Tíminn - 08.12.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.12.1978, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 8. desember 1978 „ J? , -4 jbLA A GJAFIR tSf ' U Handskornar trévörur. Ódýr glerdýr. Margar gerðir af saumakössum og körfum. Jóladúkar og efni í dúka. Prjónagarn og mynstur. Til handavinnu. , , cA <v> xéjL* $7 Pakkningar stórar og smáar. Smyrnupúðar. Áteiknuð punthandklæði og vöggusett. Saumaðar myndir til að fylla upp. Komið og lítið á úrvalið. HOF INGÖLFSSTRÆTI 1 Sími 16764 o Hjólbarðasólun, hjólbarðasala og öll hjólbarða-þjónusta Núer rétti timinn .til að senda okkur hjólbarða til sólningar Einum fyrirUggjandi fit'star stœrAir hjólbarda, sólafla og nýja Mjög gott verð Fljót og góð þjónusta PÓSTSENDUM UM LAND ALLT VINNU STOfAN HF Skiphott 35 105 REYKJAVlK slmi 31055 Keflavík Blaðbera vantar frá 1. desember n.k. Upplýsingar hjá umboðsmanni i sima: 92- 1373. Sólaöir //rr^ HJÓLBARÐAR TIL SD'LU FLESTAR STÆRÐIR Á FÓLKSBlLA. -Y//:' barðinn ÁRMÚLA 7 SlMI 30501 m :::::::::: m : a: // .v.:.;.: m m „Lifandi saga liðinna atburða” öldin okkar. Minnisverö tiöindi 1961-1970. Gils Guömundsson og Björn Vignir Sigurpálsson tóku sam- an. 240 blaöslöur. Iöunn 1978. Þaövar snjöll hugmynd — og framkvæmd — þegar bókaút- gáfan Iöunn hóf aö gefa út „Aldirnar” fyrir tæpum þrem áratugum enda mun fágætt aö bækur hljóti jafn skjóta og al- menna hylli og raun v.arö á um þau ritverk. öldin okkar I-II minnisverö tlöindi 1901-1950 og öldin sem leiö I-II minnisverö tíöindi 1801-1900 uröu þegar I staö feikilega vinsælar og llku máli mun hafa gegnt um þær „Aldir,” sem siöar bættust I hópinn. Nú eru þessar bækur teknar aö nálgast tuginn og enn er far- inn vegur. Nýlega hefur bókaút- gáfan Iöunn sent frá sér níundu „Oldina,” og fjallar sú bók um áratuginn 1961-1970. Þessi ár eru enn svo nálægt okkur aö margir atburöirsem þá geröust eru i fersku minni þess fólks sem fariö var aö fylgjast meö almæltum tlöindum um þaö leyti sem sjöundi tugur hinnar tuttugustu aldar gekk i garö. Þaö er mannlegt aö þykja for- tiö og framtiö merkilegri en nú- tlminn. Roskinn maöur eöa gamall sér hina „gömlu góöu daga” „I mánasilfri” og barniö hyggur aö flestur vandi muni leysast þegar komiö er upp á fulloröinsárin. („Þegar ég verö stór, ætla ég aö...”) Oft skynj- um viö þó og skiljum aö viö er- um aö Úfa mikla atburöi, — aö andartakiö sem er aö liöa er stór, sögulegstund, stund sem á eftir aö gnæfa upp Ur atburöum ókominna ára. Nokkrir slikir staöir eru i atburöarás áranna 1961-1970. Þannig voru t.d. for- setakosningarnar 30. júni 1968 sögulegur atburöur og þaö mun flestum hafa veriö ljóst, sem tóku einhvern þátt i þeim kosningum. Á þessum árum var skammt á miDi stórra atburöa aö þvi er varöaöi þá menn sem sátu I æöstu embættum lýöveldisins. Ekki voru nema tvö ár liöin frá hinum sögulegu forsetakosning- um, þegar forsætisráöherra landsins, Bjarni Benediktsson eiginkona hans og dóttursonur þeirra fórust i eldsvoöa á Þing- völlum. Þeirsem þá voru komn- ir til vits og ára munu naumast gleyma þeim harmi sem Is- lenska þjóöin var slegin viö þann atburö. Þannig voru þessi ár slöur en svo viöburöasnauö, og þaö skiptust á skin og skúrir eins og jafnan á sér staö i llfi einstak- linga og þjóöa. Og fleira eru fréttir en stórtiöindi. Oldin okk- ar 1961-1970 greinir frá fjöl- mörgum atburöum, stórum og smáum og satt aö segja sýnast þeir ekki allir vera sérlega „minnisverö tlöindi.” Þaö eru auövitaö miklar fréttir fyrir okkur íslendinga, þegar danska Þjdöþingiö samþykkir endan- lega afhendingu handritanna og mikiU atburöur var þaö lfka, þegar Islenska sjónvarpiö tók til starfa haustiö 1966, en aftur á móti eru þaö kannski ekki eins miklar fréttir, þótt lslendingar reyni aö reka marsvinavööu á land,— án þess þó aö þaö takist, — og drykkjulæti ungs fólks þykja vlst varla frásagnarverö lengur, en þó munu „hernaöar- aögeröir” unglinga á Hreöa- vatni um hvltasunnuhelgina 1964 hafa veriö meö þeim feikn- um, aö ástæöa sé til aö geyma þá atburöi á spjöldum sögunnar ef þaö gæti oröiö einhverjum til viövörunar. Annars er þaö sannast aö segja aö þótt frá mörgu sé sagt i þessari bók og ekki öUu stór- vægflegu, þá held ég aö ég hafi ekki rekist á neitt, þar sem ekki var annaö tveggja, merkUegt I sjálfu sér, eöa haföi vakiö mikla athygU á sinum tima ogátti þvi heima meö „minnisveröum tiöindum” áratugsins. Hitt er auövitaö mál og þarf ekki um aö ræöa aö endalaust er hægt aö deila um þaö hvaö eigi aö taka og hverju aö sleppa i sllkri bók sem þessari. Þar er áreiöanlega hægra um aö tala en i aö kom- ast, en ég get ekki betur séö en aö þeir Gils Guömundsson al- þingismaöur og Björn Vignir Sigurpálsson blaöamaöur hafi unniö verk sitt vel og samvisku- samlega. Dagblööin eru vitan- lega aöalheimildir þeirra en oft hafa þeir þurft aö stytta og þjappa saman einkum þegar um er aö ræöa stór mál sem kannski var fjallaö um I mörg- um blööum svo dögum eöa vik- um skipti. Máliö á bókinni er yfirleitt alls staöar gott, en ekki get ég þó sætt mig viö oröiö „gjaldþroti” i merkingunni „gjaldþrota maöur.” A blas. 160 i öldinni okkar er svolátandi fyrirsögn: „Gjaldþroti læsti borgarfógeta inni,” (sém vitan- lega er fáheyröur atburöur!). Ég veit aö til er oröiö „gjald- þoli,” og finnst þaö satt aö segja ekki fallegt en þó er „gjald- þroti” hálfuverra. Er ekki hægt aö finna eitthvert skárra orö i staöinn? Hvaö segja nýyröa- smiöir? Þegar birt eru I bók „minnis- verö tiöindi” ára sem eru jafn skammt undan og áratugurinn 1961-1970,er auövitaö hætta á aö þaö veröi ekki gert svo öllum liki, vegna þess hve stutt er siöan atburöirnir geröust. A hinn bóginn ætti aö vera tiltölu- lega auövelt aöganga úr skugga um hvaö raunverulega átti sér staö og hafa siöan þaö sem sannara reynist. Þaö á ekki aö þurfa aö vera mikiö um villur i þvíllku riti. En hins skyldu menn lfka minnast aö slikar bækur sem „Aldirnar” eruekki beinhörö sagnfræöi i strangasta skilningi heldur miklu fremur „lifandi saga liöinna atburöa i máli og myndum.” lupphafi þessa máls var sagt aö þaö hafi veriö snjöll hug- mynd aö hefja Utgáfu „Ald- anna.” Nú má ljúka þessum lin- um meö þvi aö segja: Fram- kvæmd þessa mikla verkefnis hefur tekist svo vel aö bókaút- gáfunni Iöunnier öldungis óhætt aö halda áfram á sömu braut. —vs Líf og list Leon- ardós Wallace, R. og ritstjórn Time — Lifebókaútgáfunnar: Llf oglist Leonardós da Vmci. 1452-1519. Þorsteinn Thorarensen þýddi. Fjölvaútgáfan, Rvlk. 1978. Time — Lifeútgáfan bandariska hefur um langt skeiö ástundaö aö gefa út stóra bókaflokka. Nokkrir hafa veriö gefnir út á i'slenzku og má þar nefna bækur um lönd og þjóöir sem AB gaf út fyrir notócrum árum. Nú hefur Fjölvaútgáfan tekiö aö gefa út bækur Time-Life um listamenn og listamannaævir og hafa þegar verið gefnar út þrjár bækur i þessum flokki. Sú siöasta er hér til umfjöllunar, bókin um lif og list .italska snillingsins Leonardós da Vinci, mannsins, sem Mediciættin í Flórenz gat ekkinotaöogRómarpáfar varla heldur, enhlaut uppheföslna aö mestu vestur I Frakklandi og á vegum Sforzaættarinnar i Mila- nó. I bókinni er ævihlaup Lenoardós rakiö eftir þvi sem heimildir eru fyrir. Hann nam málaralist, höggmyndalist og bronzmyndagerö I Flórenz, en þegar honum þótti Medicimenn taka aöra fram yfir sig hélt hanntil Mllanó, þar sem heimili hans stóö i 17 ár. Siöan var hann áflakkium ttallu ogFrakkland, naut hylli margra frægra manna og var um skeiö I slag- togi meö hinum illræmda Ces- are Borgia. Oll er frásögnin af lifshlaupi Leonardós lifleg og skemmtileg og svo einföld aö aflri gerö, aö allir hljóta að hafa ánægju af þeim lestri, hvort. sem þeir unna listum eöa ekki. Og áhugamenn um listir fá llka eitthvaö fyrir sig. 1 bókinni er greinilega sagt frá öllum helztu verkum Leonardós en mest rúm er eölilega helgaö frægustu verkum hans, Mónu LIsu og Kvöldmáltiöinni. Þær myndir eru sýndar frá öllum sjónarhornum og jafnframt birtar myndir af eftirlikingum og myndum, sem orðið hafa til fyrir áhrif þessara stórverka Leonardós. Er kaflinn um Kvöldmáltiðina, söguhennar og áhrif einstaklega fróölegur og skemmtilegur. Rækilega er og greint frá hug- vitsmanninum Leonardó da Vind, en hann var alla ævi aö fást viö teikningar og hugmynd- ir aö aðskiljanlegustu tækjum, teiknaöi m.a. frummyndir af vélum, sem ekki voru „fundnar upp” fyrr en i iönbyltingunni. Myndefni þessarar bókar er mjög skemmtilega valiö og margar litmyndir prýöa hana. Þýöing Þorsteins Thorarensen er liölega gerð og þægileg aflestrar. Bókin er sett og brotin um hér heima, en prentuö á Spáni. Er sú vinna öll vel af hendi leyst. Jón Þ. Þór. bókmenntir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.