Tíminn - 03.11.1978, Side 17
FÖstudagur 3. nóvember 1978
l 'l 'l! <1 <t '[‘H i
17
Frá athöfn'nni 9. september. Séra Sigurður Pálsson flytur
blessunaroró og bæn.
Kirkjudagur
Selfosskirkju á
sunnudag
Þann 9. sept siðastliðinn var
hafist handa um að byggja turn
og safnaðarheimili viö Selfoss-
kirkju. Formaöur byggingar-
nefndar Steingrimur Ingvars-
son tók fyrstu skóflustunguna
eftir að Sigurður Pálsson
vigslubiskup hafði flutt bæn og
blessun. Viðstaddir þessa at-
höfn voru byggingarnefnd og
sóknarnefnd Selfosskirkju en
formaður sóknarnefndar er
Bjarni Dagsson. Bjarni Pálsson
hefur teiknað þessa viöbót við
kirkjuna en hann teiknaði
kirkjuna i upphafi. Þegar er
lokið við að steypa sökkla undir
helming byggingarinnar en
byggingarmeistari er Guö-
mundur Sveinsson.
Sunnudaginn 5. nóv. verður
haldinn kirkjudagur Selfoss-
kirkju. Við hátlðamessu kl. 2
mun sr. Auöur Eir Vilhjálms-
dóttir predika en sóknar-
presturinn Sigurður Sigurðar-
son og Sigurður Pálsson vigslu-
biskup munu þjóna fyrir altari.
Á samkomu kl. 8.30 um kvöld-
ið mun Clafur Skúlason dóm-
prófastur flytja erindi. Kirkju-
kórinn syngur undir stjórn
Glúms Gylfasonar sem einnig
mun leiða almennan söng. Strax
að lokinni messunni kl. 3 hefst
kaffisala i Tryggvaskála á veg-
um kvenfélags kirkjunnar en
kvenfélagið hefur um nokkurra
ára skeið haft forgöngu um fjár-
söfnun til byggingar safnaðar-
heimilis.
Basar og
veislukaffi hjá
Kvenfélagi
Bústaöasóknar
Strax að lokinni messu i Bú-
staðakirkju á sunnudaginn
kemur, opnar Kvenfélag Bú-
staðasóknar sali kirkjunnar
báða og herbergi safnaðar-
heimilisins önnur upp á gátt.
Þar gefst á að llta margt merki-
legt og fagurt. Konurnar eru
búnar að vera að undirbúa
þennan dag alveg siðan I fyrra-
vetur og kennir þar margra
grasa og eigulegra. Er þar um
að ræða alls kyns fatnað og
saumaðar flíkur, veggteppi og
skrautmuni og sumt hvað með
sérstöku tilliti til jólahalds
heimilanna. Þá eru einnig
„lukku-pokar” á boðstólum og
-
fjölbreytt sýnishorn af alls kon-
ar kökum, sem konurnar hafa
verið að baka og bjóða kaupend-
um á þessum degi.
Til þess að enginn þurfi að
sætta sig við „reykinn af réttun-
um”, meðan gengið er á milli
borða og herbergja við að skoöa
og kaupa, bjóða konurnar einnig
upp á kaffi og með þvl eða þá
gos og mjólk og margs konar
meölæti. Er ekki að efa það að
þeir munu fjölmargir, sem vilja
leggja leið slna inn I Safnaöar-
heimili Bústaðakirkju á sunnu-
daginn kemur til þess að sjá allt
þetta meö eigin augum og festa
kaup á mörgum þarflegum hlut
og eigulegum um leið og gott
málefni er styrkt. En starfsemi
sóknarfólksins er alltaf að verða
fjölbreyttari meö hverju starfs-
ári.
Guösþjónustan á sunnudaginn
hefst kl. 2 að venju og þaö verð-
ur þvl um 3 leytið sem salan
hefst og kaffiveitingarnar biða.
-0—
Einar
Gerhardsen
rekur æskuminn-
ingar sínar i
Norræna húsinu
Reykjavlkurdeild Norræna
félagsins er nú að hefja vetrar-
starfsemi sina. Fyrsta verkefni
deildarinnar er að efnt verður
til samkomu I Norræna húsinu
sunnudaginn 5. nóvember kl.
20:30.
Þar mun Einar Gerhardsen
fv. forsætisráðherra Noregs
verða gestur deildarinnar og
segja endurminningar frá æsku
— ogbernskusinni. Þá mun Ólöf
Harðardóttir syngja islensk og
norsk lög við undirleik Kristinar
Cortes. Allir eru velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
Þá er hugmyndin siðar I þess-
um mánuði eða i byrjun desem-
ber að efna til kynningarfundar
þar sem norrænir sjóðir verða
kynntir og möguleikar á styrk-
veitingum úr þeim.
Síðar I vetur er ætlunin að
efna til nýs kynningarfundar og
kynna þá möguleika skólafólks
til náms á Norðurlöndum.
Þá má geta þess aö Reykja-
vikurdeildin hefur mikinn
áhuga á að efna til nánari sam-
skipta Reykjavikur við hinar
höfuðborgir Norðurlanda, en
Reykjavik hefur verið nokkuð
afskipt I þvl samstarfi. Höfuð-
borgirnar mynda sérstaka vina-
bæjakeöju.
Núverandi formaöur Reykja-
vlkurdeildar Norræna félagsins
er Gylfi Þ. Glslason prófessor.
Viðskiptavinir
matsöluhúsa
greiða einir
söluskatt
al mat
Aðalfundur Sambands veit-
inga- og gistihúsaeigenda var
haldinn föstudaginn 27. október.
Voru þar mættir fulltrúar viðs
vegar að af landinu, þótt veður
hamlaði komu nokkurra.
Stjórn sambandsins var
endurkjörin en I henni eiga sæti
Bjarni I. Arnason, formaður,
Einar Olgeirsson, Emil Guð-
mundsson, Jón Hjaltason, Skúli
Þorvaldsson, Steinunn Hafstaö
og Tómas Guðnason. Fram-
kvæmdastjóri er Hólmfriöur
Arnadóttir.
A dagskrá fundarins »oru
ýmis þau mál er snerta hótel- og
veitingarekstur á Islandi. Hæst
bar þó söluskattsmál matsölu-
húsa og kom fram mikil
óánægja fundarmanna meö það
aö viðskiptavinir matsoluhúsa
skuli einir neytenda þurfa aö
greiða söluskatt af mat. Srm-
þykkti fundurinn áskorun til
fjármálaráðherra þess efniíi að
samræmd verði söluskattsinn-
heimta af þeim er neyta matar I
heimahúsum eða mötuneytum
og hinum sem skipta viö mat-
söluhús.
Sýning á
merkum sögu*
legum ljósmynd-
um á Akureyri
Laugardaginn 4. nóvember
verður opnuð I Amtsbókasafn-
inu á Akureyri sýning á ljós-
myndum Hallgrlms heitins
Einarssonar ljósmyndara. Það
er Akureyrarbær sem stendur
fyrir sýningunni I minningu
Hallgrlms á hundraðasta af-
mælisári hans.
Uppistaðan I sýningunni eru
myndir I eigu Akureyrarbæjar,
sem eru i vörslu Minjasafnsins.
Hefur Hallgrlmur tekið þær við
ýmis tækifæri úr bæjarlifinu af
bæjarbúum við störf sln og af
einstaka húsum og bæjarhlut-
um. Einnig hafa verið fengnar
aö láni myndir frá einstakling-
um t.d. myndir af fjölskyldu
Hallgrims heitins og af honum
sjálfum á ýmsum aldrei. Er
skemmtilegt og fróölegt að
skoða þessar myndir Hallgrims
sem eru ómetanlegur þáttur I
sögu Akureyrar.
t sýningarskrá verða raktir
ævi og starfsþættir Hallgrfms I
grófum þáttum, sem Haraldur
Sigurðsson bankafulltrúi hefur
tekiö saman.
Sýningin verður opin fram til
sunnudagsins 12. nóvember.
Um helgar verður hún opin frá
14:00-22:00 en á virkum dögum
á afgreiðslutíma safnsins frá
13:00-19:00
Undirbúningsnefnd fyrir
sýninguna skipa: Sigurður
Jóhannesson formaður, Óttar
Einarsson og GIsli Sigurgeirs-
son sem kom I stað Sverris
Pálssonar seinni hluta undir-
búningstlmans.
Uppsetning sýningarinnar og
myndasöfnun hefur að mestu
hvllt á Haraldi Sigurgeirssyni
starfsmanni nefndarinnar.
TRUCKS
M .
Seljum í dag:
Tegund: árg.
Ch. Nova sjálfsk. ’77
Taunus20MXL ’69
Mazda 818 station ’76
Opei Rekord Coupe ’72
Ch. Blazer6cyl beinsk. ’73
Ch. Blazer Cheyenne ’74
Fiat 127 C-900 ’78
Opel Record ’76
M. Comet 4d sjálfsk. ’73
Saab 99 L 4d. sjálfsk. ’74
Ch. Nova 4 dyra sjálfsk. ’74
Bronco6cyl ’74
Ch. Malibu Sedan ’78
Volvo 144 DL ’74
Chevrolet Malibu ’72
Ford Econoline sendif. ’74
VauxhalIViva ’75
Opel Rekord 4d. ’71
Bronco V-8 beinsk. ’74
Saab 95 station ’74
Ch. Nova4rad. ’73
Ch. Nova Conc. 4 d. ’77
VauxhaiIViva ’73
G.M.C. Rallý Wagon ’78
Scout II DL Rally ’76
Plymouth Fury station ’75
Scout I Traveller m/öllu ’78
Morris Marina 4d ’74
M. Benz diesel sjálfsk. ’74
Chevrolet Impala ’78
G.M.C. Vandura sendib. ’78
Ch. Blazer diesel ’73
Scout II V-8 sjálfsk. ’72
Vauxhall Viva de luxe ’74
G.M.C. Jimmy v-8 ’76
SimcaGLS ’75
Ch. Malibu Classic ’78
Samband
Véladeild
Verð
4.200
1.050
2.600
1.100
2.900
4.200
2.200
2.900
1.950
2.800
2.500
2.400
4.800
3.100
1.700
1.950
1.500
1.100
2.750
1.950
1.950
4.700
1.050
7.200
5.500
4.400
7.500
1.100
3.700
5.200
5.000
3.800
3.000
1.300
5.900
1.600
5.300
ÁRMÚLA 3 - SÍMÍ 38900
. .
Staður hinna vandlátu
HIN
FRÁBÆRA
SÖNGKONA
ANNE
BRIGHT
KEMUR
FRAM í
KVÖLD
Lúdó
Stefán
Gömlu og nýju dansarnir
FJÖLBREYTTUR MATSEÐILL
Borðapantanir i sima 23333
Opið til kl. 1
Spariklæðnaður eingöngu leyfður.