Fréttablaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 12. október 2006 19 SÝRLAND, AP Risaúlfaldar sem voru tvisvar sinnum stærri en úlfaldar nútímans lifðu í eyðimörkinni í Sýrlandi fyrir hundrað þúsund árum síðan, að sögn fornleifafræð- inga sem hafa dregið þessar álykt- anir af steingerðum beinum sem fundist hafa á svæðinu. Svissneskir og sýrlenskir forn- leifafræðingar standa saman að uppgreftrinum, um 220 kílómetr- um norðaustur af höfuðborginni Damaskus. „Þetta er í fyrsta sinn sem slík bein finnast,“ sagði Heba al-Sakel, sem fer fyrir sýrlenska hluta leið- angursins. Nú velta vísindamennirnir fyrir sér hvaðan þessir úlfaldar komu, hvort þeir hafi verið að færa sig frá Asíu til Afríku, og hvað olli útrýmingu þeirra. Mannabein fundust nærri úlf- aldanum og telja vísindamennirn- ir víst að þar sé um veiðimann dýrsins að ræða, en hjá beinunum fundust einnig verkfæri úr steini. „Hann hefur líklega elt bráðina að vatnsbólinu,“ sagði Svisslending- urinn Jean-Marie Le Tensorer. Úlfaldar í dag eru um tveggja metra háir, svo steingerði úlfald- inn hefur verið allt að fjögurra metra hár. „Venjulegir úlfaldar birtust fyrst í (Mið-Austurlöndum) fyrir sex til sjö þúsund árum, og í fyrsta sinn sjáum við nú villtan úlfalda og afar, afar gamlan,“ sagði Le Tensorer. - smk Fornleifauppgröftur á hundrað þúsund ára gömlum menjum: Fjögurra metra háir risaúlfaldar RISAÚLFALDI Fremri úlfaldinn er jafn stór nútíma úlföldum, en sá aftari sýnir hversu stórir úlfaldar voru í sýrlensku eyðimörkinni fyrir hundrað þúsund árum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNTAMÁL Fræðslunefnd Ölfuss hefur sótt um heimild til mennta- málaráðuneytisins fyrir því að tveir heimaskólar verði reknir áfram í sveitarfélaginu næstu tvö árin. Sigríður Lára Ásbergsdóttir, formaður Fræðslunefndar, segir að ýmislegt bendi til að heima- skólar séu góður kostur en klár- lega þurfi að hafa betra eftirlit og aðhald með framkvæmdinni, eins og fram komi í úttekt mennta- málaráðuneytisins. Í úttektinni kom fram að tveir nemendur úr heimaskólunum hefðu ekki tekið samræmd próf í fjórða og sjöunda bekk. „Mér skilst að þetta hafi farist fyrir og það kemur ekki fyrir aftur. Það geta allir gert mistök,“ segir Sig- ríður Lára. Í úttekt menntamálaráðuneyt- isins kemur fram að önnur fjöl- skyldan hafi ekki haldið dagbók um kennsluna og eftirliti hafi verið ábótavant. „Menn líta ýmsum augum á það. Við vorum með þetta eftirlit og það gekk mjög vel. Eftir- litsmanninum fannst ekki skipta öllu máli hvort hann læsi dagbók eða ekki,“ segir Halldór Sigurðs- son, skólastjóri í Ölfusi. Hann segir að heimakennsla sé hugsjónastarf. Heimakennslan hafi verið endurskoðuð og menn mæst á miðri leið. - ghs ÚR SKÓLASTARFI Heimaskólar eru góður kostur, að mati formanns Fræðslunefnd- ar í Ölfusinu, og skólastjóri segir að heimakennslan sé hugsjónastarf. Mynd- in er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Fræðslunefndin í Ölfusi hefur sótt um heimild fyrir heimaskólum: Heimakennslan er hugsjón FÉLAGSMÁL Dagur hvíta stafsins, alþjóðlegur baráttudagur blindra og sjónskertra, verður haldinn hátíðlegur næstkomandi sunnu- dag. Af því tilefni ætlar Blindra- félag Íslands að standa fyrir kynningu í verslunarmiðstöðinni Smáralind milli klukkan eitt og þrjú og kynna málefni félagsins. Meðal helstu málefna sem verða til umræðu eru notkun hvíta stafsins, sjónhjálpartæki og hjálpartæki sem aðvelda blindum og sjónskertum daglegt líf. Þar á meðal eru til dæmis „talandi“ klukkur, spil og málbönd. Blindraletursstöð býður gestum svo einnig að fá nafn sitt letrað með blindraletri og félagsmenn og starfsmenn ætla að gera sitt besta til að verða við spurningum gesta. - kdk Blindir og sjónskertir: Kynna dag hvíta stafsins STJÓRNMÁL Thorbjørn Jagland, forseti norska þingsins, kom til landsins í gær. Hann og eiginkona hans eru í opin- berri heimsókn í boði Sólveigar Pétursdóttur, forseta Alþingis, fram á sunnudag. Á meðan á heimsókn- inni stendur ætlar hann m.a. að eiga fundi með formönnum þingflokkanna, formanni Samfylk- ingarinnar, forseta Íslands, utanríkisráðherra og umhverfis- ráðherra. - kdk Forseti norska þingsins: Kannar íslensk stjórnmál THORBJØRN JAGLAND FÉLAGSMÁL Miðstöð fyrir fólk með geðraskanir var opnuð í gær á Húsavík. Þorgrímur Sigmunds- son, starfsmaður við miðstöðina, segir miklar væntingar bundnar við verkefnið. Um sé að ræða tilrauna- og samstarfsverkefni Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga, Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og Húsavíkurdeildar Rauða kross Íslands. Hann segir staðinn hugsaðan sem iðjustað og athvarf í senn auk þess sem heilbrigðisþjónustu á geðsviði verði sinnt á staðnum. - kdk Samstarfsverkefni á Húsavík: Miðstöð fyrir geðfatlaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.