Tíminn - 02.03.1979, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.03.1979, Blaðsíða 1
Síðumúla 15 Pósthólf 370 • Reykjavík Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Geir greip boltann frá Vilmimdi — Sjálfstæðismenn flytja tillögu um þingrof og nýjar kosningar HEI — Sjálfstæðisflokkur- inn lagði fram á Aiþingi í gær tillögu um þingrof og nýjar kosningar svo fljótt sem við verður komið. Timinn spuröi Geir Hallgrims- son i gær, hver væri ástæöa þess- arar tillögu nU og hvort tillöguflutningur Vilmundar Gylfasonar fyrr i vikunni heföi kannski veriö viss hvati aö þessari. „Tillaga sem þessi hefur auö- vitaö oft veriö rædd i okkar hópi, en viö vildum gefa rikisstjórninni vinnufriö og láta á þaö reyna hvort hún kæmi fram meö efna- hagsstefnu eins og hún lofaöi þegar hún tók til starfa. En þegar misseri er liöiö og ekkert kemur fram um samstööu innan rikis- stjórnarinnar,heldur bera um- ræöur á Alþingi þvi vitni aö sund- rung og stefnuleysi rikir hjá rikis- stjórninni og flokkunum sem aö henni standa, þá töldum viö ekki eingöngu timabært heldur nauö- synlegt aö flytja slika tillögu. Viö förum fram á þaö meö til- liti til þess aö kosningaloforö hafa ekki veriö efnd og aö nauösynleg samstaöa hefur ekki oröiö meö stjórnarflokkunum i efnahags- málum, aö kjósendur fái tækifæri til þess aö kveöa upp sinn dóm aö nýju bæöi um aögeröir og þó eink- um aögeröaleysi núverandi rikis- stjórnar og ekki siöur um þá efna- hagsstefnu sem allir flokkar hafa nú kunngert”. — En umræöurnar sem hér fóru fram um tillögu kratanna, hafa kannski hvatt ykkur enn frekar? „Þær umræöur eru vitnis- buröur og undirstrikun á þvi aö viö höfum á réttu aö standa þegar viö bendum á stefnuleysi og aö- geröaleysi núverandi stjórnar- flokka. — Telur þú möguleika á þvi aö tillaga ykkar veröi samþykkt? „Ég tel aö óánægja sé innan allra stjórnarflokkanna meö nú- verandi samstarf og vissulega er ástæöa til aö ætla aö hún geti brotist þannig út aö menn greiöi atkvæöi meö slikri tillögu.” Kannski vill einhver Sjálf- stæðisflokknum • 11 m — að vilja reka bann C17 fl 1 11T út i kosningar nú sagði 11 ólafur Jóhannesson HEI — Ekki var aö sjá á Alþingi i gær, aö þingmenn stjórnarflokk- anna heföu kippt sér upp viö til- lögu Sjálfstæöismanna um þing- rof. ólafur Jóhannesson var spuröur hvort hann teldi hættu á aö stjórnin félli, vegna þess aö einhverjir úr hópi stjórnarsinna greiddu tillögunni atkvæöi. „Ekki gott aö segja. Þaö er hugsanlegt aö einhverjir vilji Sjálfstæöisflokknum svo illt, aö vilja reka hann strax út I nýjar kosningar”, svaraöi ólafur. „Ég hygg aö þetta sé lúmsk tilraun af hálfu Sjálfstæöisflokks- ins til aö launa þvi inn hjá fólki, aö þaö riki ekki einhugur innan rikisstjórnarinnar og meö þessu móti ætla þeir aö grafa undan samstarfinu”, sagöi Stetan Jónsson spuröur um þingrofs- tillöguna. „En þetta mun bara verka sem „galdragrip” sem limir stjórnarflokkana ennþá fastara saman,” bætti Stefán viö. Benedikt Gröndal kvaöst ekki trúa þvi aö óreyndu aö nokkur úr þingflokki Alþýöuflokksins greiddi tillögu þessari atkvæöi. Tvivegis var reynt aö spyrja Vilmund Gylfason álits, en hann hljóp svo hratt, aö ekki tókst aö stööva hann á sprettinum. í siö- ara skiptiö svaraöi hann þó á hlaupunum „Er aö fara á þing- flokksfund til aö fá linuna”. Mormónamusteri rís í Reykjavík — Sótt um lóð í Mjóddinni AM — A siðasta borgarráðsfundi var lagt fram bréf frá teiknistof- unni Arkir, dagsett hinn 16. fyrra mánaðar, vegna umsóknar um lóö fyrir Kirkju Jesú Krists af slö- ari daga heilögum, sem menn munu betur kannast viö undir nafninu „mormónar”. Samkvæmt upplýsingum sem viö fengum hjá teiknistofunni i gær munu enn ekki liggja enn fyrir teikningar af musteri þessu, en vænta má að þaö veröi hiö frumlegasta aö öllum arkitektúr, eins og vandi er til um musteri mormóna, sem risiö hafa viöa um heim. Mormónar hafa stundað trúboö sitt hérum nokkurt skeiö, en aö sögn ekki oröiö mikiö ágengt enn. Þó munu fylgismenn þeirra orönir nokkrir. Taliö er aö musteriö muni risa i „Mjóddinni” I Breiöholti, þegar nauösynlegum skilyröum hefur veriö fullnægt. Göngutúr... Hvaö sem boöum og bönnum liöur fékk ungviöiö á myndinni sér svolitinn göngutúr 1 góöa veörinu i gær. Timamynd Tryggvi. Vildi fá lán sitt og engar refjar: Slagsmál í Sam- vinnubankanum GP — Til átaka kom i Samvinnubankanum i gærdag þegar þolin- mæöi eins viöskipta- vinarins brast vegna — aö þvi er honum fannst— seinagangs og óliölegheita starfs- fólksins. Maöurinn haföi fengiö jáyröi fyrir einnar milljón króna vaxtaaukaiáni meö fasteignaveöi, en samkvæmt regium þurfa menn aö hafa votta fyrir slikum lán- um. Þegar manninum var kurteisiega bent á þaö og aö þaö tækí lik- lega einn til tvo daga aö þinglýsa og ganga frá láninu, brast þolin- mæöi mannsins alveg og ruddist hann á af- greiösluboriö og setti þaö úr skoröum, sló afgreiöslumanninn þrisvar og henti niöur reiknivéi. Komu þá tveir menn til hjálpar úr af- greiöslusalnum og héldu manninum þar til iögreglan kom og handtók hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.