Tíminn - 19.01.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.01.1979, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 19. janúar 1979 r Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þóararinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir ki. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr. 2.500.00 á mánuöi. Blaöaprent Fjöregg Eitt mikilvægasta svið islenskra sjálfstæðismála er að tryggja það áfram að samgöngur milli íslands og umheimsins haldist i islenskum höndum. Jafnt söguleg reynsla sem augljós efnisleg rök hniga að þvi að samgöngutæki og aðstaða til almennra sam- skipta i islenskum höndum sé ein meginforsenda sjálfstæðis islensku þjóðarinnar. Þjóðin hefur sannarlega notið þess á umliðnum áratugum að íslendingar hafa átt myndarleg fyrir- tæki á þessu sviði. Og það er ekki ofsagt að islenski flotinn og islenskur flugrekstur séu fjöregg þjóðar- innar. Fyrir nokkru var flutt á Alþingi tillaga um svo kallaða rannsókn á nokkrum mikilvirkustu fyrir- tækjum i landinu á sviði samgöngumála. Tilefni tillögu þessarar virðist óljóst, en tilgangurinn eink- um sá að vekja tortryggni og úlfúð. Vilhjálmur Hjálmarsson gerði grein fyrir þessari tillögu ólafs Grimssonar þingmanns i grein i Tim- anum fyrir nokkru. Um málflutning Ólafs segir Vil- hjálmur m.a.: „í nálega hverri spurningu felst hins vegar litt rökstudd fullyrðing eða aðdróttun um miður heppi- legar athafnir... Og i framsöguræðu er auk þessa látið að þvi liggja á lævisan máta að stjórnendur Eimskips og Flugleiða hafi ekki hreint mjöl i pokahorninu”. Siðar i grein sinni vekur Vilhjálmur Hjálmarsson athygli á þvi að þessi fyrirtæki eru nú þegar undir miklu opinberu eftirliti. Hann seir m.a.: „í hvert sinn sem fyrirtæki þurfa á lánafyrir- greiðslu að halda hjá bönkum og opinberum sjóðum, og það er vissulega oft, þá kanna hagdeildir lána- stofnana stöðu þeirra og krefjast margvislegra upplýsinga. Stjórnir rikisbankanna eru þingkjörnar og þannig hefur Alþingi einmitt möguleika til áhrifa á þessu sviði. Við höfum lög um verðlagningu á vöru og þjón- ustu, lög um varnir gegn einokun og óréttmætum viðskiptaháttum. Þá má enn geta þess varðandi þau fyrirtæki sem hér um ræðir sérstaklega, Eimskip og Flugleiðir, að rikið á hlut i þessum félögum báðum. Rikisstjórnin tilnefnir menn i stjórn hjá báðum og einnig endur- skoðendur”. Vilhjálmur Hjálmarsson minnir einnig á það að: „Við þurfum á að halda stórrekstri i flugi. Hann verður ekki til án hlutdeildar i heimsviðskiptum. Þar gildir lögmál harðrar samkeppni. Fásinna væri að ætla að þar henti leiðsögn þingnefnda.” Það er þjóðarlöstur hér að varpa skugga á ná- granna sinn og sjá svik i hverju horni. Þó verður það að teljast seinheppni með afbrigðum þegar þingmenn gleyma þvi i ákafa sinum, eins og ólafur Grimsson, að þessi samgöngufyrirtæki eru þegar undir miklu og virku opinberu eftirliti. Hitt skulu menn ekki halda að útlendir aðilar, þar á meðal voldugir og rángjarnir keppinautar, fylgist ekki með þegar unnið er að þvi að vekja tortryggni og úlfúð i garð þessara fyrirtækja á opinberum vett- vangi hér á landi. Og þessir aðilar kunna fullvel að koma boðum til áhrifaafla erlendis þar sem íslend- ingar þurfa að semja um aðstöðu og heimildir. í þessum efnum verða menn að sjást fyrir i mál- flutningi og kunna sér hóf. En slikt gerir Ólafur Grimsson ef til vill aldrei. JS Erlent yfirlit Gera hershöf ðingjar byltingu í íran? Risaveldunum geðjast ekki að Khomeiny Keisari á vart afturkvæmt til lrans. MIKIL óvissa rikir nú i Iran um framtitiina. Keisarinn er farinn úr landi og hefur sér- stakt rilcisráö tekiö viö form- legum störfum hans, en þaö hefur annars litil völd. Vafa- samt er, aö keisarinn eigi afturkvæmt til Irans, a.m.k. ekki i náinni framtiö. Baktiar forsætisráöherra mun nú reyna aö styrkja stjórn sina og meöal annars leita samstarfs viö fyrri flokk sinn, Þjóölegu fylkinguna, en hann var rek- inn úr honum, þegar hann féUst á tilmæli keisarans um aö taka aö sér stjórnar- myndun. Viöhorf flokksins til Baktiar gæti breytzt vegna brottfarar keisarans. Flokkur þessi hefur veriö helzti stjórnarandstööuflokkurinn i íran, en hann er talinn frekar veikur og borgaralega sinnaö- ur, oghefurekki náö verulegu fjöldafylgi. Þaö er þvi vafa- samt, aö þaö yröi Baktiar mikill styrkur aö ná samvinnu viö hann, en þó mun þaö helzta llfsvon stjórnar hans, aö þaö takist. Þaö er ekki ólikleg spá, aö stjórn Baktiar veröi skammlif og munu þá sennilega tvö öfl, sem sterkust eru i landinu, takast á um völdin. Annars vegar er þaö hreyfing Mú- hameöstrúarmanna undir for- ustu Ayatollahs Khomeiny og hins vegar er þaö herinn eöa sennilega réttara sagt hers- höföingjarnir. Þriöja afliö gæti einnig komiö til sögu, en þaö væri róttæk vinstri hreyf- ing. Slikum flokkum eöa sam- tökum hefur ekki veriö leyft aö starfa I Iran og er þvi ekki gott aö meta þann styrk, sem slik hreyfing gæti fengiö, ef hún kæmi fram í dagsljósiö. Hingaö til hafa vinstri öflin haft samftot viö trúarhreyf- ingu Khomeiny, þvi aö þau hafa taliö þaö fyrsta tak- markiö aö koma keisaranum frá i trausti þess, aö þá skap- aöist upplausn, sem reyndist henni góöur jarövegur. ÞÓTT ekkertveröi fullyrt um framtiöina, bendir margt til þess, aö Khomeiny geti oröiö hlutskarpastur, a.m.k. I fyrstu umferö. Vegna útlegöar hans og baráttu er yfir honum helgiljómi og hann getur nánast talizt eins konar þjóöardýrlingur um þessar mundir. Hann er nú væntan- legur til Irans innan tiöar og búa fylgismenn hans sig undir þaö aö taka á móti honum meö hátiölegum hætti, sem hinum raunverulega sigurvegara I deilunni viö keisarann. Margt bendir til, aö Khomeiny veröi svo veglega tekiö, aö erfitt reynist aö sporna gegn valda- töku hans. Ef Khomeiny ogfylgismenn hans taka völdin, getur oröiö mikil breyting á stjórnarhátt- um. Reynt veröur aö fylgja siöareglum Múhameðstrúar- manna til hins ýtrasta. Rétt- indi kvenna yröu þrengd aö nýju og sennilega sett áfengis- bann, svo aöeins tvennt sé nefnt. 1 stórum dráttum yröi horfiðaftur sem mest til fyrri tlma. Stjórnarfariö yröi þvi I- haldssamt og strangt. Afstaða Irans til alþjóöamála myndi taka verulegum breytingum. Khomeiny hefur þó slöustu dagana ekki veriö eins ósátt- fús I afstööu sinni til Banda- ríkjanna og hann var i fyrstu. Hann segir, að stjórn sín myndi halda áfram viöskipt- um viö Bandarlkin, en þó að- eins innan þess ramma, að Bandarikjamenn hætti allri ihlutun um innanlandsmál i Iran. Sllkt yröi hvorki þolað þeim né öörum. Oliusölu til Israels og Suöur-Afríku yröi hætt. Dregiö yröi verulega úr ráögeröum vígbúnaöi og hætt ýmsum kaupum á her- gögnum, sem keisarastjórnin var búin aö semja um. Þetta gæti oröiö verulegt áfall fyrir vopnaframleiöendur I Banda- rlkjunum og Vestur-Evrópu, , og má þvl telja vist, aö þeir reyni aö nota sér hergagna- maricaöinn, sem er aö opnast I Kina, sem allra mest. Kín- verjar hafa þegar samiö um mikil vopnakaup I Bretlandi • og Frakklandi, en viröast þó vilja miklu meira. HERSHÖFÐINGJ ARNIR munu ekki lita valdatöku Khomeinys hýru auga, enda yröi þaö sennilega eitt af fyrstu verkum hans ab draga úr völdum þeirra. Khomeiny myndi sennilega bæöi fækka I hernum og draga úr vigbúnaði hans. Aö sjálfsögöu geöjast hershöfðingjunum ekki aö slikum fyrirætlunum. Þaö er þvi ekki útilokaö, aö þeir telji skynsamlegt frá sínu sjónar- miöi að veröa fyrri til en Khomeiny og hrifsa völdin meö byltingu og stjórna slðan meö haröri hendi. Mikiö má llka vera, ef sum vestræn riki teldu þetta ekki beztu lausn- ina, eins og komið er. En hvort sem þaö verða Khomeiny eða hershöfö- ingiarnir, sem taka völdin, má búast viö aö vinstri öflin fari aö láta taka meira til sin. Þaö yröi vatn á myllu þeirra, ef stjórnin, sem tekur viö, verður afturhaldssamari en stjórn keisarans var, en til þess eru verulegar likur, hvort heldur sem þaö veröa hershöfö- ingjarnir eöa Khomeiny, sem taka völdin. Það er ekki ósennilegur spádómur, aö fall keisarastjórnarinnar veröi til þess aö gefa róttækri vinstri hreyfingu byr í seglin. Næsta llklegt er, aö Rússar llta slika hreyfingu meö vilvilja, þvi aö þeir munu ekki telja æskilegt aö hreyfing, sem fylkir saman MúhameÖ6trúar.mönnum, veröi allsráöandi i Iran. Slik hreyfing gæti hæglega teygt armasinainn ISovétrikin, en I Asiulýðveldum þeirra er margt Múhameöstrúar- manna. Ef til vill er þaö ekki ólikleg tilgáta, aö bæöi Sovét- rikin og Bandarikjamenn myndu heldur kjósa hershöfö- ingjastjórn i íran en stjórn Khomeinys, ef þær mættu velja. Þ.Þ. Myndum af Khomeiny fjölgar stööugt f kröfugöngum I tran.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.