Tíminn - 09.02.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.02.1979, Blaðsíða 9
Föstudagur 9. febrúar 1979 Alþingis- póstur 9 páii wmmm Pétursson, alþm.: Að við- lagðri aðför að lögum Óttalega er margt skrýtiö i kýrhausnum þegar nánar er aö gáö. Undanfarnar vikur hafa stjórnarflokkarnir allir unniö aö mótun samræmdrar efnahags- stefnu til langs tima. Ráöherra- nefnd undir forystu Steingrlms Hermannssonar dómsmálaráö- herra hefur unniö aö málinu og átti aö skila áliti fyrir fyrsta febrúar. Nefndin skilaöi for- sætisráöherra áliti fyrir Dóms- dag og Dómsdagur leiö eins og Dómsdagar eiga aö gera. For- sætisráöherra hefur nú máliö til meðferöar og vinnur aö samn- ingu frumvarps. Ekki er það nú allsendis auö- velt verkefni, sérstaklega þar sem miklu varöar aö frumvarp- iö veröi skynsamlegt og I sam- ræmi viö tillögur okkar fram- sóknarmanna. Sumar tillögur samstarfsflokka okkar um efnahagsmál hafa ekki veriö skynsamlegar. Ég rifja upp samsetning Jóns Baldvins Hannibalssonar og Vilmundar Gylfasonar fyrir jólin og þá ekki slöur efnahagsmálatillögur Ólaf? Ragnars og Lúöviks sem Alþýðubandalagiö kynnti I janú- ar. Þar er gengið mun lengra I sýndarmennsku og óraunhæfum hugmyndum heldur en nokk- urntima krötunum tókst. Þaö er mikill skaöi meö hina hugljúfu alþýöubandalagsmenn hvaö þeir eru óraunhæfir I hugsun sinni. Lausnir þeirra eru oftast nær sama marki brenndar viö hvaöa vanda sem veriö er aö gllma. Alltaf er hugsaö fyrst um þaö hvernig best megi kitla eyru kjósenda, aldrei má minnast á neitt sem háttvirtum kjósend- um gæti oröið til óþæginda. Aldrei má horfast I augu viö vandann, neita helst aö hann sé til. Þetta halda þeir að kjós- endur vilji helst heyra, — og sjálfsagt þekkja þeir sitt eigið fólk. Sælla er að þiggja en gefa Það er þægilegra að heimta af öörum heldur en axla byröar sjálfur. Tillögur Alþýöubandalagsins um þaö aö þriggja milljaröa hagræðingarfé (andviröi tveggja togara) skili fram- leiöniaukningu upp á 20-30 millj- aröa og ótilgreindur sparnaöur I rekstri rikisins um 20-30 millj- aröa væri hvaöa kraftaverka- mönnum sem er sæmandi. Þannig mætti lengi telja, en landbúnaöarpólitlk Alþýöu- bandalagsins tekur þó liklega efnahagsstefnunni fram hvaö varöar galdralækningarnar. Fyrir slöustu kosningar létu þeir dreifa óskalista meöal bændafólks þar sem boöiö var uppá hvert kraftaverkið ööru kraftaverkinu meira. Núna um slöustu helgi tók einn af hinum starfssömu þing- mönnum Alþýðuflokksins, Sig- hvatur Björgvinsson, sig til og Flutningsmenn gætu verið: Lúövlk Jósefsson, Ólafur R. Grlmsson. 1. gr. Sérhver þjóðfélagsþegn skal éta helmingi meira af landbún- aöarvörum hér eftir en hingað til. 2. gr. Svo markmiðum 1. gr. veröi náö skal leggja á alla neytendur landbúnaöarafurða skatt, sem svarar þeirri upphæö, sem neyt- andi og fjölskylda hans hefur variö til kaupa á landbúnaöar- vörum fyrir gildistöku laga þessara. Skatturinn skal renna I rlkissjöð. 3. gr. Skatttekjum skv. 2. gr. skal ríkisstjórnin verja til þess aö greiöa niöur verö á landbún- aðarafurðum innanlands þannig aö sérhver landsmaöur geti eft- ir gildistöku laganna étiö helm- ingi meira af landbúnaöaraf- samdi frumvarp I orðastaö Lúö- víks og Ólafs Ragnars. Þar sem Sighvati tókst bæöi mjög vel aö samræma oröafar Ólafs Ragn- ars og skýra hugsun I Alþýðu- bandalagsandanum, viö þau úr- ræöi sem þeir félagar hafa veriö aö traktera okkur samstarfs- menn slna og kjósendur á, þykir mér rétt aö gefa lesendum Tim- ans tækifæri til þess aö sjá þessa dægradvöl, aö sjálfsögöu með leyfi Sighvats. urðum en hann áöur geröi, en fyrir sama verö. 4. gr. Vegna augljósra kjarabóta, sem af ákvæðum 2. og 3. gr. leiðir, skal kaupgreiösluvísitala lækkuö sem þvl nemur og þurfa þykir eftir ástæöum. 5. gr. Frá og meö gildistöku laga þessara telst vandi landbúnaðar á Islandi leystur og veröbólga afnumin aö viölagöri aöför aö lögum. Sérstök þriggja manna nefnd skipuð af viöskiptaráö- herra án umsagnar skal sjá um, aö svo veröi. 6. gr. Lög þessi öölast gildi I fyrra. Skýringar viö einstakar gr. frumvarpsins Viö 1. gr. Hvaö annaö? Viö2.gr. Smbr. ákvæöi 3. gr. Viö3.gr. Smbr. ákvæöi 2. gr. Viö 4. gr. Af þvl bara. Viö 5. gr. „Pólitik — þaö er aö vilja!” Viö 6. gr. Smbr. almennar reglur um afturvirkni skatta — þjóölegt séreinkenni, sem ber aö varö- veita. Greinargerð Svo sem kunnugt er hafa and- stæðingar Alþýöubandalagsins, einkum kratabullurnar, haldið þvi fram, aö I landbúnaöi væri viö offramleiösluvandamál aö etja. Alþýöubandalagiö hefur harölega neitaö þvl. Viö álþýöu- bandalagsmenn erum á önd- veröi skoöun. Viö alþýðu bandalagsmenn höfum leitt óyggjandi rök aö þvl, aö svo- nefndur „vandi landbúnaöar- ins” er alls ekki til og slst af öllu er hann offramleiösluvandi þótt hann væri til, sem hann er ekki. Það smáræöi, sem aö er, ef eitt- hvaö væri aö I landbúnaöarmál- um, sem ekki er, er aö áliti okkar alþýöubandalagsmanna aö landsmenn éta ekki nógu mikiö af landbúnaöarvörum — þ.e.a.s. af smjöri, ostum, mysu, mjólk, skyri, rjóma, súrmjólk, kéti, hangikéti, saltkéti, lifrar- kæfu (ekki úr þorsklifur) o.s.frv. Þetta er eini vandinn, ef um vanda væri aö ræöa. Og okk- ur alþýöubandalagsmönnum þykir næsta augljóst, að hann veröi ekki leystur nema meö þvl aö láta landsmenn éta meira af landbúnaðarvörum — þ.e.a.s. af smjöti, ostum, mysu, mjólk, skyri, rjóma, súrmjólk, kéti, hangikéti, saltkéti, lifrarkæfu (ekki úr þorsklifur), o.s.frv. ásamt meö hakki (ekki úr fiski). Það ber aö gera — þ.e.a.s. aö láta landsmenn éta méira — og þess vegna er þetta frumvarp flutt. Og hvernig á aö láta lands- menn éta meira? 1. Með þvl A) aö hækka kaup- gjald I landinu, eða B) lækka verö á landbúnaöarvörum, eöa A) + B). 2. Meö þvl aö mæla svo fyrir. 3. Meö 1 + 2. Þá höfum viö alþýöubanda- lagsmenn einnig bent á, aö verðbólga i landinu stafi ekki af vixlhækkunum verölags og kaupgjalds heldur af eftirtöld- um orsökum: 1. Og háu vöruveröi. 2. Sífelldu veröbólgukjaftæöi I blööum. Viö alþýöubandalagsmenn teljum að endilega þurfi aö stoppa veröbólguna. Af framan- sögöu teljum viö alþýöubanda- lagsmenn augljóst, að þaö veröi ekki gert nema: A) Meö þvi aö banna 1. B) Meö þvi aö banna 2. C) Meö A) + B). I frumvarpi þessu, sem hér er flutt, er stigiöstórt skref I áttina aö 1, 2 og 3 (þ.e.a.s. meira búvöruáti) og A, B og C (þ.e.a.s. stöðvun veröbólgu) og gert á þann hátt aö samræmi er í einni lagasetningu hvort fyrir sig og hvort tveggja. Sem næsta skref mætti t.d. hugsa sér aö dreifa landbúnaöarvörum án endur- gjalds, þ.e.a.s. ókeypis, aö þvl tilskyldu aö þær væru étnar á staönum undir opinberu eftirliti til þess aö foröast brask og braskgróöa. Sem þriöja og slöasta áfanga mætti hugsa sér át iandbúnaöarafuröa á félags- legum grundvelli meö meögjöf úr rikissjóöi og yröi þá verö- bólga orðin að veröhjöönun og offramleiðsluskortur I landbún- aði, þ.e.a.s. vöntun á meiru til aö éta. Færi það aö sjálfsögöu eftir ákvöröun meögjafar hverju sinni. Viö alþýðubandalagsmenn væntum þess, aö frv. þetta fái greiöa leið i gegn um þingiö þvl augljóst er, aö lausn sú, sem þaö gerir ráö fyrir, er einföld og handhæg. Engin vandkvæöi eru viö framgang málsins fólgin utan þaö aö tryggja veröur meö sérstökum ráöstöfunum nauö- synlegt fjármagn I þessu skyni en eins og kunnugt er, þá vantar ekki peninga á Islandi og ef svo væri, sem ekki er, þá má alltaf búa til fleiri. A hitt ber að leggja áherslu, aö aögerðirnar veröi vel skipulagðar og framkvæmd- in byggö á traustum grunni eins og frv. gerir raunar ráö fyrir. Loksins, loksins Loksins eru þarna komnar á prent tillögur sem okkar viti- bornu alþýöubandalagsbænd- um getur geöjast aö og þaö er þeim ekki of gott. Margt er skrýtiö I kýrhausnum, segir Páll Pétursson I þessari grein Frumvarp til laga um neysluskyldu almennings á landbúnaðarafurðum og um afnám verðbólgu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.