Tíminn - 19.11.1978, Page 1
AÐ 2
Anna Polla hjá mömmu sinni i stofunni viö Þrastargötu
Rætt við
Sigriði Ellu
Magnús-
dóttur
söngkonu,
sem kemur
fram á
a.m.k.
fernum
tónleikum
hér á næstu
mánuðum
Syngur do re mí fa hástöfum
og þá sofnar dóttirin strax
— Við, mæðgur, erum búnar
að vera hér I tíu daga og kunn-
um vel við okkur, sagði Sigriður
Ella Magnúsdóttir söngkona,
þegar Timinn heimsótti hana á
nýtt heímili fjölskyldunnar á ts-
landi, en það er vestur á Grims-
staðaholti, nánar tUtekið við
Þrastargötu. HeimUisfaðirinn,
Simon Vaughan söngvari, var
nýiega farinn tU London og
Parisar, þar sem hann kemur
fram á tónleikum á næstunni og
æfir auk þess aðalhlutverkið I
óperunni Don Giovanni eftir
Mozart.
— Mér finnst hálfvegis að ég
sé stödd I litlu sjávarþorpi Uti á
landi þegar ég kem hér út Ur
dyrunum, segir Sigriður EUa. —
Hér er lika mikið af þröstum, og
nágrannarnir sjá um að þeir liði
ekki skort. 1 næstu húsum búa
elskulegar gamlar konur. Þeim
finnst dálitiö dularfullt, aö eitt
af þrem nöfnum, sem viö gáfum
dóttur okkar skuli vera Solveig,
þvi húsmóðirin, sem bjó hér sið-
ast á undan okkur var norsk og
hét einmitt Sólveig.
— Hvað heitir dóttirin?
— Hún heitir Anna, sem okk-
ur fannst vera nafn, sem enginn
brenglaði þótt I ólíkum löndum
væri, Leópoidina eftir mömmu
minniogsvo fylgdi Solveig með,
það hefur. norrænan blæ, ég
þekki margar ágætiskonur með
þvi nafni, t.d. heitir ljósmóðirin
min, mikill herjans forkur,
Solveig.
Hef staðið í
flutningum
Þrastargatan kemur til meö
að vera annað tveggja heimila
þeirra Sigriöar Ellu, Simonar
Vaughan og litlu dótturinnar.
— Viö höfum verið I stööugum
flutningum að undanförnu, þvi
við vorum lika að færa okkur
um set i London. Viö erum ný-
flutt i einbýlishús i Harrow en
áttum áður heima I Hampstead
i ibúð á annarri hæð. Eg vildi fá
hús með garði þvi ég læt önnu
sofa úti að hérlendum sið brezk-
um húsmæðrum til mikillar
undrunar. Við deilum nýja hús-
inu með ungum islenzkum hjón-
um, þar sem viö erum mikiö að
heiman. Þaö eru Arni Haröar-
son pianóleikari og Karitas
tvarsdóttir kona hans sem er að
lesa undir stúdentspróf.
— Þetta hús hér á Grims-
staöaholtinu keyptum við 14.
maiivor. Viðhöfðumekkiefni á
aö byggja nýtt einbýlishús og
það er vandkvæöum bundið fyr-
ir okkur að búa i sambýli með
öörum, þar sem viö þurfum að
hafa talsvert hátt þegar við æf-
um okkur. Okkur fannst þvi
sannkallaö þjóöráð að kaupa
þetta hús hér.
Ég komst að þvi, að sú sem
fyrst fékk leyfi til að byggja hér
var einmitt nafna min SigrBur
Magnúsdóttir. Þaö var 1923 að
hún fékk leyfi til að reisa bráöa-
birgöaskúr, og hann hefur
sennilega verið upphafiö aö
þessu húsi. Hér er lika mikill
söngandi, þvi hér bjó um skeiö
mikill karlakórsmaður og siðan
afkomendur hans.
Óperuflutningi
frestað
— kom samt
— Eg er hér eiginlega alveg
óvart, segir Sigriður Ella. — Ee
6