Fréttablaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 72
 12. október 2006 FIMMTUDAGUR48 Kattarhlandsþrúgan sauvignon blanc Lyktinni af vínum úr þrúgunni sauvignon blanc er gjarnan líkt við katt- arhland í jákvæðri merkingu. Stundum sögð grösug, rykug eða stein- efnarík. Hljómar frekar óaðlaðandi fyrir óinnvígða í vínfræðunum og segjast verður að vín úr sauvignon blanc eru gjarnan seintekin. Ekki þau vín sem fólk kemst fyrst á bragðið með. En eru þeim mun ánægju- legri og óvæntari þegar þau stinga nefinu inn. Eru t.d. afbragðs kostur í samkvæmi en alltof oft er boðið upp á feit og eikuð chardonnay vín í kokkteilboðum sem gera gesti fljótt þreytta. Þrúgan sauvignon blanc er eins og flestar þrúgur heims ættuð frá Frakklandi, nánar tiltekið úr Loire-dalnum og Bordeaux þar sem henni er gjarnan blandað saman við þrúguna sémillon. Kunnust vínanna frá Loire eru Sancerre og Poully-Fumé. Þrúgan hefur breiðst með ógnar- hraða um veröldina síðustu ár og verið í mikilli tísku. Mestri leikni í meðferð þrúgunnar hafa Nýsjálendingar náð. Vín þeirra eru all ólík frönsku ættmennunum, nokkuð dekkri, ilmmeiri og áleitnari, stundum allt að því yfirþyrmandi. En gjarnan gífurlega gefandi vín með löngu, kröftugu og fersku eftirbragði. Víða annars staðar eru framleidd góð vín úr sauvignon blanc, löng hefð er fyrir því í Suður-Afríku og Banda- ríkjunum og nýlega hafa skotist fram stjörnuvín frá Chile. Stundum eru vínin gerjuð og þroskuð í eikartunnum og eru þá kölluð fumé blanc. Vínin verða við þessa meðferð öflugri og flóknari en missa stundum skerpuna og einfaldleikann sem margir hrífast svo af í fari sauvignon blanc. Sauvignon blanc og cabernet franc eru foreldrar frægustu og útbreiddustu rauðvínsþrúgu heims, cabernet sauvignon. Afkvæmið fræga er blendingur sem þróaðist úr þessum tveimur þrúgum og cabernet sauvignon er ótrúlegt en satt ekki nema 600 ára gömul. Á uppskerudögum sem standa yfir í október í vínbúðunum eru 26 vín úr sauvignon blanc á lækkuðu verði. Nær helming- ur, eða tíu vín, eru frá Chile og endurspeglar það sterka stöðu vína þaðan hjá Íslendingum. Flest eru þetta einföld, hrein og bein vín á afar góðu verði – undir þúsundkallin- um. Þó er einnig að finna öflugri vín frá þekktum fram- leiðendum sem sýna hversu langt Chile-menn hafa náð með þrúguna. Aðeins tvö vín á tilboði eru frá Nýja-Sjá- landi sem er mikill skaði sé haft í huga hversu mörg frá- bær vín úr sauvignon eru framleidd þar. maturogvin@frettabladid.is ÞRÚGUR GLEÐINNAR Einar Logi Vignisson Það er ekki langt síðan sætar kart- öflur héldu innreið sína í græn- metisborð í matvörubúðum lands- ins, og því ekki úr vegi að fá ábendingar um hvernig hægt sé að nýta þær í matargerð. Karl Eiríksson, yfirkokkur hjá Móður náttúru, segir sætar kartöflur ganga sem meðlæti með mörgum réttum. „Mér finnst þær persónu- lega bestar ofnbakaðar. Þá eru þær flysjaðar og skornar í báta, strimla eða teninga og settar í ofn- skúffu. Svo hellir maður olíu yfir, kryddar og bakar. Þetta tekur líka um helmingi styttri tíma en með venjulegar kartöflur,“ sagði Karl. Kartöflurnar má nota í alla rétti í stað hefðbundins rótar- grænmetis. „Ef ég geri kjúkling í ofni finnst mér mjög gott að setja þær með í steikingarpottinn,“ sagði Karl, en hann sagði kartöfl- urnar einnig henta mjög vel í súpugrunna og ýmiss konar græn- metispottrétti. Hafa ber í huga að þetta rótar- grænmeti ber nafn með rentu, kartöflurnar eru dísætar. „Fólk hefur notað þær í bakstur í stað venjulegs sykurs, það gefur líka mjög góða fyllingu,“ sagði Karl. Vegna sætunnar segir Karl þær henta einstaklega vel með þungu kryddi eins og kanil og negul sem eru algeng í indverskri og mar- okkóskri matargerð. „Svo eru þær svo yndislega appelsínugular og fallegar á diski,“ sagði Karl. -sun Sykursætar og fallegar á diski SÆTAR KARTÖFLUR Öðruvísi kart- öflubátar sem fara vel á diski. KARL EIRÍKSSON Notar sætar kartöflur í alls konar pottrétti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Athugaðu... ... að kaffidrykkja er meira en sjálfur sopinn. Kaffikorg þarf ekki endilega að fleygja í ruslaföt- una. Hann hentar einstaklega vel sem áburður á pottaplönturnar. Hvaða matar ætirðu síst verið án? Ég hef mikla aðlögunarhæfileika í því. Seríósið er fljótlegur kostur á morgunhlaupunum. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Máltíð er ekki bara matur heldur líka félagsskapur- inn og andrúmsloftið. Jólamaturinn skipar sérstak- an sess: rjúpan, fjölskyldan og hátíðleikinn. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Skyrhræringur finnst mér sérlega ógeðfelldur matur. Ábrysti myndi ég ekki borða ótilneydd, en það er helst vegna áferðarinnar. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Kúskús, það er alltaf hægt að búa eitthvað til úr því. Síðast notaði ég kjúklingakraft í vatnið, setti púrrulauk og rauða papriku út í og þá var komin fín máltíð. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Ég fæ mér tebolla og þurrkaðar apríkósur. Það er mjúkt og hlýtt, dálítið sætt en ekki meinlega óhollt. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Mjólk, egg og ost. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Hrísgrjón. Þau geymast vel og eru seðjandi. Og svo lúku af góðum kryddum, þannig verða grjónin uppistaða í margs konar mat. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Sumum finnst eyjamatur eins og súrir selshreifar og kríuegg skrítinn, en ég ólst upp við það, fannst það misgott en allt þokkalegt. Svo smakkaði ég kengúrukjöt um daginn. MATGÆÐINGURINN SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR BORGARFULLTRÚI Ólst upp við súra selshreifa Myndlistarmaðurinn og einyrkinn Kristján Jónsson reiðir fram „geðveikislega gott spaghettí“ fyrir les- endur Fréttablaðsins. Hann segir gæði réttarins velta á því að menn séu strangheið- arlegir. „Þetta er mjög einfalt, en byggist alveg á því að menn fylgi fyrir- mælum. Ég hef sjálfur haft óslökkvandi löngun í þennan rétt en ekki átt allt heima. Það hefur endað með mikilli óánægju,“ sagði Kristján, en uppskriftina telur hann sig hafa frá kokki í New York. „Ég hef aldrei átt nákvæma uppskrift, en það skiptir heldur ekki máli.“ Kristján segist lesa dálítið af matreiðslubókum, en að hann breyti uppskriftum jafn- framt miskunnarlaust. „Ég er allt- af með einhverjar hugmyndir. Upp á síðkastið nota ég netið líka mikið, fartölvan er nánast við hlið- ina á pönnunni. Svo byggi ég á því sem ég finn þar,“ sagði hann. Áður en þessi réttur er fram borinn hitar Kristján matardisk- ana og setur slurk af jómfrúar- ólífuolíu á þá, undir spaghettíið. „Þá eru þeir tilbúnir fyrir rétt- inn,“ sagði hann. Geðveikislega gott spaghettí beikon chilí hvítvín vel þroskaðir tómatar fersk basilíka fyrsta flokks geitaostur jómfrúarólífuolía salt og pipar Brytjið um það bil 100 grömm af beikoni smátt, leggið í sjóðandi vatn í stutta stund og þerrið. Steikið það svo í góðri olíu með smáttsöxuðum fræhreinsuðum chilí eftir smekk. Þegar það fer að krauma er hvítvíni hellt út á og soðið upp. Kryddið með salti og pipar. Bætið vel maukuðum, vel þroskuðum tómötum út í. Ef þið nennið að setja þá í sjóðandi vatn í smá stund, taka hýðið af og fræhreinsa áður en þeim er bætt út í munuð þið höndla sannleik- ann og uppskera bullandi lof gesta! Þegar sósan hefur verið soðin niður er slökkt undir og í minnsta lagi bolla af niðurskor- inni ferskri basilíku bætt út í, en hún má lítið sem ekkert sjóða. Þegar herlegheitin eru komin á disk með spagettíinu er slatta af fyrsta flokks geitaosti og slurk af jómfrúarolíu hellt yfir. sunna@frettabladid.is Fartölvan hjá pönnunni KRISTJÁN JÓNSSON Hefur einnig prófað sig áfram með risotto í ár og segir nýjan fisk og risotto vera ótrúlega blöndu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Á botninn hvolft: Fá vín eru samkvæmisvænni en vín úr sauvignon blanc. Henta vel ein og sér eða með pinnamat, salati, kjúklingi og léttum réttum. Næstu námskeið: 12.10 Vín með villibráð - Ostabúðin Skólavörðustig 8 17.10 Vín með villibráð - Ostabúðin Skólavörðustig 8 Alveg rétti tíminn og nýjar hugmyndir um samsetningu. 18.10 Bordeaux I. hluti – Hótel Centrum Bordeaux er að ná miklum vinsældum aftur, skoðum betur 24.10 Bordeaux II. hluti – Hótel Centrum Haldið áfram um Bordeaux, Hægri Bakkinn og sætu vínin Allar nánari upplýsingar á www.vinskolinn.is Skrá sig: dominique@vinskolinn.is Vínskólinn Fræðsla um létt vín, vínsmökkunarnámskeið fyrir alla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.