Fréttablaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 24
 28. október 2006 LAUGARDAGUR24 stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, Er hljóðið í landsmönnum gott eða þungt? Þingmenn hafa verið meðal kjósenda í vikunni og tekið púlsinn á þjóðinni. Sigurjón Þórðar- son og Sæunn Stefánsdóttir heyrðu ekki það sama. Kjördæmavika þingsins er á enda. Þingmenn stóru landsbyggðar- kjördæmanna þriggja ferðuðust flestir um héruð og funduðu með heimafólki en þingmenn Reykja- víkur þurftu ekki í langferðir til að hitta sitt fólk. Í höfuðborginni tíðkast raunar ekki að þingmenn hitti borgarstjórn í kjördæma- viku. Sigurjón Þórðarson, Frjáls- lynda flokknum, hefur farið um gjörvallt Norðvesturkjördæmi síðustu daga og fundað með sveit- arstjórnarmönnum, atvinnurek- endum og kjósendum á Akranesi, Ísafirði, Skagastönd og í Skaga- firði, auk þess að fara til Húsavíkur sem tilheyrir öðru kjördæmi. Spurður um hljóðið í fólki svarar hann: „Það er frekar þungt.“ Sæunn Stefánsdóttir, Fram- sóknarflokki, hefur heimsótt fyr- irtæki og stofnanir í Reykjavík og sinnt öðrum verkefnum á borð við fundasetu í innflytjendaráði og hverfisráði Vesturbæjar og setið ráðstefnur. Þá hefur hún hitt flokkssystkyni sín að máli. Spurð um hljóðið í fólki svarar hún: „Mér finnst hljóðið gott.“ Ekki er gott að álykta út frá svörum Sigurjóns og Sæunnar. Hann heyrir í landsbyggðarfólki en hún fyrst og fremst í Reykvík- ingum. Hann er í stjórnarandstöðu en hún í stjórnarliðinu. Sömuleiðis er ómögulegt að geta sér til um hvers vegna þau hafa mismunandi skoðun á ágæti kjördæmaskipanarinnar sem kosið var eftir í fyrsta sinn í síð- ustu kosningum. Sigurjón segist sannfærast betur og betur um að Ísland eigi að vera eitt kjördæmi. „Alvarleg staða eins og á Strönd- um eða í Grímsey og Bakkafirði á ekki bara að vera mál þingmanna viðkomandi kjördæma. Þetta er þjóðarmein og mál allra þing- manna,“ segir hann. Sæunn segir rétt að hafa kjör- dæmaskipanina í sífelldri endur- skoðun en er ekki sammála Sigur- jóni um að þingmenn láti sig aðeins málefni eigin kjördæma varða. „Við erum kosin á þing sem fulltrúar allrar þjóðarinnar,“ segir hún. Gjá skilur hljóð í þjóð Í ÞUNGUM ÞÖNKUM Þingmenn hafa haldið sig í kjördæmunum þessa vikuna og því ekki setið undir ræðum hver annars eða blaðað í þingskjölum. Það fór þá aldrei svo að Halldór Ásgrímsson ætl- aði að sitja aðgerðarlaus eftir að stjórnmálaferl- inum lauk. Ríkisstjórnin vinnur nú að því að fá hann samþykktan í starf framkvæmda- stjóra Norrænu ráðherranefndar- innar sem er samstarfsvettvangur ríkisstjórna Norðurlandanna. Ráðherranefndin hefur höfuð- stöðvar í Kaupmannahöfn en þar var Halldór einmitt í námi uppúr 1970. Á löngum stjórn- málaferli sinnti Halldór norrænu samstarfi með margvíslegum hætti; hann sat í Íslandsdeild Norðurlanda- ráðs í átta ár og var samstarfsráðherra Norðurlandanna í sex ár auk þess að fara fyrir samtökum miðjuflokka í Norðurlandaráði í tvö ár. Í utanríkisráðherratíð sinni átti Halldór svo náið samstarf við norræna starfsbræður sína, jafnt um mál- efni Norðurlandanna sem önnur alþjóðamál. Það er algengt að fyrrver- andi ráðherrar hljóti embætti á vegum hins opinbera eftir að stjórnmálaferlinum lýkur. Því er ekki að heilsa í tilviki Halldórs því þó hann sé boðinn fram til starfans af hálfu íslenskra stjórnvalda ráða þau ekki lyktum málsins. Og starfið er ekki hjá íslenska ríkinu – nema þá að einum fimmta. Réttur maður á réttum stað Enn og aftur hefur Guðmundur Hallvarðsson lagt fram þings- ályktunartillögu um að þjóðfáninn skuli vera í þingsal Alþingis. Guð- mundur hefur lagt málið fyrir mörg síðustu þing en það hefur jafnan sofnað eins og sagt er um mál sem ekki fá framgang. Í fyrstu voru meðflutningsmenn tillögunn- ar fjórir eða fimm en nú ber svo við að þeir eru 30. „Þarna eru hvorki ráðherrar né nefndarmenn í forsætisnefnd þannig að það er meirihluti fyrir þessu,“ segir Guðmundur sem á sér þá heitu ósk að málið verði samþykkt í þinginu í vetur. Verði það gert og fánanum komið fyrir í þingsalnum yrði það nokkurs konar minnisvarði um Guðmund sem lætur af þingmennsku í vor. Guðmundur er samt alls ekki að hugsa um sjálfan sig þegar hann berst fyrir þjóðfánanum. Hann hugsar um Jón forseta. „Jón Sigurðsson barðist fyrir að við hefðum ákvörðunarvald um okkar hagsmunamál. Um leið var hann tákn og merki okkar Íslendinga, tákn þess sem hrærði hugi og hjörtu og þjappaði okkur saman.“ Guðmundur segist bera mikla virðingu fyrir fánanum og rekur það til þeirra tíma er hann var drengur í sumarbúðum í Vatna- skógi þar sem fánahylling var á hverjum morgni. Og honum þykir íslenski fáninn fallegur. Spurður hvort hann sé fallegasti þjóðfáni í heimi, hugsar hann sig um, tekur fram að vissulega sé hann ekki hlutlaus og svarar svo: „Jújú, ég get alveg sagt það.“ Og þannig er fyrirsögnin fengin. Fallegasti þjóðfáni í heimi Dagurinn byrjaði í Laugum. Taldi skynsam- legra að púla í hálftíma en að láta það eftir mér að lúra aðeins lengur. Dögg Pálsdóttir frambjóðandi. Helsta áhugamál mitt undanfarin 3 ár er Karate. Í þeirri íþrótt er ég nú með 3 KYU sem er fyrsta brúna beltið af þremur. Kolbrún Baldursdóttir frambjóðandi. Atvinnuumsóknir stjórnmálamanna eru með öðrum hætti en annarra sem sækja um vinnu. Fyrir það fyrsta getur umsóknin kost- að margar milljónir króna. Húsaleiga, auglýsingar, símakostnaður, veitingar, prentun og dreifing bæklinga, laun kosningastjóra, ferðalög um kjördæmi og heimasíður – allt kostar þetta sitt. Í annan stað gerast menn opinskáir með eindæmum og eru reiðubúnir að segja frá árangri af megrunum, bónorðum, áhugamálum og öðrum ámóta einkamálum. Í þriðja lagi útheimtir prófkjörs- barátta langan vinnudag og jafnvel vökunætur. Þegar skammt er til kosn- inga er tíminn dýrmætur og honum má ekki eyða í rúminu. Þetta leggur fólk á sig til að reyna að fá vinnu. Og það eru ekki aðeins stjórnmálamenn sem sækjast eftir endurkjöri sem leggja allt í sölurnar heldur líka fólk sem er í fínum störfum fyrir. Það er í raun með ólíkindum hve margir eru til í að leggja mikið á sig til að ná sæti á Alþingi. Og auðvitað þökkum við hin fyrir að einhverjir aðrir séu til í að verja tíma sínum og peningum til að komast á þing. Mér sýnist stefna í að hátt í þrjú hundruð manns muni taka þátt í prófkjörum, forvölum eða hvað það nú heitir fyrir kosningarnar í vor. Sjálfur þarf ég mikinn svefn og á lítinn pening og ef ég fer einhvern tíma í framboð þarf ég því að stóla á uppslættina í blöðunum. Hver vill ekki kjósa mann sem „Ristarbrotnaði sex ára“ eða „Kann hundrað orð í spænsku“ eða „Veiðir þorsk í sumarfríinu“? Annars hljóta taugar þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að vera þandar í dag því einhverjir þeirra gætu þurft að ganga til hvílu í kvöld, vitandi að þeir þurfi að finna sér nýja vinnu í vor. Peningarnir, tíminn og yfirlýsingarnar hafa þá farið fyrir lítið. En það er þá huggun harmi gegn að næsta atvinnuumsókn kostar varla jafn mikið, né útheimtir opinskáar yfirlýsingar og næturvinnu. VIKA Í PÓLITÍK BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Svona er ég – gerðu það kjóstu mig Þing Norðurlandaráðs fer fram í Kaupmannahöfn í næstu viku. Sjö alþingismenn sækja þingið, þau Sigríður Anna Þórðardóttir formað- ur, Ásta R. Jóhannesdóttir, Drífa Hjartardóttir, Jón Kristjánsson, Kjart- an Ólafsson, Rannveig Guðmunds- dóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Þá taka nokkrir ráðherrar þátt í þing- störfum, til dæmis forsætisráðherra, utanríkisráðherra og samstarfsráð- herra Norðurlandanna – Jónína Bjartmarz. Búist er við að við upphaf þings skýrist hver verður næsti fram- kvæmdastjóri Norrænu ráðherra- nefndarinnar en Halldór Ásgríms- son, fyrrverandi forsætisráðherra, er frambjóðandi íslenskra stjórnvalda í embættið. NORDEN Í ORDEN GUÐMUNDUR HALLVARÐSSON SÆUNN STEFÁNSDÓTTIR SIGURJÓN ÞÓRÐARSON Skólavörðustíg - Kringlunni - Smáratorgi - Selfossi - Lágmúla Innifalið í verði er dýrlegur málsverður, gögn, uppskriftir, góð ráð og heilræði ásamt afslætti í Heilsuhúsinu. Bókun á námskeið fer fram í síma 692 8489 eða á namskeid@10grunnreglur.com Frekari upplýsingar eru í Heilsuhúsinu eða á vefsíðunni www.10grunnreglur.com Heilsu- og matreiðslunámskeið í Heilsuhúsinu Lágmúla 10 grunnreglur ™ 30. október Opið Heilsuhús í Lágmúla. Heilsubyltingin™ Þorbjörg og Umahro taka á móti gestum og fræða um heilsuefni sem eru í deiglunni. Gómsætir bragðbitar í boði. Kl. 18.30-20.00. Aðgangur ókeypis 31. október Fyrirlestur með Þorbjörgu: Vel búinn fyrir veturinn? Burtu með flensu, endalaust kvef og hálsbólgu, þreytu og orkuleysi. Lærðu á ónæmiskerfið og hvað styrkir og eflir svo að þú komist veikindalaus gegnum veturinn. Kl. 19.00-21.00. Verð: kr. 3.900 1. nóvember eða 14.nóvember Fyrirlestur með Þorbjörgu: Vel nærð er konan ánægð... og lítur náttúrulega ungleg út! Hormónar, matur, lífsstíll, stress, melting og fleira hefur áhrif á gott og hollt konulíf. Þú lærir hvernig þú getur borðað þig hrausta og unga! Kl. 19.00-22.00. Verð: kr. 4.900 2. nóvember Matreiðslunámskeið með Þorbjörgu og Umahro fyrir konur sem vilja vera ánægðar og líta náttúrulega unglegar út! M.a. himneskt brassika grænmeti, ljúfur fiskur og matur sem laðar Afródítuna fram í þér! Kl. 19.00-22.00. Verð: kr. 4.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.