Tíminn - 12.04.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.04.1979, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 12. apríl 1979 Sedan Byggður á grind með 65 ha. tvígengisvél (Gamla Saab-vélin) Gormar á öllum hjólum og bíllinn þvi dúnmjúkur i holum og eiginleikar bílsins i lausamöl eru frábœrir. Komið, skoðið og kynnist þessum eftirsóttasta bil austantjalds. Dragið ekki að panta bíl Station Til afgreiðslu strax Hafið samband við sölumenn okkar TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Vonarlandi v/Sogaveg - Símar 84510 84511 Um páskana feröast ts- lendingar meira en I annan tima. Helgidagarnir fyrir páska og páskarnir sjálfir, eru mesta ferðahelgi ársins bér hjá okk- ur, — ef til vill að verslunar- mannahelginni einni undanskil- inni. Það er þvi eðlilegt aö rætt sé við ferðagarp I blaöi sem kemur dt á þessum degi, og þess vegna var það aö Bergþóra Siguröardóttir læknir var beðin að spjalla við lesendur Tim- ans aö þessu sinni. En hún er ferðagarpur mikili og eigi að- eins það, heldur mun óhætt að fullyrða að hún sé I fremstu röð Islenskra áhugaljósmyndara. Og þaö fer best að segja þaö strax, að myndirnar sem birtast með þessu viötali eru teknar af henni, ailar nema andlitsmynd hennar sjálfrar. Hitt þarf ekki að segja neinum, að ljósmyndir sem upphaflega hafa veriö teknar i litum, njóta sin ekki nema til hálfs, eða varla það þegar þær eru sýndar svona i svart-hvltu eins og hér. Höggmyndir náttúrunnar. Hér hafa Mývatnseldar veriö að verki. Ljósm. Bergþóra Sigurðar- dóttir. Nauðsynlegt að gefa bflnum fri. Þessi formáli verður nií ekki hafður lengri. Viö Bergþóra ætl- um að spjalla um stund, og taliö snýst að s jálfsögðu um feröalög. — Hvenær „sýktist” þú, Berg- þóralæknir, af þessari „veiki”, að vilja helst alltaf vera að ganga á fjöll? — Til skamms tíma var mér nokkurn veginn sama, hvort ég gekk upp i móti eða á flatlendi en þegar maður hefur einu sinni byrjað aö leita á brattann, fara fjöllin að toga ferðalanginn til sin. — Þú kannt þvi þá vel, yfir- leitt að ferðast á tveim jafnfljót- um? — Já, það er langskemmtileg- ast. Það er nauðsynlegt aö kunna aðleggja bflnum og gefa honum fri, i staö þess að skrölta eftir troðningum, sem tekur lengri ti'ma aö aka en ganga. — Þú kallar þaö þá vfst ekki útiveru að horfa á landið út um lokaöan bilglugga? — Ég tel það mjög tak- markaöa ánægju, þótt ég á hinn bóginn hafi stundum leyft mér að taka mynd á þann hátt. — Hverjar voru fyrstu ferðir þinar? Hvar og hvenær komst þú fyrst á bragöiö, — ef ég má spyrja svo? — Ég held, að ég hafi frá upp- hafí haft mikinn áhuga á náttúrufræði yfirleitt. Ég byrjaði að ferðast meö Náttúru- fræðifélaginu og tók þátt i þeim feröalögum hvenær sem ég fékk þvf við komið. Ég var búin að eiga heima i útlöndum i átta ár, og haföi lengst af búiðá sléttlendi. Þegar ég kom heim, árið 1968,fór ég með Náttúrufræðifélaginu i mjög skemmtilega ferð inn I Lakagfgi. Veðriö var töfrandi fagurt. Mér fannst einkennilegt til þess að hugsa, aö hraunin, sem við höfðum fyrir augum þarna, skyldu vera svo ung sem raun ber vitni.ekki nema siöan i Skaftáreldum og samtima heimildir um þá atburði tiltsdc- ar aium nútimamönnum, m.a. I ritum séra Jóns Steingrfmsson- ar. Það snertir feröamanninn meira en aö ganga um land, sem hann veit aðer miklu eldra. Þarna er lika margt undra- fagurt að sjá, meðal annars gi'g- innmeðvatninuf. Hann er ákaf- lega fagur. Ég vissi nógu litið um þetta landsvæði til þess, að margt kom mér þar skemmti- lega á óvart. Jón Jónsson jarð- fræðingur skýrði margt fyrir okkur og fór með okkur niður i Fjaðrárgljúfrin i Skaftártungu ogsýndi okkurmargt merkilegt þar. Og þannig mætti lengi telja. Mig langaði oft út i blindbyl á meðan ég bjó i New Orleans — Þú sagðist hafa átt lengi heima f útlöndum, og aö þú hefðir jafnan búið á sléttlendi. Þú hefur þá oröið fegin aö sjá gömlu fjöllin okkar, þegar þú komst heim aftur? — Ég verö að játa, að á meöan ég dvaldist erlendis tók ég eiginlega ekki eftir þvi aö ég saknaöi f jallanna heima. En svo fór ég i ferðalag árið 1963, kom við f Miö-Ameriku og sá keilu- laga eldfjöll i Guatemala. Þá fann ég hvað það var gott að sjá fjöll! Mér er ekki grunlaust um, aö vinkona min ein kanadisk hafi haldiö, aö ég væri eitthvaö smáskrýtin, þegar viö urðum samferða út f sveit, og ég fór að grafa upp grjót þvi að mér nægði ekki að horfa á jöröina, iðgræna og frjósama, — ég þurfti lika aö þreiía á moldug- um steinum. — Þú safnar kannski steinum eins og margir ferða- og fjall- göngumenn? — Já, dálitiðhef égfengist viö það. Það eru vist steinar f flest- um hornum heima hjá mér. — Þú sagöist hafa byrjaö aö feröast með Náttúrufræðifélag- inu, og þá hefur veriö stutt leiö ófarin yfirf Feröafélag Islands? — Ég gekk I Feröafélagið straxog ég kom heim frá Ame- riku en svo átti ég ekki kost á sumarfrfi um nokkurra ára skeið og þá varð litið um ferða- lög. Sumariö 1975 fór ég mjög skemmtilega ferð með Ferða- félaginu upp i Kverkfjöll. Þar kynntist ég feröafélögum, sem ég hef umgengist sfðan og við höfum haldið áfram aö feröast saman, bæði innan Ferðafélags- ins og utan þess. Ahugi á ljós- myndun er okkur sameiginleg- ur, og þegar sumarið er liöið og haustog vetur heilsa, rifjum við upp feröir sumarsins með þvf að sýna hvert öðru myndir sem viö höfum tekið á feröum okkar. 1 fyrra fórum viö mjög ánægjulega ferð á Hornstrand- ir,— fjörutiu i einum hóp. Þetta var um miðjan júlimánuð, myndbjart alla daga og sól skein i heiöi. Suma dagana var veörið eins og það getur verið best f heimi hér. Svo hlýtt var sólskinið að sumir feröafélagar okkar, sem voru nýkomnir — Rætt við Bergþóru Sigurðardóttur lækni um ferðalög og ljósmyndun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.