Tíminn - 12.11.1978, Blaðsíða 19
Sunnudagur 12. nóvember 1978
39
Kristján Sigurösson, 19 ára
nemi. Leikur sem miöherji og
hefur leikiö 20 unglingalands-
leiki. Lék fyrst meö 1R 1977.
Sigurbergur Bjarnason, 22 ára
nemi. Leikur stööu framherja
og hefur 6 unglingalandsleiki aö
baki. Lék fyrst meö 1R 1973.
Jón Jörundsson, 23 ára nemi.
Hefur leikiö 23 landsleiki og
leikur stööu fraipherja. Lék
fyrst meö 1R 1972.
Siguröur V. Halldórsson, 24 ára
skrifstofumaöur. Leikur sem
fram- og miöherji og lék fyrst
meö ÍR 1973.
Koibeinn Kristinsson, 26 ára
bakvöröur. Hefur leikiö 30
landsleiki og lék fyrst meö 1R
1969.
segir Skotinn
i ÍR liðinu.
Paul Stewart
tveimur þjóöum eins og Islend-
ingum og Þjóöverjum. —Þjóö-
verjarnir eru óhemju leiöinlegt
fólk, montnir og hræsnisfullir i
alla staöi og reynsla min af
þeim er ákaflega neikvæö.
Keypti
strax
orðabók
Strax og gengiö var frá þvi, að
ég kæmi hingað keypti ég mér
orðabók og reyndi að lesa mér
éins mikiö til og hægt var um
Island. —Ég veit nú um Golf-
strauminn og jöklana og margt
fleira um landið, sagði Paul og
hló.
mjög illa út úr Reykja-
vikurmótinu, en þaö hefur
hjálpaðokkurtalsvert i upphafi
úrvalsdeildarinnar, þvi aö liö
okkar hefur greinilega veriö
vanmetið af andstæöingunum i
undanförnum leikjum. —Nú
hins vegar þurfum viö ekki á
slikri hjálp að halda þvi að viö
erum komnir á fulla verð, en
liðið hefur samt ekki sýnt nema
brot af þvi, sem það getur. —Við
höfum að undanförnu veriö að
æfa fráköstin, en leikmenn
okkar eru ekki mjög sterkir
likamlega og þá veröur aö beita
„teknik” i staðinn og þaö höfum
við verið aö æfa aö undanförnu.
Dunbar
sá besti
Hvaö finnst þér um tsland og
lslendinga?
—Mér finnst landiö
einstaklega hrifandi og þessi
sifelldi breytileiki i veðrinu á
vel viö mig ólikt svo mörgum
öðrum. — Annars er þvi þannig
farið með mig að mér liður
langbest ef ég er ekki langt frá
sjó og þvi kann ég einstaklega
vel viö mig hér.
Hvaö finnst þér um körfu-
boltann hérna?
—Hann er miklu betri en þar
sem ég lék I Þýskalandi og ég er
ekki fjarri þvi að úrvalsdeildin
hér sé fullt eins góð og 1. deildin
I Þýskalandi. —Þaö eru margir
mjög góöir leikmenn hérna og
ég vil i leiðinni benda á, að lið
KR og 1S i kvennakörfubolt-
anum myndu sóma sér mjög vel
i keppni á meðal bandarisku
háskólanna. —Þessi tvö liö eru
mjög góö að minu mati og hreint
undravert aö tvö svo góö lið
skuli finnast i ekki stæri borg en
Reykjavik.
Hvaö um þitt liö—tR — og
hverjir telur þú aö möguleikar
ykkar séu i úrvalsdeiidinni?
—Við vorum mjög seinir i
gang, þvi við byrjuðum ekki aö
æfa fyrr en flest hinna liðanna
voru komin vel af staö meö
sinar æfingar, en liðiö vex nú
með hverjum leik. —Við fórum
Hvaö finnst þér um hina
„útlendingana”?
—Ég held ekki að ég halli á
neinn, þó ég segi aö Dirk
Dunbar sé langbestur af okkur
öllum hérna. —Hann er óhemju
„tekniskur” og myndu sóma sér
vel I hvaða atvinnuliöi sem
væri. —Hann er bara alltof
mikill yfirburðamaöur i
1S—liöinu til þess aö hann komi
að nógu góðum notum.
—Hugsanir hans eru alltaf
tveimur, þremur augnablikum
á undan áætlunum samherj-
anna, og þeir vita oft hreinlega
ekki við hverju á að búast frá
honum og þess vegna nýtist
leikni hans ekki sem skyldi.
—Ég er hins hins vegar fullviss
um það, að hann getur leikið
með sem „liðsspilari” , en ekki
sem einstaklingur ef hann hefur
réttu mennina meö sér. —Ég hef
heyrt að koma eigi á leik i
vetur, þar sem allir útlend-
ingarnir leiki saman og ég
hlakka óhemju mikið til þess að
fá tækifæri til að leika i þeim
leik. —Þá fyrst kemur i ljós
hversu góður Dunbar er. —John
Hudson hjá KR er einnig mjög
sterkur leikmaður, en ég hef
enn ekkert sérstakt séð til Bee,
en hann er mjög sterkur leik-
maður og fyrst og fremst
varnarmaður.
Málaí
frístundum
Hvernig eyðir þú frltimanum
þinum Paul?
—Þegár ég er ekki að þjálfa
þá mála ég reiðinnar ósköp.
—Ég mála olíumyndir, en ég hef
enn ekki fengið allan þann
útbúnað sem til þarf, en ég geri
ráð fyrir að eyða miklum tima i
að mála I vetur. —Ég haföi
hugsað mér að reyna að renna
fyrir lax —Jón Jörundsson er
mikill veiðimaður — en þegar
ég kom hingað var laxveiði-
timinn að renna út, þannig að
það verður að biða vorsins, en
ég hlakka mikið til að renna
fyrir lax. —Nú ef svo ber undir,
þá labba ég bara um niður i bæ,
eða fer i heimsókn til einhvers
vina minna, en við erum allir
góðir vinir „útlendingarnir” i
bænum.
Blööin ekki
hlynnt ÍR
Er eitthvað, sem þú vilt segja
I lokin Paul?
—Já, endilega eitt atriði.
—Mér finnst blöðin ekki vera
nógu hlutlaus I skrifum sinum
og sérstaklega þó eitt þeirra og
birtist t.d. i þvi frásögn af leið-
indaatviki, sem gerðist i leik
okkar við UMFN nú I vikunni, er
við vorum að að keppa á
vellinum. —Frásögnin var mjög
einhliða og gaf ekki rétta mynd
af atburðarásinni. —Ekki það,
að ég sé að lýsa mig saklausan
af þvi sem gerðist, fjarri þvi.
—Ég æsti mig upp og þetta er
aðeins i annað skiptið á ævinni
sem ég lendi i handalögmálum,
og ég vil taka þaö fram i lokin,
að ég er rólegur að eðlisfari og
kýs rólegt umhverfi.
1 þessu heyröist kallað fram
úr sal: „Paul ertu ekki aö
koma!” og þar með var
spjallinu lokið. —SSv—■
Stutt
ágrip
af
sögu
ÍR
Körfuknattieiksdeild 1R
var stofnuö árið 1949 og var
fyrsti formaöur deildarinnar
hinn kunni hlaupagarpur
Finnbjörn Þorvaldsson.
Finnbjörn var „primus
motor” I fyrsta hraða-
upphlaupskerfinu, sem notað
var hérlendis, vegna þess
hve hann var frár á fæti.
Kvennakörfubolti var tek-
inn upp hjá 1R 1950 og var
fyrsti þjálfari liðsins Hrefna
Ingimarsdóttir, sem var þá
nýútskrifuð sem iþrótta-
kennari, frá Laugarvatni.
IR er eina félagið, sem
tekiö hefur þátt i öllum Is-
lands- og Reykjavikurmót-
um frá upphafi. Af þeim 27
tslandsmeistaramótum, sem
haldin hafa veriö til þessa
hefur IR sigrað i 15. 1
Reykjavikurmótunum hefur
1R s.igrað 10 sinnum, en alls
hefur veriö keppt I 21 skipti.
Islandsmeistarar hafa
IR-ingar orðiö árin 1954-5,
1957, 1960-4, 1969-73, 1975 og
1977. Reykjavikurmeistarar
1958, 1960-4, 1968-70 og 1975.
Glæsilegustu ár 1R til
þessa voru tvimælalaust árin
1960 til 1965 en á þeim árum
var IR-liðið gjörsamlega
ósigrandi og vann öll mót. 1R
lék þá samtals 47 leiki i röö i
islands- og Reykjavikurmót-
um án þess að tapa. Fyrsti
ósigurinn eftir þessa ein-
stæðu sigurgöngu, kom á
móti KR i seinni umferð Is-
landsmótsins 1965. Höfðu
IR-ingar þá veriö ósigraðir i
fimm ár.
I Reykjavikur- og tslands-
mótum hefur IR leikið alls
332 leiki. Af þeim hafa 246
unnist, 65 tapast og einum
lauk með jafntefli, en þaö
var áður en reglurnar um að
engin jafntefli skyldu vera,
tóku gildi. I þessum leikjum
hefur IR gert alls 22.873 stig
og fengið á sig 18.944.
Mesta stigaskor 1R i leik
og jafnframt er það íslands-
met var gegn Snæfelli I 1.
deildinni 1976.1R vann þann
leik með 148 stigumgegn 76.
Núverandi formaöur
körfuknattleiksdeildar 1R er
Edvard Ragnarsson.
—SSv—