Tíminn - 09.02.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.02.1979, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 9. febrúar 1979 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Augiýsinga- stjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumiila 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr. 2.500.00 á mánuði. Blaðaprent V_____________________________________________________:_________y Erlent yfirlit Wallenberg felldi Volvo-samninginn Er hann valdamesti maður Sviþjóðar? Yfir þröskuldinn Á siðara hluta siðasta árs töluðu stjórnarand- stæðingar mikið um fyrirhugaða skattpiningu rikis- stjórnarinnar og létu sem á þessu nýbyrjaða ári myndi keyra um þverbak eftir álögur siðasta árs. Það er ekki ofsagt að skrattinn hafi verið rækilega málaður á vegginn og hinum verstu afleiðingum lýst fyrir almenningi. Nú, þegar framtölum flestra er lokið, kemur i ljós að allar þessar voðalegu hrakspár voru ófyrirsynju. Það er rétt að opinber gjöld hækka, en bæði er að þau fylgja að sinu leyti verðbólgu, framlög hins opinbera til margvíslegra þarfa, þar á meðal at- vinnulifsins, hafa aukist og svo hitt að raunveru- leikinn er hvergi nærri þeim ósköpum sem fyllt höfðu stjórnarandstæðinga slikri skelfingu. Nokkur atriði hafa orðið stjórnarandstæðingum sérstakt yrkisefni. í fyrsta lagi tala þeir um hækkun á svo kallaðri ,,eigin húsaleigu”. Gjöld hennar vegna hafa vissulega verið hækkuð, en á það er að minna að það er gert til þess að auka jöfnuðinn milli þeirra sem búa i eigin húsnæði og hinna sem verða að leigja og ekki geta fært þann kostnað til frá dráttar. Mun vafasamt að þó hafi að fullu tekist að jafna þau met. 1 öðru lagi fjargviðrast stjórnarandstæðingar út af nýju 50% tekjuskattsstigi af skattgjaldstekjum fyrir ofan meðallag. Ekki er hér þó um að ræða nýj- ar greiðslur til hins opinbera, þar eð þetta nýja skattstig kemur i stað skyldusparnaðar þess sem áður var. Og i reynd er hér enn um skylduspamað að ræða, þar sem árangur stjórnarstefnunnar i lækkaðri verðbólgu mun skila skattgreiðendum aft- ur miklu meira en því sem nú er af þeim tekið. í þriðja lagi hafa stjórnarandstæðingar mikið tal- að um lauslegar hugmyndir um 12% útsvar. Um þetta er það eitt að segja að til sliks þarf lagabreyt- ingu, og hefur það mál ekki einu sinni komið til kasta Alþingis enn og upplýst er að menn eru siður en svo á einu máli um það i stjórnarflokkunum. Þegar talað er um skattana verður að muna að félagslegar ráðstafanir og aðgerðir til að létta kauphækkunum af atvinnuvegunum hljóta að kosta fé. Um leið er það eitt af gmndvallarskilyrðunum fyrir árangri i baráttunni gegn verðbólgunni að greiðslu-og rekstrarafgangur verði hjá opinberum aðilúm á þessu ári. Þess vegna verður til að koma ný tekjuöflun á móti öllum nýjum eða auknum út- gjöldum undantekningarlaust. Ella er verið að halda áfram að gusa út fjármunum sem ekki eru verðmæti fyrir i efnahagskerfinu, og þannig væri oliu skvett á eld verðbólgunnar. Hinar félagslegu ráðstafanir til kjarabóta, aðgerð- imar til að létta kauphækkunum af atvinnuvegun- um og traust staða rikisfjármála eru forsendur þeirrar hækkunar sem verður á opinberum gjöldum um fram verðbólgu frá fyrra ári. Hér er um að ræða þröskuld sem þjóðin verður að stiga yfir ef hún ætlar sér að ná árangri með gerbreyttri efnahags- stefnu og stöðugu og traustu atvinnu- og viðskipta- lifi. Þennan þröskuld verðum við einfaldlega að stiga yfir, og árangurinn mun sýna sig i lækkun verð- bólgu, betri stöðu atvinnulifsins þegar verðbólgan hjaðnar og i skattalækkun strax og um hægist i þeim efnum. Áróður stjórnarandstæðinga er hættulegur fyrir þá sök að með honum reyna þeir að draga úr fólki kjark i baráttunni við verðbólguna. JS voldugasti. Það hefur verið sagt og vafalaust með réttu, aðvald Rockefellerættarinnar i Bandarikjunum væri ekki nema brot af valdi Wallen- bergættarinnar i Svíþjóð. Það var reiknað út 1963, að 25 auðugustu ættirnar í Sviþjóð réðu yfir 30% af atvinnu- rekstrinum i landinu. Nú er þessi tala komin upp í 40%. Sumar ættirnarhafa gengið úr skaftinu, en ein hefur stöðugt aukiðumsvif sin, Wallenberg- ættin. Það er talið, að fyrirtæki sem Wallenbergarn- ir eru meira eða minna riðnir við, veiti nú um 425 þúsundum manns atvinnu. Meðal þeirra fyrirtækja, sem hér ræðir um, eru LM Ericsson, Electrolux, SKF, ASEA, Saab Scania, STAB, Atlas Copco, Alfa-Laval, Fláktfabrikken, Stora Kopparberg, Kema Nobel, Astra, Broströms og Esab. Aðild Wallenberganna að þessum fyrirtækjum er komið fyrir með ýmsum hætti. Wallenbergarnir eiga lika stóran hlut eða mestan hluta i stærsta banka Sviþjóöar, Skandina viska Enskilda UM LANGT skeið hefur ekki annað mál vakið öllu meiri athygli á Norðurlöndum en Volvo samningurinn svo- nefndi, en aðilar að honum voru annars vegar norska rikisstjórnin en hins vegar sænska hlutafélagið, sem rek- ur Volvo bilaverksmiðjurnar. Samkvæmt samningnum átti að stórauka hlutafé Volvo hlutafélagsins og norska rikið áttiaðveröa eigandi að tveim- ur fimmtu hlutum hlutafjár- ins. Ætlunin var að nota hið aukna fjármagn til að hefja framleiðslu á nýrri biltegund. Nokkur hluti af starfsemi Volvo-fyrirtækisins átti að færast til Noregs. Fjármagn- ið, sem Norðmenn ætluðu aö leggja I fyrirtækið, átti að koma frá oliuvinnslunni. Þá hafði norska stjórnin gefið fyrirheit um, að nýtt dóttur- félag Volvo fyrirtækisins, Volvo Petroleum, fengi rétt til þátttöku I oliuvinnslu á viss- um svæðum innan norsku olfu- lögsögunnar. Samningur þessi sætti mikilli andspyrnu af hálfu stjórnar- andstöðunnar i Noregi, bæði til hægri og vinstri viö Verka- mannaflokkinn, sem fer með rikisstjórnina. Stjórnin hafði lýst yfir þvi, að hún segði af sér, ef hann yrði ekki sam- þykktur. Til afgreiðslu á samningnum kom þó aldrei i Stórþinginu, þvi að áður höfðu stjórnendur Volvo fyrirtækis- ins lýst yfir þvi, að þeir væru fallnir frá honum, en eftir var að bera hann undir hluthafa- fund. Til þess að samningur- inn hlyti gildi, þurftu eigendur tveggja þriðju hluta hlutafjár- ins að samþykkja hann. Könn- un mun hafa leitt i ljós, að sá meirihluti var ekki fyrir hendi. Stjórn Volvo fyrirtækis- ins lét þá ekki koma til at- kvæðagreiðslu, heldur til- kynnti að hún væri fallin frá þessum fýrirætlunum. Eftir að kunnugt varð um þessi endalok, rifjaðist það uppfyrir mönnum, að Dagens Nyheter hafði 5. jan. birt stutta fréttagrein, sem byggð- ist á viðtali við Marcus Wallenberg. Efnislega féllu honum orð á þessaleið: Ég er ekki alls kostar ánægður með Volvo samninginn og held, að það sé hægt að afla pening- anna i Sviþjóð. Nú túlka margir þessi um- mæli á þá leið, að þetta hafi verið dauðadómurinn yfir Volvo samningnum. MARCUS Wallenberg er án efa einn allra voldugasti maður Sviþjóöar, ef til vill sá Uylienhammar forstjóri Volvos og Nordli forsætisráð- herra reiknuöu ekki meö Marcus Wallenberg, þegar þeir undirrituöu Volvo samn inginn. Marcus Wallenberg Banken. Marcus Wallenberg hefur og stutt öðrumfrekar að stofnun og starfrækslu SAS flugfélagsins. Marcus Wallenberg, sem stjórnar nú eignum og afskipt- um Wallenbergættarinnar, er orðinn 79 ára, en er vel ern og hefur enn langan vinnudag. Aður vann eldri bróðir hans, sem er orðinn 84 ára, mikið með honum, en hefur nú dreg- ið sig i hlé. Það var faðir þeirra, Marcus Wallenberg eldri, sem lagði grundvöllinn að ættarauðnum. Marcus Wallenbergyngrier nú sagður hafa miklar áhyggjur af þvi, að enginn Wallenberg geti tek- ið við af honum. Eldri sonur hans, Marc, framdi sjálfs- morð, og yngri sonurinn, Peter, hefur ekki áhuga á fjármálum. FJÖLMIÐLAR færa ýmsar ástæður fyrir þvi', að Wallen- berg skarst i leikinn og felldi Volvo samninginn. Ein er sú, að honum hafi jafnan leikið hugur á að ná yfirráðum yfir Volvo-fyrirtækinu og nú hafi hann séð sér leik á borði. önn- ur er sú, aö hann vilji ná öllum réttindum, sem Volvo Petrole- um átti að fá. Þriðja skýringin er sú, að Wallenberg sé mót- fallinn eignaraðild útlendinga að sænskum fyrirtækjum og hafi á sinum tima komið i veg fyrir, að þeir næðu meirihluta I LM Ericsson og ASEA. Endalok Volvo samningsins hafa orðið til þess að beina at- hyglinni að Wallenbergættinni á ný og hinum miklu völdum hennar.Olof Palme hefur bent á, að auður hennar og völd séu glöggt dæmi um, að hið svo- kallat^i frjálsa markaðskerfi stuðlar ekki að eignadreifingu og valddreifingu, heldur safn- ar eignum og völdum á fáar hendur. Kommúnistar hafa gengið enn lengra og segjast hafa á prjónunum tillögur um að þjóðnýta allar eignir ættar- innar. Marcus Wallenberg er vanur slikum umræðum og er sagður taka þeim með ró. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.