Fréttablaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 8
8 28. október 2006 LAUGARDAGUR
VEISTU SVARIÐ?
Dögg Pálsdóttir
4.í sætiðwww.dogg.is
Látum
verkin tala
Styðjum
Dögg
í 4. sætið
Kosningaskrifstofa
Daggar er opin í allan dag.
Heitt á könnunni
og ljúfar veitingar.
Kynntu þér
áherslumál
Daggar á
www.dogg.is
KOSNINGASKRIFSTOFA
Laugavegi 170, 2. hæð
sími 517-8388
LÍKNARMÁL Fl Group og Sinfóníu-
hljómsveit Íslands munu á næstu
fjórum árum styrkja Barna- og
unglingageðdeild Landspítalans
um 20 milljónir. Styrkurinn rennur
til verkefnis á vegum BUGL sem
kallast „Lífið kallar“ og miðar að
því að styrkja börn og unglinga
sem metin hafa verið í sjálfsvígs-
hættu.
Kristján Kristjánsson, forstöðu-
maður upplýsingasviðs FL Group,
segir stuðninginn felast í því að
styrktaraðilar standi árlega fyrir
einum styrktartónleikum og mun
ágóðinn af þeim renna til verkefn-
isins. „Ástæðan fyrir samningum
er sú að okkur langaði til að gera
eitthvað fyrir samfélagið og okkur
kom saman um að styrkja þetta
verkefni hjá BUGL. Þetta er hópur
sem þarfnast mikillar þjónustu og
þarf á fjárveitingu að halda.“
Stuðningsverkefnið „Lífið kall-
ar“ er hugsað fyrir börn og ungl-
inga á aldrinum tólf til átján ára
sem koma á bráðamóttöku BUGL
og þurfa á eftirmeðferð að halda að
lokinni kreppumeðferð. Inntak
verkefnisins er fjölskyldan, tengsl
og lífsgleðin sem verndandi örygg-
isnet.
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis-
ráðherra var viðstödd undirritun-
ina og lýsti yfir stuðningi við verk-
efnið. - hs
FL Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands styrkja BUGL um 20 milljónir:
Börn sem eru í sjálfsvígshættu styrkt
UNDIRRITUN SAMNINGS Hrefna Ólafsdóttir, yfirfélagsráðgjafi BUGL, Hannes
Smárason, forstjóri FL Group, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, Þröstur Ólafsson,
framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og Guðrún B. Guðmundsdóttir,
staðgengill yfirlæknis BUGL.
HREINDÝR Nú undanfarið hefur um
hundrað dýra hjörð haldið sig á
Fagradal, á milli Egilsstaða og
Reyðarfjarðar. Umferð um
Fagradal er þó nokkur og eru
vegfarendur beðnir að fara
gætilega.
Á hreindyr.is kemur einnig fram
að heindýr sjáist oft við veginn í
Lóni og Nesjum og enn fremur á
Háreksstaðaleiðinni, á Jökuldal og í
Heiðarendanum norðan við
Egilsstaði. Erfitt getur reynst að
reka hreindýr frá þeim stöðum sem
þau ætla sér að vera á. - hs
Hreindýr við þjóðvegi:
100 dýra hjörð
á Fagradal
HREINDÝR Erfitt getur reynst að koma
hreindýrum af hættusvæðum við þjóðvegi. FJÖLMIÐLAR Lesendum
þykir Nyhedsavisen,
fríblaðið sem íslenska
fjölmiðlafyrirtækið
Dagsbrún Media gefur
út í Danmörku, betra
að gæðum en hin
dönsku fríblöðin: Dato
og 24timer.
Þetta kemur fram í
gæðakönnun sem markaðsstjór-
inn Jesper Claus Larsen gerði
meðal 133 lesenda fríblaðanna í
síðustu viku. Sagt var frá þessum
niðurstöðum í danska blaðinu
Børsen á fimmtudaginn.
„Lesendurnir telja að innihald
Nyhedsavisen sé betra, að gæði
þess séu meiri og að fréttir
blaðsins séu betri en hinna
fríblaðanna. Á heildina litið taka 41
prósent lesenda Nyhedsavisen
fram yfir Dato og 24timer,“ sagði
Jesper um heildarniður-
stöður könnunarinnar.
„Þessar niðurstöður
sýna að blaðið sem við
erum að framleiða er
gott, en könnunin var
gerð tveimur vikum
eftir að Nyhedsavisen
kom út í fyrsta sinn
þann 6. október,“ segir
Gunnar Smári Egilsson, forstjóri
Dagsbrún Media. Gunnar er
sannfærður um að viðhorf til
gæða fríblaðanna muni aukast í
framtíðinni: „Nyhedsavisen er allt
annars konar blað en hin fríblöð-
in. Við miðum okkur við seldu
áskriftarblöðin, Berlingske
Tidende, Politiken og JP og við
ætlum að ná auglýsingatekjum af
þeim í framtíðinni. Það er svo sem
ekki sigur fyrir okkur að tekjast
betri en hin fríblöðin.“ - ifv
Íslenska fríblaðinu Nyhedsavisen vel tekið í Danmörku:
Efst í gæðakönnun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
1. Hvaða Norðurlandaþjóð
ætlar að banna háð og hótanir
í garð samkynhneigðra?
2. Hversu mikið lækka styrkir
Reykjavíkurborgar til Alþjóða-
húss milli ára?
3. Hver ætlar að skrásetja
þriggja binda ævisögu Hannes-
ar Hólmsteins Gissurarsonar?
SVÖRIN ERU Á BLS. 62
DÓMSMÁL Íslenska ríkið var sýkn-
að af kröfu Öryrkjabandalags
Íslands (ÖBÍ) í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær vegna meintra
vanefnda þess á samkomulagi
stjórnvalda og ÖBÍ frá árinu
2003. Samkomulagið snérist um
að tvöfalda átti lífeyri þeirra sem
metnir voru 75 prósent öryrkjar
eða meira. Ríkið taldi sig hins
vegar einungis hafa skuldbundið
sig til að veita einum milljarði
króna til verkefnisins en útreikn-
ingar sýndu að full framkvæmd
samkomulagsins hefði kostað 500
milljónum króna meira.
Í dómsúrskurði segir að ÖBÍ
hefði átt að vera það ljóst að yfir-
lýsingar ráðherra gætu ekki
skuldbundið ríkissjóð til greiðslu
nema um væri að ræða ráðstöfun
sem ráðherrann hefði vald til
þess að framkvæma. Svo hafi
ekki verið í þessu tilfelli.
Þá segir að aldrei áður hafi
reynt á það hvort fyrirheit um til-
teknar lagabreytingar séu í raun
skuldbindandi. Því hafi útgáfa
fréttatilkynningar um gerð
samkomulagsins ekki verið
stjórnvaldsákvörðun í skilningi
stjórnsýslulaga og réttur ekki
stofnast til lífeyrisgreiðslna
umfram það sem í lögum segir.
Garðar Sverrisson, sem var
formaður ÖBÍ á þeim tíma sem
samkomulagið var gert, segir það
skýrt að um samkomulag hafi
verið að ræða sem ráðherra hafi
gert fyrir hönd ríkisstjórnarinn-
ar líkt og fram hafi komið í frétta-
tilkynningunni en ekki einhvers
konar viljayfirlýsing ráðherra.
„Við verðum að hafa það í huga
að á Íslandi er löng og sterk hefð
fyrir því að forystumenn fram-
kvæmdavaldsins eru jafnframt
forystumenn þingmeirihlutans.
Þessir menn létu ekki aðeins hjá
líða að veita sér nægar fjárheim-
ildir til að efna samkomulagið
heldur beinlínis felldu tillögur
þar að lútandi.“
Garðar segir að ríkisstjórnin í
heild beri óskoraða ábyrgð á
þessu samkomulagi. „Komist
þeir upp með svona gróf svik er
vandséð hvernig heiðarlegt fólk
á að geta umgengist þá og hvað
þá að gera við þá samkomulag.
Þetta er allt miklu líkara sam-
skiptum manna í undirheimun-
um.“
Sigríður Rut Júlíusdóttir, lög-
maður ÖBÍ, segir að farið verði
yfir málið í næstu viku með
stjórn bandalagsins og athugað
hvort ástæða sé til þess að áfrýja
dómnum. Henni fannst þó líklegt
að svo yrði. thordur@frettabladid.is
Ríkið sýknað
af kröfum ÖBÍ
Samkomulagið er ekki talið bindandi. Miklu líkara
samskiptum manna í undirheimunum, segir fyrr-
um formaður ÖBÍ. Lögmaður bandalagsins segir að
dómnum verði líklega áfrýjað.
GARÐAR
SVERRISSON
Segir
ríkisstjórnina
hafa svikið
samkomulag
við Öryrkja-
bandalagið.
SIGRÍÐUR RUT
JÚLÍUSDÓTTIR
Fer yfir niður-
stöðu málsins
með fulltrú-
um Öryrkja-
bandalagsins
í næstu viku.
Helgi Hjörvar:
Skylda að efna samkomulagið
Helgi Hjörvar alþingismaður
segir dóminn ekki breyta þeim
kjarna málsins að Jón Kristjáns-
son hafi gert samkomulag með
samþykki ríkisstjórnar rétt
fyrir kosningar sem varði kjör
þúsunda manna sem ekki hafi
verkfallsrétt. „Eftir sem áður er
það pólitískt skylda ríkisstjórn-
arinnar að uppfylla þetta sam-
komulag.
Ég trúi ekki öðru en að Geir
Haarde og Jón Sigurðsson sem
tekið hafa við í forystu stjórnar-
flokkanna síðan þá muni ganga í
það að leggja til þær liðlega 500
milljónir sem vantar upp á að
samkomulagið sé efnt.“ - þsj HELGI HJÖRVAR