Tíminn - 10.11.1978, Page 7

Tíminn - 10.11.1978, Page 7
Föstudagur 10. nóvember 1978 7 Snorri H. Jóhannesson Væntanlega verður nú í vetur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um fuglaveiðar og fugla- friðun og falla þá væntanlega úr gildi lög um sama efni no. 33 frá 1966. Menntamálaráðuneytið skip- aði nefnd sem annast hefur breytingar á þessum lögum. 1 nefndinni áttu sæti Asgeir Bjarnason formaður BUnaðar- félags Islands, dr. Arnór Garðarsson formaður fugla- friðunarnefndar og Runólfur Þórarinsson stjórnarráðsritari og var hann formaður nefndar- innar. Ekki er ætlun min að ræða þetta frumvarp i heild heldur nokkur atriði þess sem valdamérheilabrotum. Og þeir munu vera fleiri sem ekki sætta sig við einstök atriöi þessa frumvarps. En margt er til bóta. Ber þar hæst aukin viðurlög við ólögleg- um fuglaveiðum. Munu fjár- sektir við ólöglegum fugla- veiðum tuttugfaldast i flestum tilfellum. Virðist mér flestir vera einhuga um það. Einnig eru að minu áliti til bóta reglur um bann við sjálf- virkum haglabyssum til fugla- veiða enda þungar og óheppi- legar til þeirra hluta. Eitt hefur þó gleymst sem skiptir ekki minna máli.það eru skotin. Einstaka menn nota gjarnan sandsmá högl til fuglaveiöa, jafnvel no. 7 og 8. Það væri ástæða til að banna innflutning á svo smáum höglum, þvi það er staðreynd að með þeim særist meira af fuglum en með stærri höglum, enda ætluð til smá- fuglaveiöa. Þarna vantar ákvæði um lágmarkshagla- stærð. Þá gætir aukins skilnings hvaö varðar verndun æðarfugls, og er ákveðin lágmarkssekt við veiðum i honum kr. 50 þúsund. Þetta er gott og blessað og eöli- legt aö æðarræktarbændur fagni þessu og vonandi verður þetta æðarfuglinum til verndar. Það er hins vegar furðuleg afstaða sem nefndin tekur varðandi annan nytjafugl. Þar á ég við rjúpuna. Eins og margir vita drýgja sumir bændur tekjur sinar með rjúpnaveiöi. Þvi hljóta bændur að telja rjúpnaveiöi til hlunn- inda á jörðum sinum, likt og Fuglaf ri ðunarf rumvarp- ið og raunir rjúpunnar silungs- og laxveiöi. Aörir selja rjúpnaveiðileyfi og er þá gjaldið oftast lágt ef þá nokkurt. Vist er að sveiflur á rjúpnastofninum eru á milli ára en þrátt fyrir rannsóknir i mörg ár á,að ég tel, á mjög takmörkuöu svæöi, hefur ekkert komið fram óyggj- andi sem skýrir þessar sveiflur. Nú virðist rjúpan hins vegar sitja föst i þessu svokallaöa lág- nefndin sammála. Þar skýtur nefndin sér á bak við eitthvert einróma álit sérfræðinga að meö þvi aö veiðar yrðu ekki leyföar fyrr en 15. nóv., myndi sókn i aðra stofna sem þyldu veiöiálagiö verr en rjúpan auk- ast. Hvaða stofnar skyldu þetta vera? Kannski hrafn og veiði- bjalla eða þá hettumáfur, sem samkvæmt frumvarpi þessu má skilyrði til varps en viða i landi. Nú veit ég aö rjúpan yfirgefur eyna á hausíin en ég hef heyrt að hún sé ekki skotin eins mikið við Eyjafjörð og viöa annars staöar á landinu. Og hvað viða Hriseyjarrjúpan fer ætti dr. Arnþór að geta upplýst. Ekki hef ég heyrt getið um aö rjúpur merktar I Hrisey hafi veriö skotnar hér um slóöir. Og ekki marki nema kannski úti I Hris- ey. En þar virðist vera vagga þeirra sérfræöilegu þekkingar sem fuglafræðingár okkar slá um sig með. En nú keyrir um þverbak, þegar dr. Arnþór leggur til að rjúpnaveiðitiminn hefjist 1. sept og til vara 1. okt.. Hann telur að stofninn muni nýtast betur. Þetta er svar sérfræöingsins við sifellt vaxandi kröfum um friðun rjúpnastofnsins i lág- marki eða styttingu veiðitim- ans. En kannski verpir rjúpan þetta fyrr úti i Hrisey en hér I uppsveitum Borgarf jaröar. Jafnvel 15. okt. er að mér finnst alveg á takmörkunum að yngstu ungarnir geti talist ætir. Til allrar guðs lukku var dr. Arnþór I minnihluta hvaö þetta snerti. Þá finnst mér furöulegt að As- geir Bjarnason skvldi hafna kröfum bænda um tímabundna friðun rjúpunnar, en þar var veiða nú, meðan hann er er- lendis eöa frá 1. sept. til 1. marz. Sú fullyröing fuglafræðinga að veiöar viö núverandi að- stæður hafi engin áhrif á rjúpnastofninn eru stór orð sem fá ekki staðist. Það er andstætt öllum líffræðilegum lögmálum, aö þverrandi stofni fugla sé best borgið með aukinni veiöi. Ég veit aö sjómönnum þætti þaö skrltin latina ef fiski- fræðingar mæltu með aukinni sókn i ofveidda fiskistofna en þeir báru gæfu til að taka skyn- samlegar á slnum málum. Það kann að vera að fugla- fræðingar óttist að kenning þeirra muni afsannast ef rjúpan yrði friðuð um tima. Það væri ástæða fyrir fuglafræöinga að fylgjast meö rjúpunni á þeim svæðum þar sem hún er nánast skotin upp á hverju hausti, heldur en úti i Hrisey þar sem hún er friðuð og býr við betri w^ &'f 4 * % ' ' ^ i. I' t "V f .... • er mér kunnugt um aö þeir sem hafa stundað þar rannsóknir hafi krafiö nokkurn mann um veiðiskýrslu þó að það þyki sjálfsagt um flestar aðrar veiðar. Ekki efa ég að öllum veiöimönnum væri ljúft aö gefa upp tölur um veidda fugla. Ég vildi gjarnan fá svör við nokkrum spurningum frá dr. Arnþóri. 1. Hvaða rannsóknir hafa ver- ið gerðar á rjúpnastofninum ut- an Hriseyjar? 2. Hvaða lögmáli er það sam- kvæmt að ofveiddur stofn fugla beri ekki skaða af aukinni ásókn? 3. Hvaö felst i orðunum ,,aö nýta stofninn betur”? 4. Hvers vegna fjölgaði rjúpu - eins mikið og raun bar vitni hér fyrr á árum þegar rjúpan var friðuð? 5. Þegar þið ákveöiö stofn- stærö skilst mér að þið reikniö með ákveönum f jölda hreiöra á ferkm. Hvaö reiknið þiö marga ferkilómetra til varps og hve mörg hreiður á hvern ferkm. t.d. siöastliöið vor? Er sá fjöldi hreiðra ekki ákvaröaður ein- göngu i Hrisey? Ef ekki, hvar þá? 6. Hafið þiö fuglafræðingar yfir höfuö nokkra hugmynd um fjöida veiddra rjúpna og hvernig veiöin skiptist milli landshluta? Og að lokum um frumvarpiö. Þar kemur minnihluti nefndar- innar aftur viö sögu I athuga- semdum viö 2. tölulið 11. grein- ar þar sem kveöur á um untían- þágu til grágæsaveiða á vorin, þar sem þær valda spjöllum á nytjagróðri. Þar segir dr. Arn- þór I athugasemd, að þar sem fáir hieppar hafi notfært sér þá undanþágu, sé augljóst að grá- gæsir valdi minni skaða en margir telji. Ég held að fáir sæki um undanþágu til aö verja tún sin gæsum svo þetta er ekki marktækt til að meta það tjón er þær valda og varla ástæða til að fella niður möguleika til undan- þágu vegna þeirra sem kjósa þá leiðina. Varla telur dr. Arnþór að stofninum stafi hætta af vor- veiðum og tæplega telur hann aukna sókn i gæsastofninn hafa áhrif á stærð hans! Ég tel aö bændur eigi að taka til sinna ráða hvað rjúpunni við- vikur. Þeir geta minnkað eða tekiö fyrir veiðar I heimalönd- um sinum. Þá gætu hrepps- nefndir bannað veiöar i heilum hreppum og afréttum, ef sam- staða væri þar um. Munu sum hreppsfélög i Þingeyjarsýslum hafa gripið til þess ráös i haust i framhaldi af samþykktum sýslufunda þar. Þar var óskaö eftir friðun rjúpunnar, en ekki var hlustað á þaö frekar en ann- að sem hnigur i þá átt. Meðan rjúpnaveiðar eru leyfðar þyrfti að koma ein- hverju skipulagi á þær. Ástæðu- laust er að bændur leyfi rjúpna- veiöar i löndum sinum endur- gjaldslaust og væri ekki óeðli- legt að leggja þar til grund- vallar veiðileyfi i silungsveiðar. Og fyrst ég er farinn aö tala um verðlagningu, þá get ég varla látið hjá liöa að minnast á verð á rjúpunni sem boðin er til Framhald á bls. 23. Undanfarin ár hefur mikið verið rætt i blöðum um vaxta- mál og sitt sýnst hverjum. Mig furðar á að þegar menn hafa verið kjörnir til Alþingis, skuli þeir strax i þingbyrjun kasta inn i þingið tillögum eða frumvarpi um að hækka vexti um sem næst helming eða i 50 til 60% á ári, eins og Vilmundur Gylfason gerði. Það er sagt, að ef mönnum er sögð sama lygasagan nógu oft, þá endi með þvi að menn trúi henni. Hávaxtakenningin er eitt dæmið um það, enda held ég að ekki fari hjá þvi að svo verði, ef stöðugt er hamrað á þessari kenningu. I þeirri verðbólgu sem geisaö hefur undanfarin ár hefur margsinnis verið gripið til þess ráðs að hækka vexti, en ekki virðist hafa dregið úr eftirspurn lánsfjár, nema siður sé. Þetta hefur reynst álika haldgott ráö og aö fella gengið tvisvar til þrisvar á ári. Þessir tveir þættir efnahagsmálanna hafa að minu viti oröið mestu verðbólguvald- ar i landinu, jafnvel meiri en allar þær kauphækkanir, sem mest hefur verið fjargviðrast út af. Ég held að hinar gömlu hag- fræðikenningar sem hagspek- ingan(!!)okkarhafabyggt á um langan aldur seu orðnar úreltar Hávaxtastefna atvínnuleysí og þurfi gagngerörar endur- skoðunar við. Min skoðun er sú, að lækka ætti vexti af öllum lán- um til atvinnurekstrar, véla- kaupa og bygginga i sama skyni, ásamt íbúðarlánum niður i 3 til 5%, en verðtryggja þessi lán. Um önnur útlán, til dæmis víxillán til utanlandsferöa, hús- gagnakaupa og önnur þau lán sem telja má miður nauðsynleg, mætti gjarnan hafa með allhá- um vöxtum. Þetta held ég að yrði ólikt virkari aögerð til minnkunar verðbólgu en vaxta- hækkunin. Eða er það kannski tilviljun að á sama tima og vextir hafa veriö hækkaöir hvað mest, hefur verðbólguvöxturinn verið örastur? Ef hávaxtastefn- unni yröi framfylgt, mundu fjöl- mörg fyrirtæki fara á hausinn strax á næsta ári, og um leið skapast óviðráðanlegt at- vinnuleysi. Hafa þessir menn gert sér grein fyrir þvi? Þessir hávaxtapostular þykjast vera að berjast fyrir bættum hag Siguröur Lárusson gamalmenna og öryrkja. Mér finnst það viöbjóðsleg hræsni. Ég er búinn að vera öryrki I tæp 14 ár og mér finnst vaxtapólitik- in siöustu árin hafa veriö sú olia sem mest hefur kynt undir verðbólgubálinu. Þess vegna segi ég „vei yður, hræsnarar”. Eitt er það sem ég hef aldrei heyrt eöa séð minnst á I öllu tali og skrifum um vaxtamálin, en það eru ýmis fríðindi, sem sparifjáreigendur njóta. Þar vil ég fyrst telja að sparifé i bönk- um og öðrum innlánsstofnunum er ekki framtals eða skattskylt, og þar af leiðandi ekki heldur vextir af þvi fé. Menn þurfa þvi ekki að borga eignaskatt af sparifé né tekjuskatt af vöxtum þess. Þetta tel ég rélt, aö þvi undanskildu að mér finnst að það ætti að vera framtalsskylt. í annan stað má nefna að gefiö hefur verið út mikið af verð- tryggðum skuldabréfum á und- anförnum árum og mætti gera meira að þvi. I þriðja lagi geta menn stofnað vaxtaaukareikn- inga á háum vöxtum. Þegar tekið er tillit til alls þessa, tel ég að sparifjáreigendur fari engan veginn eins illa út úr spari- fjársöfnun sinni og af er látiö. Ég tel að aldrei megi ganga svo langt i friöindum eða háum vöxtum til sparifjáreigenda aö segja megi eins og eitt af bestu skáldum íslands sagði: „Þar iöjulaust fjársafn á féleysi elst, sem fúinn I lifandi trjám”. Ég vil minna Vilmund þingmann og aðra hans vaxtapostula á þessi orð. Þvi er óspart haldiö fram sem rökum fyrir vaxtahækkunum að verðbólgubraskarar og spákaupmenn græði fyrst og fremst á verðbólgunni. En væri ekki full ástæða til að fram færi eignakönnun? Þá væri liklega hægt aö vita hvert verðbólgu- gróðinn hefði runnið og skatt- leggja hann. Þar sem ég þekki til, koma hinir háu vextir mest niður á fátæka fólkinu og þeim sem eru að byggja upp atvinnurekstur eða ibúðarhús. Fátækar barna- fjölskyldur sem lenda I skuldum vegna ibúðarhúsnæöis, eða af öðrum ástæðum, sökkva æ dýpra i skuldafenið eftir þvi sem vaxtakjörin eru verri. Efnnig kemur þetta mjög þungt niður á bændum, einkum sauö- fjárbændum, sem þurfa að leggja fram rekstursfé einu til tveimur árum áður en þeir fá þaö endurgreitt með innleggi sinu. Ef einhverjum þykir ástæöa til að svara þessum linum, vil ég I fullri vinsemd biðja þá aðsvara þessu I Timanum eöa Þjóövilj- anum, þvi ég sé ekki önnur blöö aö staðaldri. Dagblööin eru orö- in svo dýr að það er aðeins fyrir efnamenn að kaupa þau öll.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.