Fréttablaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 12
 12. október 2006 FIMMTUDAGUR ANKARA, AP Þingmenn á tyrkneska þinginu ræddu í gær lagafrum- varp, þar sem því yrði lýst yfir að Frakkar hefðu framið þjóðar- morð í Alsír vorið 1945. Tyrk- nesku lögin yrðu sett í hefndar- skyni við sambærilegt lagafrumvarp sem nú er til umræðu í Frakklandi, þar sem fullyrt er að Tyrkir hafi framið fjöldamorð á Armenum snemma á síðustu öld. Í tyrkneska þinginu var þó ekki mikill stuðningur við frum- varpið, enda væru þeir þá að hefna sín á Frökkum með því að gera nákvæmlega það sama og þeir. Recep Erdogan forsætisráð- herra, sem hefur gagnrýnt frönsku lögin harðlega, er til dæmis alveg á móti þessari hug- mynd um hefndaraðgerð: „Það er ekki hægt að hreinsa óhreinindi með óhreinindum, það er aðeins hægt að hreinsa óhreinindi með hreinu vatni,“ sagði hann. Niðurstaðan í tyrkneska þing- inu varð sú að málið verður sett til umfjöllunar í nefnd. Í dag er hins vegar búist við því að franska frumvarpið komi til umræðu á þingi í Frakklandi. Frumvarpið felur það í sér að blátt bann verður við því að neita því í ræðu eða riti, að viðlögum sektum og fangelsisvist, að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armen- um á árunum 1915 til 1923. Um það bil 400 þúsund manns í Frakklandi eru af armenskum uppruna. Fólkið heldur því fram að Tyrkir hafi á þessum árum myrt allt að eina og hálfa milljón Armena og reynt að hrekja alla Armena út úr Tyrklandi. Armenar í Frakklandi hafa barist hart fyrir því að opinber viðurkenning fáist á því að þarna hafi átt sér stað þjóðarmorð. Tyrkir hafa jafnan neitað að viðurkenna að fjöldamorðin á Armenum geti talist þjóðarmorð, segja tölur um fjölda látinna ýktar og hafa tekið þetta franska laga- frumvarp afar óstinnt upp. Almenn reiði í garð Frakklands og Evrópusambandsins hefur brotist út í Tyrklandi, sem sækist þó eftir að fá aðild að Evrópusambandinu. Tyrkneska frumvarpið, sem þó var ekki samþykkt, felur í sér sambærileg ákvæði um að refsi- vert verði að afneita því að Frakk- ar beri ábyrgð á þjóðarmorði í Alsír, þegar allt að ein og hálf milljón manna féll. Jafnframt var í frumvarpinu hugmynd um að gera 8. maí að minningardegi um þjóðarmorðið, sem sagt er að framið hafi verið í þremur borg- um í Alsír þann dag árið 1945. gudsteinn@frettabladid.is Tyrkir reiðir út í Frakka Hörð deila er komin upp milli Frakka og Tyrkja út af ásökunum um þjóðarmorð, annars vegar Tyrkja á Armenum, hins vegar Frakka í Alsír. FJÖLMENN MÓTMÆLI Í ANKARA „Ekki breyta sögulegum staðreyndum“ stendur á mótmælaspjaldinu sem þessi tyrkneski maður gekk með í hópi fleiri mótmælenda um götur Ankara í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMFERÐARMÁL Námskeið Umferðar- stofu og Sjóvár Forvarnahúss fyrir unga ökumenn verða endurvakin. Markhópurinn er aðallega 17-20 ára ökumenn þótt aðrir hópar séu vel- komnir. Námskeiðin verða haldin víða um land, í Reykjavík, á Akur- eyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Selfossi, í Keflavík og á Akranesi. Á námskeiðunum er lagt upp úr því að þátttakendur geri sér grein fyrir eigin kostum og göllum í umferðinni og hve lítið þarf til að illa fari þegar mistök eru gerð. Þau níu ár sem námskeiðin hafa verið haldin hefur verið komið í veg fyrir 1.100 slys á fólki að því er fram kemur í fréttatilkynningu. - hs Námskeið ungra ökumanna: Komið í veg fyrir slys NÁMSKEIÐ UNGRA ÖKUMANNA Einar Guðmundsson, forstöðumaður forvarnahússins, og Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu. Dögg Pálsdóttir Í dag,12. október, kl. 17 opnar kosningaskrifstofa Daggar Pálsdóttur að Laugavegi 170, 2. hæð (í gamla Hekluhúsinu). Við hlökkum til að sjá þig. Stuðningsmenn 4.í sætiðwww.dogg.is Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október 2006 LÁTUM VERKIN TALA KOSNINGASKRIFSTOFA Laugavegi 170, 2. hæð dogg@dogg.is sími 517-8388 ������ ���������������������������������������������������������������� ��������������������� �������� ��������� �������� �������� ����������������� �������� ����������� �������� ���������� ������������ ������� ����� ��������������������� ���������� �������������������������������������������� ������������������������ ����������������������� ������������� ������������� ��������� ������������������������� ������������������������ ����������� �������������������������� ���������������� ����������������� ����������������������������������������������������� ���������� ���������������������������������������������������������� ��������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������ ������������������������������������� ����������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.