Tíminn - 22.06.1979, Page 1

Tíminn - 22.06.1979, Page 1
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 B fl Dómkirkjan rekin með styrkjum og víxlasnapi AM— Dómkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík hefur nýlega sent kirkjumálaráðuneyt- inu bréf/ þar sem farið er fram á, vegna f járhagsörðugleika safnaðarins og kirkj- unnar, aðannað hvort verði sóknin stækkuð, eða ríkið taki þátt í rekstri kirkjunnar. Sóknamefnd telur ríkinu bera að greiða kirkjunni fyrir afnot þess af henni við hátiðleg tækifæri Séra Þórir Stephensen sagöi blaöinu i gær, aö á undanförnum árum heföu skrifstofur og verslanir gerst æ fyrirferöa- meiri innan marka sóknarinnar og þeim sem sóknargjöld greiöa fariö fækkandi af þeim sökum Ariö 1940, þegar sóknum i Reykjavik var skipt upp og nú- verandi sóknarmörk kirkjunnar ákveöin’ voru I sókninni um þaö bil 16-17 þúsund manns, en nú eru um 6 þúsund eftir. Hefur þetta aö vonum mikiö aö segja hvaö rekstur kirkjunnar varöar, sagöi séra Þórir, og þvi var kirkjumálaráöherra sent þetta erindi. Hann kvaö gert ráö fyrir aö einn prestur væri fyrir hverja fimm þúsund ibúa og þvi mætti ætla aö prestarnir heföu ekki nóg aö starfa, þar sem þeir eru tveir. Þvi fer þó fjarri, þar sem mikill fjöldi fólks sem kom- inn er i aörar sóknir litur stöö- ugt á Dómkirkjuna sem sina kirkju og sækir til hennar. Vandinn sneri aö rekstri kirkj- unnar. Sami vandi sagöi Þórir aö blasti viö t.d. Hallgrimssöfn- uöi, sem er enn fámennari, og taldi hann aö rekstur þess mikla húss ætti einhvern tima eftir aö veröa öröugur. Erling Aspelund, hótelstjóri, sem er varaformaöur sóknar- nefndar, sagöi aö menn vildu nú ekki beinlinis koma kirkjunni á framfæri rikisins, en á þaö bæri aö llta aö hiö opinbera notaöi hana, þegar mikiö þykir viö liggja, og væri eölilegt aö endurgjald kæmi fyrir. Ein- hvern veginn yröi aö efla hag Dómkirkjunnar, þar sem hún liföi um þessar mundir á styrkj- um, vixlum og snöpum, i dag veröur sýningin „Snorri Sturiuson 1179-1979” opnuö i Bogasal Þjóöminjasafnsins meö athöfn i hátiöarsal Hi kl. 14. A sýningunni veröa ýmsir munir frá dögum Snorra og þar á meöal róöukrossinn, sem hér er sýndur. Sjá myndir og frásögn á bls. 10. Þaö hafa nú ekki allir aögang aö svona kagga, gæti hann viljaö segja okkur þessi dreng- ur. TImamynd:Tryggvi. Yfirvinnubannið fyrir Félagsdóm KEJ —Vinnumálasamband Sam- vinnufélaganna ákvaö I gær aö visa til Félagsdóms aö skera úr um hvort yfirvinnubann far- manna væri löglegt eöa ekki. Aö sögn Hailgrims Sigurös- sonar formanns Vinnumálasam- bandsins var þessi ðkvöröun tek- in i kjölfars bréfs er sambandinu barst frá farmönnum þar sem yfirvinnubann þeirra var form- iega tilkynnt. Sagöi Hallgrimur aö ákvöröun þessi væri meö öllu illindalaus af hálfu Vinnumála- sambandsins, sem teldi iangeöli- legast aö fá úr þvi skoriö hvort yfirvinnubanniö væri löglegt i staö þess aö munnhöggvast viö farmenn þar um. Kostaboð Ingólfs í Útsýn: Ganga Neyt- endasamtökin í málið? Kás — Mikill kurr er nú í forsjálum viðskiptavinum Ferðaskrifstofunnar útsýnar, vegna hinna nýju kostaboða sem ferðaskrifstofan hefur boðið í nokkrar sólarferðir sínar. Samkvæmt þeim er boðið upp á fimmtíu prósent afslátt fyrir eiginkonuna og frítt fyrir einn farþega af hverjum fimm sem panta saman. Gilda tilboðin frá og með síðustu helgi, en hafa engin áhrif á kjör þeirra sem þegar voru búnir að' panta sér ferðir og borga inn á þær. 1 þessari viku hefur Feröa- skrifstofan Útsýn sent út bréf til allra forsjálla viöskiptavina, sem hin nýju kjör koma viö, þar sem skýrö eru út rök skrifstof- unnar fyrir lækkun fargjalda til þeirra sem seinna panta sér. Aörar feröaskrifstofur lita kostaboö Ingólfs I Útsýn óhýru auga. Til aö mynda telur Steinn Lárusson, formaöur félags feröaskrifstofanna, þessi boö högg fyrir neöan beltisstaö. Annar feröaskrifstofumaöur hefur látiö svo um mælt, aö hann búi ekki til dagprisa. Heldur dragi hann saman hjá sér en láta þá sem pöntuöu snemma gjalda fyrir þaö. örn Steinsen hjá Útsýn sagöi i samtali viö Timann, aö enginn verulegur hasar heföi oröiö út af þessum nýju tilboöum. Benti hann á, aö svipuö vinnubrögö tiökuöust á hinum Noröurlönd- unum. Reynir Armannsson, for- maöur Neytendasamtakanna, sagöi aö veriö væri aö kanna og athuga hvort rétt væri aö Neyt- endasamtökin létu þessi mál til sin taka, en engin ákvöröun heföi veriö tekin um þaö. Bjóst hann viö aö rætt yröi um þetta á næsta stjórnarfundi samtak- anna. Bjartara yfir atvinnuhorfum skólafólks: Atvinnutilboðum fjölgar stórlega Kás — Atvinnulaust skólafólk getur litiö bjartari augum fram á sumariö, eftir aö verkföllum og verkbönnum varöandi kaup- skipaflotann hefur veriö afiétt. Sföustu tvo daga hefur atvinnu- tiiboöum til atvinnumiölunar skólafólks fjölgaö stórlega. Viröist sem atvinnurekendur, sem haldiö hafa aö sér höndum viö ráöningu sumarfólks, séu nú farnir aö láta til skarar skriöa, eftir aö niöurstaöa fékkst I far- mannadeilunni. 1 samtali viö einn starfsmann atvinnumiölunar skólafólks I gær kom I ljós, aö atvinnu- miölunin hefur ekki nema um 120nemendurá skrá hjá sér nú, en þeir voru flestir 360 I vor. Hefur atvinnumiölunin, sem nú er rekin sameiginlega af menntaskólunum og háskól- unum, útvegaö 150-160 manns vinnu. Um 80 manns sem voru á skrá viröast þvi sjálfir hafa út- vegaö sér atvinnu. Kippurinn siöustu tvo daga hefur nær eingöngu komiö strákunum til góöa, en hefur litil áhrif haft á atvinnutilboö stúlkna, sem hingaö til hafa jafnt og þétt fengiö vinnu, aöal- lega við afleysingar á skrifstof- um o.s.frv. Hefur náöst mjög svipaöur árangur nú, og á sama tima 1 fyrra, við útvegun atvinnu til skólafólks, þrátt fyrir verra at- vinnuástand.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.