Tíminn - 19.11.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.11.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 19. nóvember 1978 25 bamatíminn Umsjón: Sigrún Bjðmsdóttir Getur þú hjálpað mýslu litlu? Hún er sársvöng, en hún veit hvar hún getur fengið ost. Vandinn er, að það eru tvær hættur á leiðinni, köttur og gildra. Strikaðu nú réttu leiðina að ostinum. Þetta indiánatjald getið þið dregið upp|á stífan pappír. Þið getið notað þetta mynstur og líka útbúið ykkar eigið. Þið notið 3 eldspýtur í toppinn á tjaldinu. Svo er bara að lita tjaldið skrautiega. Bömin hans Bamba - eftir Felix Salten, þýö. Stefán Júlfusson Nanna tók nú upp nýja siði. Hún vakti á daginn og svaf á nóttunni. Hún baðaði sig í sólskininu. Skrýtni vínviðurinn verndaði hana gegn allri hættu. Samt langaði hana heim í skóginn. Hana dreymdi um laufbyrgi með mjúku grasi, döggvot blóm og kliðandi lindir. í draumi heyrði hún þungt fótatak Búa bróður síns og mjúka, hlýja rödd Falínar' móður sinnar. Og þegar hún vaknaði, var hún svo ieið og hrygg,að lævirkinn einn gat huggao hana meö fagra söngnum sínum. En gamla hornugglan hafði alls ekkert söngeyra. Hún var búin að vera of mörg ár í haldi. Hún átti sér enga von framar. Nanna sleppur. I skóginum gerðust þau tíðindi, að Falín kom aftur heim í litla laufbyrgið þar sem hún hafði skilið við þau Búa og Nönnu. Þar fann hún Búa einan, hryggan og kvíðafullan, og svo nágranna þeirra, uggluna, Ugglan hafði fréttir að færa. Hun hafði þorað að elta skógarvörðinn heim til hans. —Og hún hafði átt tal við vin sinn, uggluna í búrinu. „Kæra uggla," hrópaði Falín. „Er Nanna á lífi: Góða, segðu mér það fljótt." Þá sagði ugglan þeim, að Nanna væri fangi MANNSINS: Falín gat nú ekki á heilli sér tekið fyrir kvíða og áhyggjum. Hún var sífellt að hugsa um, hvort Nanna hefði nægilegt að borða, hvort hún væri veik eða í hættu. Ugglan hughreysti hana. Hún sagði: „Bambi er að leita Nönnu". Framhald í næsta Barna-Tíma Hvers virði er lífið fyrir þig eða fjölskyldu þína? Secumar Björgunarvesti eru samanbrotin, fyrirferðalítil og létt, en blásast út sjálfkrafa, þegar notandinn fellur í vatn. Secumar halda höfðinu upp úr vatni og þvt ekki hætta á drukknun. Secumar ætti hver maður að nota daglega við sjó- mennsku, vinnu í höfnum, brúarsmiði,vatnavörzlu. Secumar eru viðurkennd af Siglingamálastofnuó ríkisins á skuttogara. utiriai Sfygeiióóan k.f. Reykjavfk, sími 35200.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.