Tíminn - 18.05.1979, Qupperneq 1
Ræður úr eldhúsinu
- Bls. 9,10 og 11
Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
„Það situr allt fast”
Lítið um lána-
beiðnir til
fjárfestingar
í bönkum
Meiri varfærni gætir nú en undanfarin ár
Flokksstjórnin styður
viðhorf þingflokksins
AM — Minni Asókn virðist í bönk-
um i fjárfestingarlán um þessar
mundir og yfirleitt sýnist gæta
meiri varfærni i þeim sökum en
elia aö þvi er Magnús Jónsson
bankastjóri við Búnaöarbankann,
sagði blaðinu I gær.
Magnús sagði að þess i stað
gætti meira að menn sæktu eftir
rekstrarlánum og áleit að
skýringarinnar kynni að vera að
leita i þvi' að menn réðust ekki i
nýbyggingar, vegna nýbygg-
ingargjaldsins og svo hins aö
staða fyrirtækja'nna sé erfið.
Annars kvað hann ekki skorta
lánbeiðendur og þyrfti síst að
auglýsa eftir þeim i blöðum. En
ánægjulegast þætti sér sem
bankastjóra aðmiðað væri nú i þá
átt að tryggja hag sparifjáreig-
enda betur en verið heföi og væri
nú loks hægt með hinum nýju
vaxtaaukalánum að hvetja fólk
meðsæmilega góðri samvisku til
þess aö leggja inn fé. ,,Við í bönk-
unum höfum fundið sárast til þess
á undanförnum árum, hvernig
verðbólgan eyðileggur fé spari-
fjáreigenda, því auðvitaö eru það
sparifjáreigendur, sem halda
þjóðfélaginu gangandi en ekki
hinir, sem festa allt sitt i stein-
steypu”.
Kás — Flokksstjórnarfundi Al-
þýðuflokksins lauk á áttunda
timanum f gærkvöldi. Á fundinum
samþykkti flokksstjórnin yfir
stuðningi sfnum við viöhorf þing-
flokksins til kaup-og kjaramála.
1 samþykkt fundarins segir
m.a.: „Flokksstjórn Alþýöu-
flokksins lýsir stuðningi við þau
viðhorf þingflokks Alþýðuflokks-
ins að lausn efnahagsmálavand-
ans felist ekki i þvi að skipa kaup-
gjaldsmálum almennt I landinu
einhliða með lögum. Slík aðgerð
er i andstöðu við steftiu og störf
Alþýðuflokksins og grundvallar
viðhorf verkalýðshreyfingarinn-
ar um frjálsan samningsrétt og
skipan launamála i landinu.
Flokksstjórnin Itrekar andstööu
sina viö einhliða almenna lög-
skipan kaupgjaldsmálanna og
minnir á ólög rikisstjórnar Geirs
Hallgrimssonar sem viti til
varnaðar”.
Akveðiövar á fundinum aö visa
framkomnum tillögum innan
rlkisstjórnarinnar til fram-
kvæmdastjórnar flokksins til úr-
vinnslu en slðan verður fram-
haldsfundur flokksstjórnar nk.
sunnudag. „Meö þessari sam-
þykkt erum við I fullri vinsemd að
biðja samstarfsfbkka okkar I
ríkisstjórninni að átta sig á þvi
inn á hvaða braut menn eru að
fara og láta það í ljós að viö erum
ekki sáttir viö það að það sé úr-
ræði I efnahagsmálum aö fara að
skipa kaupgjaldsmálum I landinu
almennt með lögum”, sagöi Sig-
hvatur Björgvinsson I samtali við
Tímann i gærkveldi.
Þriggja herbergja ibúð í Mjóumýrinni á 22 milljónir, tilbúin undir tréverk:
Byggingafyrirtækin taka 40%
verðbólguspá inn í verðútreikninginn
AM — „Það er óhætt að segja að
framboö á ibúðum er afar lltiö
þessa stundina fólk er hrætt og
heldur að sér höndum og auk þess
selur enginn án þess að hafa eitt-
hvað tryggt um leiö þegar svona
árar”, sagöi Agnar ólafsson hjá
Fasteignahöllinni i viðtali við
Tímann I gær.
Agnar sagöi aö þess væri ekki
aö dyljast að feiknaleg „skrúfa”
uppávið I verði fasteigna væri aö
hefjast, og sagðist hann óttast aö
erfiðir tlmar væru framundan I
fasteignasölu.
Um þessar mundir sagði hann
að ýmsir aöilarse, væru að
byggja i Mjóumýrinni i Breiöholti
gerðu ráö fyrir 40% veröbólgu I
veröútreikningum, þannig að 3ja
herbergja ibúð mundi ekki kosta
færri en 22 milljónir, tilbúin undir
tréverk við afhendingu á næsta
ári en 4 herbergja Ibúðin 24
milljónir
„Ég ætla að þessi ágiskun
þeirra um verðbólguþróunina sé
sist ofreiknuð”, sagöi Agnar.
Hvaö framboð á skrifstofuhús-
næði varöaði sagði hann aö þar
væri hins vegar um offramboö að
ræða, en mikið af sliku heföi veriö
byggt á sl. tveimur árum. Ættu
menn margir I erfiöleikum með
að leigja út slikt húsnæði af þeim
sökum og taldi hann ekki fráleitt
aö samdráttur fyrirtækja ætti hér
einhvern hlut að málinu.
Stund milli stríða
1 gærkvöldi komu yfirmenn á
farskipum saman til gleö-
skapar i Glæsibæ, enda um að
gera að nota timann vel á
meðan sem flestir eru i landi
af völdum verkfallsins. — Það
voru mörg hressileg dans-
sporin stigin I gærkvöldi eins
og meðfylgjandi mynd
Tryggva, Ijósmyndara Tim-
ans ber með sér og sumir yfir-
mannanna voru jafnvel með
tár I glasi.
Eldhúsdagsumræðurnar á Alþingi I gærkvöldi:
„Ríkisstjórnin á
að stjórna enekki
láta stjórna sér”
— sagði Tómas Arnason
Kás — „Þau viðhorf sem blasa
við I efnahagsmálum þjóðar-
innar kalla á skjótar og hik-
lausar aðgerðir. Rikisstjórn og
Alþingi er kosið til að stjórna
landinu. Rikisstjórnin á þvi að
stjórna, en ekki að láta stjórna
sér. Ef hún ekki getur stjórnað á
hún að fara frá”, sagði Tómas
Árnason, fjármálaráðherra, við
almennar stjórnmálaumræður,
sem fram fóru I Sameinuðu Al-
þingi i gærkveldi
Sjá nánar bls. 9.
„Framsóknarflokk-
urinn mun láta
á það reyna
— hvort ríkisstjórnin hefur kjark og vilja
til að taka á efnahags- og kjaramálunum”,
sagði Steingrimur Hermannsson
dómsmálaráðherra
Kás — „Hlýtur fljótlega á þaö
að reyna, hvort samkomulag
næst eða rlkisstjórnin hefur
kjark til að taka á þeim mál-
um”, sagöi Steingrimur Her-
mannsson, dómsmálaráðherra
við almenna stjórnmálaum-
ræðuna á Alþingi i gær, þegar
hann ræddi um kaup- og kjara-
mál. „Það er prófsteinninn á
vilja og getu rikisstjórnarinnar
til þess að hafa hemil á verð-
bólgunni. Á það mun Fram-
sóknarflokkurinn láta reyna ef
nauðsynlegt verður”.
„Framsóknarflokkurinn telur
að forðast beri i lengstu lög bein
afskipti rikisvaldsins af vinnu-
deilum. Rikisvaldið veröur þó
að gripa i taumana þegar I al-
gjört óefni stefnir”, sagði Stein-
grimur.
Sjá nánar bls. 10 og
11.
— sagði Sigurður Runólfsson, formaður
Mjólkurfræðingafélagsins um
sáttafundinn i gær
ESE — „Það viröist allt sitja
fast f okkar málum”, sagði
Sigurður Runólfsson, formaður
Mjólkurfræðingafélags islands i
samtali við Timann f gær, en
Sigurður var þá ásamt fieiri úr
stjórn Mjólkurfræðingafélags-
ins á fundi með nýskipaðri
sáttanefnd.
Siguröur sagði að mestur timi
fundarins i gær heföi farið I að
ræða skólaprósentuna en sem
kunnugt er þá hafa mjólkur-
fræöingar krafist hækkunar
fyrir menntun sina, en ekkert
heföi þokast i áttina með það
mál i gær.
Aöspurður hvenær Mjólkur-
fræðingafélagið myndi taka
endanlega afstööu til tilmæla
ríkisstjórnarinnar, sagöi
Siguröur að þaö yrði væntan-
lega gert eftir helgi, en þá
myndu mjólkurfræðingar koma
saman til fundar>og ræða kjara-
málin á breiöum grundvelli.