Tíminn - 08.05.1979, Síða 6
6
Þriöjudagur 8. mal 1979
r
v
Wmwm
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Sfmi
86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verö I lausasöiu kr. 150.00. Askriftargjald kl.
3.000.00 — á mánuöi. Blaöaprent
Japanir ófáanlegir til
samninga við Bandaríkin
Óhagstæður viðskiptajöfnuður orsök þvingaörar sambúðar
Grundvöllur
samstarfsins
Það er öllum i fersku minni við hvaða aðstæður
núverandi rikisstjórn var mynduð, og hver að-
dragandi stjórnarmyndunarinnar hafði verið.
Meginatriðið sem stjórnarsamstarfið hvilir á er
samráð við aðila vinnumarkaðarins, einkum sam-
tök launafólks, og samstaða um aðgerðir i barátt-
unni við verðbólguna ásamt vinnufriði i landinu.
Þetta grundvallaratriði stjórnarsamstarfsins
hefur verið itrekað aftur og aftur. Eins og rikis-
stjórnin var mynduð og hefur starfað er þessi
samstaða og vinnufriður forsenda stjómarinnar.
Bregðist þessi forsenda er sá grundvöllur, sem
lagður hefur verið, brostinn. Hvað við tæki við
slikar aðstæður, ef upp koma, er auðvitað ekki
fyrirsjáanlegt nú, en það liggur sem sé alveg fyrir
að þá verður að leggja nýjan grundvöll að starfi
rikisstjórnar i landinu, hvort sem hún yrði saman-
sett af sömu aðilum og nú er eða öðrum.
Með þessum orðum er hreint ekki verið að segja
lesendum nein ný tiðindi. Samráð, samstaða i
baráttunni gegn verðbólgunni ásamt vinnufriði
hafa aftur og aftur verið tekin fram sem grund-
vallaratriði stjórnarsamstarfsins og sjálft vinnu-
svið rikisstjórnarinnar!
1 samræmi við þessa margboðuðu staðreynd
segir Steingrimur Hermannsson ráðherra i viðtali
við Timann sl. laugardag:
„Eigi nokkur árangur að nást i þessum efna-
hags- og verðbólgumálum á þessu ári verður það
að standa sem að var stefnt þegar rikisstjórnin var
mynduð, að engar grunnkaupshækkanir verði á
þessu ári, fyrr en þá eftir 1. desember”.
Steingrimur benti enn fremur á að:
„Verði grunnkaupshækkanir hjá einhverjum þá
hlýtur það að ganga i gegnum alla linuna. Þá verð-
ur ekki um 35% verðbólgu að ræða, heldur 45-50%.
Þetta þýðir ekki að það sé allt launahækkunum
sem slikum að kenna, heldur er visitalan þannig
að launahækkanimar hljóta að vinda upp á sig.
Það er þvi ljóst að eigi að ná verðbólgunni niður,
verður að takmarka hækkanir”.
í viðtalinu kemur fram að ráðherrann telur
óhjákvæmilegt að lögbindingu verði beitt til þess
að stjórn efnahagsmálanna fari ekki úr böndum.
Lögbinding sé, þegar á allt er litið, eina færa leiðin
til þess að koma i veg fyrir að stefna rikisstjómar-
innar i efnahags- og verðbólgumálum renni i
reynd út i sandinn að mjög verulegu leyti á þessu
ári, en slikt jafngildir þvi að gmndvöllur stjórnar-
innar bresti eins og áður segir.
Nú hefur stjórn Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins látið frá sér fara mjög harðorða yfirlýs-
ingu þar sem ummælum ráðherra er svarað á
mjög hvatskeytlegan hátt. Án þess að dómur sé á
farmannadeiluna lagður verður að segja að þessi
yfirlýsing kemur öllum þeim mjög á óvart sem
hafa i huga þann grundvöll sem rikisstjórnarsam-
starfið hvilir á.
Hvað svo sem stórorðum fullyrðingum liður
verða forystumenn launþegasamtakanna að sæta
þvi, að til þeirra eru þær kröfur gerðar að þeir
muni þau orð og þá skilmála sem voru og hafa til
þessa verið forsenda og grundvöllur rikisstjómar-
innar. Að sama skapi er ábyrgð þessara manna
ekki litil.
JS
Masayoshi Ohira forsætisráð-
herra Japan kom i sina fyrstu
opinberu heimsókn til Banda-
rlkjanna f nýliöinni viku síðan
hann tók viö embætti forsætis-
ráöherra eftir stormasamar
kosningar i Japan fyrir um þaö
bil fimm mánuðum. Og enda
þótt heimsókn hans til Washing-
ton hafi ekki verið ýkja storma-
söm erunúmiklarblikur álofti i
viöskiptum Bandarikjanna og
Japan, ogúr þeim viröist ekkert
hafa greiðst við heimsókn
Ohira.
Gifurlegur viðskiptahalli
Bandarikjanna gagnvart Japan
er ástæöa þvingaörar sambúöar
rikjanna og hin herskáa
öldungadeild bandarlska þings-
ins vill nú grlpa til verndarað-
geröa gegn japönskum innflutn-
ingi fáist Japanir ekki til samn-
inga um jöfnun hallans, sem á
siðasta ári einusaman nam 11.6
billjónum Bandarikjadala.
Eftir viðræður, sem Robert
Strauss aðalviðskiptasamn-
ingamaöur Bandarikjastjórnar
átti við Ohira í siðustu viku,
sagði hann við fréttamenn aö
lokatilboð Japana væri ófull-
nægjandi. Hinn 68 ára gamli
Ohira svaraöi um hæl og sagði:
„Við gerum ekki frekari tilslak-
anir.”Er það ogskoðunhans að
nú þegar miði svq. vel i
jöfnunarátt aö ekki sé um neitt
frekar að semja. Bandarikja-
merin þurfi aðeins að notfæra
sér aðstööu slna á japönskum
mörkuðum til þrautar til að ná
fullum jöfnuði.
Ef Bandarikjastjórn, og þá
ekki síður öldungadeildin, er
ekki á sama máli. Stjórnin
viðurkennir að visu að miöað
hafi i rétta átt i upphafi þessa
árs, en bendir á aö það sé vegna
timabundinnar viöleitni Japana
til að minnka útflutning sinn til
Bandarikjanna en auka inn-
flutning. Dæmið gæti snúist viö
þá og þegar, bendir hún á, þar
sem ekki hefúr veriö samið um
máliö og framhaldið þvi algjör-
lega á valdi Japana.
Samningamenn Bandarlkja-
stjórnar leggja þvi mikla
áherslu á að opna leið fyrir
bandariska framleiöslu á jap-
anska markaöi, vitandi það að I
Japan viðgangast dulbúnar
verndaraögerðir gagnvart er
lendum innflutningi meö þvi aö
ríkisafskipti eru mikil I landinu
og rikisfyrirtæki hafa sinar
rlkishollu starfsaðferðir.
Höfuöáherslu leggja Banda-
rlkjamenn á að koma inn á
japanskan markað tölvuiönaöi
og tækniþróuðum rafeindaiðn-
aði ýmiss konar, en á þvl sviði
stenst enginn þeim snúning I
gjörvallri veröld. 1 Japan er og
að hefjast mikil uppbygging og
endurnýjun I simaþjónustu þar
sem Bandarikjamenn sjá sér
leik á borði meö þessa háþróuðu
vöru slna. En þar hittir andskot-
inn vlst ömmu sina, þvi einmitt
á þessu sviði hyggjast Japanir
nú ná sér betur á strik og hafa
verndað þennan iðnað með
lagasetningum á þeim grund-
velli að um sé að ræða iðnaö á
frumstigi. En einmitt þannig,
segja Bandarikjamenn og eöli-
Strauss berst viö japanska
iega nokkuð bitrir, hafa Japanir
alla tíö hagaö sér. Þeir vernda
iðngreinar si'naruns þæreruvel
samkeppnisfærar, og von bráð-
ar þýðir ekki fyrir nokkurn
dauðlegan mann að keppa við
þá.
Og það er óneitanlega stað-
reynd að á þennan hátt hafa
Japanir leikið ýmsa grátt og
náð yfirhöndinni I hvers kyns
útvarps og sjónvarpsfram-
leiðslu, framleiðslu á mynda-
vélum, bilum og I óteljandi öðr-
um atvinnugreinum. A móti
flytja þeir helst ekki annaö inn
en matvöru og hráefni. Og af þvl
er stórkostlega hagstæður við-
skiptajöfnuður þeirra kominn,
ekki aðeins gagnvart Banda-
rikjunum heldur einnig Efna-
hagsbandalagi Evrópu og fjöl-
mörgum öörum þjóöum. Og þvi
sárar sviöur Bandarikjamönn-
um að hafa ekki markað fyrir
háþróaðan tölvu og rafeinda-
iðnað sinn I Japan að markaöur-
inn þar mun tvímælalaust vaxa
stórkostlega i náinni framtið.
Og ennfremur er allt útlit fyrir
að Bandarlkjamenn hafi spilað
verndarstefnu.
úr höndum sér þennan markaö I
Sovétrikjunum, þar sem hann
mun einnig vaxa margfaldlega
á næstunni, er Carter bannaði
sölu á fullkomnum tölvuútbún-
aði til Tass fréttastofunnar.
So vétmenn sneru sér við svo bú-
iðtil Frakka oghafa gert samn-
inga viö þá I þessum efnum sem
hljóöa upp á risavaxnar upp-
hæðir.
Tilraunir Bandarfkjamanna
undanfarnar vikur við að ná
samingum við Japani um að
komast inn á markað hjá þeim
meö tölvuiðnað og háþróaðan
rafeindaiðnað hafa mættsterkri
mótstöðu og jafnframt vel rök-
studdri þar sem Japanir hafa
einmitt kjörið sérþetta svið sem
framtiöarvettvang sinn. Þeir
hyggjast, svo sem Bandarikja-
menn hafa bitra reynslu af,
verða miklir útflytjendur á
þessu sviði innan fárra ára. A
meðan þeir eru að ná þvi stigi að
slikt reynist þeim unnt, hafa
þeir alls ekki i hyggju aö láta
skemma fyrir sér meö þvi að
leyfa innflutning á þessari vöru
til Japan.
Framhald á bls. 23.
Viðskiptajöfnuöur Bandarikj-
anna við Japan hefur aldrei ver-
ið eins óhagstæður og áriö 1978
eða um 11.6 billjónir dollara.
Siöan hefur ástandið mikiö lag-
ast en Bandarikjamenn eru þó
ekki ánægðir og búast við að
minnsta kosti 6 bQljón doliara ó-
hagstæöum viðskiptajöfnuði á
þessuári. A skýringarmyndinni
sýnir efri brúnin innflutning
Bandarlkjanna frá Japan en hin
lægri útflutning þeirra tð Japan
I billjónum dollara á lóðrétta
ásnum. Bilið á milli er það sem
Bandarikjamenn þurfa að
greiða á milli.
MAMJJASONDJ F
1978 ______ 1979 _