Tíminn - 24.11.1978, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 24. nóvember 1978
íiaiíííM'í
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og- auglýsiiigar Siöumúla 15. Simi
86300. " t
Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir ki. 20.00:
86387. Verö i lausasölu kr. 110.00. Askriftargjald kr. 2.200 á
mánuöi. Blaöaprent h.f.
í eindaga
Þegar þetta er ritað hefur rikisstjórnin enn ekki
birt tillögur sinar um efnahagsráðstafanir fyrir 1.
desember næstkomandi. Alþýðuflokkurinn og Al-
þýðubandalagið hafa að vanda sinum básúnað sér-
tillögur út um borg og bý en forsætisráðherra og
aðrir forystumenn Framsóknarflokksins hafa unnið
af kappi að þvi að finna sameiginlegar lausnir sem
almennt samkomulag gæti náðst um;vinnufriður i
þjóðfélaginu og áframhaldandi rekstur atvinnuveg-
anna.
Það liggur alveg fyrir að nú er ekki um góða kosti
að velja. Það virðist þvi miður augljóst, að forystu-
menn verkalýðsfélaganna eru ekki reiðubúnir til að
taka af alefli á verðbólguvandanum að þessu sinni
og sjálfsagt gegnir sama máli um marga af tals-
mönnum atvinnuveitenda þegar um alvarlegar að-
gerðir er rætt. Hins vegar hefur rikisstjórnin gefið
það fyllilega i skyn að hún er ekki reiðubúin til þess
að beita þvi skæða vopni sem hún reyndar hefur á
valdi sinu, en það er harkalegur niðurskurður opin-
berra framlaga og framkvæmda, harðsnúinn sam-
dráttur lánafyrirgreiðslu af hálfu opinberra sjóða
og lánastofnana eða aðrar slikar miskunnarlausar
hjöðnunaraðgerðir, enda er vitað að þess háttar
vinnubrögð njóta hvergi stuðnings i islenskum
stjórnmálum.
Á siðustu dögum og vikum hefur það aftur á móti
greinilega komið fram,að almennt samkomulag á
að geta tekist um það að vinna á óðaverðbólgunni
með hófsamlegri málamiðlun og i áföngum. Um
það munu forystumenn flestra stéttasamtaka og at-
vinnuvega sammála rikisstjórninni.
Sjálfsagt yrði það launþegunum til mestra hags-
bóta miðað við flesta aðra kosti, að einhverju af
þeim hækkunum,sem visitöluskrúfan hefur fest við
1. desember, yrði hreinlega frestað um eitthvert
skeið;t.d. uns visitölunefndin hefði skilað störfum.
Með slikum hætti á að geta unnist nokkurt svigrúm
til að hamla gegn verðhækkunum á næstu
mánuðum. En eftir öllum sólarmerkjum að dæma
er ekki við slikt komandi i viðurvist forystumanna
launþegasamtakanna. Sumir þeirra hafa meira að
segja i dagblöðum mótmælt hugmyndum um að
hinir lægst launuðu verði látnir sitja i fyrirrúmi
þegar ákvarðanir verða teknar um aðgerðir.
Nú er komið i eindaga að ná saman endunum i
sameiginlegar tillögur um efnahagsráðstafanir
fyrir 1. desember. Nú er ekki lengur eftir neinu að
biða;og góðu heilli er það ljóst að stjórnarflokkamir
eru um það sammála að ótækt sé að visitöluskrúfan
fái að fullu að ráða ferðinni nú um mánaðamótin.
Um þetta munu reyndar allir sammála,ýmist upp-
hátt eða i hljóði,og þvi hlýtur að verða unnt að ná
starfhæfu samkomulagi án ófriðar á vinnu-
markaðinum.
Þvi verður ekki trúað að farsæld íslendinga sé
ekki meiri en svo að þeir láti ekki segjast fyrr en al-
mennt atvinnuleysi og gjaldþrot fyrirtækja hafa
dunið yfir. Við verðum að reynast menn til þess að
leysa málin áður en i algert óefni er komið. Það
yrðu og ólýsanleg vonbrigði ef núverandi rikisstjórn
auðnaðist ekki að vinna verulegan sigur á verðbólg-
unni þegar á næsta ári. Nái rikisstjórnin ekki
árangri i þessu meginmáli er óvist að vita nú hvar
þeir aðilar, sem eitthvað megna,sitja á fleti fyrir.
JS
Mao gagnrýndur í fyrsta sinn
SIÐUSTU veggspjöldin, sem
hafa veriö hengd upp í Peking,
þykja benda til, aö Hua
Kua-feng sé engan veginn eins
öruggur i sessi og haldið hefur
verið til þessa. Veggspjöldin
þykja bera merki um að ný
„hreinsun” sé i undirbúningi og
eig i nú að losna við alla þá, sem
á einhvern hátt hafi haft sam-
starf viö „óþokkana fjóra”, sið-
ustu æviár Maos formanns.
Verði hafin hriö að þessum
mönnum, getur Hua oröiö hætt.
Undanfarin misseri, eöa siðan
Teng varaforsætisráðherra
hófst til valda aftur, hefur verið
unnið kappsamlega að þvi að
vikja til hliðar öllum þeim, sem
voru yfirlýstir stuðningsmenn
„óþokkanna fjögurra” á timum
menningarbyltingarinnar svo-
nefndu, þegar Teng og félagar
hans voru sviptir völdum i fyrra
sinn. Þessari hreinsun er nú að
mestu eða öllu lokið. Nú viröist
eigaaö beina svipaðri hreinsun
gegn þeim, sem studdu „óþokk-
ana fjóra”, þegar Teng var vik-
ið frá siðara skiptiö. Þar getur
Hua átt eftir aö koma viö sögu.
Eins og áöur segir, var Teng
og félögum hans ýtt til hliðar á
timum menningarbyltingarinn-
ar. Það var eitt af siðustu verk-
um Chou En-lais að koma þvi til
vegar, aö Teng væri endurreist-
ur og skipaður varaforsætisráð-
herra, en Chou hafði verið for-
sætisráöherra Kina frá stofnun
kinverskaalþýðuveldisins. Þeg-
ar Chou féll frá i ársbyrjun 1976,
var almennt búizt viö þvi', aö
Teng yröi eftirmaöur hans sem
forsætisráðherra. Þaö dróst þó
álanginn,að hann yröi skipaður
i stööuna og gætti þar vafalítið
andspyrnu frá „óþokkunum
fjórum”, sem höfðu mikil áhrif
á Mao. Hinn 5. april 1976 kom til
allmikils uppþots á einu aðal-
torginu i Peking. Það er enn
nokkuö á huldu hver var til-
gangur þess, eöa hverjir voru
þar að verki. „Óþokkarnir fjór-
ir” notuðu þetta tilefni til að
kenna Teng um og átti það sinn
þátt i þvi, aö Teng var sviptur
embætti varaforsætisráöherra
og var það gert að tillögu Maos
aö þvi sagt var. Nokkru siöar
var Hua tilnefndur forsætisráð-
herra. Þegar Mao lézt siöar á
árinu, var Hua einnig valinn
formaöur Kommúnistaflokks-
ins. Sagt er, aö Hua hafi verið
valinn til beggja þessara starfa
aö tillögu Maos.
VALIÐ á Hua i þessar stöður,
kom flestum á óvart, en hann
hafði verið litið þekktur fram að
þessu. Það kom þó enn meira á
óvart, þegar hann var upphaf-
lega valinn forsætisráöherra.
Ljóst virðist nú, aö þaö hafi ver-
Hua
ið gert meö samþykki og jafnvel
stuðningi „óþokkanna fjög-
urra”. Þeir hafi ekki haft nægi-
legt bolmagn til að koma að
manni úr sinum hópi, en stutt
Hua i trausti þess, að hann
myndi koma til liðs við þá. Það
gerði Hua hins vegar ekki, þeg-
ar eftirmaöur Maos var valinn,
heldur samdi við andstæðinga
þeirra og tryggði sjálfum sér
þannig formannsstöðuna.
_ Nýju veggspjöldin eða vegg-
' blöðin, sem nú vekja athygli I
Peking, beinast öll að uppþotinu
þar I aprilmánuöi 1976, en það
leiddi til þess, eins og áður seg-
ir, að Teng var ýtt til hliöar og
Hua varð forsætisráðherra.
Aöalefni veggspjaldanna er
þaö, að Mao hafi skjátlast fyrir
aldurs sakir og af öðrum ástæð-
um, þegar hann fór að ráðum
„óþokkanna f jögurra” og notaði
þettatilefni til að vikja Teng frá
völdum.
Þessi ádeila á Mao hefur að
sjálfsögðu vakiö sérstaka
athygli, þvi að þaö hefur ekki
komið fyrir áöur að Mao væri
þannig gagnrýndur opinberlega
I Kina. Yfirleitt er talið, aö þaö
séu stjórnarvöld, sem standi á
Teng
bak við veggspjöldin. Þau virð-
ast oftast notuð til að boöa
atburði, sem séu i vændum.
Þannig voru veggspjöld notuö
til árása á Teng eftir uppþotiö i
Peking i april 1976. Veggspjöld-
in, sem núhafaverið hengd upp
og notuð eru til að gagnrýna
Mao, eru ekki færri en sextán
talsins, þviaðhérerum alllangt
mál að ræða. Þau hafa ekki ver-
ið tekin niður aftur og ber það
merki þess, að þau njóti vel-
þóknunar stjórnvaldanna. Opin-
ber fréttastofa Kfna, Hsinhua,
hefur lika fylgt þeim eftir með
þvi aö lýsa tildrögum uppþots-
ins 1976. Margt manna hafi
komið á torgið til aö leggja þar
blómsveiga til heiöurs Chou
En-lai, en lögreglan hafiskorizt
i ieikinn og reynt að fjarlægja
blómsveigana. Þáhafikomiö til
óeirðanna, sem leiddu til þess
að 388 borgarar voru handtekn-
ir. Þeir hafa nú allir fengið sak-
aruppgjöf. Taliö er, aö þaö hafi
verið fylgismenn Tengs, sem
komu meö blómsveigana, og
hafi þeir viljað minna á, að sæti
Chou væri enn ófyllt.
SÚ KRAFA er borin fram á
umræddum veggspjöldum, aö
þeim, sem báruábyrgö á því, að
til uppþotsins kom, verði refsað
vægöarlaust. Mörgum finnst að
böndingeti borizthéraöHua, en
hann var ráðherra innlendra
öryggismála á þessum timum og
þvi æðsti maður lögreglunnar.
Hann var lika maöurinn, sem
mest græddi á þessum atburði.
Það þykir þó ekki liklegt, að
þetta tilefni verði notaö til aö
víkja Hua frá völdum, a.m.k.
ekki að svo stöddu. Hitt þykir
liklegra að völd hans verði skert
og áhrif Tengs fari enn vaxandi,
en þau hafa aukizt jafnt og þétt
siðan hann var endurreistur i
annað sinn á siöastl. ári. Hann
hefur. vafalitiö sterka stuðnings-
menn bæði i flokkskerfinu og
rikiskerfinu. Sennilega munar
þar mest um þann stuðning,
sem hann hefur innan hersins.
Þ.Þ.
Erlent yfirlit
Veggspjöld í Peking
höggva nærri Hua