Fréttablaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 16
16 28. október 2006 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚAR RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið Um þessar mundir standa prófkosningar sem hæst. Kosið er í dag hjá sjálfstæðis- mönnum í Reykjavík og samfylk- ingarfólki í Norðvestur kjördæmi. Mest hefur farið fyrir frambjóð- endum sjálfstæðismanna í höfuðborginni. Risastórar auglýsingar þekja síður dagblað- anna og mér skilst að ekki sé flóafriður á sumum heimilum, vegna innhringinga og atkvæða- smölunar. Margir eru þeirrar skoðunar að prófkjör séu óheppileg, að því leyti að ýmsir góðir og gegnir þjóðfélagsþegnar, sem sannarlega ættu erindi á alþingi Íslendinga, treysta sér ekki í þennan „hana- slag“. Hafa ekki peninga milli handanna, hafa ekki skara af stuðningsmönnum til að lofsyngja þá og hafa ekki geð í sér til að falbjóða sig á þessum markaði. Ég man vel eftir því að þegar ég fór fyrst í prófkjör, ungur maður og ákafur, var Ólafur heitinn Björnsson, prófessor í hagfræði og alþingismaður, sömuleiðis í framboði. Því hefur stundum verið haldið fram að ég, óburðug- ur strákurinn, hafi fellt Ólaf. Það gerði ég reyndar ekki nema óbeint, en hann komst ekki að frekar en tuttugu, þrjátíu aðrir, sem buðu sig fram. Nei, það sem felldi Ólaf var að hann var ómannblendinn og lítt til þess fallinn að blanda geði við hinn almenna borgara. Hann var nýtur maður í fræðunum og ómetanleg- ur í umræðum um efnahagsmál, en hann var ekki „votegetter“, og það var sem felldi hann, þegar prófkjörin skullu á. Með öðrum orðum ekki við hvers manns dyr, ekki hvers manns viðhlæjandi. Og þá er spurningin þessi: hvora manngerðina viljum við frekar? Manninn sem nýtur lýðhylli í krafti vinsælda út á við, eða hinn sem heldur sig til hlés og leggur sitt af mörkum inn á við? Formaður Sjálfstæðisflokksins sá ástæðu til þess á dögunum að taka upp hanskann fyrir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. Taldi að honum vegið af óprúttn- um andstæðingum flokksins. Enginn hefur lýst sök á hendur sér um þá aðför, enda engum andstæðingum Sjálfstæðisflokks- ins hugkvæmst að leggja stein í götu eins né neins í þeim flokki, vegna innri baráttu á þeim bæ. Heiðarlegast hefði verið hjá formanninum að beina spjótum sínum að sínu eigin fólki, innan Sjálfstæðisflokksins, sem sækir nú að Birni, bæði leynt og ljóst. Í raun og veru snýst þessi próf- kjörsbarátta sjálfstæðismanna nær eingöngu um það, í hvaða sæti Björn verður, þegar upp er staðið. Hitt er allt borðleggjandi. Þrír af þingmönnum flokksins sem kosnir voru síðast, eru ekki með, þrjú sæti hafa losnað og nokkuð ljóst hverjir verða kosnir í þeirra stað. Af kurteisisástæðum sleppi ég að telja upp nöfn þeirra. En hvað Björn Bjarnason varðar, þá vitum við öll eða flest, að hann er ekki beinlínis maður vinsælda og lýðhylli, en á móti kemur að Björn er sú manngerð, a la Ólafur Björnsson, sem vinnur sín verk og vinnur þau vel. Kannski oft í kyrrþey, kannski ekki alltaf hrópandi um það á torgum úti. Ég hef sem forystu- maður í íþróttahreyfingunni í þrjá áratugi, átt samneyti við fjöldann allan af menntamálaráðherrum. Björn var og er í hópi þeirra bestu, ef ekki sá besti. Hann skal njóta þess sannmælis. Mér þætti það ómaklegt, ef þessi stjórnmála- maður fengi slæma útreið í prófkosningum og er ég þó hvorki stuðningsmaður, flokksmaður né kjósandi, þegar Sjálfstæðisflokk- urinn á í hlut. Enda þótt prófkosningar hafi þann kost, að koma í veg fyrir að fámennar klíkur innan flokkanna, raði „sínu fólki“ á lista, þá er hitt augljóst að slíkar kosningar eru að fara úr öllum böndum, þegar frambjóðendur verða að eyða milljónum króna í innihaldslausar auglýsingar og glansmyndir, til að koma sjálfum sér á framfæri. Fyrir hvað stendur þetta fólk? Hvað er í það spunnið? Eiga peningaráð að stýra vali okkar? Er svo komið að fjárreiður og ríkidæmi taka völdin og við sitjum uppi með handbendi auðmagnsins á hinu háa alþingi? Og hvað með stjórnmálaflokkana sjálfa og suma? Er þeim fjarstýrt af auðvaldinu? Eða hvaða skýring er á því fyrirvaralausa frum- hlaupi að leyfa allt í einu veiðar á níu langreyðum? Óábyrgt kosningaloforð eða svo maður tali umbúðalaust: framlög í kosninga- sjóði frá hagsmunaðilum? Ég tel mestu hættu lýðræðisins felast í einmitt þessu, að stjórnmálaflokk- arnir og fulltrúar þeirra á þingi og áhrifastöðum í þjóðfélaginu, verði taglhnýtingar og málpípur þeirra sem kosta kosningabaráttuna og kaupa sér frambjóðendur. Til að stemma stigu við því, er ekki nema eitt ráð. Það þarf að setja lög um fjárreiður stjórnmála- flokkanna og opna bókhald þeirra. Prófkjör, persónur og leikendur Votegetters UMRÆÐAN Lífeyrissjóðir Lifðu vel og lengi“ er yfirskrift heima-síðu Landssamtaka lífeyrissjóða. Á þeirri sömu síða má finna upplýsingar um fyrirhugaða skerðingu og niðurfell- ingu á lífeyrisgreiðslum til öryrkja. Mat þeirra sem stjórna hinum fjórtán lífeyr- issjóðum sem standa að þessari skerð- ingu er að allt of mikið fé renni til þess- ara öryrkja, þeir fái hærri greiðslur frá lífeyrissjóðunum en þeir höfðu í tekjur fyrir örorku og öryrkjum hafi fjölgað ískyggilega. Samkvæmt þessu mætti ætla að öryrkjar hér á landi fitni eins og púkinn á fjósbitanum og hafi það betra en þeir eiga skilið. Vel má vera að lífeyr- issjóðirnir eigi í vanda en það má kalla það ein- kennilega ráðstöfun að skella þeim vanda á tekju- lægsta fólkið í landinu og skerða tekjur þess. Aðrar og réttlátari sparnaðarleiðir hljóta að koma til greina. Meðal annars hefur Öryrkjabandalag Íslands lýst yfir vilja sínum til að taka þátt í að breyta núverandi tekjutengingarkerfi almanna- trygginga og lífeyrissjóða þannig að öryrkjum verði gert kleift að afla sér einhverra tekna án þess að greiðslur til þeirra verði strax skertar. Á sama tíma og hér á landi tíðkast hærri laun en nokkru sinni fyrr ákveða stjórnir lífeyrissjóða að þeir sem séu að fá „of mikið“ séu öryrkjar. Þessir stjórn- armenn mættu gjarnan fara og kynna sér aðstæður öryrkja – fólks sem iðulega á ekkert eftir af mánaðarlaunum þegar fastagreiðslur eru dregnar frá, fólks sem grípur stundum til þess örþrifaráðs að vinna „svart“ því að allar aukatekjur skerða bætur þannig að lítið er á því að græða að vinna. Það er skammarlegt að geta ekki tryggt öryrkjum viðunandi afkomu. Þessi ráðstöfun er einn angi af þeirri vaxandi misskiptingu sem hér tíðkast með vel- þóknun stjórnvalda sem m.a.s. hafa hagað skattkerf- inu þannig að þeir sem minnst hafa þurfa að greiða hlutfallslega meira en þeir sem fleyta rjómann af velsæld samfélagsins. Þessu þarf að breyta. Eins og staðan er nú eiga öryrkjar greinilega ekki að lifa vel og lengi eins og aðrir viðskiptavinir lífeyrissjóðanna. Eða eru það bara stjórnarmennirnir sem ætla sér að lifa vel og lengi? Höfundur er varaformaður Vinstri grænna. Hver á að lifa vel og lengi? KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Í DAG | ELLERT B. SCHRAM Ég hef sem forystumaður í íþróttahreyfingunni í þrjá ára- tugi, átt samneyti við fjöldann allan af menntamálaráðherr- um. Björn var og er í hópi þeirra bestu, ef ekki sá besti. E f fer sem horfir verður árið 2006 methagnaðarár fyr- irtækja í Kauphöll Íslands. Fyrstu uppgjör síðasta ársfjórðungs líta nú dagsins ljós. Hagnaðartölur sem nú birtast eru utan skynsviðs venjulegs fólks. Hagnaður Kaupþings banka eins nemur rúmum 67 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins sem er nánast sama fjárhæð og aflaverðmæti allra íslenskra skipa á síðasta ári. Nú skal því haldið til haga að þessi góða afkoma stafar að hluta til af uppskeru sem sáð var til þegar farsælt ferðalag Kaupþings og Bakkavarar hófst fyrir áratug eða svo. Engu að síður er fjármálageirinn kominn upp fyrir sjávarútveg sem hlutfall af landsframleiðslu og sívaxandi hluti greinarinnar flokkast sem útflutningstekjur. Þetta er veruleiki sem horfa verður til þegar rýnt er í hags- muni samfélagsins. Í pólitískri umræðu er tilhneiging til að gleyma að á skömmum tíma hefur samsetning verðmætasköp- unar þjóðarinnar gjörbreyst. Slíkt kallar á að ýmislegt sem talið hefur verið til sjálfsagðra sanninda verði tekið til skoð- unar. Nefnd um Ísland sem fjármálamiðstöð var sett á laggirn- ar af Halldóri Ásgrímssyni. Það var skynsamleg ráðstöfun og niðurstaða nefndarinnar var lögð fyrir ríkisstjórnina í gær. Þar er að finna tillögur sem eru innlegg í umræðu um framtíð- arhagsmuni þjóðarinnar. Enda þótt sjávarútvegur verði ein mikilvægasta atvinnu- grein okkar enn um sinn, þá er síminnkandi hlutur hennar í verðmætasköpun þjóðarinnar. Taka verður tillit til greinar- innar þegar framtíðin er mótuð. Eins og umræðan hefur verið er hins vegar stundum látið eins og hagsmunir sjávarútvegs skipti þjóðina máli. Hagsmunina þarf til framtíðar að skoða í víðara ljósi, ekki síst þegar horft er til nauðsynlegrar umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu og upptöku evru. Þegar framtíðartækifæri okkar eru annars vegar eru ógn- irnar sjaldnast langt undan. Eftir því sem umsvif íslenskra fyrirtækja verða meiri erlendis því meiri hætta er á að reynt verði að koma höggi á hagsmuni fyrirtækjanna. Slíkt var reynt á fyrri hluta ársins og það verður reynt á ný. Fjármála- fyrirtækin og Viðskiptaráð brugðust við bábiljum í erlendri umfjöllun, en von er á meiru og því ljóst að stjórnvöld þurfa líka að leggja niður fyrir sér hvernig á að taka á dylgjum og sögusögnum og hvort ekki sé tilefni til að mæta slíku af hörku. Slík umfjöllun er stundum sprottin af vanþekkingu, stundum af illvilja og fordómum og oft ekki síður af því að einhverjir telja hagsmunum sínum ógnað. Hagnaður eins banka nemur heildarverðmæti sjávarafla. Hætturnar og hagsmunir breytast HAFLIÐI HELGASON SKRIFAR Bleikir steinar Fjölmiðlar eiga ýmislegt óunnið í jafnréttismálum á fjölmiðlum eins og fram kom á fundi Femínistafélagsins með fulltrúum fjölmiðla í gærmorgun. Karlmenn eru í meirihluta á ritstjórn- um og fréttastofum auk þess að vera æðstu stjórnendur allra fjölmiðla, þar með talið hér á Fréttablaðinu. Femín- istafélagið afhenti fulltrúum fjölmiðla á Íslandi bleika steina í sumar með hvatningarorðum um að gera betur í jafnréttismálum og á öllum fram- sögumönnum mátti heyra að viljinn til að gera betur er til stað- ar. Enginn fjölmiðill er þó tilbúinn til að fá fulltrúa Femínistafélagsins sem gestaritstjóra á ritstjórn eins og Katrín Anna Guðmundsdóttir, for- maður félagsins, stakk upp á – enda ekki stundað á íslenskum fjölmiðlum að láta utanaðkomandi ritstýra efni fjölmiðla. Börn í baráttu Fjölskyldupólitík verður æ meira áberandi í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir. Gestur Svavarsson gaf í gær kost á sér í forvali Vinstri grænna í Suðvestur- og Reykja- víkurkjördæmum. Gestur er sonur Svavars Gestssonar, sendiherra og alþingismanns til margra ára. Hann er einnig bróðir Svandísar Svavars- dóttur sem nú er borgarfulltrúi í Reykjavík. Guðmundur Steingrímsson Hermannssonar er einnig í framboði en fyrir Samfylkinguna. Þar er líka í framboði Glúmur Baldvinsson, sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar. Prófkjörsæsingur Athyglin beinist þó ekki að þessum ættstóru kandídötum í dag. Kosið verður í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins eins og varla hefur farið framhjá neinum sem fylgist með fjölmiðlum. Hlutur kvenna í þeim góða flokki hefur verið mjög til umræðu og eflaust margir spenntir að sjá hvernig konur raðast á listann. Þingkonan Ásta Möller og nýliðarnir Guðfinna Bjarnadóttir og Sigríður Andersen eiga allar möguleika á að vera meðal tíu efstu. Jafnréttissinnar von- ast eflaust til þess að enn fleiri konur verði á meðal þeirra tíu efstu, þó að ekki spái margir því að kynja- hlutfallið verði jafnt. sigridur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.