Tíminn - 19.01.1979, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.01.1979, Blaðsíða 15
Föstudagur 19. janúar 1979 15 Eyrún Runólfsdóttir Eyriln var fædd I Bakkakoti á Seltjarnarnesi, dóttir hjónanna Sigurbjargar Eiriksdóttur og Runólfs Guðmundssonar. Hún var yngst barna þeirra. Eldri voru bræöurnir Siguröur og Guö- mundur. Foreldrar hennar slitu samvistum. Ars gömul var hún tekin i' fóstur aö Cskoti, Mosfellssveit. Þá bjó þar ekkjan Þóra Pálsdóttir ásamt syni sinum Eiriki Einarssyni. Þóra var kona óvenjubarngóð og rikti ástúð milli mæöginanna og Eyrúnar. VistmáteljaaöÞóraog Eirikur hafi reynst Eyrúnu sem bestu foreldrar. Tiu ára aö aldri fór Eyrún til Reykjavfkur og hóf skólagöngu. Flutti hún til móður sinnar, sem bjó i Reykjavik. Tengslin við heimiliö I Óskoti rofnuöu ekki þó til Reykjavlkur kæmi og minntist hún veru sinnar i Óskoti mt ö viröingu og þakklæti asvilangt. Arið 1931 ^iftist Eyrún Erlendi Þóröarsyni, íjómanni. Duglegum sómamanni. ^au eignuöust fjög- ur efnileg bö.n. Þau eru: Haf- steinn, vélvirki giftur Erlu Krist- jánsdóttur tækniteiknara, Ragn- heiöur gift Birni Haraldssyni, tæknifræöingi, Þóra Sigurbjörg gift Gunnari Jónssyni, múrara, Þórey gift Guöbirni Geirssyni, bónda. Auk þess ólu þau upp dótt- urdóttur sina Erlen óladóttur. Barnabörnin eru orðin mörg og barnabarnabörnin eru fjögur. Eyrún unni fjölskykiu sinni mikiö. Heimiliö var vettvangur daglegra starfa. Þar var gott aö koma og dvelja. Hjónin voru samhent að gera heimiliö aölaö- andi, sem einkenndist af gestrisni og myndarskap. Kynni Eyrúnar og móöur minnar hófust þegar þær voru á unglingsaldri. Tengdust þær strax sterkum vináttuböndum, sem aldrei bar skugga á. Langt var á milli heimila þeirra, en samt voru samskipti mikil og góö vinátta tókst á milli okkar barnanna. Ljúfar eru minningarnar frá bernskudögum þegar Eyrún ogErlendur og börn þeirra komu f heimsókn til okkar. Þaövoru dagarsem viö hlökkuö- um til og lengi var minnst. Ég, foreldrar minir og systkini sendum Erlendi, börnum þeirra hjóna og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveöjur. Kristin Eggertsdóttir Þú gjöröir löngum bjart á vegum vorum. Þú varst i kvennahópnum prýöi sönn. Sem liljur greri hiö góöa I þlnum sporum Af göfgi, tign og þýöri kærleiks önn. Þó mörg sé tárin moldum þinum yfir, þó mikiö skarö oss dauöinn hafi gjört, þaö mildar harm, aö mynd i hugum lifir, að minning er svo hrein og sólarbjört. Steingrimur Thorsteinsson Kveðja Fimmtudaginn 2. janúar 1979 lést i Landspitalanum Eyrún Runólfsdóttir Langholtsveg 29 eftir skamma sjúkrahúsvist. Viö munum ekki rekja æviferil hennar hér, en I þess staö langar okkur aö koma á framfæri þakkarkveöjufyrir allt það fagra og góða sem hún gaf okkur. Þaö er ómetanlegt bæöi fyrir unga og aldna aö eiga þess kost aö verða samferöamaöur sltkrar konu sem Eyrún var, alltaf haföi hún aflögu tima til að rétta öörum hjálpar- höndog rósemi hennar og stilling haföi djúp áhrif á aila sem henni kynntust og ekki sist á okkur barnabörnin, sem oftnutum þess að dvelja um stund hjá ömmu, þangaö sóttum viö fróöleik og nutum góövildar hennar I einu og öllu. Nú legg ég augun aftur, og Guö þinn náöarkraftur min veri vörn I nótt. Æ, virzt mig aö þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Blessuö veri minning hennar. Viö viljum biöja hann sem öllu ræður aö halda verndarhendi sinni yfir tengdapabba og afa og styöja hann og styrkja i hans þungbæra missi. Tengdabörnogbarnabörn. Nú er rétti tíminn til ad senda okkur hjólbaröa til sólningar Eigum fyrirlignjandi flestar stœrAir hjólharda, .sólaða og nýja Mjög gott verð F/jót og góð þjónusta POSTSENDUM UM LAND ALLT GUMMI VINNU STOFAN HF Skiphott 35 105 REYKJAVÍK sími 31055 >>>>>>>>>>>>> Hjólbarðasólun, hjólbarðasala og öll hjólbarða-þjónusta Ný ljóðabók eftir Gylfa Gröndal: Draumljóð um vetur Komin er út ný ljóöabók eftir Gylfa Gröndal, ritstjóra Sam- vinnunnar. Hún heitir Draumljóö um vetur. 1 bókinni eru fjörutiu ljóö, öll stutt. Hiö fyrsta er þannig: Leggðu hlustir viö landslagi á lygnum degi veturinn strýkur hrimboga um klakastrengi hélustef I morgunkuli. Þetta er niunda bók Gylfa Gröndal. Aöur hafa komiö frá hendi hans ævisögur, viötalsbæk- ur og ljóðabókin Náttfirörildi. Sl. haust sendi Gylfi frá sér sögulega skáldsögu, Vonarland, sem byggö er á ævi Jóns frá Vogum. Og I fyrra kom frá Gylfa bókin Þegar barn fæðist, minningar Helgu M. Nielsdóttur ljósmóöur. Sú bók fékk mjög góöar viötökur. Draumljóö um veturer 78 blaö- siöur, gefin út, sett og prentuö i Skákprenti, en káputeikningu geröi Kristin Þorkelsdóttir. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.