Tíminn - 19.01.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.01.1979, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 19. janúar 1979 Milljónir írana fara í dag stuðningsgöngur við Khomeiny — trúarleiðtoginn tekur ekki i mál að gefa stjórn Baktiar nokkurn frið Teheran/Reuter — í dag er búist við að farnar verði um allt íran miklar stuðningsgöngur við trúarleið- togann Ayatollah Khomeiny og i Teheranborg einni er búist við að þátttakendur verði um tvær milljónir eða helmingur borgarbúa. Khomeinv hefur þaö náöugt I Parls ERLENDAR FRETTIR Umsjón: Kjartan Jónasson Gallaghanlýsirekki yfir neyðarástandi Fyrirhugaö er aö göngur þessar fari friösamlega fram en for- svarsmenn þeirra segja að þeir muni verjast veröi ráöist á göngumenn. Þeir eiga þar viö herinn þar eö margir hermanna eru hliöhollir keisaranum, en göngumenn krefjast hins vegar aþ hann veröi endanlega settur af og stofnsett veröi lýöveldi i landi- Bangkok/Reuter — Fréttir frá Kambodlu I gær hermdu aö viöa væru haröir bardagar I landinu milli sveita Pol Pots forsætisráö- herra er steypt var og uppreisn- armanna er njóta aöstoöar Vletnama. Nú væru tvær vikur liönar frá þvi uppreisnarstjórnin tók viö völdum. Var i gær taliö aö barist væri bæöi sunnarlega og I noröurhluta landsins en eftir valdatöku upp- reisnarmannanna hafa einkum borist fréttir af bardögum næst landamærum Thailands I norö- vestri. Ennfremur hafa bardagar veriö haröir viö 300 kilómetra langa strandlengju í Kambódiu Rikisráðið sem fer með völd keisarans á meöan hann er fjar- verandi hefur nú sent mann á fund Khomeiny I Parfs til aö reyna aö fá hann ofan af harölinu- stefnu sinni en varla eru miklar vonir bundnar viö árangur þar. Síðast i gær þvertók Khomeiny fyrir að verða viö svipuöum til- mælum Carters Bandarikjafor- seta sem fór þess á leit að hann þar sem fylgismenn Pol Pots hafa sýnt mikla andspyrnu enda strandlengjan mjög mikilvæg hernaöarlega. Er talið aö enn steymi þangaö stuöningsmenn Pol Pots og raunar aörir þeir sem verjast vilja nýju stjórninni og bandamönnum hennar, Vietnöm- um. ÞávarigærhermtiKInaaö út- varpsstöö stjórnar Pol Pots heföi I gær i fyrsta skipti frá falli Phnom Penh sent út hvatningar og áróðursboðskap þar sem meö-' al annars var sagt aö Vietnamar kynnu aö geta yfirbugaö Kambódiu hernaöarlega en þeir gætu aldrei stjórnaö þjóöinni eöa yfirbugað hana. London/Reuter — James Callaghan forsætisráöherra Bret- lands sagöi i gær aö verkföll I landinu heföu orsakaö alvarlega framleiöslukreppu en hann mundi þó ekki lýsa yfir neyöar- ástandi eöa láta hermenn ganga inn I störf verkfallsmanna. Sagði Callaghán að hann hygö- ist gefa verkalýösfélögum tæki- færi til þess aö hefta verkfallsaö- gerðir vöruflutningabilstjóra sem leitt hafa til vaxandi vöruskorts á mörgum stööum i landinu. Formaöur íhaldsflokksins, Margaret Thatcher, fordæmdi þegar afstööu stjórnarinnar og kvaö hana bera vott um veiklyndi og ættu aðgerðir vöruflutninga- bilstjóranna enga samúö skilda. Studdu fjölmargir þingmenn mál Thatchers og greip um sig mikil reiði i þinginu. Þrátt fyrir tilmæli Callaghans kváöust vöruflutningabilstjórar I gær ekki ætla að slaka á verkföll- um sinum né heldur láta af verk- fallsvörslu gagnvart fyrirtækjum sem ekki koma þeim raunar beint við. Ofan á verkföll vöruflutninga- bilstjóranna fóru lestarstjórar I sólarhringsverkfall i gær, hiö annaö i þessari viku, og hlutust að sjálfsögöu af mikil vandræöi i fólksflutningum. gæfi stjórn Baktiars i landinu svigrúm til stjórnarfarsbóta I staö þess að snúast gegn henni svo sem Khomeiny hefur gert. Varla mun hann liklegri til að vilja taka keisarann i sátt. Gagn- orösending Khomeiny til Carters var raunar sú aö hann hætti að skipta sérafmálum Irans og ættu stórveldin ekkert meö aö skipta sér af innanrikismálum þar. 1 tran þurfti i gær aö flytja bandariska hermenn á brott i skyndi frá herstöö nálægt borg- inni Dezful þegar Iranskir stuöningsmenn Khomeiny gerðu sig liklega til aö ráöast inn I stöö- ina. Hefur bandariska sendiráðiö I íran beint þeim tilmælum til Bandarikjamanna i landinu aö halda sig innan dyra i dag á meö- an hinar miklu göngur veröa farnar og svo hafa raunar sendi- ráö margra annarra rikja gert. Tekjur Norð- manna af oHu meiri en áaefl- að hafði verið Oslo/Reuter — Oliumálaráö- herra Noregs, Bjartmar Gjerde, sagöi I gær aö tekjur Norömanna af oliu heföu á liönu ári veriö 1,4 billjónum norskra króna hærri en gert var ráö fyrir á fjárlögum. Alls námu tekjur Norö- manna af oliuvinnslunni um 15.9 billjónum norskra króna, en framleiðslan var 30,6 milijónir tonna en var á árinu 1977 um 15.9 milljónir tonna og tvöfaldaðist þvi hérumbil á árinu. nu. Harðir bardag- ar í Kambódlu — fylgismenn Pol Pots sækja til strandarinnar Grænlendingar fá heimastj óm Atkvæðagreiðslan á Grænlandi um heima- stjórnarfrumvarpið fór eins og við var búist: frumvarpið var sam- þykkt með miklum meirihluta. 70 af hundraði þeirra, sem atkvæði greiddu, féllust á heimstjórnartillög- urnar, 26 af hundraði voru á móti, en 3-4 af hundraði skiluðu auðu. Kosningaþátttakan var 63 af hundraði. Þykir það góð kjörsókn i Grænlandi. Sagt er, að margir Danir, sem kosningarétt eiga á Grænlandi (um 6000 manns) hafi setið heima, þar eð þeir vildu, að Grænlending- ar sjálfir réðu framtið landsins. Næsta skrefiö veröa svo kosn- ingar til landsþings i Grænlandi. Kjörinn veröur 21 fulltrúi. Þing- kosningarnar veröa i april. Þingiö kýs svo þingforseta og 2- 4 varaforseta. Mynda þeir hina eiginlegu heimastjórn, en geta auk þess kallaö sér til aöstoöar ráögjafa (eins konar ráöherra). Þótt Grænlendingar fái heimastjórn, sem um margt svipar til heimastjórnar Færey- inga, þá er langt frá þvi, aö þeir fari meö öll mikilvægustu mál- in, sem ráöa þarf fram úr. Þeir fá alger yfirráö yfir sveitar- stjórnarmálum, skólamálum, útvarps- og sjónvarpsstarfsemi, kirkjumálum og lánamálum at- vinnulifsins, ibúöabygginga, og svo tryggingakerfiö. Friö- unarmál heyra lika undir heimastjórnina. Grænlands- verslunin er eitt af erfiöustu vandamálunum, sem þeir veröa aö eiga viö á næstu árum. Hin konunglega grænlenska verslun er sá aöili, sem fæst viö lang- flest mál á Grænlandi. Auk hinnar eiginlegu verslunar sér hún um allan útflutning frá landinu, samgöngumál, og er óbeint aöili aö nær öllu atvinnu- lifi I landinu. Þetta mikla fyrirtæki veröur nú endurskipu- lagt aö einhverju leyti, en gert er ráö fyrir, aö þaö taki langan tima, og yfirstjórn þess veröur áfram I Kaupmannahöfn, a.m.k. þar til ákveöiö hefur ver- iö hvernig verslun, samgöngur og vinnslu sjávarafla veröur háttaö I framtiöinni. Þau mál, sem áfram veröa sameiginleg, eru utanrikis- og varnarmál, dómsmál, yfir- stjórn atvinnu- og efna- hagsmála, og húsnæöismála, samgöngumála og heilbrigöis- og umhverfismála. Grænlenska tæknistofnunin, sem annast hefur allar opinber- ar framkvæmdir á Grænlandi, veröur áfram viö lýöi, og veröur henni stjórnaö frá Kaupmanna- höfn, eins og veriö hefur. Mörg mál enn óleyst og þá fyrst og fremst þau er snerta nýtíngu náttúru- auðlinda I sameiginlegri nefnd Grænlendinga og Dana veröa ágreiningsmál útkljáö, og hafa grænlensku fulltrúarnir þar neitunarvald. Þau mál, sem þar veröa eink- um aö ágreiningsefni, eru eink- um og sér i lagi þau er snerta náttúruauöævi á og viö Grænland. Málmvinnsla eykst jafnt og þétt og olíu er leitaö á hafsbotni á svæöinu milli Grænlands og Noröur-Ameriku. Bendir flest til, aö ekki sé um mikla oliu þarna aö ræöa, en þó á eftir aö koma i ljós hvort olia er noröar. tJraniumvinnsla get- ur oröiö aröbær á Grænlandi, sömuleiöis kolavinnsla og molybdenvinnsla. Fleiri jarö- efni eru á Grænlandi, og er reiknaö meö talsveröum námu- greftri þar á næstu áratugum. í samningunum viö dönsku stjórnina settu Grænlendingar fram þá ófrávikjanlegu kröfu, aö þeir væru einir eigendur allra náttúruauöæva á og viö Grænland. Danska stjórnin hafnaöi þessum kröfum, en i samningunum stendur nú, aö „Grænlendingar eigi grund- vallarrétt” á náttúruauöævun- um á Grænlandi. Getur þaö orö- iö túlkunaratriöi hvort viö er átt, aö þeir eigi einir þennan rétt, eöa hvort réttur þeirra er einfaldlega meiri en annarra, og þá auövitaö fyrst og fremst Dana. Núna greiöa Danir árlega um einn miljarö danskra króna til Grænlendinga. Veröur þaö framlag ekki fellt niöur aö sinni. Ein merkilegasta réttarbótin, sem Grænlendingar fá er sú, aö tunga þeirra veröur nú opinbert mál i landinu, og kennt frá byrj- unf skólum. Hin menningarlega vakning, sem yfir Grænland gengur, hlýtur aö eflast vegna þeirra nýju skilyröa, sem tung- unni eru búin. Veröur þess raunar vart á mörgum sviöum, aö þótt ýmsir Grænlendingar telji hin nýju heimastjórnarlög gölluö, þá eru þau samt ómetan- legur áfangi á leiö til fulls og óskoraös sjálfstæöis. Fjörugt menningarlif Grænlendinga er gleggsta vitni þess. Grænlendingar eru næstu nágrannar okkar, og saga islenskrar tungu og menningar tengistþeirra sögu I fimm aldir. Búseta islenskra manna á Grænlandi hlaut illan endi. Búskaparhættir og menning þeirra dugöi ekki I harönandi veöurfari. Inúit bjuggu einir i landinu eftir aö islenski stofninn hvarf af sjónarsviöinu. Þaö er þó óhugsandi annaö en nokkur blöndun Inúit og Islendinga hafi átt sér staö. Einhver hluti hins Islenska kyns lifir áfram i Grænlendingum nútimans. tsland og Grænland liggja aö sömu höfum, fiskistofnar þeirra tengjast og um sumt eru löndin lik. Vegna nágrennis og margs konar sameiginlegra hagsmuna ber aö efla samskipti þjóöanna á sem allra flestum sviöum. Islendingar ættu aö sjá sóma sinn I þvi aö veita Grænlending- um þaö fulltingi sem þeir mega á alþjóölegum vettvangi, og innan Noröurlandasamstarfs- ins. Sakir stjórnmálalegra og menningarlegra tengsla eru Grænlendingar hluti af Noröurlöndunum, og óskandi væri aö þeir gætu gerst aöilar aö norrænu samstarfi af heilum huga og góöum vilja. Um þessar mundir eru liönir þrir aldar- fjóröungar siöan lslendingar fengu heimastjórn, sem um margt svipar til þeirrar sem Grænlendingar fá hinn 1. mai n.k. Um þá skipan var mikiö deilt á íslandi á sinni tiö, en hún var samt aö allra dómi afdrifa- rikt skref I átt til fulls og óskor- aös sjálfstæöis. H.ól.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.