Tíminn - 06.05.1979, Blaðsíða 27
Sunnudagur 6. mai 1979.
27
STUTTAR
FRÉTTIR
Tónleikar
til styrktar
Amnesty
Inter-
national
Á morgun, sunnudag,
verða haldnir kammertón-
leikar í Norræna húsinu til
styrktar Amnesty Inter-
national.
Þaðeru 15 hljóðfæraleikarar úr
Sinfóniuhljómsveit íslands sem
standa fyrir tónleikunum og
verða leikin verk eftir Mozart,
Svendsen, Debussy, Rust, Rossini
og Ibert.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og
verða aðgöngumiðar seldir við
innganginn.
íslands-
kynning í
Norður-
Finnlandi
Norræna félagið i Finnlandi
beitir sér fyrir viðtækri kynn-
ingu á hinum Norðurlöndunum
um allt Finnland nú i ár. Það
hefur um hana samvinnu við
héraðs- og sveitarstjórnir
landsins.
Allt frá þvi i ársbyrjun hefur
Island verið kynnt i skólum
Lapplandsléns nyrsta hluta
Finnlands.
Nefnd hefur verið starfandi á
vegum Norræna félagsins hér á
landi, sem lagt hefur þessari
kynningu lið. í henni eiga sæti
Anna Einarsdóttir, Jónas
Eysteinsson og Hjálmar Ólafs-
son. Sendar hafa verið bækur,
litskyggnur og kvikmyndir til
Finnlands. Þakkar nefndin fyrir
þá ágætu fyrirgreiöslu sem hún
hefur fengið.
A sunnudag 6. mai nk. verður
svo íslandskynningin formlega
hafin með hátiðasamkomu i
glæsilegum húsakynnum
Lappia-hússins i Rovaniemi
sem er stærsta borgin i Lapp-
lands-léni. Þar mun forsætis-
ráðherra ólafur Jóhannesson
halda ræöu, svo og formaður
Norræna félagsins Hjálmar
Ólafsson, ennfremur syngja og
leika þrjú á palli, en það eru þau
Edda Þórarinsdóttir, Halldór
Kristinsson og Troels Bendtsen.
Þá mun verða opnuð sýning á
vegum Heimilisiðnaðafélags Is-
lands og hefur Gerður Hjörleifs-
dóttir framkvæmdastjóri veg og
vanda af henni.
A sama tima verður opnuð isl.
málverkasýning i borginni
Kemi, sem er næststærsta borg
Lapplands og stendur við Bott-
neska flóann. Þeir sem taka
þátt i þeirri sýningu eru: Hring-
ur Jóhannesson, Jóhannes Geir,
Jón Reykdal, Þórður Hall,
Bragi Ásgeirsson, Gunnlaugur
Stefán Gislason. Þeir sýna sam-
tals 36 myndir. Ennfremur er
sýning á málverkum Sigriðar
Björnsdóttur, 24 myndir, svo og
ljósmyndasýning. Þessar sýn-
ingar eru allar i listasafni
Kemiborgar.
Þau Hjálmar Ólafsson og
Þrjú á palli ferðast svo um
Lappland næstu viku og kynna
ísland á 7-8 stöðum.
Norræna félagið vill færa
þakkir öllum þeim sem hér hafa
átt hlut að, ekki sist myndlistar-
mönnunum og stjórn félags is-
lenskra myndlistamanna sem
undirbjuggu sýninguna á lista-
verkunum á undraskömmum
tima.
Þá hafa Flugleiðir veitt frá-
bæran stuðning.
■ éwm
I * || .J v:S
Hfe íb& æ
Landsþing SVFI var sett í gær. Setningarræðu hélt
Gunnar Friðriksson, forseti félagsins, en meðal við-
staddra var forseti Islands, Kristján Eldjárn, og frú.
Þingið, sem er mjög f jölmennt, stendur fram á sunnu-
dag og verða því gerð nánari skil i blaðinu eftir helgi.
— Tímamynd: Tryggvi.
Ahugamenn
stofna samtök
Ný samtök áhugamanna um
bættan hag þeirra, sem eiga við
um bættan
geðræn og sálræn vandamál að
striða boða til stofnfundar sam-
takanna i Safnaðarheimili Lang-
holtskirkju i kvöld klukkan 21.
hag sál- og
A fundinn mætaaðstandendur,
læknar, sálfræðingar, félagsráð-
gjafar, hjúkrunarfólk og fulltrúar
þingflokkanna og allt annað
geðsjúkra
áhugafólk er hjartanlega velkom-
ið á stofnfundinn sem hefst eins
og áður segir klukkan 21.
D
R
E
K
I