Tíminn - 19.01.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.01.1979, Blaðsíða 9
Föstudagur 19. janúar 1979 9 Grænland í miðalda- ritum — Ný bók Sögufélaginu Nýkomin erút hjá Sögufélaginu bókin Grænland I miöaldaritum, sem Ólafur Hallddrsson handrita- fræöingur hefúr séð um útgáfu á. 1 stuttu máli má segja, aö þaö sem ritið hafi að geyma séu Grænlandsannálar, sem eignaðir hafa verið Birni á Skarðsá, og eru hér i fyrsta skipti gefnir út i heild eftir öllum varðveittum handrit- um. Auk þess eru i ritinu kaflar ú Islendingabók, Landnámu, Flat- eyjarbók, Hákonar sögu, annál- um og fornbréfum, einnig Græn- lendinga saga, Grænlendinga þáttur og Grænlandskafli úr Konungs-skuggsjá, — allt borið saman við handrit, en prentað með nútimastafsetningu. Ritinu fylgir ýtarleg og vönduð visinda- leg greinargerð útgefanda um gerð og uppruna allra helstu heimilda að sögu Grænlendinga hinna fornu. Þessu mikla efni hafa ekki verið gerð skil með slik- um hætti áður þar sem miöað er viö fyllstu nútimakröfur i hand- ritaútgáfu. A myndinni eru, taliö frá vinstri: Einar Laxness, forseti Sögufélags- ins, dr. Björn Þorsteinsson og ólafur Haiidorsson handritafræöingur. Ólafur heldur á nýju bdkinni, sem hér er veriö aö kynna. Timamynd GE. 1 umsögn dr. Jakobs Benedikts- sonar um ritið stendur m.a. þetta: „1 bók Ólafs Halldórssonar, Grænlandi i miðaldaritum, er saman komiö það helzta, sem um Grænland er að finna i islenzkum og norskum heimildum allt fram á öndverða 17 öld. Nýstárlegast er þar ný og fullkomin undir- stöðuútgáfa á svo nefndum Græn lands annálum, en það rit hefur ekki áöur verið gefiö út i heilu lagi. Ritiö hefur hingað til verið eignað Birni á Skarðsá, en Ólafur sýnir fram á, að upphaflegur höfundur muni vera Jón læröi Guðmundsson, enda þótt Björn á Skarðsáhefi gert á ritinu nokkrar minni háttar breytingar. Veru- legur hluti ritsins er runninn frá Hauksbók, m.a. Eiriks saga rauða, en sitthvað er þar, sem tekið er eftir glötuðum heimild- um, svo og munnlegum sögum.” Og siðar segir: ,,En fleira kemur við sögu, sem gerir þessa bók forvitniiega. Röskur fjórðungur hennar er ýtarleg rannsókn á Grænlendinga sögu og Eiriks sögu rauða, aldri þeirra og samsetningu, en þar kemst höfundur að mörgum ný- stárlegum niðurstööum. Mark- verðust er sú, að Eiriks saga rauða hefi verið samin jafn- snemma Grænlendinga sögu, i upphafi 13,aldar, og sögurnar séu hvor annarri óháðar, enda samd- ar hvor i slnum landshluta. Báðar sögurnar telur Ólafur hafi stuðzt við .munnlegar heimildir að veru- legu leyti, og með samanburði á textunum er dreginn fram sá kjarni sem ætla má, aö munn- mælunum hafi verið sameiginleg- ur. Þessi niöurstaða kollvarpar þeim kenningum, sem hingað til verið uppi um samband Eiriks sögu við Eyrbyggju og Land- námu, en samkvæmt kenningu Ólafs hafa bæði þessi rit þegiö efni frá Eiriks sögu. Margt annað nýtt kemur fram i rannsókn Ólafs, svo sem tima- setning Vinlandsferðanna, sem hann telur, aðekki hafi orðiö fyrr en upp úr 1020. En allar niður- stöður hans eru studdar gildum rökum, sem erfitt mun reynast að visa á bug.” Grænland I miðaldaritum er stór bók, 453 blaðsiður að stærö, prýdd fjölmörgum myndum og kortum, prentuð I Isafoldarprent- smiðju. r 19 menn hafa gegnt embætti forsætisráðherra ESE — Siðan ísland fékk heimastjórn árið 1904 hafa 19 menn gegnt embætti forsætis ráðherra. Sá sem lengst hefur gegnt þessu embætti er Hermann Jónsson sem var forsætisráð- herra i rúmlega 10 ár samtals, en skammt á eftir kemur Ólaf- ur Thors sem var forsætisráð- herra 6 sinnum á ferli sinum, en samtals var hann forsætisráðherra i tæplega 10 ár. Reyndar munar aöeins nokkrum mánuðum á þeim Hermanni og Ólafi. Ráðuneyti Ólafs Jóhannes- sonar, sem nú situr við völd, er það 24. i rööinni frá upphafi, en þar áður höfðu setið 6 ráð- herrar fram til ársins 1917 er ráðherrum var fjölgað i þrjá. Fundargerðir ríkisstjórnarinnar ESE — A blaöamannafundi- num sem forráðamenn for- sætisráðuneytisins boðuðu til i tilefni af tilefni 75 ára afmæli Stjórnarráðsins kom m.a. fram, þótt einkennilegt megi virðast, að ekki eru liðin nema 15 ár síöan byrjað var aö skrá fundargerðir rikisstjórn- arinnar með reglubundnum Viiætti. Fram að þeim tima var eng- in samfelld skráning fundar- gerða, en þó munu fundar- gerðir hafa verið skráðar af og til. Árið 1970 var siðan lögbund- ið að fundargerðir rikisstjórn- arinnar skyldu skráðar og skipar forsætisráðherra starfsmann forsætisráöu- neytisins ritara ráöherra- funda. Með fundargerðir rikis- stjórnarinnar er farið sem trúnaðarmál og er það ekki nema I algjörum undan- tekningartilvikum aö birtar eru bókanir þær sem gerðar eru á ráðherrafundum. I . . . the first stop on the road to excellence Vinsælu nótnabækurnar frá ALMO eru komnar, þar á meðal: KISS Donna Summer, Leo Sayer, Joan Armatrading, Silver Convention, John Travolta, Quincy Jones, Bob Marley, Nazareth, The Beach Boys, ABBA o.fl. o.fl. Vinsamlega sendið mér litmyndalistann frá ALMO Nafn: Sími: Heimili: Póstnúmer: Sendisttil: PLÖTUPORTIÐ Laugaveg 17, 121 Rvk. Pósthólf 1143 BIBLIUDAGUR 1979 sunnudagur H.febrúar Sólaóir HJÓLBARÐAR TIL SÖLU FLESTAR STÆRÐIR A FÓLKSBILA.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.