Tíminn - 08.12.1978, Síða 5
Föstudagur 8. desember 1978
5
Islensk
skákstíg
1. september:
11 skák-
2300 stig
ESE — t nýútkomhu tölublaöi
timaritsins Skákar kennir aö
venju ýmissa grasa. Meðal efnis
aö þessu sinni má nefna skák-
greinar eftir þá Guðmund
Sigurjónsson, Bent Larsen og
Jóhann örn Sigurjónsson.
Þá er birt tafla yfir islensk
skákstig 1. september 1978, en
samkvæmt henni hafa eftir-
taldir hlotið flest stig:
Friðrik Ólafsson — 2595
Jón Hálfdánarson — 2505
Guðmundur Sigurjónsson —
2475
Helgi Ólafsson — 2445
Jón L. Arnason — 2420
Jón Kristinsson — 2415
Ingi R. Jóhannsson — 2400
Ingvar Asmundsson — 2385
Margeir Pétursson — 2360
Magmls Sólmundarson — 2350
Stefán Briem — 2330
Rétt er að hafa i huga að
margir þeirra sem hér eru
nefndir hafa litið sem ekkert
teflt að undanförnu og þvi ekki
stofnað skákstigum sfnum i
hættu.
Þá er ótalinn hinn glæsilegi
árangur skákmanna eins og
Helga ólafssonar, Margeirs
Péturssonar og Ingvars As-
mundssonar að undanförnu en
taflan er eins og áður segir
miðuð við 1. september.
Friðrik ólafsson
menn
hafa fleirl en
Hafnargerð á Akranesi. Verið er að dæla sjó upp úr Botnfu, sem sökkt
var til hafnargerðarinnar.
Ljósmyndasýning í Bókhlööunni
á Akranesi:
AKRANES
gamla tímans
Sunnudaginn 26. nóvember
var opnuð í Bókhlööunni á
Akranesi sýning, sem ber heitið
„Akranes gamla timans.” Þar
eru sýndar ljósmyndir,
uppdrættir, teikningar og
skyggnimyndir með texta og
talskýringum. Myndir sýning-
arinnar verða um 300 að tölu,
flestar frá timabilinu 1890-1940.
Flestar myndirnar eru eftir
valinkunna ljósmyndara, þá
Magnús Ólafsson (1862-1937),
Sæmund S. Guðmundson
(1873-1955). og Arni Böðvarson
(1888-1977).
Elstu myndirnar eru unnar
með stækkunarvél Magnúsar
Ólafssonar og hafa fæstar
þeirra sést opinberlega fyrr.
Helstu efnisþættir sýningarinn-
ar eru: byggðaþróun á
Akranesi, afstöðu og hilsa-
myndir, þjóðlifsmyndir,
mannamyndir, loftljósmyndir,
teikningar og fleira. Kynntir
verða ljósmyndarar sýningar-
innar, sýndar skyggnimyndir
meðtalskýringum um Akranes i
nútiö og fortið, spiluö dagskrá
um Akranes gamla timans og
kveönar bæja-og formannarim-
ur.
Sýningin er opin föstudaga,
laugardaga og sunnudaga frá
kl. 14.00-22.00, en aðra daga frá
kl. 18.00-22.00. Sérstök kynn-
ingardagskrá verður fyrir skóla
bæjarins og jafnvel aðra
skipulagða hópa. Aögangseyrir
er kr. 300 fyrir fulloröna og fritt
fyrir börn. Skipulag sýningar-
innarhefur verið i höndum Þor-
; steins Jónssonar, og hafa ýmsir
einstaklingar og stofnanir lagt
hönd á plóginn við undirbúning
sýningarinnar. Ýmislegt verð-
ur siöar á dagskrá sýningarinn-
ar m.a. verður framtiöarskipu-
lag Akraneskaupstaðar kynnt
bæjarbUum.
Tveir íslenskir hestar
SJ — Tveir íslenskir
hestar verða meðal
þátttakenda i kapp- og
þolreið á hestum, sem
hefst i Paris nú 15.
desember. Keppnin
stendur i eitt ár og farin
verður 13 þús. km vega-
lengd, um 50 km á dag
að meðaltali, og verið á
ferðinni i 250 daga.
Haldið er áfram i fjóra
daga en hvilst þann
fimmta.
Feröin er hringferð um
Frakkland, byrjar og endar I
Paris. tslensku hestarnir, sem
þátt taka i keppninni eru óðinn
frá Brautarholti á Kjalarnesi og
Faxi frá Hvammi i ölfusi. Hest-
arnir eru farnir utan til keppninn-
ar.
Reiðmaöur á islensku hestun-
um verður Rodger Bardot, hann
var meðal keppenda i Ameriku-
reiðinni 1976 og kynntist þar
islenskum hestum. Sendi hann
hingaö pöntun til Sambandsins á
Islenskum hestum, sem hentuðu I
þessa keppni. Þeim Páli Sigurðs-
syni og Gunnari Bjarnasyni var
faliö að velja hestana, hvaö þeir
gerðu, og voru hestarnir fyrst I
þjálfun hér. í mánaöarritinu
Eiðfaxa er haft eftir Gunnari
Bjarnasyni aö val hestanna hafi
byggst á stærð og styrk hestanna,
og góðir og traustir fætur væru
mikilvægt atriöi.
Annar hestanna var I þjálfun
hjá Kristni Guönasyni á Skarði i
Landssveit, Óðinn, jarpur, 9 vetra
frá Brautarholti á Kjalarnesi
sonarsonur Hjalta Hreinssonar,
friskur og viljugur klárhestur.
Hinn hesturinn, Faxi, er rauð-
glófextur frá Hvammi I ölfusi,
stór, reistur og fallegur klárhest-
ur, og var hann þar I þjalfun.
Gunnar Bjarnason fór utan meö
hestunum og veröur i Paris i um
vikutima áöur en keppnin hefst.
„Tour de France” er þekkt
fyrirbrigði viöa um heim, og vek-
ur keppni með þvl nafni ávallt
athygli almennings og fjölmiöla,
sérstaklega er reiöhjólakeppni
meö þvi nafni kunn.
Verndari keppninnar er for-
sætisráöherra Frakka, Raymond
Barre. Hver veit nema aö hér
opnist enn ein leið i sigurgöngu
Islenska hestsins.
Verkalýðsfélag Akraness:
Ríkisstjórnin fái
starfsfrið
Trúnaöarráð VerkalýÖ6félags
Akraness lýsti á fundi slnum ný-
lega stuðningi sinum við álykt-
un Verkamannasambandsins
um ráöstafanir 1 efnahagsmál-
um, en leggur jafnframt áherslu
á það, að þau félagslegu atriði
sem lögð hafa verið fram, fái
lagalega staðfestingu.
Þá taldi fundurinn höfuðnauð-
syn, að rikisstjórnin fái starfs-
frið til að vinna að þvi verkefni
slnu að skrúfa niður verðbólg-
una og vernda kaupmátt laun-
anna.
ÞEIR SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI.VELJA SéT/l
Einkaumboó á Isiandi fyrir SKIL rafmagnshandverkfæri: '
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Við SKIL heimilisborvélarfæst gott úrval hagnýtrafylgihluta,
svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússikubbur og limgerðis-
klippur. Alla þessa fylgihluti má tengja við borvélina meðeinkarauðveld-
um hætti, svo nefndri SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernduð
uppfinning SKIL verksmiðjanna. Ekkert þarf að fikta með skrúfjárn eða
skiþtilykla heldur er þatrónan einfaldlega tekin af, vélinni stungið í tengi-
stykkið og snúið u.þ.b. fjórðung úr hring, eða þar til vélin smellur í
farið. Fátt er auöveldara, og tækið er tilbúið til notkunar.
Auk ofangreindra fylgihluta eru á boðstólum hjólsagar-
borð, láréttir og lóðréttir borstandar,
skrúfstykki, borar, vírburstar,
skrúfjárn og ýmislegt
fleira, sem eykur stór-
lega á notagildi SKIL
heimilisborvéla.
Komið og skoðið, hringið eða skrifið
eftir nánari uþplýsingum og athugið hvort
SKIL heimilisborvél og fylgihlutir eru ekki
hagnýt gjöf til heimilis ykkar eða vina ykkar.