Tíminn - 12.04.1979, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.04.1979, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. aprfl 1979 7 Aldarafmæli 22. ágúst 1979 verður þess minnst að ein öld er liðin frá dauöa Sir Rowland Hill, manns- ins, sem raunverulega fann upp frimerkið i sinni núverandi mynd og kynnti það svo eftir minnilega með „penny black” I mai 1840. „Faðir frimerkisins ” og ýms fleiri heiti hafa verið gefin þessum manni, sem gaf okkur möguleikann á að reka póstþjónustu, jafn þægilega og við þekkjum á liðinni öld, en varð þar með einnig kveikjan að þvi, að við getum safnað frimerkjum i dag, svo það eru tvö mikilvæg samskiptakerfi manifkynsins, sem eiga honum mikið að þakka. Þessa afmælis verður minnst með blokk frimerkja i Bretlandi annarri bresku blokkinni, sem jafn- framt er önnur blokkin til ágóða fyrir „LONDON 1980” al- þjóðlegu frimerkjasýninguna. Fyrsta blokkin seldist upp all snarlega. Þessi frimerkjasýn- ing verður haldin i Earls Court, 6.-14. mai 1980. Hefir hún hlotið vernd Alþjóðasamtaka frimerkjasafnara og er um- boðsmaður hennar hér á landi: Sigurður H. Þorsteinsson, Kirkjuvegi 8, Hvammstanga. Þegar eru komin eyðublöð fyrir þá sem óska eftir upplýsingum, eða þátttöku, og er þeim bent á að skrifa eftir þeim sem fyrst. Varöandi fyrstu frimerkja- blokkina, sem gefin var út i Bretlandi og nefnd er hér aö ofan, er rétt að segja frá þvi, að ekki aðeins er hún uppseld með öllu, heldur er verð hennar i dag 5.700 krónur, en upprunalega kostaði hún um 350 krónur. Það er engin spurning, að næsta blokk Breta verður rifin út ekki siður en sú fyrri. Svona sýningarblokkir eru eftirsóttar, m.a. vegna þess, að auk hins al- menna safnara er safnar bara þessu landi koma inn i myndna, sérsafnarar. Þeir sem safna: blokkum, frimerkjasýningum, Sir Rowland Hill, svo að nokkuö sé nefnt. áfram við fjárskort i rekstri Landssamands Islenskra frimerkjasafnara, sem forseti þess 11 fyrstu árin, án okkurs opinbers stuðnings, en það lifir enn. En mikið gæti ég glaðst yfir þvi, að þeir sem á eftir mér Koma tengju að njóta þess, að geta haft fullar hendur fjár og alltaf tekið á málunum og úr þeim bætt, hvenær sem á þarf að halda. Siguröur H. Þorsteinsson Blokkin fræga. ARU 'iiim Árgerð 1979 Frímerkj asaf narinn Merki sýningarinnar. Þá eru auk þessa blokkirnar seldar á yfirverði, sem notaö er til aö kosta þessa miklu sýn- ingu. Svo enn bætist i hópinn geysilega stór hópur safnara, sem safnar frimerkjum með yfirverði til hvers konar hjápar- stofnana og starfsemi frimerkjasafnara. Það er að veröa æ algengara út um allan heim, að gefin séu út frimerki og blokícir með nokkru yfirverði, sem gengur beint til Landssamtaka frimerkjasafn- ara i viðkomandi landi. Hafa amtök þessara landa byggt sér mynarleg hús og komiö upp söfnum fyrir þetta fé. Auk þessa veita þeir fé úr sjóðum, sem þann veg myndast árlega til klúbba og einstaklinga, frimerkjasýninga og út- gáfustarfsemi, sem hefir þann tilgang að vekja aukinn ahuga fyrir söfnuninni. Það er fyllilega kominn timi til, að við íslendingar litum I eigin barm og tökum til alvarlegrar ihug- unar að gera slikt hið sama. Legg ég þetta fram, sem tillögu til Póstmálastofnunar og stjórnar hennar þótt hér sé i opnu bréfi. Undirritaður þurfti að berjast TORFÆRUBIFREIÐIN SEM SAMEINAR KOSTI FÓLKSBÍLS OG JEPPA Ummœli nokkurra SUBARU-eigenda á síðasta ári Sigurður Jónsson (Þingeyingur) kenn- ari og bóndi, Ystafelli, Suður-Þing- eyjarsýslu, segir i viðtali um Subaru: „Ég kann mjög vel við bilinn. Hann er sparneytinn, góður i hálku og snjó og rýkur i gang i hvaða veðri sem er. Eftir reynslunni af þeim fyrsta eru nú þrir Subaru-bilar i fjölskyldunni.” (iuðni Kristinsson, bóndi og hreppstjóri, Skarði Landssveit segir i viðtali um Subaru: „Það segir kannske best hvernig mér hefir likað viö Subaru að ég er að kaupa 1978 árgerðina. Sá gamli hefir þjónað okkur vel, við höfum farið allt á honum sem við höfum þurft að fara og sparneytni Subaru er næsta ótrúleg.” Eyjólfur Agústsson, bóndi, Hvammi, Landssveit, segir i viðtali um Subaru: „Ég fékk einn af fyrstu Subaru-bilunum og hefur hann reynst i alla staði vel og tel ég þá henta sérstaklega vel til allra starfa við búskapinn. Ég hef farið á honum inn um allar óbyggðir og yfir- leitt allt, sem ég áður fór á jeppa. Subaru er góður i hálku, duglegur i vatni og sparneytinn — og nú er ég aö fá mér 1978 árgerðina.” Hafið strax samband við sölumenn okkar og tryggið ykkur góðan bíl SUBARU -UMBOÐIÐ l \ N /om C arla ;va ndi v/Sc R >gov Hf eg — :L( SílTH ZiAS ar 84510 < ON >g 8451 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.