Tíminn - 06.05.1979, Qupperneq 9

Tíminn - 06.05.1979, Qupperneq 9
Sunnudagur 6. mal 1979. 9 80 ARA I DAG: Margrét Þórðardóttir 1 dag er Margrét Þórðardótt- ir. fyrrum læknisfrú Vik i Mýr- dal áttræð/fædd að Kömbum i Stöðvarfirði tí. mai 1899,dóttir Þórðar Arnasonar. útgerðar- manns og konu hans, Sigur- bjargar Sigurðardóttur. hin fimmta i röðinni átta systkina. Er Margrét var 10 ára fluttist fjölskvldan til Fáskrúðsfjarðar og var þar stundaður sjórinn þvi mikils þurfti að afla til fram- færis svo stórri fjölskvldu, þótt evðslu væri stillt i hóf. svo sem kostur var. Eigi voru þar menntunarskilyrði utan barna- skóli og urðu þvi námfúsir ung- lingar þess tima. að bæta sér það upp með lestri góðra bóka og fá tima i skrift og reikningi hjá skólamönnum er þá þjón- ustu veittu. Það notaði Margrét sér eftir föngum. sem kom sér harla vel siðar er hún varð. ung að árum. húsmóðir á stóru em- bættismannsheimili er mikiar kröfur voru gerðar til á þeim tima. t júli 1921 kom ungur og nýút- skrifaður læknir til Fáskrúðs- fjarðar, Guðni Hjörleifsson, glæsilegur mannkostamaður af gildum bændaættum undan Eyjafjöllum, 27 ára gamall og ókvæntur. Að sjálfsögðu hafa blómarósir staðarins litið þenn- an unga menntamann hýru auga en Margrét hin 22ja ára sjómannsdóttir var sú útvalda og giftust þau 23. júli 1922. Guðni var svo um skeið héraðslæknir i Vopnafjarðarhéraði en 15. mai 1926 var hann skipaður héraðs- læknir i Vik i Mýrdal. þar sem hann starfaði meðan ævin entist eða til 23. júni 1936. er hans missti við svo langt um aldur fram. Engin orð fá lýst svo hörðum örlögum. að þurfa að sjá á bak slikum eiginmanni og sex barna föður, hið elsta þrettán ára og hið vngsta á fyrsta ári.en hin unga kona lét ekki bugast en axlaði ein byrðina sem tvö höfðu áður borið. Er þar skemmst af að segja að með Guðs og góðra manna hjálp tókst móðurinni að halda ölíum vel gefna hópnum saman og kom þeim hverju og einu til manns eins og best verður á kosið. Þar hefur enginn legið á liði sinu. Saman hafa þau staðið i bliðu og striðu og stutt hvert annað með ráðum og dáð. Börn þeirra Guðna og Mar- grétareru þessi: Sigurbjörg bú- sett i Bandarikjunum gift M. Leonard Mike, blaðamanni og eiga þau þrjú börn. Hjörleifur verslunarmaður. kvongaður Onnu Sigriði Ingólfsdóttur og eiga þau fjögur börn. Þórir læknir i Stuttgart er kvæntur þýskri konu og eiga þau tvö börn. Daniel læknir við Borgar- sjúkrahúsið, kvæntur Gerði Birnu Guðmundsdóttur og eiga þau fjögur börn. Sigurður bók- bindari. kvæntur Magneu Jóns- dóttur og eiga þau þrjú börn og svo eru barnabarnabörnin orðin fjögur. Það er friður og föngu- legur niðjahópur. Við þessi timamót getur Mar- grét horft með reisn vfir langan og ánægjulegan en sjálfsagt oft strangan vinnudag og þó aldrei hafi hún hlift sér, en unnið svo sem kraftarnir levfðu og þá ekki siður kennt börnunum að vinna og bjarga sér. vitandi sann- leiksgildi hins fornkveðna.vinn- an göfgar manninn,er hún enn sem fvrr glæsileg kona. létt i spori. glaðleg og hress. enda við góða heilsu sem betur fer. Vonandi eigum við vinir henn- ar og vandamenn eftir, enn um langtskeið aðheimsækja hana á hennar fallega heimili og njóta þeirrar gestrisni»sem henni er svo eðlileg. G.B. Vandaðar vélar borga sig HEUfnn hel £zt Bensínsala 1978: 121.5 milljónir lítra SS — Bensinsala 1978 varð 121,5 milljónir litra, aö þvi er fram kemur i skýrslu samgönguráö- herra um framkvæmd vega- áætlunar .1978. Er þaö 6,2% aukning frá árinu áöur. Ef hins vegar er miðaö viö meðaleyðslu á bifreið, þá er hún Bílaeign landsmanna um 83.700 bifreiðar — 1978 voru innfluttar 8.862 bifreiðar SS — A árinu 1978 voru fluttar inn 8.862 bifreið- ar, og er það 1.080 bifreiðum fleira en árið áð- ur. Heldur dró úr innflutningi siðustu mánuði ársins, og má búast við, að á árinu 1979 verði flutt inn heldur minna af bifreiðum en árið 1978. heldur minni en árið áöur eöa 1.670 ltr. á móti 1.685 árið 1977. Þess má geta, aö 1971 varö bensínsalan 77,5 m. Itr., 1974 104,4 m. ltr. og 1977 er hún kom- in upp i 114,4 m. ltr. Meðal- eyðsla á bifreið var 1.756 ltr. 1971,1.7361974 og 1.685 árið 1977. Þessar upplýsingar koma fram i skýrslu samgönguráð- herra um framkvæmd vega- áætlunar 1978. Þar segir enn- fremur: Mest var flutt inn af fólksbif- reiðum eða alls 8.096. Innflutn- ingur vörubifreiða var alls 368, þar af 162 meö yfir 10 tonna leyfðum heildarþunga. Sendi- bifreiðar voru 345 og sérsmiðaö- ar bifreiðar til ýmissa verkefna 53. Aætlað er, að bifreiðaeign I lok árs 1978 hafi verið orðin um 83.700 bifreiðar. Fjölgun frá ár- inu áður er um 7,3%. LITAVER • LITAVER • LITAVER ■ LITAVER ■ LITAVER ■ LITAVER • LITAVER ■ LITAVER • LITAVER Stök gólfteppi Gólfteppi Gólfdúkur því það _ ... nefur V eggstngi ávaiit Veggfóður bor9slg MÁLNINGAR MARKAÐUR Litavers-kjörverð Grensásvegi ■ Hreyfilshúsi Sími 8-24-44 LITAVER • LITAVER ■ LITAVER • LITAVER ■ LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER ■ LITAVER • LITAVER\\;AVER ■ LITAVER •

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.