Tíminn - 13.12.1978, Page 6

Tíminn - 13.12.1978, Page 6
6 Miðvikudagur 13. desember 1978 Otgefandi Framséknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: i Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- I stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumiila 15. Sfmi 86300. — Kvöidsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð 1 lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr. 2.500.00 á mánuði. Blaðaprent V____________________________________________________________J I ERLENT YFIRLIT Samningurinn milli Rússa og Afghana Sjöfn í öskuna Eins og alþjóð er löngu kunnugt og best hefur sannast á undan gengnum mánuðum bregður Alþýðubandalagið sér i óliklegustu kvikinda liki þegar svo ber undir. Stundum eru hamskiptin til fagnaðar en iðulega ekki, og stundum er nokkur skemmtun að þeim. Nýjasta liki Alþýðubandalagsins er gervi tyft- unarmeistarans sem agar óstýrilátt lið i borgar- málum Reykjavikur af nokkru yfirlæti og tals- verðum þjósti. Ungri konu varð það i sölum borgarstjórnar að anda helst til frjálslega á ein- um fundinum, og fyrir það skal hún sett i öskustó að hefðbundnum hætti vandlátra stjúpmæðra. Það var vitað að fjárhagsvandræði Reykjavik- urborgar, sem og fjölmargra annarra sveitar- félaga, yrðu mjög erfið viðfangs er liði á þetta ár. Valda þvi fleiri ástæður en ein, en mest fer þó fyrir mikilli fjárfestingu, óskynsamlegum og áróðurskenndum ákvörðunum i launamálum og hinni almennu óðaverðbólgu i þjóðfélaginu. En hætt er við að þessi vandamál verði ekki auðveldari viðfangs ef Alþýðubandalagið hyggst vinna þar að málum af sama hrokanum og gætir i viðbrögðum forystumanna þess við andardrætti Sjafnar Sigurbjörnsdóttur á dögunum. Með þessum orðum er enginn dómur lagður á þau málefni sem þessi borgarmáladeila snerist upphaflega um. Og ef Alþýðuflokksmönnum, svo i borgarstjórn sem á öðrum vettvangi, lærist að starfa eins og skipulagður stjórnmálaflokkur, er ekki að efa að mikils árangurs er að vænta af samstarfi við þá. Á sama hátt mun árangurs að vænta af samstarfi við Alþýðubandalagsmenn ef þeir kunna sér hóf, einnig i framkomu við sam- starfsaðila sina. Gorgeir og yfirlæti eins og það sem þeir hafa nú sýnt einni af sinum minnstu systrum i borgar- stjórn Reykjavikur hlýtur að skilja eftir sig sár og verður varla til þess að styrkja samstarfið i borgarstjórninni. Það er allt annað mál að öll vinnubrögð Alþýðuflokksmanna, hvort sem eru i borgarmál- efnum eða á öðrum þjóðmálavettvangi, eru með þvilikum eindæmum og slikum öngþveitisbrag að torvelt er að skilja hvað er á seyði, og hefur þjóðin þó séð ýmislegt til Alþýðuflokksins. Sannleikur- inn er sá að gaman það sem alikratamir stunda á kostnað almennings um þessar mundir er svo villt og hömlulaust að aðeins getur skaðað flokk- irni og fulltrúa hans sjálfa, torveldað samstarf við flokkinn og árangur þeirra starfa sem ákveð- ið hefur verið að vinna að. Eins og ástatt er fyrir Alþýðuflokknum verða samstarfsmenn hans þvi trúlega að taka mjúklega á honum um hrið og leiða hann vináttu- samlega sér við hönd og láta ekki óliklega að hon- um meðan hann er milli vita og veit ekki sitt r júk- andi ráð i nokkru efni. JS Merki um óvissuna í Vestur-Asíu FRÉTTASKÝRENDUR hafa talsvert velt þvi fyrir sér undan- farna daga, hvaöa áhrif eöa af- leiöingar þaö kunni aö hafa, aö hinn 5.þ.m. var undirritaöur I Moskvu vináttu- og samvinnu- sáttmáli milli Afghanistan og Sovétrikjanna. Sumir gizka á, aö Rússar hyggist meö þessum sáttmála skapa sér betri aö- stööu til aö geta fylgzt meö málum I íran og haft áhrif á gang þeirra, þvl aö Afghanistan og fran liggja saman á löngu svæöi, en gangur mála I Iran getur oröiö sá, aö Rússar telji sig hann miklu skipta. Aörir fréttaskýrendur telja, aö til- gangur Rússa sé aö geta variö hina nýju stjórn Afghanistan falli, ef öldur frá hugsanlegum yfirráöum öfgafullra mú- hameöstrúarmanna I fran berast þangaö. Langflestir Afghanar eru múhameöstrúar, og meöal þeirra eiga heitttrúar- menn fylgi aö fagna engu siöur en I tran. Fréttaskýrendur eru lika sammála um, aö þaöan stafi hinni nýju stjórn i Afghan- istan mest hætta, enda hafa þegar borizt fréttir af þvi, aö öfgamenn meöal múhameös- trúamanna hafa efnt til and- spyrnu gegn henni á ýmsum stööum i landinu. Brésnjef fagnar Taraki viö komu hans til Moskvu VINATTUSATTMALINN milli Sovétrikjanna og Afghanlstan var undirritaöur af þeim Leonid Brésnjef, forseta Sovétrikjanna, og Nur Mohammad Taraki, forsætis- ráöherra Afghanistan. 1 frásögn APN-fréttastofunnar er efni hans lýst á þessa leiö: „Vináttusamningur Sovét- rikjanna og Afghanistan samanstendur af 15 greinum og er geröur til 20 ára. Fyrstu fimm árin skal hann standa óbreyttur og án endurskoöunar. Sovétrikin og Afghanistan leggja áherslu á þaö I samning- num, aö þau vilji dýpka og efla vináttusamband rikjanna og þróa alhliöa samvinnu þeirra. I Rikin skulu aöstoöa hvort annaö og taka sameiginlegar ákvarö- j anir til aö tryggja öryggi sitt, ' sjálfstæöi og friöhelgi landa- mæra sinna. Til tryggingar varnarmætti sinum, segir i samningnum, skulu þau halda áfram aö þróa meö sér sam- vinnu á hernaöarsviöi á grund- velli ákvæöa samningsins. ekki þátt i neinu bandalagi eöa samningum viö önnur rlki, sem beinist gegn hagsmunum hins. Sovétrlkin og Afghanistan.segir I samningnum, skulu halda áfram aö gera allt sem I þeirra valdi stendur til aö vernda friö- inn I heiminum, alþjóölegt ör- yggi, efla framgang slökunar- stefnunnar og útfæra hana til allra heimshluta, þar á meöal til Aslu. Bæöi rlkin vilja beita sér af alefli fyrir afvopnun.” Hvort rlki fyrir sig lýsir þvl yfir, aö þaö skuldbindi sig til aö taka Milet 200 Tashkent • SOVIET UNfON INDIA Landabréf, sem sýnir Afghanistan og nágrannaríkin Eins og sést af þessari frá- sögn APN-fréttastofunnar gerir samningurinn ráö fyrir mjög víötækri samvinnu milli ríkj - anna. Af hálfu ýmissa frétta- skýrenda er sérstaklega vakin athygli á því ákvæöi samnings- ins, aö ríkin aöstoöa hvort annaö og taka sameiginlega ákvaröanir ,,til aö tryggja öryggi sitt, sjálfstæöi og alhliöa samvinnu þeirra”. Þetta oröalag bendir til, aö hér sé um eins konar hernaöarbandalag aö ræöa. I RÆÐU þeirri, semBrésnjef flutti viö undirritun samnings- ins, rakti hann þaö, að frá upp- hafi Sovétrlkjanna heföi alltaf veriö góö samvinna milli þeirra og Afghanistan. Viö apríl- byltinguna 1978 heföi þessi sam- vinna hins vegar tekiö á sig nýtt form. 1 framhaldi af þvl sagöi Brésnjef: ,,Nú er ekki aöeins um góöa sambúö nágranna aö ræöa, heldur einlæg og sterk vináttu- tengsl byltingarlegrar sam- stööu. Allt þetta nýja viöhorf er sett inn I vináttusamninginn, sem var undirritaöur I dag. Þaö má meö sanni segja, aö þessi samningur sé meiriháttar póli- tlskur viöburöur. Hann leggur ekki einungis grundvöllinn aö frekari eflingu sovézk- afghanlskrar vináttu, heldur eflir hann friöarhorfur I Aslu og I heimi öllum.” Brésnjef sagöi I framhaldi af þessu, aö aöalatriöiö viö núver- andi aöstæöur væri að hindra aö ný heimsstyrjöld brytist út, en hún gæti hafizt I hvaöa heims- hluta sem væri, og myndi reynast hræöileg tortlming öllu mannkyni. Þvl yröi aö vera vel á veröi. Einn fréttaskýrandi hefur bent á, aö ekki sé óliklegt, aö Brésnjef hafi hér ekki slzt haft Asíu I huga meö tilliti til Kínverja. Taraki sagöi I ræöu sinni, aö Afghanistan myndi áfram fylgja hlutleysisstefnu og keppa aö góöri samvinnu viö allar þjóöir. Sovétrlkin heföu oröiö fyrst rlkja til aö viöurkenna stjórn hans og jafnan heföi veriö góö samvinna milli þeirra og Afghanistan. Þess vegna væri þessi samningur eölilegur. Taraki sagöi, aö Afghanistan stefndi einnig aö góöri sam- vinnu viö aöra nágranna slna, þar á meöal Kina. Hann sagöi stjórn slna sósialiska og vitnaöi m.a. i Lenín og Marx. Hann vill þó ekki flokka Afghanistan sem kommúniskt rlki. I New York Times hefur veriö bent á, aö Sovétrikin hafi gert áöur hliöstæöan samning viö sex önnur rlki utan Evrópu7eöa Angóla, Mósambik, Irak, Ind- land, Víetnam og Eþlópiu. Þessir samningar kunni aö styrkja þau aö vissu leyti og bæta stööu þeirra I þriöja heimin um. En þeim fylgi lika skyldur og framlög. Vegna þeirra geti Sovétrikin llka dregizt inn i deilur, sem þau vildu standa utan viö. Vestræn riki ættu þvi ekki aö ofmeta þessa samninga og láta þá hafa óeðlileg áhrif á afstööu sína. New York Times bendir einnig á, aö Afghanistan sé lengi búiö aö vera háö Sovét- ríkjunum efnahagslega og hern- aöarlega og þvl sé hér um minni breytingu aö ræöa en ella. Ýmsir fréttaskýrendur telja þennan samning hafa veriö geröan fyrr en þeir áttu von á. Rússar heföu aö öllu óbreyttu sennilega kosiö aö draga hann á langinn, svo aö þeir yröu siöur ásakaöir um aö hafa staöiö bak viö aprilbyltinguna I Afghanist- an. Sennilega hafi þaö óvissu- ástand, sem nú rlkir I íran og Pakistan flýtt þvl, aö samningurinn var geröur. Af þvi má alveg eins ætla, aö samn ingurinn sé ekki slöur geröur I öryggisskyni en I þeim tilgangi aö hafa áhrif I nágrannalöndum Afghanistans. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.