Tíminn - 16.02.1979, Page 6

Tíminn - 16.02.1979, Page 6
6 Föstudagur 16. febrúar 1979 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurósson. Augiýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og augiýsingar Slóumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir ki. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr. 2.500.00 á mánuöi. Biaöaprent Nú er spurt Mánuðum og reyndar árum saman hefur verið um það rætt og ritað, að til þess að brjótast út úr vitahring óðaverðbólgunnar þyrfti alhliða, sam- ræmda og róttæka stefnu. Það hefur verið rakið hvað eftir annað, að óhjákvæmilegt væri að taka ákvæði um vexti, rikisfjármál, peningamál, fjár- festingarsjóði og launamál til gagngerrar endur- skoðunar ef þetta mætti takast, og fyrr nefndu atriðin hafa hlotið sérstaka áherslu m.a. til þess að itreka að byrðarnar eiga ekki aðeins að leggjast á bök launþeganna. Um þessi mál hefur verið rætt og ritað mánuðum og árum saman, og allar helstu röksemdir raktar fram og aftur. Sem dæmi má nefna það að i störfum visitölunefndarinnar komu i rauninni aðeins fram upphaflegar tillögur nefndarformannsins, byggðar á rækilega kynntum og viðurkenndum sjónarmið- um. Launþegaforystan hefur látið sér nægja að segja: — Ha og uss og pú og kannski og seisei —. En þegar forsætisráðherra leggur siðan fram tillögur sinar um þessi efni og lætur þess: getið að þær standi til umræðu og breytinga i samræmi við niðurstöður nefndarinnar, þegar þær yrðu tiltækar, þá lýsa for- ingjar launþegasamtakanna furðu og undrun og ótta og skelfingu og hneykslun — og guð má vita hverju öðru, eins og forsætisráðherra landsins leyf- ist hreinlega alls ekki að gera tillögur um þvilikt efni. Er það furða að ihaldið skemmtir sér þessa dag- ana yfir viðbrögðunum? Er það að undra að laun- þegarnir séu farnir að sjá i gegnum þetta sjónarspil sem jafnvel Þjóðviljinn lýsir svo sl. miðvikudag: ,,Þegar Alþýðubandalagið er með múður, þá er það múður”. Vonandi eru viðbrögð þessi, slikur óvinafagnaður sem þau eru, aðeins múður sem gengur yfir. Sann- leikurinn er sá, að frumvarp forsætisráðherra um efnahagsmálin er einmitt sú alhliða, samræmda og róttæka efnahagsstefna sem hér verður að móta og framkvæma til að komast út úr öngþveiti verðbólg- unnar. Þetta frumvarp er alls ekki gamlar lummur eða ihaldsúrræði eins og sumir hafa viljað vera láta. Það felur i sér ferska og nýja stefnu, sem hnig- ur að þvi að leggja byrðarnar á þá sem geta borið þær og eiga að bera þær, en ekki aðeins á herðar lágtekjumanna. Það felur i sér þann uppskurð á verðbólgukerfinu sem braskarana mun sviða und- an, um leið og skipan verður komið á náin og marg- þætt samráð rikisvaldsins við aðila vinnumarkað- arins. Vitanlega geta menn haft ólikar skoðanir á ein- stökum atriðum, og vitaskuld verða þau rædd til að samræma sjónarmiðin. Forsætisráðherra hefur beinlinis itrekað vilja sinn til þess. En grundvallar- atriðið er þó hitt, að hin róttæka meginstefna haldist óbreytt og að ekki verði vikið frá þvi meginsjónar- miði að leysa málið með tilliti til hagsmuna launa- fólksins. 1 raun og veru er nú spurt um vilja launþega- forystunnar og Alþýðubandalagsins til þess að tak- ast á við vandamálin. Er Alþýðubandalagið fært um að taka ábyrgt á slikum stórmálum eða verður ævintýramennskan ofan á? Vill Alþýðubandalagið brjótast út úr feni verðbólgunnar eða unir það sér vel meðan hún æðir yfir þjóðina? Nú eru nýjar blikur komnar á loft, oliuverðs- hækkun og dökkar horfur i fiskveiðimálum. Þeim mun meira varðar samstaðan um efnahagsmála- stefnuna. JS Erlent yfirlit Suarez og Gonzales keppa um forustuna Verður litil þátttaka i spænsku kosningunum? Carillo FYRSTI marz næstkomandi getur oröiö sögulegur kosninga- dagur. Þá fara fram fyrstu þingkosningar á Spáni eftir aö nýja stjórnarskráin tók gildi. Þá fara fram þjóöaratkvæöa- greiöslur meöal Skota og Vales búa um heimastjórnarlög þau, sem brezka þingiö hefur sam- þykkt. Veröi lögin staöfest getur þaö leitt til sögulegrar þróunar. Heimastjórn I Skotlandi gæti t.d. oröiö til þess aö auka sam- skipti Skota viö Noröurlanda- þjóöirnar og jafnvel ekki sizt viö tslendinga. t alþjóölegum fjöl- miölum eru þaö þó þingkosning- arnar á Spáni sem draga aö sér mesta athygli. Orslit þeirra geta ráöiö miklu um þaö.hvort lýöræöislegt stjórnarfar nær aö festa rætur á Spáni. Ef vel væri, þyrfti Spánn aö búa viö trausta og samhenta stjórn.sem yki trú manna á lýöræöiö. Miklar flokkadeilur og sundrung gætu oröiö til þess, aö ýmsir færu aö óska eftir nýjum Franco, þvi að hvaö sem um Franco veröur sagt, tryggöi hann festu og stööugleika i spænskum stjórnarháttum. Eins og nú horfir, er erfitt aö spá þvi hvers konar stjórn þaö veröur, sem Spánverjar fá eftir kosningarnar, eöa hvernig sam- búö flokkanna veröur háttaö. Mest mun velta á þvi hvernig tveimur stærstu flokkunum kemur saman, hvort heldur sem annar þeirra eöa báöir veröa i næstu stjórn. ALLT bendir til þess, aö annaö hvort veröi þaö Miö- flokka-bandalagiö, sem er undir forustu Suarez forsætisráöherra eöa Sósíallski verkamanna- flokkurinn sem er undir forustu Gonzales, sem hreppa stjórnar- forustuna aö kosningum lokn- um. I þingkosningunum, sem fóru fram i júni 1977, fékk Miö- flokkabandalagiö 34% greiddra atkvæöa, en Sósialiski verka- mannaflokkurinn fékk 29%. Sföan hefur þaö gerzt, aö litill sósialiskur flokkur, Sósialista- flokkur alþýöunnar, sem fékk 4% greiddra atkvæöa, hefur sameinast Sósialiska verka- mannaflokknum. Samanlagt fengu þessir flokkar 33% at- kvæöanna 1977, en Miöflokka- bandalagiö 34%, eins og áöur segir. Þaö getur þvi oröiö mjótt á mununum. Skoöanakannanir benda til þess, aö Sósialiski verkamannaflokkurinn, fái fleiri atkvæöi nú en Miöflokka- bandalagiö.en þaö þarf ekki aö þýöa, aö hann fái fleiri þingsæti, þvi aö fámennari fylkin fá heldur fleiri þingmenn en þau sem fjölmennari eru. Miö- flokkabandalagiö nýtur meira fylgis I fámennari fylkjunum. Þannig fékk þaö í þingkosning- unum 1977 47% þingsætanna, þótt þaö fengi ekki nema 34% atkvæöanna. Auk tveggja framangreinda flokka.koma tveir flokkar aörir verulega viö sögu,en allmargir flokkar taka þátt I kosningun- um. Annar þessara tveggja siöarnefndu flokka, er Kommúnistaflokkurinn. Hann fékk 9% greiddra atkvæöa i kosningunum 1977 og er ekki reiknaö meö þvi,aö hann geri betur en aö halda þvi fylgi. Hinn flokkurinn nefnir sig lýðræöis- bandalagiö sem er myndaö af ýmsum Ihaldssömum samtök- um, en kjarni þess er ihalds- flokkur Manuels Fraga, fyrrum upplýsingamálaráöherra hjá Franco en hann fékk um 9% greiddra atkvæða I kosningun- um 1977. Nú hafa komiö til liös viö hann ýmsir þekktir menn. sem taldir hafa verið frjálslynd- ari en hann.t.d. Jose-Maria de Areilza, fyrrv. utanrikis- ráðherra. Þvl þykir ekki ólik- legt aö þetta nýja bandalag fái öllu meira fylgi en flokkur Manuels Fraga fékk I þing- kosningunum 1977. Meöal stóru flokkanna ríkir nokkur ótti viö þaö aö þátttakan I kosningunum veröi ekki mikil og gæti þaö oröiö vatn á myllu minni flokkanna, þvl aö fylgis- menn þeirra þykja llklegir til aö skila sér betur. Einkum er taliö, aö þetta gildi um kommúnista. ÓLIKLEGT þykir aö Sósialiski verkamannaflokkur- inn eöa Miöflokkabandalagiö fái meirihluta á þingi. Sá flokkur- inn, sem hlýtur stjórnarfor- ustuna, verður þvi aö leita sér stuönings annarra flokka. Ef þaö fellur i hlut Gonzales aö mynda stjórn, þykir óllklegt aö hann leiti stuönings kommún- ista. Gonzales hefur tekiö ein- dregna afstööu gegn þeim og segist engan trúnaö leggja á Evrópukommúnismann, en Santiago Carillo foringi kommúnista er einn helzti tals- maöur hans og hefur til árétt- ingar þvi,hvað eftir annaö gagn- rýnt rússneska kommúnista. Þaö þykir ekki útilokað aö Gon- zales reyni aö fá einhvern hluta Miðflokkabandalagsins til liös viö sig,en þaö er ekki taliö fast I reipunum, ef Suarez missir stjórnarforustuna. Hljóti Suarez hins vegar stjórnarforustuna þykir ekki óliklegt að hann leiti stuönings Fraga, þótt þeim hafi falliö illa persónulega. Carillo hefur boöaö haröa andstööu kommúnista gegn slikri stjórn. Á sama hátt hefur Fraga boöaö haröa baráttu gegn stjórn undir forustu Gonzales. Þaö getur oröiö tíöindasamt á Spáni aö kosningunum loknum. Þ.Þ. Gonzales og Suarez.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.