Tíminn - 12.11.1978, Side 1
■HBHHHHnHHHBHBnHHBHHHH
12.
nóvember
■
S&is
mm
Sunnudagur
„Eg held, að mér hafi
gengið þolanlega að
leysa þau viðfangsefni,
Rauftskjótta hrossiö, sem
snýr höföi aft ljósmyndaran-
um, er hin tuttugu og sjö
vetra gamla hryssa, sem
sagt er frá i vifttalinu. Hún
heitir Frekja, og trúlega hef-
ur hún átt nafnift skilift,
þegar hún var ung og spræk.
Hér er hún ásamt afkomend-
um sinum, tveim dætrum,
einum syni og tveim barna-
börnum. Senn eru dagar
hennar allir. Tryggvi sýndi
okkur staftinn f túriinu, þar
sem henni er ætlaft iegurúm,
— þar hvílir móðir hennar
einnig. TimamyndGE
sem
lífið hefur úthlutað mér,”
— segir Tryggvi
Stefánsson,
bóndií
Skrauthólum
Tryggvi Stefánsson bóndi aft
Skrauthólum á Kjalarnesi varft
áttræður 30. október siðast liöinn.
Ekki verður þessi hái aldur þó
séður á honum, þvi að hann er
rösklegur og kvikur á fæti og gæti
hæglegaveriðsvosem tfueða tólf
árum yngri en kirkjubókin segir.
En henni veröum við samtað trúa
þvi að hún segir eins og Pilatus
forðum: Það sem ég hef skrifaö
það hef ég skrifaö.
Húnvetningnr að upp-
runa
Það var stillilogn, sólskin og
nærri ládauöur sjór við Kjalar-
nesið þegar blaðamann og ljós-
myndara Timans bar aö garöi i
Skrauthólum tveim dögum eftir
að Tryggvi hafði lagt áttunda
áratuginn að baki. Bóndinn leiddi
gestina til stofu, samræðurnar
hófust og segulbandiö var I gangi.
Þaö var byrjaö á þvi að grafa til
upphafsins.
— Þú hefur búið lengi hér i
Skrauthólum, Tryggvi. Eru
æskustöövar þfnar hér?
Tryggvi Stefánsson og kona
hans, Sigriftnr Arnfinnsdótt-
ir.
y TimamyndGE
— Nei, ég er Húnvetningur aö
uppruna fæddist i Viöidalnum, en
ólst að mestu leyti upp I Miðfiröi.
Foreldrar minir hröktust af einu
kotinu á annað þarna fyrir
noröan, enda voru þau bláfátæk.
Þegar ég var á áttunda árinu, dó
móöir min og þá tvistruðumst við
börnin. Móðursystir min sem bjól
Miðfiröinum, tók mig að sér og
hjá henni var ég það sem eftir var
uppvaxtaráranna og rúmlega þó,
þvi ég var þar i þrettán ár, — fór
ekki þaöan fyrr en ég var tvltug-
ur.
Þá voru hestarnir seldir
i breskar kolanámur
— Þú hefur þá snemma vanist
öllum venjulegum bústörfum, þvi
að á þessum árum var ekki siöur
að láta börn og unglinga ganga
iðjulaus?
— Já, ég fór fljótt að vinna, og
aöalstarf mitt var að sinna um fé
og hesta.
— Voru húnvetnskir bændur
ekki hestmargir á þeim árum
eins og bæði áður og siöar?
— Jú.það varmikið um hross.
— Hvaö heldur þú aö hrossin
hafi verið mörg á bæ, svona upp
og ofan?
— Þaö var algengt, að á hinum
stærri búum væru svo sem fimm-
tiutilsextluhross og jafnvel fleiri
sums staöar. En á minni búunum
voru hrossin auövitað mun færri.
— Var alltaf nægur markaður
fyrir þessa framleiðslu?
— Þegar ég var að alast upp,
var enski markaðurinn i fullum
gangi. Þá voru hestarnir seldir i
breskar kolanámur og auðvitaö
fluttir utan með skipum, þvl aö
ekki var flugvélunum til að dreifa
á þeirri tlð.