Tíminn - 06.07.1979, Qupperneq 7
Föstudagur 6. júli 1979
7
Vill enginn læknir setjast að á Höfn?
HEI — A aöalfundi sýslunefndar
Austur-Skaftafellsýshi nýlega,
fluttu Guömundur Sigurðsson
læknir á Egilsstööum erindi um
stööu og horfur i heilbrigöis-
þjónustu héraösins. Kim fram aö
I u.þ.b. ár hefur vandanml mikiö
veriö á Höfn varðandi ráöningu
lækna. Aö mestu hefur oröið aö
byggja á lausamönnum sem
komið hafa einn til tvo mánuöi i
senn.
I samtali viö Guömund kom
fram að lengi hafi aðeins veriö
einn læknir á Höfn, sem heföi
veriö bagalegt i svo stóru héraöi,
en i fyrra hafi verið ákveöið aö
þar yröu tveir. Þaö heföi hins-
vegar valdið vonbrigöum, að
enginn læknir hafi siöan sótt um
fasta stöðöu á Höfn. Sá læknir
sem nú er á Höfn, væri aö staö-
aldri starfandi í Sviþjóö, en heföi
komiöhingaö heim á sumrin hvað
eftir annaö, enda væru ótrúlega
margir læknar sem reyndu aö
hlaupa i skarðiö, þegar ástandiö
væri erfitt.
A Höfn sagöi Guömundur, aö
værinánast ný heilsugæslustöð og
góö aöstaöa. Vonir stæöu til, aö
þegar erfiöleikarnir viö aö fá
lækna væruaöbaki, veröi hægtað
byggja þar upp betri heilbrigðis-
þjónustu en veriö heföi til þessa.
Nauösynlegt væri aö byggja
sjúkrahús og hjúkrunarheimili i
tenglsum við heilsugæslustöðina,
enda gert ráö fyrir þvi á
teikningu aö henni. Um nokkurn
tima hefur veriö starfandi dvalar-
og hjúkrunarheimili meö um 20
rými fyrir aldraða i Viölagasjóös-
húsum. Þetta rými hefði alltaf
veriö fullnýtt, enda yröi þaö lika
að skoöast sem bráöabirgöahús
næöi. Þá væri bagalegt aö hafa
ekki tök á aö fylgjast með
sjúklingnum um skamman tima,
þvi alltaf gætu slys eða veikindi
komiö upp á. Til þess væru litlir
möguleikar nú.
Guömundur sagöist vona aö úr
læknaskortinum hér á landi
u rættist meö heimkomu ungra
. lækna sem nú eru margir I námi i
Sviþjóð,m.a. margirsem búa sig
undir heimilislækningar. Hann
sagöist ekki ennþá trúa, aö erfitt
yrði til frambúöar aö manna ,
þá staöi þar sem heilsugæslu-
Kás —A siðasta fundi borgarráös
var lagt fram bréf fram-
kvæmdastjórnar Skipulags-
stofnunar höfuöborgarsvæöisins,
þar sem kynnt er starfsemi stofn-
stoövar hetöu tekiö til starfa og
fleiri en einn læknir væri á
staðnum.
A Egilsstööum sagöi
Guömundur aö mikiö betur hefði
unarinnarogaö hún hafi nú form-
lega tekiö til starfa.
Starfsvið stofnunarinnar verður
skipulag svæða, sem ná yfir fleiri
en eitt og jafnvel fleiri sveitar-
gengiö aö fá lækna til starfa, enda
uppbyggingin þar mun lengra
komin. Þar væri nú starfandi
heilsugæslustöð( sjúkrahús og
hjúkrunarheimili.
félög á Stór-Reykjavikursvæöinu.
Er stofnuninni ætlaö aö vera
samvinnu- eöa samstarfsvett-
vangur á þessusvæöi og svifa yfir
vötnunum þar sem aöalskipulög
einstakra sveitarfélaga þrýtur.
( Auglýsið í Tímonum
Skipulagsstofnun Stór-
Reykjavíkur tekur til starfa
Jónas Guðmundsson,
rithöfundur:
Eflum Tímann
Um stundarvandræði
■ Þegar ég var ungur maður og
enn á togurum og meö fleiður á
úlnliðunum og hálsinum eftir
oliustakkinn, stanslaust, kom til
min einhver maður og bað mig
að kaupa Alþýðublaðið, gerast
áskrifandi, af þvi að blaðið væri
að deyja.
Ég var ekki i Alþýðuflokkn-
um, en leist samt heldur illa á
að blaðiö hætti að koma út, þvi
ég hafði lesið það frá þvi innan
viö fermingu. Ég skildi ekki allt
þá, fremur en núna, en taldi
þetta part af málfrelsinu, sem
væri i voða, ef peningakröggur
þögguðu niður i sumum, en öðr-
um ekki.
Siðan eru liöin mörg ár. Ég er
ekki lengur áskrifandi að Al-
þýðublaðinu, hún féll niður
mörgum árum siðar við aðra
röskun á högum, en Alþýðublað-
ið hélt áfram að koma út.
Við þessu er eiginlega engu
öðru að bæta en þvi, að siðan
hefur mér eiginlega fundist ég
bera alveg sérstaka ábyrgð á
öllu sem stendur i Alþýðublað-
inu og hefur það stundum verið
erfitt.
Nú er Timinn i svipuöum
kröggum. Um lif eða dauða er
aö tefla. Timinn er lika flokks-
blað, eins og Alþýöublaðið og
menn segja að flokksblöö séu
leiðinleg. Þau geri margt sem
önnur blöð gera ekki, verja
rangan málstað, stundum að
minnsta kosti og þau skrifa
bibliusögur um mikilhæfa leið-
toga dag eftir dag.
Það skal fúslega viðurkennt
að stundum virðist mér Timinn
vera skrifaður fyrir sauðfé, fyr-
ir kal i túnum, eða vera röddin
hola úr smjörfjallinu, sem hefur
upp sinn voðasöng við öll mögu-
leg tækifæri.
En hann er fleira. Hann er
málsvari vissra hugsjóna,
þeirra sem hafa búsetu i landinu
öllu efst i huga. Hann er mál-
svari þeirra er heyja lifsbaráttu
sina á vondum hornum lands-
ins á vondum jörðum og þeirra
erdorga viðnyrsta vog.Hann er
málsvari samvinnu og félags-
hyggju og hefur barist fyrir
flestum góðum málum, sem i
höfn hafa komist. Svo er hann
lika fréttablað, dagblaö sem sér
sama fólki fyrir fréttum af þvi
sem er að gerast á liðandi stund.
Það sem gerir flokksblöðin
frábrugðin öðrum blööum er
nefnilega fyrst og fremst það,
að þau eru málgögn skoðana,
jafnframt þvi að vera venjuleg
blöð. Þannig er Þjóðviljinn, Al-
þýðublaðið og Morgunblaðið, en
það siðasta styður Sjálfstæðis-
flokkinn,er málsvari hans.
„Frjálsa” pressan
Menn hafa reynt að gera sér
dálitinn mat úr þvi að „óháð”
blöð, eða frjáls blöð séu miklu
betri en pólitisku blöðin, sem
túlki skoðanir einkennilegra
manna, hafi annarleg sjónar-
mið.
Ég hygg að of mikið sé gjört
úr þessu. Það er talað um að
vontsé að selja dósir, nema þær
séu merktar, framleiðanda sé
getið, innihalds' og eiturefna.
Það sama á við um blöðin. Ef
menn vita að Tíminn er gefinn
út af Framsóknarflokknum, þá
vita menn það. Á hinn bóginn
vita menn ekki hvenær annarleg
sjónarmið ráða gerðum frjálsu
pressunnar á Islandi.
Ég veit til dæmis, að
„frjálsu” blöðin hafa leynt
miklum fréttum af ráðamönn-
um, sem Washington Post
hefði birt umsvifalaust, og þar
var farið eftir formúlunni að
það megi ekki skamma þjóðir
sem kaupa af okkur gaffalbita.
Eigendahagsmunir voru i veði.
Þannig að frjálsa pressan þyk-
ist bara vera frjáls og huldu-
menn bak við blöðin skammta
þeim frelsið bak við tjöldin, eins
og rotvarnarefni i gaffalbita.
Það er þvi skammtaður sann-
leikur i öll blöð á íslandi núna.
Orsök vandræða Tim-
ans
Timanum hefur gengið illa að
undanförnu. Skuldir hafa hlað-
ist upp. Ef miðað er við dollara,
hafa þær að visu ekki vaxið
verulega, en vaxtabyrðin er að
drepa blaðið.
Það er örðugt fyrir mann sem
vinnur á ákveðnu blaði að dæma
sitt eigið blað og önnur. Ljóst er
þó, að offramleiðsla er á frétta-
blöðum. Siðdegisblöðin hafa
tekið til sin stóran hluta af
markaðnum, þvi valmúinn
springur út siðdegis núna.
Þó má telja skynsamlegt, að
álita að veruleg: umskipti séu
ekki I nánd á markaðsmálum.
Að visu hefur Dagblaðið verið i
töluverði lægð undanfarið sem
fréttablað, en aðrar breytingar
eru ekki merkjanlegar i bili,
nema ég tel að Timinn hafi
batnað, þótt það hafi ekki haft
áhrif á söluna. Og þá vaknar sú
spurning, hvort blaðið eigi sér
viðreisnar von?
Ég tel að svo sé.
Timinn stendur á gömlum
merg. Hann hefur haft góða
menn á ritstjórn og hefur enn. A
öllum blöðunum hinum eru
menn af Timanum (uppaldir
þar sem blaöamenn) og lika á
fréttastofu útvarpsins. Menn af
Timanum hafa verið eftirsóttir,
vegna þess að þar fæst starfs-
reynsla, eða blaðamannaskóli,
þrátt fyrir allt. Færir menn
vinna nú að þvi að rétta hag
blaðsins, bæði innan ritstjórnar
og við peningahliðina. En þeir
fá litlu þokað ef þeir ekki fá
samstarf við þjóðina, við fólk,
sem vill vinna að málfrelsi, og
skilur að það er skaði fyrir rök-
ræðuna i landinu, ef röddina af
freðmýrunum vantar. Röddina
úr strjálbýlinu.
Þeir sem vilja æsiskrif fá sina
daglegu soðningu frá öðrum, en
áreiðanlegt og ábyrgt stjórn-
málablað á lika fullan rétt á
sér, þótt það komi sér stundum
illa fyrir suma.
Eg gat um það i upphaíi þessa
máls, að ég teldi mig bera
ábyrgð á þvi að Alþýðublaðið
kemur enn út, og hljóta allir að
skilja það. En samt er ég feginn
að hafa átt minn þátt i þvi aö
það fékk að lifa. Undir hinu vil
ég ekki standa, að hafa ekki
reynt að koma i veg fyrir
rekstrarstöðvun Timans, það
yrði mér þyngri kross að bera.
Ekki af þvi að ég er starfsmaður
þar, heldur af þvi að þá hrynur
varnarveggur fyrir margt sem
ég vil viðhalda og stjórnmála-
legt jafnvægi raskast.
Þessvegna hvet ég alla menn
til þess aö styöja Timann eftir
mætti, til aö skila honum yfir
örðugleikana sem hann berst
við i bili.
Jónas Guðmundsson
EFLUM TÍMANN
Sjálfboðaliðar hringi i sima
86300 eða 86538, Siðumúla 15
Reykjavík, á venjulegum skrif-
stofutima.
Þeim sem senda vilja framlög
til blaðsins er bent á að giró-
seðlar fást i öllum pósthúsum,
bönkum og sparisjóðum. Söfn-
unarreikningurinn er hlaupa-
reikningur nr. 1295 i Samvinnu-
bankanum.
Styrkið
Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans
í pósthólf 370, Reykjavík
Eg undirritaður vil styrkja Timann með
þvi að greiða i aukaáskrift
□ heila □ hálfa á mánuðí
Nafn_______________________________________
Heimilisf._________________________________
-----\----------------------------——-------
Sfmi___________________