Tíminn - 08.05.1979, Blaðsíða 10
10
ÞriOjudagur 8. mal 1979
Hvar er ráðhúsbyggingarsjóðurinn? spyr Albert
„Ihaldið búið að eyða honum”
Kristján Benediktsson
Kás — Á fundi borgar-
stjórnar sl. fimmtudag
endurflutti Albert
Guðmundsson tillögu
sina sem visað var frá
borgarráði nýlega, um
byggingu ráðhúss fyrir
borgina.
— sagði
í tillögunni segir m.a., að
borgarstjórn samþykki aö skipa
byggingarnefnd til fram-
kvæmda við byggingu á nýju
ráðhúsi. Störfum nefndarinnar
verðihraðaðsvo að ráðhús, sem
fullnægi þörfum borgarinnar og
stofnunum hennar, verði full-
byggt á 200 ára afmæli Reykja-
vikurborgar árið 1986.
Vakti Albert athygli á þvi, að
fyrir mörgum árum hefði verið
stofnaður ráðhúsbyggingar-
sjóður, og spurði hvort hann
væri ekki til lengur, og hve mik-
ið fjármagn væri til i honum.
Kristján Benediktsson sagði
að augljóslega væri um hreina
sýndarmennsku að ræða hjá
Albert með flutningi þessarar
tillögu. Ihaldið, þ.e. fyrrverandi
meirihluti i borgarstjórn, er
fyrir löngu búið að eyða þeim
fjármunum sem til voru i þeim
sjóði. Sagðist Kristján halda að
til hefðu verið i sjóðnum allt að
50millj. kr. á sinum tima og það
væri stór fjárhæð i dag ef til
væri.
Sagði Kristján það einum of
ódýrt fyrir Albert, að reyna að
gera ráðhúsmálið að einhverju
stórmáli. Hér væri fyrst og
fremst um óábyrgan málflutn-
ing að ræða, og það hlytu allir að
sjá i gegnum þennan skripaleik.
Tillagan var felld með 8 atkv.
gegn 2. -
Svona eiga sin-
fóníur að vera
A tónleikum Sinfóniuhljóm-
sveitar Islands 26. april voru
flutt Concerto Grosso I G-dúr op.
6 nr. 1 eftir Handel (1685-1759),
Exuítate, Jubilate K 165 eftir
Mozart (1755-1791), og 4. sinf-
onia Mahlers Í1860-19HX Ungur
Hollendingur Hubert Soudant,
stjórnaði, en Sieglinde Kah-
mann söng i Mózart og Mahler.
Það er mjög sjaldgæft að
barokk-tónlist takist hér al-
mennilega, og ennþá
sjaldgæfara að Mózart takist
vel: yfirleitter þetta ekki tækni-
lega vandasamt fyrir hljóðfæra-
leikarana og með þvi að litill
timi gefst til æfinga, má liklegt
telja, að meiri áherzla sé lögð á
að æfa hin „viðameiri” verk.
Verk fornmanna á að leika með
ýktum áherzlum: fortissimó
pianissimó, yfirfjörlega, óum-
ræðilega rómantiskt. Deyfð,
geðleysi, leti og slappleiki eru
viss með að kála flutningnum i
barokk-tónlist. A fimmtudaginn
var Handel ekki eins góður og
hann gæti verið — kannski
Jacquillat hefði getað æst
hljómsveitina til verðugra
átaka. Guöný Guðmundsdóttir
og Helga Hauksdóttir léku ein-
leik með prýði, og Lawrence
Frankel knúði sembalinn.
Um Exultate, Jubilate segir
svo i skránni: „Exultate, Jubil-
ate er mótetta I þrem þáttum,
sem talið er að Mozart hafi
skrifað i Milano I janúar 1773, þá
aðeins 17 ára að aldri. Að formi
til er verkið mjög hliðstætt
itölskun. forleik og er söngröddin
notuð á ekki ósvipaðan hátt og
um einleiksrödd i konsert væri
aö ræða. Taliö er, að Mozart
hafi skrifað verkið fyrir karl-
sópran söngvarann (castrato)
Venanzio Rauzzini, sem frum-
flutti verkið sama ár, en
Rauzzini var á þeim tíma
heimsþekktur söngvari. Siöasti
þáttur verksins er án efa ein-
hver þekktasta tónsmið
Mózarts.”
tónlist
Mörgum þótti þetta „góður
Mózart”, en nær væri, aö hann
hafi verið allgóöur: snerpan
heföi mátt vera meiri. Sieglinde
Kahmann er hin ágætasta söng-
kona og dugmikil að auki, þvi
hún er alls staöar syngjandi
með miklum glæsibrag: Skráin
segirfrá þvi, að hún sé nýkomin
úr tónleikaferð i Noregi, þar
sem hún hafi sungiö i Bergen
undir stjórn góðvinar vors
Karstens Andersen. En ég held.
Exultate, Jubilate, mundi taka
sig ennþá betur út i flutningi
geldings, en við þvi er ekki gott
aö gera, það eru vist svo fáir
sem vilja fórna öllu fyrir listina
nú til dags.
Hápunktur tónleikanna var
Mahler-sinfónían, samin áriö
1900. Þetta er léttasta og að-
gengilegasta sinfónia skáldsins,
afskaplega skemmtileg, og
lokakaflinn er sunginn: það er
kvæði, sem lýsir I Gullna-hliðs
stil verunni hinum megin.
Kvæðið hefði að sjálfsögðu átt
að vera i tónleikaskránni, bæði
á þýzku og i þýðingu einhvers
góðskálds. Þetta söng Sieglinde
Kahmann mjög skemmtilega,
og raunar tókst flutningurinn
allur meö miklum ágætum.
Hljómsetning sinfóniunnar er
mjög litrik, rétt eins og hjá
Beethoven, með miklum
blásarasólóum og almennt
stórri hljómsveit. Þarna voru,
auk ofvaxins strengjahluta, 5
horn, 3 fagott, 3 óbó, 4 flautur, 3
klarinettur, 5 menn I slagverki
auk Patreks Neubauers á pák-
um, 3 trompetar. Þarna var
sem sagt öllu til tjaldað — við
ráðum ekki við stærri verk en 4.
sinfóniu Mahlers. Og hún tókst
alveg sérlega vel.
Þvi miður geröi skúr meðan á
Gustav Mahler
1. og 2. þætti stóð, og engum tog-
um skipti að bióiö fór að leka.
Þetta er grátlegur fjári, og
Friðfinnur segist vera búinn að
láta gera allt, sem verkfræöing-
um og byggingarmeisturum
geti til hugar komið til að þétta
þakið. Sá dagur veröur mikil-
vægur i islenzkri byggingarlist
þegar arkitektar og verkfræð-
ingar fá epli i höfuðið og fara að
átta sig á þyngdaraflinu, en það
afl veldur þvi, að vatn leitar
alltaf undan halia léttustu leið-
ina, og sezt fyrir þar sem lægst
er. En þangað til þetta gerist
verður bara að notast við bala
áfram — mér er sagt að húsnæði
Rannsóknarstofnunar
byggingariðnaðarins sé 118 bala
hús.
30. 4. Sigurður Steinþórsson
^1' l'.lifelr IíB.1 [í t!!5 m |J5feI [iiiij 1 II ll ffi *
„ . . -X. M*Tl
Danska listiðnaðarsafniö. Húsið er byggt 1755. Þetta er hinn gamli konunglegi Friðriksspltali, þar sem
Jónas Hallgrlmsson dó.
Sýning á frábærum
dönskum listiðn-
aðarmunum í
Norræna húsinu
í dag verður opnuð sýning á dönskum listiðnaði i
Norræna húsinu og verða sýndir munir sem eru i
eigu Danska listiðnaðarsafnsins i Kaupmannahöfn
og þvi framúrskarandi fagrir og vandaðir.
I tilefni af þessari sýningu er hér
nú staddur forstjóri Danska
listiðnaðarsafnsins, Erik Lassen
og Charlotte Portman, starfs-
maður þess.
Frumkvæðið að því að fá
sýninguna hingað til lands hefur
Bændur
Dýravinur, strákur á
13 ári, óskar að kom-
ast i sveit. Simi:
91-36489.
félagsskapurinn Listiðn átt og þá
einkum ritari þess, Finnur
Fróðason. Er von aöstandenda
sýningarinnar sú, að hún megi
auka þekkingu í sambandi við
listiðnað á tslandi og veita
samanburð, til þessaö metaeigin
stöðu I þessu tilliti.
Sveitastarf
12 ára drengur óskar
eftir að komast i
sveit. Upplýsingar i
sima: 91-73672.