Tíminn - 20.02.1979, Qupperneq 2

Tíminn - 20.02.1979, Qupperneq 2
2 Þriðjudagur 20. febrúar 1979. Talið að Kínaher sé að draga sig út úr Víetnam — ekkert útlit fyrir afskipti Sovétmanna og Bandaríkjamanna Bangkok-Peking/Reuter — Fréttir frá átökum Vietnama og Kinverja i gær voru ósamhljóða I grundvallaratriðum, en i fréttum frá Peking var sagt að Kinverjar væru að draga sig til baka að eigin landamærum, en fréttir frá Vietnam hermdu að enn væri barist i fimm landamærahéruðum landsins. Kína lét þá frétt út ganga á laugardag- inn, aö her landsins heföi gert árás inn i Vietnam til aö svara á viöeigandi hátt áreitni Vietnama á landamærum rikj- anna. I gær var svo haft eftir Deng Xiaoping (Teng Hsiao-Ping) aö árásin væri mjög væg, og um refsiaögerö væri eingöngu aö ræöa en ekki varanlegt striö. Hins vegar lagöi hann áherslu á, aö héldu Vietnamar áfram aö fara sinu fram og neituöu sáttum mundi Kina ekki þola þeim þaö og Kina gæti ekki heldur látiö þaö liðast, að þjööir heimsins fengju þaö álit á þeim aö smáþjóö eins og Vietnam gæti farið meö þá eftir eigin höföi. Veröa þessi orö Dengs ekki túlkuö ööru visi en sem aövörun til Vietnama um að hafa sig hæga þegar Kinverjar hverfa aftur til sinna heima. Spurningin er aöeins hversu þægir Vietnamar þurfa aö veröa. Dtvarpiö i Vietnam sagöi i gær, aö Viet- namher heföi fellt 3500 kínverska her- menn og hertekiö 80 skriödreka á fyrstu tveimur dögum átakanna. Ennfremur sakaði útvarpið Kinverja um aö nota kemisk vopn i árásunum og heföu margir ERLENDA R FRÉTTIR lllSi Umsjón: Kjartan Jónasson HANOI* Chinese troopsJ Sovlet shlps CAMBODIA PHNOM PENH • Gulfof Thailand South China Sea • HO CHI MINH CITY •(SAIGON) MILES 200 Kort af Indókina. Ot af ströndum Vietnam eru nokkur sovésk herskip. óbreyttir borgarar falliö af völdum slikra efna. Aöstoðarutanrikisráöherra Bandarikj- anna lét þaö álit i ljós i gær, aö striöiö i Vietnam kæmi Bandaríkjunum ekki viö, en Bandarikjamenn óttuöust þó aö þaö kynni aö breiöast út. Af ummælum hans mátti ennfremur skilja, aö Bandarikja- menn legöu mikiö á sig á bak viö tjöldin viö aö setja deilurnar niöur og fá Kinverja til aö draga her sinn til baka. Opinberlega hafa stjórnvöld I Bandarfkjunum ekki tekið neina afstööu aöra en þá aö Kinverj- um beri aö draga her sinn til baka, svo og Vietnamar frá Kampucheu. Ennfremur hefur Carter skorað á stjórnVIetnam aö sýna stillingu ef og þegar Kinaher hverfur á brott, en sumir óttast aö Vietnamar vilji þá hefna sin, en þeir eru bundnir Sovét- mönnum meö vináttu- og varnarsáttmála og Sovétmenn þvi i raun skuldbundnir til aö veita þeim alla aöstoð I striöinu viö Kina. Sovétrikin hafa ekki sýnt neinn lit á aö blanda sér inn i stríðið, en hafa hins vegar deilt harkalega á Kina fyrir árásina og segja hana koma rækilega upp um heims- valdastefnu Kinastjórnar. Tveir áhrifa- miklir sovéskir þingmenn hafa hins vegar varað viö hættunni á þriðju heimstyrjöld- inni yröu Sovétmenn við hjálparbeiöni frá Vietnam. Andreotti Andreotti að gefast upp við stjómarrayndun — kosningar að verða eina leiðin Róm/Reuter — Áreiðanlegar heimildir i Róm hermdu i gær að leiðtogi kristilega Demókrata- flokksins og núverandi forsætisráðherra ítaliu, Giulio Andreotti, hefði ákveðið að hætta stjórnar- myndunartilraunum sinum. Sé þetta rétt mun Pertini forseti fela öörum flokksleiðtoga stjórnarmyndun og sennilega Ugo La Malfa formanni Republikanaflokksins. Stjórnarkreppan á Italiu aö þessu sinni hefur staöiö i 19 daga og sér ekki fyrir endann á henni jafnvel þó annar flokksleiötogi taki aö sér stjórnarmyndun. Kommúnistar setja þaö nú sem algjört skilyröi fyrir stuöningi viö komandi stjórn, aö þeir eigi ráö- herra i þeirri stjórn. Kristilegir demókratar taka þetta aftur ekki i mál og þar viö situr i dag og all- ar likur eru á aö boöa þurfi til kosninga. Segja heimildir Reuters að eina leiöin til aö forö- ast kosningar nú sem flokkarnir eru raunar sammála um aö æski- legt sé,er aö Sósialistaflokkurinn fallist á aö styöja núverandi stjórnarsamstarf meö þvi aö greiöa ekki atkvæöi á þingi. Þar sem kommúnistar hafa yfirgefiö stjórnina er hún oröin aö litilli minnihlutastjórn, og jafnvel þó Sósialistaflokkurinn veitti henni hlutleysi yröi hún ekki til stórræö- anna. Talið er að Andreotti muni til- kynna Pertini forseta ákvöröun sina um aö hann hætti stjórnar- myndunartilraunum á fimmtu- dag eöa föstudag i þessari viku. Flugher Rodesíu kom- inn í kosningaslag Salisbury/Reuter — Flugher Rodesiu gerði i gær sprengjuárás i annað skipti á þremur dög- um á ródesiska skæruliða, i fyrra skiptið i S- Zambiu er skæruliðar voru að búa sig undir að fara inn á rodesisk landsvæði, en i gær var gerð árás á skæruliða i Mózambik. Talið er aö þessar árásir Ródesiuhers sé fyrsta lota vax- andi hernaðarumsvifa til aö tryggja að kosningar geti fariö fram með eölilegum hætti 1 april næstkomandi, en eftir þær kosn- ingar má búast viö að meiri- hlutastjórn blökkumanna taki við stjórn landsins. Geröi flugherinn i gær árás á bækistöðvar skæruliöa 80 kiló- metra inni i Mózambik. Leiötogi skæruliöanna þar er Mugabe en hann ásamt Nkomo hafa hótaö aö koma i veg fyrir kosningarn- ar I Ródesiu. Sjálf kosningabaráttan i Ródesiu fer harönandi og berast fréttir af gagnkvæmum ásökun- um milli bráöabirgöastjórnar- leiötoganna Muzorewa og Sithole. Haft er eftir Muzorewa, að flokkur Sithole, Zanu, beiti „hitleriskum” aðferöum til aö fá blökkumenn til þátttöku I kosningastarfi. Hin fullkomna Harrier-þota Bretar hætta ekki við Harrier-söluna London/Reuter — Bretar eru enn tilbúnir til að selja Kinverjum háþróaðar Harrier — orrustu- þotur sinar, sem geta tekið sig lóðrétt upp og munu ekki láta innrás Kinverja i Vietnam hafa nokkur áhrif þar á, sögðu talsmenn stjórnar- innar 1 gær. Iönaðarmálaráðherra Breta, Eric Carley, lagöi einmitt i gær af staö til Kina til undirskriftar samninga um stóraukin viö- skipti landanna á hernaöar- varningi sem öörum. Þó er sagður ótti I Bretlandi viö þaö að erfitt verði aö halda jafngóöum samskiptum viö Sovétmenn og stórauka þó við- skipti viö Kina. Sovétmenn hafa nú þegar gagnrýnt þessa stefnu Breta, og búast má við að hugur þeirra þyngist enn i ljósi siöustu viðburöa. Hinir vinstrisinnaöri i Verkamannaflokknum eru einnig gagnrýnir á þessar ráöa- geröir. Og sumir þeirra, eins og Frank Allaun formaöur þing- flokksins, segja, aö sala á Harrierþotum sé oröin óverj- andi I ljósi árásar Kinverja á Vietnam. Bretar hafa varið sölu á Harrier til Kina með þvi, að um væri aö ræöa varnarvopn miklu fremur en árásarvopn, og enn- fremur að vopnasala til Kina sé ekki nema lágt hlutfall af heild- arsölunni. Taliö er vist aö Kinverjar staösetji Harrier-vélarnar viö landamæri sin aö Sovétrikjun- um, og hafa Sovétmenn varaö Breta viö alvarlegum afleiöing- um sem sala á þotunum kunni að leiða til.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.