Tíminn - 01.02.1979, Page 7
Fimmtudagur 1. febrúar 1979
7
Bjöm Teitsson:
Einstæð tímamót
í framfarasókn
þjóðarinnar
Upphaf heimastjórn
ar fyrir 75 árum
Magnús Stephensen landshöfð-
ingi
Idag 1. febrúar 1979, eru liöin
75 ár siðan Islendingar hlutu
heimastjórn i eigin málum og
innlendan ráðherra. Aður höfðu
landsmenn öldum saman átt
undir högg að sækja til fram-
andi stjórnarherra i borginni
við Sundið. Flutningur æðsta
framkvæmdavaldsins inn i
landið þennan dag markaði ein-
stæð timamót i framfarasókn
þjóðarinnar.
Stjórnarskráin 1874
Aðdragandi heimastjórnar á
Islandi var langur, og reyndar
er erfitt að segja um, hvenær sá
aðdragandi hófst. Á þúsund ára
afmæh Islands byggðar 1874
hafðiveriðmikið um dýrðir. Þá
færði Kristján konungur niundi
landsmönnum stjórnarskrá eig-
in hendi. Þar með fékk Alþingi
löggjafarvald með konungi og
fjárforræði. Skipaður var i
fyrsta sinn sérstakur Islands-
málaráðherra, danskur maður,
sem sat í Kaupmannahöfn og
tók fullan þátt i störfum danska
rikisráðsins. Flestir Islendingar
undu þeirri skipan mála heldur
illa.
Endurskoðunarbarátt-
an
Næstu ártugi barðist Alþingi
fyrir endurskoðun stjórnar-
skrárinnar, og haldnir voru
margir Þingvallafundir um
málið. Arin 1885 og 1893 sam-
þykkti Alþingi stjórnarskrár-
frumvarp sem upphaflega var
komið frá Benedikt Sveinssyni,
sýslumanni, Jóni Sigurðssyni á
Gautlöndum og Jóni Ölafssyni
ritstjóra. Þar var gert ráð fyrir
að skipaður skyldi landstjóri,
sem sæti á Islandi og hefði
æðsta framkvæmdavald i sér-
málum Islands, bæri ábyrgö
fyrir konungi og veldi sér ráð-
gjafa, sem væru ábyrgir fýrir
Alþingi.
Jafnan synjaði konungur
þessu frumvarpi staðfestingar.
A þessu timabili voru hægri
menn við stjórn i Danmörku
lengst af undir forystu Estrups,
sem var mjög Ihaldssamur og
harðskeyttur gósseigandi. Is-
landsmálin voru höfð sem auka-
geta danska dómsmálaráðherr-
ans. Kyrrstaðan i dönskum
stjórnmálum gerði að verkum,
að engu fékkst um þokað i' bar-
áttunni fyrir endurskoðun
stjórnarskrárinnar.
Valtýskan
Um miðjan siðasta áratug 19.
aldar kom fram á sjónarsviðiö
höfðingjadjarfur og stórhuga
maður, þar sem var dr. Valtýr
Guðmundsson, prófessor. Hann
hafði mikinn áhuga bæði á
framförum i samgöngu- og at-
vinnumálum og á stjórnar-
skrármálinu. Arið 1897 bar hann
fram á Alþingifrumvarp, um aö
skipaður yrði sérstakur ráðgjafi
fýrir Island, búsettur i Kaup-
mannahöfn, sem ætti sæti á Al-
þingiogbæri pólitiska og stjórn-
lagalega ábyrgð fyrir þvi. Þetta
frumvarp var ávöxtur af bak-
tjaldamakki Valtýs við danska
stjórnmálaforingja, en m.a.
haföi hann komið sér i sérstak-
an kunningsskap viö þáverandi
Islandsráðherra. Var ætlunin,
að Valtýr sjálfur fengi
ráðherraembættið ef frum-
varpið næði fram að ganga.
lágúst árið 1901 var stjórnar-
skrárfrumvarp Valtýs að lokum
samþykkt á Alþingi með naum-
um atkvæðamun. Hafði þvi
verið breytt dálitiö frá fyrstu
gerð. En nokkrum dögum áður
hafði borist merkileg fregn frá
Danmörku: danska hægri
stjórnin var fallin og vinstri
stjórn tekin við. Allir islenskir
stjórnmálamenn töldu, aö hin
nýja stjórn yrði hlynntari
stjórnarskrárbreytingu sem
gengi til móts viö kröfur Is-
lendinga, enhægristjórninhefði
verið.
Heimastjórnarflokkur-
inn
Andstæðingar Valtýs um
aldamótin voru oftast nefndir
Heimastjórnarmenn þvi að þeir
vildu að ráðherra Islandsmála
sæti ekki úti i Kaupmannahöfn,
heldur heima á Islandi. A Al-
þingi 1901 voru Heimastjórnar-
menn i minnihluta. Þó tókst
þeim I þinglokin, þegar frétst
hafði af stjórnarskiptunum I
Danmörkuað fá efri deild til að
samþykkja ávarp til konungs,
þar sem sagði, aö sú skoðun
væri ríkjandi á íslandi að
stjórnskipan Islands yrði þá
fýrst komin i heppilegt horf
,,þegar æðsta stjórn landsins i
hinum sérstaklegu málefnum
þess er búsett hér á landi”.
Framsögumaður Heima-
stjórnarmanna i stjórnarskrár-
málinu á þingi 1901 hafði verið
Hannes Hafstein sem var ný-
orðinn þingmaöur. Hann var nú
sendur á vegum flokksins til
Kaupmannahafnar með ávarp
efri deildar. Jafnframt var ný-
samþykkt frumvarp Valtýinga
einnig lagt fyrir nýju dönsku
stjórnina.
Snemma árs 1902 birti danska
vinstri stjórnin boöskap sem
mjög mikla athvgli vakti á Is-
landi. 1 þessum boðskap sagöi
að skipaður skyldi sérstakur Is-
landsráðgjafi, eins og Alþingi
hefði beðið um með stjórnar-
skrárfrumvarpinu, en hins veg-
ar þætti nú rétt að láta Alþingi
velja um það, hvort ráðherrann
skyldi sitja í Kaupmannahöfn
eða stjórnarráð Islands flytjast
til Reykjavikur.
1 kosningum i júni 1902 unnu
Heimastjórnarmenn öruggan
sigur.
Nýja stjórnarskráin
1903
1 nýja stjórnarfrumvarpinu
sem lagt var fyrir aukaþingið
1902, var gert ráð fyrir að
ráðgjafinn fýrir Island yrði að
tala og rita islenska tungu og
hafaaðseturi Reykjaviken fara
utan svo oft sem nauðsyn væri á
til Kaupmannahafnar að bera
upp fyrir konungi i rikisráðinu
lög og mikilvægar stjórnar-
ráðstafanir. Þá skyldi ráðgjaf-
inn bera ábyrgö á athöfnum sin-
um fyrir AÍþingi.
Þetta frumvarp var sam-
þykkt samhljóða eða svo til á
Alþingi bæði 1902 og 1903. Kon-
ungur staðfesti það siðan 9. nóv.
sama ár og skyldi stjórnar-
breytingin taka gildi 1. febr.
1904.
Hannes Hafstein
Mikiðvar um þaðrætt manna
á meðal hver ætti að verða
fyrsti islenski ráðherrann. Sum-
ir töldu að gamli landshöfðing-
inn, Magnús Stephensen sem
um skeið haföi verið foringi
heimastjórnarmanna, ætti skil-
ið að fá starfið, þar eð embætti
hans var nú lagt niður. Hann
var hins vegar orðinn fullgam-
all, 67 ára. Aðrir höföu dr. Valtý
ihuga ogbentuá.aðhannheföi i
þó nokkur ár verið i' fararbroddi
i stjórnarskrárbaráttunni.
Flestir töldu þó Hannes Haf-
stein einna heppilegastan, enda
var hann nú foringi Heima-
stjórnarflokksins, landsþekkt
skáld og glæsimenni. — E.t.v.
má segja, að myndun dönsku
vinstri stjórnarinnar og snar-
ræði heimastjórnarmanna 1901
hafi orðið Valtý aö falli.
Hannes Hafstein var amt-
mannssonur frá Möðruvöllum,
fæddur 1861. Hann lauk lög-
fræðiprófi I Kaupmannahöfn
1886, var ritari Magnúsar
Stephensen landshöfðingja sem
mat hann mikils, árin 1889-95,
en siðan sýslumaöur á Isafirði.
Ráðherra var hann 1904-09, og á
ný 1912-14. Hann andaðist 1922
eftir langvinn veikindi. Kona
hans var Ragnheiður Stefáns-
dóttir prests Thorarensen.
Það var 13. nóv. 1903 sem
Hannes Hafstein ráðherra
Hannes var tilnefndur Islands-
ráðherra. Æðsta framkvæmda-
vald i málefnum tslendinga var
nú að flytjast inn I landiö.
1. febrúar 1904
Þessum upphafsdegi heima-
stjórnar var fagnað i Reykjavik
með þeim hætti að fánar voru
dregnir á stöng þegar að morgni
og um kvöldið var haldiö mikið
samsæti i Iðnaðarmannahúsinu.
Þar var Magnús landshöfðingi
kvaddur og hann flutti
skilnaðarræðu sem varð fræg,
sumpart að endenum, þar eð
Magnús var með köflum li'tt
smekklegur i orðavali, sumpart
vegna hreinskilni hans um eigin
ávirðingar.
1 sama samkvæmi var nýja
ráðherranum fagnað. I ræðu
sinni kvaðst Hannes vilja stuðla
að þvi að allir kraftar legöust á
eitt að hagnýta stjórnarbótina
sem best.
Nú tók til starfa hiö islenska
stjórnarráð meö sérstökum
landritara, sem var Klemens
Jónsson. Deildir stjórnarráðs-
ins voru I upphafi þrjár.
Framfarir
A árunum frá þvi um aldamót
og einkum fram um 1907 gætti
mikilla framfara i atvinnu- og
efnahagsmálum hérlendis sem
viðast annars staöar i nálægum
löndum. A þessu blómaskeiði
jókst ibúatala islenskra
kaupstaða verulega, Islands-
banki tók til starfa (að frum-
kvæði Valtýinga) 1904, vélbáta-
útgerð stórjókst um 1906, salt-
fiskútflutningur jókst sifellt.
Togaraútgerð hófst. Léttsöltun
dilkakjöts tii útflutnings hófst
um 1904 og rjómabú risu i sveit-
um landsins. Mikið var um að
bændur keyptu ábýlisjarðir sin-
ar af rikinu. Fyrsta bifreiðin
kom til landsins 1904, og sama
ár samdi Hannes Hafstein viö
,,hið mikla norræna frétta-
þráðarfélag” um lagningu sima
til Islands. Lagðir voru vegir og
brýr byggðar.
Nú orðið hættir mönnum til að
setja allar þessar framfarir i
samband við upphf heima-
stjórnar, af þvi að allt bar þetta
upp á sömu árin. Hannes Haf-
stein var svo heppinn að komast
til valda i góðæri. Þar með er
ekki sagt, að hann hafi verið lé-
legur stjórnandi,þvert á móti:
hann var hinn mesti starfs-
maöur og áhugasamur sjálfur
um verklegar og tæknilegar
framfarir. En það var samt
þjóöin öll, sem stóð að fram-
kvæmd umbótanna.
Mikilvæg timamót
Upphaf heimastjórnar var að
talsverðu leyti ávöxtur
stjórnarskiptanna i Danmörku
og baráttu Valtýinga á þingi.
Hins vegar tengdist heima-
stjórnin einu merkilegasta
framfaraskeiði Islandssögunn-
ar. Með tslandsbanka.simanum
og öörum þeim umbótum sem
um hefur veriö getið, breyttist
bæði atvinnulifið og hugsunar-
háttur fólksins i landinu til
frambúðar. Flutningur ’ fram-
kvæmdavaldsins inn i landið
hvatti þjóðina tvimælalaust til
dáða svo að um munaði.
Fullvist má telja.þegar á allt
er litiö, að i heild hafi árið 1904
markað dýpri spor i framfara-
sögu þjóðarinnar en stjórnar-
skrárárið 1874, fullveldisárið
1918 eða lýðveldisárið 1944,
megnuðu að gera, og er þá mik-
ið sagt.
A heimastjórnarárunum urðu mjög miklar framfarir á
öllum sviðum þjóðlifsins. Myndirnar sýna vigslu Lands-
simans og er Hannes Hafstein aö flytja ávarp sitt; togar-
ann Jón forseta sem kom til landsins á þessum árum, salt-
fiskverkun eins og hún var á þessum tima, og loks vinnslu-
sal I rjómabúi sem starfaði á þessum árum.