Tíminn - 26.01.1979, Qupperneq 6

Tíminn - 26.01.1979, Qupperneq 6
6 Föstudagur 26. janúar 1979 Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sibumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasöiu kr. 125.00. Askriftargjald kr. 2.500.00 á mánuöi. Blaöaprent Erlent yfirlit Eiga ógnarstjórnir að vera fríðhelgar? Hugvekja Joseph C. Harsch um Pol Pot og Amin Sj ónvarpsauglýsingar Þegar islenska sjónvarpið var stofnað á sinum tima var sú ákvörðun tekin, eftir nokkrar um- ræður og athugun málsins, að það skyldi flytja auglýsingar i dagskrá sinni. Að þvi er lýtur að fjármögnun sjónvarpsrekstrarins var þessi ákvörðun óhjákvæmileg, og á hinn bóginn má benda á að það er engan veginn óeðlilegt i sjálfu sér að þessi áhrifariki fjölmiðill miðli upplýsing- um um vörur og þjónustu til fólksins ásamt öðru efni. Forráðamenn þessara mála gerðu sér það hins vegar ekki siður ljóst að frjálsri auglýsingastarf- semi i rikisfjölmiðli af þessu tagi fylgja ýmsar hættur og óæskileg hliðarspor geta reynst mörg ef ekki er vel og kirfilega frá reglum búið frá upphafi. Af þessum ástæðum voru settar vissar reglur sem áttu að koma i veg fyrir öfugþróun i þessu efni i sjónvarpinu. Meðal ákvæða i þessum reglum voru hömlur á flutningi erlendra auglýsinga, þar sem texti væri á erlendum tungumálum. Enn fremur voru sett ákvæði sem hindra áttu að auglýsingum yrði beint að börnum á þann hátt að ætla mætti að börn yrðu gerð að agni auglýsinga. Á þeim árum sem liðið hafa siðan sjónvarpið hóf útsendingar hefur orðið mjög hröð þróun i auglýs- ingamálum hérlendis. Á sama tima hafa verslun- arsamskipti okkar við umheiminn aukist stórkost- lega, ekki sist vegna aðildar fslendinga að friverslunarsamtökunum. Þvi miður virðist rökstudd ástæða til að ætla að eitthvað verulega hafi slaknað á framkvæmd auglýsingareglnanna, að þvi er lýtur að erlendu auglýsingaefni. Hér er ekki aðeins um sjálfsagt málfarslegt og þjóðernislegt mál að ræða. Með þvi að opna gáttir sjónvarpsins fyrir erlendum auglýsingum er verið að bæta mjög aðstöðu þeirra sem flytja inn vörur frá útlöndum, á kostnað hinna sem standa fyrir innlendri framleiðslu og verða að kosta alla gerð og vinnslu auglýsinga sinna hér. Á þvi getur ekki leikið vafi að innlend fram- leiðsla stendur mjög höllum fæti verði það látið viðgangast að erlendar auglýsingar flæði hér hömlulitið inn, meðan fullur og ómældur kostnaður af kynningarstarfseminni fellur á innlenda framleiðendur. Hitt atriðið, það sem að börnunum lýtur, er ekki siður alvarlegt. Það liggur fyrir að auglýsingar virðast mjög vinsælt efni meðal barna og þau mjög óvarin fyrir áhrifum þeirra. Af þessum sökum munu upphaflegar reglur hafa gert ráð fyrir þvi að komið yrði i veg fyrir að fluttar yrðu i sjónvarpinu auglýsingar sem miðuðust við hæfi barna á þann hátt að þau væru gerð beinn viðtakandi þeirra. FUll ástæða virðist til að álita að auglýsendur hafi gengið á þetta lagið á siðustu árum. Slik þróun er mjög varhugaverð, og gefur tilefni til þess að hvetja forráðamenn þessa áhrifamikla fjölmiðils til að spyrna við fótum. JS ÞÓTT þaB heyri til hreinustu undantekninga, aö fariö sé sæmilegum orBum um ógnar- stjórn Pol Pots I Kambódíu, hafa langflestir þeirra, sem hafa rætt um sIBustu atburöi þar, fordæmt ihlutun og innrás Víetnama. Þó eru til undan- tekningar frá þessari reglu og er I þeim hópi einn þekktasti fréttaskýrandi Bandarikj- anna, Joseph C. Harsch, en hann ritar aö staöaldri um al- þjóöamál i Christian Science Monitor og er raunar helzti fréttaskýrandi þess merka blaös á vettvangi al- þjóöamála. Sama daginn og blaöið birti forustugrein, þar sem stjórn Pol Pots var aö visu harölega fordæmd, en innrás Vietnama jafnframt mótmælt, birtist i þvi grein eftir Joseph C. Harsch, þar sem kvað viö talsvert annan tón. 1 grein hans var komist aö þeirri niöurstööu, aö væri rikj- andi raunveruleg mannrétt- indastefna i heiminum og stórveldin gerðu sér far um aö halda vörö um hana, heföu Bandarikin, Kina og Sovétrik- in átt aö þakka Vietnömum fyrir aö hafa steypt ógnar- stjórninni i Kambódiu af stóli. STAÐREYNDIN er sú, segir Harsch i upphafi greinar sinn- ar, aö rikisstjórn sú, sem hef- ur fariö meö völd I Kambódiu siöustu fjögur árin, hefur keppt um það viö stjórn Amins i • Uganda að vera versta stjórnin I heiminum. Svo mikil ógnarstjórn hefur rikt i þess- um löndum, aö fólk utan þeirra á erfitt meö aö gera sér i hugarlund, hversu hræöileg og viöurstyggileg hún hefur verið. I siömenntuöum heimi heföu stórveldin sameinazt um aö frelsa þjóöir, sem byggju við þær hörmungar, sem leiddu af stjórnarháttum slíkra valdhafa. Þeim heföi ekki veriö eirt stundinni leng- ur eftir aö næg staöfesting var fengin á ógnum þeirra. Þá heföu Bandarikin, Kina og Sovétrikin fagnaö þvi sam- eiginlega, þegar ógnarstjórn- inni I Kambódiu var hrundið. Valdhöfunum i Peking og Washington kemur hins vegar ekki neitt slikttilhugar, þvi að þannig vill til, aö rikiö, sem steypti ógnarstjórninni I Kambódiu, er i bandalagi viö Sovétrikin, sem eiga i deilum viö Kina, sem Bandarikin hafa nýiega „viöurkennt”. Þess vegna keppast Bandarikja- stjórn og Kinastjórn viö aö Idi Amin Þaö er lika vert aö hafa i minni, aö Kambódia hóf landamæraskærur viö Viet- nama og sendi herliö inn I Vfetnam alllöngu áöur en Vietnamar réöust inn I Kambódiu og steyptu stjórn- inni þar. Eins og valdataflinu er nú háttaö, viröist Bandarikja- stjórn álita þaö nauösynlegt aö áfellast Vietnam fyrir innrásina i Kambódiu, til þess aö vera i samfloti við Klnverja og geta haft áhrif á, aö þeir gri'pi ekki til hefndaraögeröa, sem Rússarteldu sig ekki geta látiöafskiptalausar, og þannig væri friöurinn kominn i hættu . Allt þetta leiöir til þess, aö deilan milli Vietnam og Kambódiu er dæmd eftir allt ööru en hún raunverulega er. Þ.Þ. Pol Pot fordæma Vietnam fyrir aö hafa losaö Kambódiumenn undan ógnarst jórninni. Fulltrúar þeirra munu lýsa yfir á vettvangi Sameinuðu þjóöanna aö þessi riki fordæmi allar innrásir og ihlutun um málefni annarra rikja. Ef mannréttindi væru hins vegar virt, bæri Samein- uöu þjóöunum aö veita Vfet- nömum' viöurkenningu fyrir aö hrekja frá völdum hina viöurstyggilegu stjórn Kambódiu, hvaö sem liöi öll- um fyrri verkum þeirra. Þaö er staöreynd, aö i hin- um ósiðmenntaöa heimi okk- ar, eru verk dæmd eftir þvi, hver gerir þau en ekki eftir þvi, hver þau eru. Stjórnirnar i Washington og Peking for- dæma Vietnama fyrir aö hafa steypt stjórninni i Kambódiu sökum þess, aö Vietnamar eru bandamenn Sovétrikjanna. Stjórnirnar i Washington og Peking heföu litiö þennan verknað öörum augum, ef Vfetnamar heföu veriö I fylgi- lagi við aöra hvora þeirra og i andstööu við Sovétrikin. Undir þeim kringumstæðum heföu bæöi Kina og Bandarikin hælt Vi'etnömum fyrir aö hafa losað Kambódiumenn við kúgara þeirra. ÞVI má svo ekki gleyma, aö þaö er ekki eingöngu sök Vietnama, að þeir eru I bandalagi við Rússa. Stjórn Vietnam hefur að undanförnu leitað eftir samstarfi viö Bandaríkin. Ef þvi heföi veriö tekið sæmilega, bendir sitt- hvaö til, aö Vietnam heföi tek- iö samvinnu viö Bandarikin fram yfir samvinnu viö Sovét- rikin. Vietnam hefur aö einhverju leyti treyst tengslin viö Rússa sökum þess, aö þeir létu þeim i té vopn, þegar Vietnam átti I styrjöld viö Bandarikin. En Vietnamar áttu þá ekki arinan kost. Vfet- nam hefur mörgum sinnum öflugrariki fyrir nábúa, Kina. Smárlki, sem er I nábýli stór- veldis, verður annað hvort að gerast fylgiríki þess eöa leita sér stuönings annars staöar frá. Vletnam, sem vill vera óháö Kina, veröur annaö hvort aö leita stuönings Rússa eöa Bandarikjamanna. Vietnam hefur valiö Rússa.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.