Fréttablaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 28
 12. október 2006 FIMMTUDAGUR28 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.511 +1,03% Fjöldi viðskipta: 573 Velta: 11.305 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 69,90 +0,29% ... Alfesca 5,00 +0,60% ... Atlantic Petroleum 585,00 +1,04% ... Atorka 6,50 +0,00% ... Avion 30,80 +1,65% ... Bakkavör 58,90 +0,86% ... Dagsbrún 5,09 +0,20% ... FL Group 23,00 +0,44% ... Glitnir 21,50 +1,90% ... Kaupþing 894,00 +0,56% ... Landsbankinn 27,60 +2,22% ... Marel 80,50 +0,63% ... Mosaic Fashions 17,20 +0,00% ... Straumur-Burðarás 17,30 +1,77% ... Össur 124,00 +0,00% MESTA HÆKKUN Landsbankinn +2,22% Glitnir +1,90% Str-Burðarás +1,77% MESTA LÆKKUN Vinnslustöðin -2,20% Grandi -0,42% Kaupþing mun fjármagna yfir- töku John Hargreaves, stofnanda og stjórnarformanns Matalan, á verslanakeðjunni. Heildarvirði Matalan er metið á rúmlega eitt hundruð milljarða króna og hljóð- ar tilboð til hluthafa upp á 200 pens á hlut. Að sögn Daily Telegraph sneri Hargreaves sér frá Barclays Capital til Kaupþings á síðustu stundu varðandi fjármögnun. Kaupþing hefur verið virkur fjár- festir og lánveitandi á breskum smásölumarkaði. Ekki er vitað hvort Kaupþing eignist hlut í Matalan, þegar það verður tekið af markaði, en samkvæmt frétt sem birtist í Kauphöllinni í Lund- únum fer bankinn nú með smá- vægilegan hlut. Hargreaves fer með um 53 pró- sent hlutafjár í Matalan en Frétta- blaðið hefur heimildir fyrir því að Baugur hafi átt lítinn hlut í félag- inu um nokkurt skeið. Matalan, sem rekur verslanir sem selja hátískufatnað á afsláttar- kjörum, hefur átt undir högg að sækja í erfiðu umhverfi á bresk- um smásölumarkaði, Sala hefur dregist saman að raunvirði og hlutabréf fallið á liðnum árum. MATALAN METIÐ Á 100 MILLJARÐA Kaupþing kemur að fjármögnun á yfir- töku John Hargreaves á Matalan. Kaupþing fjármagnar yfirtöku á Matalan Tilboðið hljóðar upp á 100 milljarða króna. Kaupþing reiknar með að heildar- hagnaður þeirra fjórtán fyrir- tækja sem félag- ið spáir fyrir um verði 38 millj- arðar króna á þriðja ársfjórð- ungi sem er tæp- lega þrjátíu pró- senta aukning frá sama tíma- bili í fyrra. Þetta er öllu lægri spá en sú sem Glitnir og Landsbankinn hafa sett fram, en hafa ber í huga að Kaupþing spáir ekki um eigin afkomu og afkomu Existu, sem enn er tengd Kaup- þingi sterkum böndum. Af þeim félögum sem Kaupþing horfir til mun Glitnir hagnast mest á þriðja ársfjórðungi, um 8,4 millj- arða króna, en Landsbankinn kemur skammt á eftir með um 7,8 milljarða. Á fundi greiningardeildar Kaup- þings í gær kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns hennar, að horfur væru á frekari hækkun- um á hlutabréfamarkaði á næstu mánuðum, þrátt fyrir strangt aðhald Seðlabankans í vaxtamál- um. Er þar aðallega horft til hækk- unar á bréfum í fjármálafyrirtækj- um sem vega um 75 prósent í Úrvalsvísitölunni. Greiningardeildin sér Úrvals- vísitöluna standa í sjö þúsund stig- um í árslok sem þýðir að hún eigi inni átta prósenta hækkun miðað við núverandi stöðu. Margt styður við frekari hækkanir til dæmis jákvæðar fréttir af endurfjármögn- un bankanna og lækkandi vaxta- álag á skuldabréfum þeirra. Kenni- tölur hlutabréfa eru jafnframt hagstæðar, einkum hjá fjármála- fyrirtækjunum. Ásgeir segir að hlutabréfa- markaðurinn eigi mikið undir því að þensla gangi niður og spáir því að þegar botni núverandi hags- veiflu sé náð á árunum 2007-2008 hækki hlutabréfaverð, en þá verð- ur meiri hvati fyrir minni fjárfesta að kaupa hlutabréf. Fyrir árið í heild reiknar greiningardeildin með því að hagnaður félaganna fjórtán nemi um 155 milljörðum króna en verði 134 milljarðar árið 2007, sem er tólf prósenta samdráttur. - eþa ÁSGEIR JÓNSSON, HJÁ GREININGU KAUPÞINGS Spá sjö þúsund stigum Heildarhagnaður 14 fyrirtækja verði 38 milljarðar. HEILDARSPÁR GREININGARDEILDA FYRIR 3. ÁRSFJÓRÐUNG Banki Spá um heildarhagnað (í milljörðum) Glitnir 94 Landsbankinn 74 Kaupþing 38 * * Kaupþing spáir hvorki fyrir eigin afkomu né uppgjör Existu en hinir bankarnir spá félögun- um tveimur miklum hagnaði. Sigþóra Gunnarsdóttir Sölumaður í verslun RV R V 62 17 Höldum óhreinindum á mottunni Úti- og innimottur fyrir íslenskar aðstæður Á til boð i í ok tóbe r 20 06 Úti- og in nimo ttur af ým sum ger ðum og s tærð um …fjarlægir óhreinindi og vætu af skóm …hindrar að gólfið innandyra verði hált …heldur anddyrinu hreinu og snyrtilegu gólfmottukerfið Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf bankanna (CDS) er nú sambærilegt við það sem var áður en tók að halla á þá í umræðu um íslenskt efnahagslíf í byrjun árs. Forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis býst við hægum bata áfram. Tryggingaálag á fimm ára skulda- bréf viðskiptabankanna þriggja á millibanka- markaði (CDS) er nú svipað og áður en erfið umræða um íslenska hag- kerfið og bank- ana fór á flug í febrúar síðast- liðnum. Í gær var trygginga- álag á bréf Glitnis 37 punktar, 46 á bréf Landsbanka Íslands og 56 á bréf Kaupþings. Níunda febrúar var álagið á bréf Glitnis það sama eða 37 punktar, 44 á bréf Landsbankans og 47 punktar á bréf Kaupþings. Almenn bankavísitala Iboxx, sem sýnir fjármögnunarkostnað í Evrópu, ber hins vegar með sér að almenn hafi þar ríkt stöðugleiki, þótt sveiflur hafi einkennt þá íslensku á þessu ári. „Þetta eru ákveðin tímamót,“ segir Ingvar H. Ragnarsson, for- stöðumaður alþjóðlegrar fjár- mögnunar Glitnis. Hann segir að þótt tryggingaálag bankanna hafi tekið að aukast fyrir áramótin, hafi skriðan í raun ekki farið af stað fyrr en eftir að Fitch breytti horfum á lánshæfismati ríkisins úr stöðugum í neikvæðar 21. febrúar. Ingvar segir að erlendir mark- aðsaðilar virðist vera orðnir sam- mála um að hörð viðbrögð skulda- bréfamarkaðarins í febrúar og mars síðastliðnum hafi í raun verið yfirskot. „Það sem síðan hefur gerst er að bankarnir hafa skilað mjög góðum uppgjörum og brugð- ist við þeim hluta gagnrýninnar sem byggð var á málefnalegum rökum. Þá hefur kynningarstarf verið aukið og mikil áhersla verið lögð á gagnsæi í upplýsingagjöf til markaðarins. Á þessu tímabili hafa lánshæfismatsfyrirtækin staðfest óbreytt lánshæfi bankanna og nýtt lánshæfismat Glitnis hjá Standard & Poor‘s í mars kom einnig á mjög góðum tíma. Bankarnir hafa allir styrkt lausafjárstöðu sína og á und- anförnum vikum hafa vel heppnað- ar skuldabréfaútgáfur þeirra haft jákvæð áhrif,“ segir hann. Ingvar segist hins vegar búast við að íslensku bankarnir búi áfram við nokkurs konar sér- íslenskt álag á skuldabréf sín, þótt það fari heldur lækkandi. „Í dag er álagið mikið meira en það var á síðasta ári,“ segir hann, en fyrir réttu ári síðan var tryggingaálag á skuldabréf Kaupþings rétt undir 30 punktum og álag á bréf Glitnis og Landsbankans rúmir 20 punkt- ar. „Með breyttri tekjudreifingu bankanna og því að aukinn hluti tekna þeirra myndast utan Íslands mun þetta þokast í rétta átt,“ segir Ingvar. „Þetta smáþokast í rétta átt.“ olikr@frettabladid.is INGVAR H. RAGNARSSON Bankarnir komnir í sömu stöðu og í byrjun febrúar MARKAÐSPUNKTAR... Engin verðbólga verður árið 2007 samkvæmt endurskoðaðri verðbólgu- spá Landsbankans eftir að ríkis- stjórnin tilkynnti um lækkun skatta á matvæli í mars á næsta ári. Telur bankinn að áhrifin komi að fullu fram í tveimur mánuðum, í mars og apríl. Atvinnuleysi var eitt prósent í sept- ember og lækkaði úr 1,20 prósentum frá því í ágúst, samkvæmt frétt frá Vinnumálastofnun. Að meðaltali voru 1.628 atvinnulausir í mánuðinum. Á höfuðborgarsvæðinu er atvinnuleysið eitt prósent af áætluðum mannafla og 1,1 prósent á landsbyggðinni. Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 3,4 milljörðum króna í september og voru útlán sjóðsins á þriðja ársfjórð- ungi alls 11,4 milljarðar. Er þetta tölu- verður samdráttur frá sama tímabili árið 2005 þegar útlán sjóðsins námu 19,6 milljörðum króna. Bolabrögð vegna léns Nyhedsavisen Frá því er greint í dönsku miðlum að fríblöðin Dato og 24timer virðist beita heldur óvönduðum meðulum í viðleitni sinni til að leggja stein í götu Nyhedsavisen íslenskættaða. Fríblöðin tvö hafa nefnilega bæði gert tilraun til að kaupa lénið www.nyhedsavisen.dk, sem keppinautur þeirra hefur eðlilega mikinn áhuga á að eignast, að því er Børsen greinir frá. Lénið er hins vegar í eigu sælgætis- og leikfangaframleiðandans Dracco. Fyrirtækið greindi sjálft frá áhuga fleiri en bara Nyhedsavisen á léninu. Ekki hefur hins vegar náðst saman um kaupverð ennþá. Hjá Dracco gera menn hins vegar frekar ráð fyrir að selja það á endanum fríblaðinu íslenskættaða. Um leið er því vísað á bug að einhver stríðni sé falin í meldingunni sem núna má lesa á síðunni þegar farið er á slóðina eftirsóttu. Þar stendur: „Velkomin á www.nyhedsavisen.dk. Við erum ekki alveg tilbúin ennþá, en líttu við aftur eftir nokkra mánuði.” Vef sjálfs Nyhedsavisen er svo aftur að finna á slóðinni www.avisen.dk. Afturhjóladrifinn Lada Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings tekur oft skemmtilegar líkingar til að skýra mál sitt. Á fundi bankans um þróun og horfur á hlutabréfamarkaði lýsti hann vegferðinni á markaði eins og akstri í snjó. Það væri lítið mál meðan maður héldi ferðinni, en erfitt að komast af stað ef maður stoppaði. Leó Hauksson fundarstjóri benti á að menn ættu að fara varlega í að hlusta á hagfræðinga þegar hlutabréfamark- aður væri annars vegar. Flestir væru betur akandi en svo að snjórinn ylli þeim vandræðum. Það væru ekki allir á afturhjóladrifinni Lödu station eins og Ásgeir. Ásgeir er reyndar betur akandi en svo en skáldaleyfi fundarstjórans vakti kátínu fundarmanna. Peningaskápurinn... ÞRÓUN VAXTAÁLAGS Á SKULDABRÉF BANKANNA Frá 1. febrúar 2006 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 1. FEB 7. MARS 3. APR 8. MAÍ 2. JÚN 6. JÚL 2. ÁGÚ 5. SEP 11. OKT ■ Glitnir ■ Kaupþing ■ Landsbankinn 56 23. FEBRÚAR: Fitch staðfestir lánshæfismat bankanna. 7. MARS: Merrill Lynch skrifar um bankana. 13. MARS: Skýrsla frá Morgan Stanley. 21. MARS: Svartsýnisskýrsla kemur frá Danske Bank. 21. FEBRÚAR: Fitch breytir horfum í lánshæfi Íslands. 27. APRÍL TIL 2. MAÍ: Uppgjör banka eftir fyrsta ársfjórðung. 13. JÚNÍ: Fitch spáir „harðri lendingu“ hagkerfisins. 12. JÚNÍ: S&P breytir horfum krónunnar úr stöðugum í neikvæðar. 25. - 27. JÚLÍ: Uppgjör banka eftir annan ársfjórðung. 46 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.