Tíminn - 02.03.1979, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.03.1979, Blaðsíða 10
10 mmm Föstudagur 2. mars 1979 „Alltaf er eitthvað að gerast í sveitinni” VS — Svo vel vildi til fyrir skömmu, aö Einar Þorsteinsson ráöunautur rakst inn á ritstjórn Timans,en hann á heima austur i Mýrdai eins og kunnugt er. Þaö er gamall siöur þeirra er i bæjum búa aö spyrja sveita- menn frétta, þegar þeir koma i kaupstaö og hér var eins fariö aö. Einar var beöinn aö segja fréttir úr sveitinni og hann var svo vinsamiegur aö klipa af naumum tima sinum og setjast á tai viö blaöamann um stund. Kveða þarf niður for- dóma og vanþekkingu — Þaö er margt að frétta þvi aö alltaf er eitthvaö aö gerast I sveitinni eins og annars staöar sagöi Einar. — Ef ég á aö byrja á þvi aö segja fréttir af starfi Búnaöarsambands Suöurlands, þá er mér efst i huga land- búnaöarsýningin sem haldin var á Selfossi á síöast liönu sumri. Þaö var mjög mikiö verk aö undirbúa þá sýningu ogsjálf sýningin var ákaflega vinnu- krefjandi en viö nutum aöstoöar mjög margra aöila, stofnana og félaga og sú aöstoö var okkur ómetanleg. Sýningin heppnaöist mjög vel, þaö sáu hana rúmlega sjötiu þúsundir manna og veöur var yfirleitt hagstætt á meöan sýningin stóö. Eins og mörgum mun enn i fersku minni þá var sýningin haldin m.a. til þess aö minnast sjötiu ára afmælis Búnaöar- sambands Suöurlands.en ætlun- in var lika aö fræöa þjóöina um landbúnaöinn og gildi hans. En á málefnum og gildi land- búnaöar hér á landi rikir slikur misskilningur og beinlinis þekk- ingarleysi aö ekki veröur viö unaö. Okkur fannst sem ekki mætti seinna vera aö halda slika sýningu sem þessa, tii þess aö allir gætu séö sem sjá vildu, hvaö væri aö gerast i sveitum landsins og á hvaöa leiö islensk- ur landbúnaöur væri. Þetta tókst. Fólk streymdi á sýning- una, hvaöanæva aö, og ég hygg aö flestir ef ekki allir, hafi fariö fróöari en beir komu. En auö- vitaö getur slik sýning ekki staöiö nema takmarkaöan tima. Starfsfólk, vélar og tæki er bundiö viö sýninguna á meöan hún stendur, aö ekki sé minnst á allar þær vörur sem/sýndar eru. Allt kostar þetta mikiö fé og fyrirhöfn og getur ekki staöiö nema tiltölulega skamma stund. Sýningin stóö i tiu daga og þaö var ekkert lát á aösókn allan timann. Verðlaun fyrir snyrti- mennsku Þetta er mér efst I huga frá siöast liönu sumri. Hauststörfin voru meö likum hætti og venju- lega, hrútasýningar og sitthvaö fleira.sem er fastur liöur i starf- semi Búnaöarsambandsins. A þriöjudaginn var (13. febrúar) héldum viö fund meö formönnum allra hreppa- búnaöarfélaga á sambands- svæöi okkar. Sá fundur var haldinn i Þjórsárveri i Villinga- holtshreppi. Viö höldum slika fundi á hverju ári til þess aö leita samstarfs viö formenn búnaöarfélaganna um þau viöfangsefni er sinna þarf á hverjum tima. Aö þessu sinni var fjallaö um jarörækt og hey- verkun. Búnaöarsamband Suöurlands hefur fengiö nýjan ráöunaut i nautgriparækt, þaö Einar Þorsteinsson ráöunautur. er Steinþór Runólfsson á Hellu. Hann flutti einnig erindi og sagöi frá þeim störfum, sem hann er aö hefja hjá samband- inu. Siguröur Steinþórsson ráöunautur flutti erindi um hey- verkun og útbúnaö viö súg- þurrkun. Einnig hélt Valur Þor- valdsson erindi um töku jarövegssýnishorna og aö lok- um hélt ég erindi um ræktun og meöferö túnanna og um jarö- rækt yfirleitt.enda er þaö degin- um ljósara aö gróöur jaröarinn- ar er undirstaöa alls annars. Þess vegna hljóta málefni jarö- ræktarinnar alltaf aö vera mjög brýn. A henni hvilir allur bú- skapur i landinu. A þennan fund komu einnig forystumenn ýmissa land- búnaöarstofnana á Suöurlandi. Grétar Unnsteinsson skólastjóri Garöyrkjuskólans I Hverageröi kom og hélt erindi um skólann, Sveinn Runólfsson landgræöslu- stjóri hélt erindi um land- græösluna, Kristinn Jónsson til- raunastjóri á Sámsstööum, hélt erindi um starfsemina þar og aö siöustu skýröi Gunnar Sigurös- son starfsmaöur Rannsóknar- stofnunar landbúnaöarins frá siöustu niöurstööum af tilraun- um sem geröar hafa veriö á til- raunastöö landbúnaöarins i Laugdælum en Gunnar hefur aöstoöaö viö skipulagningu þessara rannsókna og úrvinnslu þeirra. — Siöan voru aö sjálf- sögöu frjálsar umræöur um öll þessi erindi og þær upplýsingar, sem þar komu fram. A vegum Búnaöarsambands Suöurlands starfar fegrunar- nefnd sem vinnur aö þvi aö fegra sveitabæi og allar bygg- ingar og mannvirki I sveitum, hverju nafni sem nefnast. Fegrunarnefndin hefur nú þeg- ar starfaö i tiu ár og hefur veitt verölaun bæjum, sem hafa skaraö fram úr á þessu sviöi, einkum hvaö varöar umgengni utan húss. A þessu ári mun nefndin snúa sér aö opinberum byggingum og þaö eru kirkjur sem veröa fyrir valinu. Ætlunin er aö veita verölaun einni kirkju i hverri sýslu: Vestur-Skafta- fells-Rangárvalla- og Arnes- sýslum. Fegrunarnefndin mun taka allt til greina: umhverfi kirkjunnar,kirkjugaröinn og svo útlit kirkjuhússins sjálfs, og hvernig um þaö er gengiö. — Þetta er nýmæli i störfum fegrunarnefndarinnar, en auövitaö er ekki siöur nauösyn- legt aö vel og snyrtilega sé gengiö um opinberar byggingar eins og t.d. kirkjur, skólahús, félagsheimili og fjárréttir, heldur en sjálfa bóndabæina. Þessi mannvirki setja lika svip á umhverfi sitt. Fegrunar- nefndir eru starfandi i öllum hreppum, þær hafa leitaö sam- starfs viö ungmennafélög og kvenfélög og siöan hafa þessir aöilar náiö samstarf um allt er lýtur aö fegrun og snyrti- mennsku heima fyrir. Ég bind miklar vonir viö þetta starf og mér fyrir mitt leyti finnst seint of brýnt fyrir fólki aö ástunda hiröusemi og snyrtimennsku hvort sem menn búa i sveit eöa viö sjó. Fegrun umhverfis þykir sjálfsagöur hlutur á bæjum og þorpum eins og allir vita. Vel má vera aö viö l sveitunum, höf- um fariö eitthvaö heldur seinna á staö meö þá hluti en aörir, en þetta er þó a.m.k. oröinn fastur liöur i starfsemi Búnaöarsam- bands Suöurlands. Vönduð dagskrá — Fyrir- myndar viðtökur — Er ekki eitthvaö fleira aö segja af formannafundi Búnaöarsambandsins i Þjórsár- veri um daginn? — Jú. Þegar dagskrá sjálfs fundarins var lokiö og snæddur haföi veriö kvöldveröur bauö Búnaöarfélag Villingaholts- hrepps til kvöldvöku sem stóö á þriöja klukkutima. Formaöur búnaöarfélagsins Axel Hall- dórsson 1 Syörigróf sýndi lit- skuggamyndiraf bæjum og lýsti jöröum og atvinnuháttum á hverju býli og varö hin besta skemmtun og frásögn Axels öll hin fróðlegasta Sigurjón Kristjánsson I Forsæti kvaö rimur og mansöngva og þaö var ákaflega gaman aö heyra hann iöka þessa gömiu Iþrótt sem alltof sjaldan ber fyrir eyru manna núorðiö. Sigurður Guömundsson 1 Súluholti fór meö ljóö og lausavisur eftir sig — og ég verö aö játa, aö þaö kom mér á óvart, hve mikið hann á tiltækt af snjöllum og góöum kveöskap. Aö lokum stjórnaöi Eirikur Eiriksson i Gafli spurningakeppni, sem hann haföi samiö. Þar kepptu menn einn i hverri sýslu og þeir voru spuröir spjörunum úr um fjölmargt er viökom sögu Búnaöarsambandsins og sitt- hvaö fleira og af þessu varð hin besta skemmtun. Þaö var mjög gaman aö hlusta á þessa vönduöu dagskrá þeirra bænd- anna i Villingaholtshreppi og móttökur þeirra voru á allan hátt til fyrirmyndar. ___vs Burt með hassið Forðum æsku íslands frá þessum viðbjóði Staöiö h£ifa yfir ritdeilur um bókina Félagi Jesús, en nú viröist sem þessar deilur séu loksins hættar (enda er bókin uppseld hjá útgefendum). Nú nýlega kom svo annað deilumál upp i lesendadálkum blaöanna. Deilumáliö er hass og eru engar smágreinar sem skrifaöar eru og eiga aö sanna gæöi hassins. (Hver eru þessi gæöi?) Þessi skrif uröu til umræöu manna á meðal, enda kannski ekki aö furöa, því aö þettaer mikiö mál. Aöur en yfir lýkur eiga margir eftir aö leggja orö i belg. En hvernig hófust þessar deilur eiginlega? Þær hófust er einhver,semkallaöi sig Hassus, skrifaöi i Dagblaöiö fyrir nokkru, — en hann virðist aö- eins þrá eitt: Hass — meira hass! Mikiö ósköp hlýtur lifiö aö vera eymdarlegt hjá svona mönnum, —eöa hvaö finnst þér, lesandi góöur? Þessi grein viröist aöeins ganga út á þaö, aö hass veröi leyft hér á landi, —en sem betur fer veröur þaö aldrei, en grein hans er öli hin „hassaöasta”. Hassus segir meöal annars orörétt:....,,Þau tvö ár, sem ég hef reykt, hefur minn náms- árangur veriö siöur en svo lé- legri en áöur, og þaö sama á viö um mina kunningja. Ef menn missa viljastyrkinn hefur hann undantekningalaust veriö litill fyrir. Ég tel aö maöur nálgist fremur raunveruleikann, þvi hugsunin veröiir raunsæ ogeng- inn eraöflýja erfiöa lffsbaráttu, heldur aö sækjast frekar eftir henni vegna þeirra erfiöleika, sem fylgja þvl aö reykja í for- dómafullu, vanhugsuöu þjóöfé- lagi. Hass er ekki ávanabind- andi og leiöir ekki til notkunar sterkari efna. Viö þurfum ekki annað en aö lita til Bandarikj- anna þar sem meirihluti ung- menna hefúr reykt, og ekki er hægt aö álita aö þaö litla brot, sem fer út i neyslu sterkra ávanabindandi efiia geri þaö af völdum hass, þvi þá getum viö alveg eins sagt, aö bjórinn, kókiðogeitthvaösem þetta fólk neytti áöur hafi verið orsökin.” Þá vitum viö þaö, kæri les- andi, aöefþú drekkur mikiö kók gætiröu oröiö hass-neytandi! Eitthvaö hlýtur maöur meö svona hugsunagang aö vera ruglaöur. Grein hans ber þess greinilega merki, aö hann vill, að Islendingar veröi helst strax á morgun hassþjóö, en sem betur fer veröur honum aldrei að ósk sinni. Þó viröist sem nokkrir lslendingar séu orönir háöir þessum viöbjóöi. Helst hefur maður heyrt um námsfólk, sem dvalist hefur lengi erlendis, aö þaö sé sumt meira og minna I þessum viö- bjóöi, en sem betur fer eru þaö aöeins fá prósent og vonandi tekstað stemmastigu viö þessu. Þvi miöur viröist DAGBLAÐ- IÐ á ansi hálli braut i þessum efnum. Kannski ætlar blaöiö aö taka upp hasskennslu I náinni framtið, hver veit! Nei, lesandi góöur, láttu ekki þau skrif blekkja þig. Hass og önnur ávanalyf eru alltaf aöeins til skaöa. tslensk æska hefur ekki efni né tima til aö eyða sinni stuttu ævi i svona vitleysu. Þess vegna segi ég: Burt meö hassiö! En hvers vegna segi ég þetta án þessaðbera fram röksemdir fyrir þessu. Hér koma þær til aövörunar fyrir alla þjóCrfélags- þegna: „Þaöefni sem einkum veldur áhrifum hass á mannslikamann heitir Tetrahydrokannabinol og finnstaöallega 1 harpix-blómum og blööum kvenjurtar hamps (Cannabis sa tiva). Verkun þess er breytileg eftir staönum, sem jurtin er ræktuö á, uppskeru- tima og þeim hlut jarðarinnar, þar sem ræktunin fer fram. Til dæmis má nefna, aö hass er 5-8 sinnum sterkara en marijúana vegna þess, aö hiö fyrrnefnda inniheldur meira af harpix. Hæfni hassneytanda til þess aö framkvæma ýmis störf, t.d. bifreiöaakstur, er alvarlega skert. Ahrifa hass á framkomu einstaklinga má einna helst likja við áhrif miölungsnotk- unar áfengis. Hassneytandinn veröur ekki likamlega háöur lyfinu, og hann fær ekki frá- hvarfseinkenni, ef hann hættir neyslunni. Þá myndast ekki þol gagnvarthassi, en á hinn bóginn getur einstaklingurinn oröiö andlega háöur lyfinu, og fer þaö eftir mati hvers og eins á áhrif- um þess, hversu alvarlega hann verður háður þvi. Ekki er talið, aö neysla hass hafi alvarleg eyöileggjandi áhrif, en áhrif lyfsins geta oröiö svo mikil, aö hún útiloki alla jákvæöa starf- semi neytandans. Auk þess getur neysla hass leitt til tima- bundinnar eöa varanlegrar geö- veiki — eöa hvatvislegra fram- kvæmda — sem svar viö snögg- um ótta, er getur gripiö neyt- andann og einstaklingum og þjóöféiaginu getur stafaö hætta af. Þar sem neysla hass auö- veldar neytandanum samneyti viö aöra hópa, sem nota hættu- legri lyf, og þar sem hann fær ekki fráhvarfseinkenni vegna hass, er mikil hætta á aö hass- neytandinn veröi háöur öörum enn þá hættulegri lyfjum, eins og t.d. heróini eöa barbitúrsýru- lyf jum. Einu sinni var hass þekkt undir nafninu „moröingjalyfiö” sökum sambands þess viö hroöalega glæpi, en nýlega hefur verið sýnt fram á, aö persónugallar, sem leiöa til slikrar glæpahneigöar, eru sér- staklega algengir meöal hass- neytenda. Lyfiö er þess vegna ekki taliö glæpavaldandi I sjálfu sér, enda þótt það veiti hina ýktu öryggiskennd og árásar- hneigö sem þarf til þess aö drýgja hroöalega glæpi”. Hér hefur aöeins veriö vitnaö i bókina Flóttinn frá raunveru- leikanuni eftir Vilhjálm G. Skúlason. Mjög svo merkilegt rit, sem hollt er hverjum manni til lestrar. Eitt tel ég mjög skrýtið viö þetta allt saman, aö enginn af landsins valdamiklu mönnum hafa gefiö svo mikiö sem eitt hljóö f rá sér. En þetta er mikiö mál, sem þarf aö athuga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.