrrverandi rikisstjórn
mest að falli, að f jármálaráðherra hennar náði ekki
tökum á rikisrekstrinum og halli varð þvi verulegur
flest árin. Að sjálfsögðu ýtti þetta undir þenslu,sem
varð vatn á myllu verðbólgunnar. Það er stefna
hins nýja fjármálaráðherra að koma i veg fyrir að
þessi saga endurtaki sig. Það sjónarmið ætti Sjálf-
stæðisflokkurinn að styðja, þótt hann sé i stjórnar-
andstöðu. Hann getur fengið ýmis önnur tilefni til
ádeilna á rikisstjórnina ef hann telur neikvæða
gagnrýni henta sér bezt. Um það sjónarmið ætti
hins vegar ekki að vera ágreiningur milli stjórnar
og stjórnarandstöðu, að það er frumskilyrði þess að
hamla gegn verðbólgunni, að rikisbúskapurinn sé
hallalaus.
Forustumenn Sjálfstæðisflokksins halda þvi mjög
á loft, að ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna um
viss atriði fjárlagafrumvarpsins. Þess vegna sé
tæpast hægt að telja það stjórnarfrumvarp. Þetta
eru blekkingar, sem furðulegt er að jafn þingvanir
og lögfróðir menn og leiðtogar Sjálfstæðisflokksins
ættu að vera.skuli leggja sér i munn. Fjárlagafrum-
varpið er lagt fram sem stjórnarfrumvarp með
samþykki allrar rikisstjórnarinnar. Jafnframt er
tekið fram i greinargerð þess, að ágreiningur sé um
viss atriði þess. Það er algengt,að stjórnarfrumvörp
séu lögð fram á þennan hátt. Það er i raun ákaflega
fátitt,að rikisstjórn leggi fram frumvarp, þar sem
flokkar rikisstjórnarinnar eru búnir að ganga svo
frá öllum meginatriðum þess, að engu megi breyta.
Þá er raunverulega búið að taka löggjafarvaldið af
Alþingi og afgreiðsla þess væri orðin lik þvi,sem
viðgekkst i borgarstjórn Reykjavikur meðan Sjálf-
stæðisflokkurinn var þar i meirihluta. Alþingi hefur
enn það vald,að það breytir iðulega stjórnarfrum-
vörpum meira og minna. Það er ekki stefna núver-
andi rikisstjórnar að reyna að taka þetta vald af Al-
þingi.
Það verður verkefni fulltrúa stjórnarflokkanna á
Alþingi að jafna þann ágreining varðandi viss atriði
fjárlagafrumvarpsins, sem enn er óleystur. Engin
ástæða er til að ætla annað en að það takist,ef nægur
vilji er fyrir hendi til þess að halda stjórnarsam-
starfinu áfram. Á þessu stigi er engin ástæða til að
efast um,að þessi vilji sé fyrir hendi. Foringjar
Sjálfstæðisflokksins ættu þvi ekki að láta stjórnast
af óskhyggjunni. Þeir ættu þvert á móti að reyna að
eiga sinn þátt i þvi,ásamt stjórnarflokkunum, að
fjárlögin yrðu afgreidd hallalaus. Það yrði þeim til
sóma öfugt við það<að þeir geta ekki annað en tapað
á þvi neikvæða nöldri sem þeir ástunda nú. Þ.Þ.
Erlent yfirlit
Hörð barátta Janata-
manna gegn Indiru
Desai og Ram eiga líka synduga syni
Indira meöal fylgismanna
INNAN fárra daga fer fram
aukakosning til indverska
þingsins i kjördæmi I Karna-
taka-fylki i Suöur-Indlandi.
Venjulega er slikum auka-
kosningum I Indlandi litil at-
hygli veitt, en I þetta skipti
hefur brugöiö frá þeirri venju.
Kosningabaráttunni I um-
ræddu kjördæmi hefur ekki
aöeins veriö veitt mikil athygli
i gervöllu Indlandi, heldur
viös vegar um heim. Ástæöan
er sú, aö Indira Gandhi hefur
boöiö sig fram fyrir flokk sinn
og hyggst taka viö forustu
hans á þingi. Indira
Gandhi féll i þingkosningun-
um, sem hún efndi til í marz
1977, og hefur ekki aftur viljaö
taka sæti á þingi fyrr en nú,
þött hún hafi átt kost á þvi.
Hún hefur taliö hyggilegt aö
kynna sér áöur hvert fylgi
hennar væri meö þjóöinni.
Hún telur sig hafa komizt aö
raun um, aö hún njóti vaxandi
fylgis, og þvi muni henni
heppilegt til þess aö láta bera
enn meira á sér aö taka for-
ustu stjórnarandstööunnar á
þinginu.
1 kjördæmi þvi, sem hér um
ræöir, vann flokkur Indiru
mikinn sigur i þingkosningun-
um 1977, og hún ætti þvi
örugglega aö geta náö kosn-
ingu. Janata-flokkurinn, sem
fer nú meö rikisstjórn i Ind-
landi, hefur samt ákveöiö aö
láta sigurinn ekki veröa henni
auöveldan um of. Hann hefur
teflt fram til stuönings fram-
bjóöanda flokksins öllum
helztu leiötogum hans og þó
einkum þeim, sem Indira lét
hafa I haldi meöan hún lét eins
konar herlög gilda I landinu.
Þá hafa þeir fengiö stuöning
þess flokks kommúnista, sem
hallast aö Kinverjum. Hinn
kommúnistaflokkurinn, sem
hallast aö Rússum, styöur
Indiru. Sitthvaö þykir benda
til, aö Janata-flokkurinn hafi
heldur unniö á I kosningabar-
áttunni, þótt Indira hafi tekiö
hraustlega á móti. Samt þykir
liklegt, aö hún nái kosningu,
en ekki meö eins miklum
meirihluta og spáö var I upp-
hafi. Fyrir Indiru yröi þaö
nokkurt áfall, ef henni tækist
ekki aö vinna sæmilegan
sigur.
ÞAÐ styrkir Indiru, aö
rikisstjórn Janata-flokksins
hefur hingaö til tekizt miöur
en stuöningsmenn hans geröu
sér vonir um, þegar þeir veittu
honum brautargengi. Þá hafa
komiö upp hneykslismál, sem
valda þvi, aö Janata-mönnum
tekst verr en áöur aö deila á
Indiru fyrir ýmiss konar
brask, sem Sanja sonur henn-
ar hefur veriö talinn viöriöinn.
Þaö hefur komiö á daginn, aö
synir tveggja helztu leiötoga
Janata-flokksins eru siöur en
svo syndlausir. Annar þeirra
er Kantital, sonur Desai for-
sætisráöherra, en hinn er
Kumar, sonur Ram varnar-
málaráöherra. Þegar deila
reis slöastliöiö sumar milli
Desai og Charan Singh, þáv.
innanrikisráöherra, kom
Singh þeim orörómi á kreik,
aö sitthvaö væri aö athuga viö
fjárreiöur Kantitals. Hann
varö ungur flugmaöur hjá ind-
verska flugfélaginu (Air
India), en þótti launin lág, og
geröist þvi kaupsýslumaöur
og haföi einkum veröbréfasölu
meö höndum. Hann er oröinn
rikur maöur. Singh hélt þvi
fram aö Kantital heföi oft
notiö faöernis slns óeölilega og
heimtaöi þvi rannsókn á fjár-
reiöum hans. Desai snerist i
upphafi gegn slikri rannsókn
og ýtir þaö undir grun manna.
Siöar féllst hann á rannsókn-
ina en of seint.
Mál þaö sem hefur komizt á
kreik I sambandi viö Kumar
Ram er talsvert annars eölis.
Andstæöingar hans innan
Janata-flokksins hafa komizt
yfir mynd og sýha hana
óspart, en á henni sést Kumar
I bólinu hjá tvltugri blómarós
og leynir sér ekki hvaö þar er
aö gerast. Kumar viöurkennir
aö myndin sé ófölsuö en segir
hana hafa oröiö til á þann hátt,
aö andstæöingar hans hafa
tekiö bæði hann og stúlkuna
nauöug og neytt þau til þeirr-
ar athafnar, sem sýnd er á
myndinni. Kumar er giftur.
MAL þeirra Kantitals og
Kumars hafa oröiö til þess, aö
Sanja Gandhi ber miklu
minna á góma en ella. And-
stæöingar Indiru deila mest á
hann fyrir þaö ofriki, sem hafi
rikt I landinu meöan hún lét
herlögin vera I gildi. Slikt
ástand muni koma til sögu
aftur, ef hún kæmist til valda.
Indira svarar meö þvi, aö
benda á vaxandi stjórnleysi,
aukin verkföll og stóraukna
veröbólgu siöan rikisstjórn
Janata-flokksins kom til
valda. Af þvl megi bezt ráöa,
aö þjóöin þarfnist traustari
forustu, sem aöeins hún og
flokkur hennar geti veitt.
Þaö er nokkuö dregiö I efa,
aö rétt sé ráöiö af Indiru aö
taka viö forustu stjórnarand-
stööunnar á þingi. Hún veröi
aö mæta á þingfundum og fái
minnitima til feröalaga. Óvist
sé aö hún njóti sin eins á þing
fundum og á stórum útifund-
um, þar sem hún þarf ekki aö
mæta andstæöingum. Indira
telur þaö vega á móti þessu,
aö hún veröi meira I sviösljós-
inu, geti haldiö uppi andstööu
gegn rlkisstjórninni jafnt inn-
an þings sem utan. Þá benda
fylgismenn hennar á, aö innan
þingsins eigi flokkur hennar
nú engan forustumann, sem
veki verulega athygli, en mikil
athygli beinist aö Indiru hvar
sem hún fer og fjölmiðlar
grlpa á lofti flest sem hún
segir. Þ.Þ.
Desai og Kantital sonur hans