Tíminn - 02.03.1979, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.03.1979, Blaðsíða 11
Föstudagur 2. mars 1979 n &QG0QOO©! „Hlegið að mér er ég brotnaði” — sagði Skagamaðurinn Sigurður Halldórsson, sem er með brotinn ökkla - kominn heim úr æfinga- búðunum h]á Feyenoord — Þetta er auðvitað ákaflega svekkjandi/ sagði Skagamaðurinn Sigurður Halldórsson er við slógum á þráðinn til hans í gærkvöldi. Sigurður kom heim úr æf- ingabúðum Feyenoord s.l. laugardag með brotinn ökkla/ en félagar hans þeir Sveinbjörn Hákonarson og Jón Áskelsson koma til landsins a mánudag, eftir að hafa dvalið rúmar 5 vikur i boði Feyenoord. — Viö æfðum nokkuð stift til að byrja með og þá vorum við mest með C-Iiði Feyenoord, en Pétur og félagar hans f aðal- liðinu voru þá á Kanarieyjum, sagöi Sigurður. — Þegar svo þeir komu til baka, æfðum við með þeim og þær æfingar voru léttari an annars hamlaöi veðrið æfingum mjög. — Ég brotnaði i leik meö landsliði hermanna, en ég lék IRLAGÐI STÚDENTA Leikur 1R og ÍS i Kennara- háskólanum I gærkvöldi var ekki beint skemmtilegur á að horfa — sannast sagna var hann hrút- leiðinlegur. t fyrri hálfleiknum hafði ÍR algera yfirburði yfir óhemjulélega Stúdenta, en I þeim siðari var svo mikiö um vitleysur I leiknum að engu tali tók. tR vann reyndar þessa viðureign 76:72, eftir að hafa leitt 44:29 I hálfieik. Menn héldu almennt að Stúdentar myndu sýna sæmi- legan leik, en svo varð ekki. Þeir komust reyndar i 4:0, en siðan ekki söguna meir. tR komst i 15:4 og sfðan 32:16 og loks 42:21. 1 seinni hálfleiknum var leik- leiðinn allsráðandi og hvorugt lið- ið verðskuldaði að sigra.tS náði að minnka muninn i 66:69, en Sigmar Karlsson setti punktinn yfir i-iö með þvi að skora tvö siðustu stig 1R úr vitum að leiktima loknum. Hjá ÍR var Paul Stewart mjög góður i f.h., en hætti i þeim siðari. Kristinn, Jón og Kolbeinn áttu allir sæmilegan dag. Aörir voru slakir. Hjá tS var GIsli bestur i f.h., en i þeim siðari vaknaöi Smock loks og átti góðan lokasprett. Jón Héðinsson var og ágætur i s.h. Stig IR: Stewart 28, Kolbeinn 16, Jón 14, Kristinn 10, Stefán 4 og Sigmar 4. Stig IA: Smock 23, Jón 13, Bjarni 11, GIsli 9, Steinn 10, Jón Odds. 2, Albert 2 og Ingi 2. Maður leiksins: Paui Stewart 1R. Landsliðsmálin eru í molum — engir landsleikir í körfuknattieik fyrirhugaöir i ’ þar sem lánsmaður. — Það 'var svell á vellinum og ég var að fara i „tæklingu” þegar óhapp- iö varð. — Til að bæta gráu ofan á svart hlógu þeir að mér i búningsklefanum og sögðu: Bölvaðir klaufar, þessir íslend- ingar. — Okkur likaði mjög vel þarna á allan háttog við höföum mikið samband við Pétur. — Hann ekur nú um a BMW og er búinn aö kaupa sér hljóm- buröartæki upp á hátt á aðra . milljón og lifir satt aö segja al- veg eins og greifi. — Pétur hefur breytst ótrúlega á skömmum tima og er t.d. alltaf mættur heim ekki seinna en kl. 10 á kvöldin og það er greinilegt að hann tekur hlutverk sitt alvar- lega þarna úti. — Annars hefur hann átt við meiðsli i nára að striða allan timann og þau há honum greinilega. Hvaö segirðu okkur af Arna Sveinssyni? — Arni hefur verið þarna úti hjá Excelsior, sem er dótturlið Feyenoord, ef svo má segja, og hann hefur staðið sig mjög vel. — T.d. lék Arni tvo æfingaleiki með Feyenoord i Belgiu og stóð sig mjög vel þar, en hann lék stöðu tengiliös, sem hann er ekki vanur að spila. — Annar leikurinn var gegn Ant- werpen og vann Feyenoord þann leik 3:1 og skoraöi Pétur fyrsta markiö. — Mér finnst ákaflega liklegt, að Arni fari út i atvinnu- mennskuna næsta haust, sagði Sigurður. — Hann hefur allt til að bera i þetta og ekki kæmi á óvart þótt Feyenoord gerði hon- um tilboð. — Hvaö sjálfan mig snertir, þá get ég ekki byrjað á fullu fyrr en eftir 9-10 vikur, en liöið æfir nú eftir mjög erfiðu prógrammi frá þýska þjálfaranum. — Ég missi þar af leiðandi af ferðinni til Indónesiu i april, en óneitan- lega heföi verið gaman aö fara þangað. — Það þýöir þó ekkert aö gefast upp, sagði þessi efni- legi miðvörður I lokin, maður verður bara að bita á jaxlinn. — SSv — • • Leikmenn íslenska blaklandsliðsins. (Timamynd TTryggvi). Ætlum okkur oruggan sigur” — Við ætlum okkur ekkert minna en 3:0 sigur gegn Fær- eyingunum i báðum leikjunum, sagði landsliðsþjálfarinn I blakinu, Halldór Jónsson úr IS á blaðamannafundi I vikunni. — Viö höfum stundum lent i hálfgeröu basli með þá, t.d. unnum við þá einu sinni aðeins 3:2, en nú skal ekkert til sparaö til þess að góður sigur náist, sagði Halldór enn- fremur. 1 leiknum gegn Færeyingum i kvöld mun Guðmundur Pálsson úr Þrótti leika sinn 30. landsleik og hefur hann þar með leikið alla landsleiki íslands i blakinu. Alls eru 5 Þróttarar i landsliðinu, fjór- ir eru frá Laugdælum og þrir úr 1S. Leikmenn úr öörum liðum virðast ekki eiga möguleika I landsliðið, enda eru þessi þrjú liö, 1S, Þróttur og Laugdælir, i alger- um sérflokki i blakinu og öll mjög áþekk að getu. Leikmenn islenska landsliðins, tólf að tölu, hafa 135 landsleiki að baki, en leikmenn færeyska land- liösins hafa aðeins 20 landsleiki að baki, en þeir senda 10 leik menn hingað. Eins og áður hefur verið getið um hefur hvorugt kvennalands- liðanna leikið landsleik og er þetta þvi frumraun beggja i kvöld kl. 18 I Skemmunni á Akureyri. Landsleikur við Færeyjar I kvöld teika lslendingar lands- leik i borðtennis við Færeyinga. Verður keppt i fþróttahúsinu að Varmá og hefst keppnin kl. 20.30. Keppt veröur i flokki karla, eldri unglinga og yngri unglinga. t karla landsliðinu eru eftirtaidir: Tómas Guðjónsson KR, Stefán Konráðsson Vikingi, Hjálmtýr Hafsteinsson KR. Landslið eldri unglinganna er þannig skipað: Bjarni Kristjáns- son UMFK, Tómas Sölvason KR og örn Fransson KR. Þeir sem eru i yngra unglingalandsliöinu eru: Jóhannes Hauksson, KR, Einar Einarsson, Vikingi, og Stefán Birkisson, Erninum. Þá verður haldið opið mót I iþróttahúsi Gerplu á morgun kl. 14.30. Þátttökurétt hafa kepp- endur úr m.fl., 1. og 2. fl. Færey- ingarnir munu taka þátt i þessu móti. hér heima í vetur Það hefúr ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur meö körfukn^ttleik hér á landi I vet- ur, að landsliðsmál Iþrótta- greinarinnar hata verið I hinu mesta óiagi. Skipulagsleysið al- gert, og viljinn til að gera góöa hluti hefur ekki verið fyrir hendi. 1 þessari grein verður varpað fram nokkrum spurningum varðandi þetta mál og reynt að leita svara viö þeim. Af hverju engir iands- leikir? * Að mlnu mati hefur körfu- knattleikurinn verið aðal Iþótta greinin hér i vetur og mest sótt. Þess vegna vekur það athy gli og furðu að enginn landsleikur i greininni skuli vera fyrirhugaö- ur i vetur hér á landi. Þegar rætt er um þessi mál má ekki gleyma þvi að KKI á viö mikil fjárhagsvandamál að striöa sem og önnur sérsam- bönd innan 1S1. En samt sem áður getur það ekki verið nægi- leg ástæða til að varpa heima- landsleikjum fyrir borð. Ég tel aöeins að viljaskortur og skortur á framtakssemi hafi ráðið feröinni. Ég tel það forkastanleg vinnubrögö hjá sérsambandi innan ISl að láta landslið iþróttagreinarinnar sitja á hakanum þar sem lands- lið, I hvaða iþróttagrein sem er, er andlit hennar út á viö. Málumer nú þannig komið aö leikmenn úrvalsdeildarinnar eruhættir að hafa nokkuð annað takmark en aö vinna deildina. Baráttan um landsliössæti er ekki fyrir hendi lengur. Af hverju Jón en ekki séra Jón? Nú mun ákveðið að landsliðið, sem nýlega var valið, leiki gegn Skotum og Dönum erlendis á næstunni. Ekki veröur fjölyrt um val landsliösnefndar hér en þó veröur ekki komist h já þvi aö Paul Stewart. minnast á nokkur atriði. Þaö sem einna mest hefur verið rætt um er val leikmanna og þá einna helst þeirra Eiriks Jóhannessonar og Birgis Guð- björnssonar úr KR. Báðir þessir leikmenn hafa ekki leikið siðustu leiki með KR — ekki fengið að fara inná. Það er þvi engu likara en að þeir menn, sem skipa landsliösnefnd KKI, háfi rannsakað vara- mannabekki liöanna betur en leikvöllinn sjálfan. Þetta eru skrýtin vinnubrögð. Það er ein- kennilegt að sjá leikmenn eins og Þóri Magnússon, Bjarna Gunnar Sveinsson og Rikharð Hrafnkelsson fyrir utan þennan hóp. Af hverju ekki Paul Stewart? Að lokum skal hér rætt nokkuð um val landsliðsþjálfar- ans Landsliðsnefnd ákvað aö tala við þrjá menn og athuga hvortþeirhefðu áhugaá að taka starfið að sér. Talað var m.a. við Paul Stewart, sem þjálfar IR-liðið i dag og leikur með þvi, og tók hann vel i það að þjálfa liðiö. Siðan veit hann ekki neitt fyrr en að vinur hans, sem hann býr með Tim Dwyer, kemur heim einn góðan veðurdag og segir Paul að hann sé oröinn landsliðsþjálfari. Tók Paul þessu fþróttamannlega og óskaði vini sinum til hamingju með starfið. I millitiðinni komst sá orðróm- ur á kreik, aö Paul hefði sagt að skoska körfuknattleikssam- bandið heföi talaö viö hann Framhald á bls. 8 Umsjón: Sigurður Sverrisson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.