Tíminn - 19.01.1979, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.01.1979, Blaðsíða 1
Föstudagur 19. janúar 1979 — 15. tölublaö—63. árgangur. Deilur flugmanna og Flugleiða - Bls. 3 Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík ■ Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 ■■j;- . c'./ f . ■■ r-: -. ■ . .:■'•■. ■■,■; /■ . - , . ■ &£rJimki. .iíak ijz áiÁbiss Gagnsemis- og arðsemismat lagt til grundvallar útlánum — Efnahagstillögur Framsóknarflokksins endanlega afgreiddar í gær HEI — Tillögur efnahagsmála- nefndar Framsóknarflokksins voru endanlega afgreiddar á öör- um sameiginlegum fundi þing- flokks og framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins i gær- kvöldi. Tillögurnar I heild veröa kynntar fjölmiðlum á blaöa- mannafundi í dag. Tillögurnar i heild veröa kynnt- ar fjölmiölum á blaöamannafundi I dag. Tillögur þessar eru byggöar á þeirri stefnu I efnahagsmálum sem mörkuð var á siðasta flokks- þingi Framsóknarflokksins sem haldið var i mars s.l., samstarfs- yfirlýsingu stjórnarflokkanna og greinargerö meö frumvarpi til laga um timabundnar ráöstafanir gegn veröbólgu. Stefnan i efna- hagsmálum er fyrst og fremst háö ákvöröunum i fjárfestingar- málum, rikisf jármálum, kjaramálum, peningamálum og verölagsmálum. Tillögurnar eru i fjölmörgum liöum, en nefna má hér örfá atriði: Aö i fjárfestingarmálum veröi stefnan i meginatriöum mörkuö til fjögurra ára en fastbundin til árs i senn. Aö útlánareglur fjárfestingar- sjóöa veröi endurskoöaöar og gagnsemis- og arösemismat lagt til grundvallar útlánum. Aö markmiöum fjárlaga veröi ótvirætt fylgt eftir, og ráðuneytin leggi fram tillögur um eins milljarös sparnað til aö ná mark- miöum um rekstrar- og greiöslu- afgang. Aö visitölubætur launa taki miö af breytingum viðskiptakjara, en breytjngar á niöurgreiöslum og óbeinum sköttum hafiekki áhrif á kaupgjaldsvfsitölu. Aö verkefni samvinnunefndar kjaramála (launþegar, atvinnu- rekendur og rikisvald) veröi aö samræma markmiö i efna- hagsmálum sem grundvöll fyrir aðila vinnumarkaöarins I frjáls- um samningum. Að ná fram meiri jöfnuöi lifs- kjara m.a. meö skattlagningu veröbólgugróöa og stofnun lif- eyrissjóös allra landsmanna. Aö dregiö veröi úr eftirvinnu og stefnt aö þvi aö afnema hana i áföngum i sem flestum starfs- greinum. Loðnuaflinn að nálgast 50.000 lestir ESE •— Mjög góö loönuveiöi var i gær á loönumiöunum en undir kvöldiö höföu 27 skip til- kynnt um afla, samtals 18660 lestir. Aflahæstir i gær voru Siguröur RE meö 1350 lestir, Vfkingur AK meö 1300 lestir, Jón Kjartansson meö 11,60 lestir, Björn Ólafsson meö 1100 lestir og Grindvikingur var meö 1030 lestir. Að sögn starfsmanns loönu- nefndar, haföi loönan sigiö drjúgt austur siöasta sólar- hringinn og var veiöisvæöiö I gær beint noröur af Langa- nesi. Tæplega 1500 lán veitt úr Stofnlánasjóöi í fyrra ESE —A slðasta ári voru veitt samtals 1402 lán úr Stofnlána- deild landbúnaöarins til nýbygginga aö fjárhæö 2.514.879.000-krónur, auk þess sem veitt voru 77 lán til jarðarkaupa aö fjárhæð 162.325.000- krónur. Aöur var það Veðdeild Bún- aðarbanka Islands sem veitti jarðarkaupalánin, en aö þessu sinni gat Veðdeildin ekkert lánaö og tók þvi Stofnlána- deildin þetta hlutverk Veö- deildarinnar aö sér. Hámark jaröarkaupaláns var á árinu 2,5 milljónir króna, eöa hálfri milljón króna hærra en á árinu áöur. I krónutölu hækkuðu lán úr Stofnlánadeild um kr. 158.554.000 á árinu miðaö viö áriö áöur og nemur þessi hækkun aðeins 6.73%, sem er aöeins litiö brot af hækkun verölags vegna veröbólgu. Hafa þvi lán til fjárfestingar i raun stórlega lækkaö frá árinu 1977. Þótt stofnlánadeild búi enn viö skort á fjármagni til útlána er deildmni tryggður sérstakur tekjustofn, sem er 1% álag á búvöruverö. A árinu veitti byggöasjóöur 65 lán aö fjárhæö samtals kr. 201.721.000,- krónur til aöila tengdum landbúnaöi. Ýmist er kvartaö yfir of mikium snjó eöa of litlum snjó. Þegar mikiö hieöur niöur teppist umferö og ekki er hægt aö komast aö sklöalyftun- um, en þegar jörö er auö veröa skiöamenn aö sitja heima. Hvaö um þaö, stúlkurnar meö snjóþoturnar láta sér i léttu rúmiliggja hvort snjórinn erof mikill eöa of lltill, þær nota þaö færi sem fyrir hendi er. Timamynd Róbert. Vatn í mörgum vatnsveitum ýmist gallað eða ónothæft AM —1 frétt frá Heilbrigöiseft- irliti rikisins og jarökönnunar- deild Orkustofnunar segir aö á fundi um neysluvatnsmál, sem haldinn var þann 15. janúar, hafi komiö fram aö viöa er pott- ur brotinn i neysluvatnsmálum hér á landi, og gildir þaö jafnt um almenningsvatnsveitur sem og vatn, sem notaö er til mat- vælaframleiðslu, svo sem fiskiönaöi og sláturhúsum. Rannsóknir sýna aö I allmörg- um vatnsveitum er vatn gerla- mengaö þannig aö þaö dæmist gallaö eða ónothæft. Orsakir gerlamengunar eru ýmist þær aö notaö er yfirborösvatn, eöa frágangi og umgengni viö vatnsból og á vatnsvinnslu- svæðum er ábótavant. A fundinum kom einnig fram aö vatnsnotkun hér á landi er viöa óhófleg, einkum i fiskiön- aöinum. Hefur þetta valdið þvi i nokkrum tilfellum, aö litil vatnsból meö góöu vatni hafa veriö lögö niöur, en I þess staö veriö sótt mikiö vatn meö minni gæöi. Athuganir sem geröar hafa verið virðast benda til, aö auöveldlega megi draga veru- lega úr vatnsnotkun frystihúsa án þess aö þaö bitni á gæöum framleiöslunnar. Fram kom aö ástand neyslu- vatnsmála væri verst á Vesturlandi, Vestfjöröum, vestanveröu Noröurlandi og á Austfjöröum. Fundinn sátu íulltrúar 24 stofnana og aöila og voru flutt 9 erindi er fjölliuöu um eftirlit með neysluvatni, gerlarannsóknir, vatnsgæöi, vatnsnotkun, vatns- veitur og verndun vatnsbóla. Er áformaö aö gefa erindi þessi út á næstunni. Eru stéttarfélögin að koma í stað rikisvaldsins? — Bls. 10 og 11 Hitaveita Suðurnesja: Baukamir segja stopp og fram- lriJCOmrllim COÍTKlrQP - óbreytt gjaldskrá þýðir 411 J\ V jyl 1 lll 1U111 OvUillCU milljóna rekstrarhalla á þessu ári SS — Rikisstjórnin hefur synjaö beiöni Hitaveitu Suöur- nesja um 50% hækkun á vatns- verði og 51% hækkun á tengingargjaldi aö þvi er fram kemur i frétt I Suöurnesjatiö- indum. Blaöiö haföi tal af Jó- hanni Einvarðssyni bæjarstjóra i Keflavik og formanni stjórnar Hitaveitu Suöurnesja og innti hann fyrst eftir þeim forsendum er aö baki þessum hækkunar- beiönum lágu: „Viö þurfum hækkun á okkar gjaldskrá vegna gengisfalls, verðbólgu og kostnaöarauka vegna framkvæmda okkar, en ekki til aö safna i sjóöi.Bygging hitaveitunnar og lagning dreifi- netsins er nánast aö öllu leyti kostaö meö erlendum lánum og þegar gengiö er aö falla nánast daglega um svo og svo mikiö, þá getum viö ekki setiö eftir.” Hvaöa afleiöingar hefur ó- breytt gjaldskrá I för meö sér? „Bankarnir hafa tilkynnt okk- ur, aö þeir geti ekki haldiö áfram aö fjarmagna fyrirtækiö og á meöan höfum viö ákveðiö Þó aö byrlega blósi úr vatnsholum Hitaveitu Suöurnesja viö Svarts- engi, þá er ekki sömu sögu aö segja um rekstur fyrirtækisins. Verö- iö hjá Suöurnesjaveitunni er helmingi lægra en á Akureyri og hcimtaugargjaldiö oröiö lægra en hjá gamalgróinni Hitaveitu - Reykjavikur. Tlmamynd-Róbert aö tengja ekki. Þetta veldur þvi seinkun sem bitnar á hluta Keflavikur, innri Njarðvik, Sandgeröi og hluta Grindavik- ur.” Nú var synjunin byggö á þvi, aö hækkunarbeiönin hafi ekki komiö fram nógu timanlega. Hvaöa reglur gilda i þessu sam- bandi? „Þeir vilja aö gjaldskráin sé endurskoöuö á 3ja mánaöa fresti þ.e. 1. nóv. 1. feb. o.s.frv. til aö vera ekki langt undan Framhald á bls. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.