Tíminn - 01.02.1979, Side 1

Tíminn - 01.02.1979, Side 1
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ■ Afgreiðsla og óskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Rafbílar enn ekki nógu hagi kvæmir í rekstri Niðurstöður könnunar um notkun rafbíla í stað venjulegra bíla í rekstri borgarinnar Kás — Á borgarráðs- fundi á þriðjudaginn var lögð fram merki- leg skýrsla um hugsn- lega notkun rafbfla i rekstri borgarinnar. Er hún samin i fram- haldi af tillögu sem samþykkt var i borgarstjóm Reykja- vikur6. april á siðasta ári, en i henni var borgarráði falið að láta kanna hvar unnt sé að koma við notkun rafbila i stað bensin- og disilbila í rkestri borgarinnar. Niðurstaöa skýrslunnar er sú, að ekki verði um villst að fjárhagsleg hagkvæmni fyrir rekstri rafbíla sé enn ekki til staðar. Það eru þeir ög- mundur Einarsson, forstööu- maður Vélamiðstöðvar, og Þorleifur Finnsson, tækni- fræðingur hjá Rafmagnsveit- unni, sem unnu skýrsluna. Helsti annmarki á rekstri rafbíla er hinn geysihái fram- leiðslikostnaður þeirra. Hins vegar er búist viö þvi að hann muni lækka verulega á næstu árum. Viö skoðun á orku- kostnaði kemur i ljós, að orku- kostnaöur rafbils er 50% af orkukostnaði bensinbils og er þá vegaskattur rafbils talinn með orkukostnaði. Það er þvi ljóst, aö jafnskjótt og stofh- kostnaður lækkar kemur notk- un rafbila vel til álita. ----Ráðherranefndin skilaði af sér f gærkvöldi:- Fulltrúar f lokkanna sammála um mðrg veigamikil atriði SS — Svo sem kunnugt er bar hinni svoköiluðu ráð- herranefnd/ sem að undanförnu hefur starfað ötui- lega að mótun langtímastefnu í efnahagsmálum, að skila af sér fyrir 1. febrúar. Blaðið hafði tal af Steingrími Hermannssyni ráð- herra, formanni nefndarinnar, i gærkvöldi og innti hann eftir störfum nefndarinnar: ,,Þessum tillögum okkar skilum við ekki í frum- varpsformi heldur sem „skýrslu um efnisatriði í frumvarpi og samþykktir um langtímaaðgerðir í efnahagsmálum", sem ríkisstjórnin vinnur væntan- lega úr frumvarpi og ýmisskonaraðraraðgerðir t.d. getur hún sett í gang ýmsar athuganir, sem ekki þarf lög til. ( þessari skýrslu okkar er að finna ail heillega kafla um ríkisfjármál, fjárfestingarmál og peninga- mál svo dæmi séu nefnd. Þarna eru þau atriði, sem fulltrúar f lokkanna urðu sammála um og svo athugasemdir þeirra við hvern kafla, þar sem fram koma viðbótartillögur, sem ein- stakir fulltrúar kunna að hafa. Fulltrúar f lokkanna urðu sammála um mörg veiga- mikil atriði. Hins vegar eru jafnframt í hinum með- fylgjandi athugasemdum einnig mjög mikilvægar til- lögur. Mín persónulega skoðun er sú, að upp úr þessu megi semja mikilvægt frumvarp um langtímaaðgerðir i ef nahagsmálum, sem hef ur það í fyrsta lagi að mark- miði að koma verðbólgunni niður f yrir 30 af hundraði í lok þessa árs og áframhaldandi hjöðnun á næsta ári, niður í þetta 15—20%, í öðru lagi að styrkja atvinnu- vegina og halda fullri atvinnu, í þriðja lagi að varð- veita þann kaupmátt launa, sem um hef ur verið samið og i f jórða lagi að auka félagslegt öryggi. Ég tel það mjög mikilvægt að við leggjum fram sameiginlega skýrslu." „ÖKUKONA ÁRSINS” ,,ökumaður ársins 1978 var ný- lega valinn og viö vonum að kvenþjóðin taki það ekki nærri sér þótt við stingum upp á að þessi hérna hljóti titilinn „öku- kona ársins” — (Tímamynd Róbert) Vopnað rán á Pósthúsinu í Sandgerði: Hótaði að drepa stöðvarstjórann — ef hann fengi ekki peningana ESE — Vopnað rán var framið á Póst- húsinu í Sandgerði laust fyrir klukkan 9 í gærmorgun og komst árásar- maðurinn sem var einn sins liðs undan með um 300 þúsund krónur í þúsund og fimm þúsund króna seðlum. Stöðvarstjóri Pósts og sima, sem er kona, var ein mætt i vinnu er ránið var framiö og komst árásarmaðurinn inn I húsið með þvi að banka að dyrum. Er stöðvar- stjórinn lauk upp dyr- unum, beindi maðurinn, sem var klæddur dökkri hettuúlpu, vasaljósi að andliti hennar, þannig að hún blindaðist og hafði maðurinn i hótunum um að hann myndi skjóta hana ef hún afhenti hon- um ekki peningana. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar i Keflavik sem stjórnar rannsókn máls- ins, otaði maðurinn ein- hverjum hörðum hlut I bak konunnar, sem eins heföi getað verið skot- vopn og þorði konan þvi ekki annaö en að láta pen- ingana af hendi. Maöurinn komst siðan út án þess að konan fengi færi á þvi að sjá andlit hans og eina lýsingin sem hún gat gcfiö lögreglunni var sú, að ránsmaöurinn hefði verið meðaimaöur að hæð, klæddur dökkri hettuúipu og með hanska. Viðtæk leit var gerð á Suðurnesjum að ráns- manninum i gær, en hún hafði, er blaðið hafði samband við rannsóknar- lögregluna I Keflavik f gærkvöidi, engan árangur borið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.