Tíminn - 06.07.1979, Page 8
8
Föstudagur 6. júll 1979
Stóðhesturinn Sörli 876
sonur Sörla 653 Sauðárkróki er staðsettur i
girðingunni við Súluholt i sumar. Þeir sem
óska eftir að koma hryssum til hans sæki
um það til stjórnar hrossaræktarsam-
bands Suðurlands. Næsti hópur verður
tekinn i girðinguna 25. júli.
Stjórnin.
Eigum fyririiggjandi frá
DUALMATIC
í Bandaríkjunum
Blæjuhús á Willysjeppa
svört og hvít
Einnig ýmsir
aukahlutir
svo sem:
Driflokur — Stýrisdemparar — Varahjóls-
og bensinbrúsagrindur — Bensinbrúsar —
Hettur yfir varahjól og bensinbrúsa —
Hjólbogahlifar — Tilsniðin teppi á gólf.
Póstsendum.
Vélvangur h/f
Hamraborg 7 — Kópavogi
Slmar 42233 og 42257
KOSTA-KAUP
ÞRÍHJÓL
Níðsterk Exquist þríhjól
Þola slæma meðferð
Sver dekk, létt ástig
Mjög gott verð
Heildsölubirgðir:
INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg — Simi 33560.
Volkmar Kallenbach, forseti EFLRY staddur á íslandi
Ræðir fulla aðUd SUF
að sambandinu í haust
16 þjóðir starfa innan sambandsins
Hérlendis er nú staddur
Volkmar Kallenbach, forseti
Evrópusambands frjálslyndrar
og róttækrar aesku og er tilefni
komu hans það, aö Samband
ungra Framsóknarmanna hefur
sótt um upptöku i sambandiö, eöa
EFLRY, eins og þaö nefnist
(European Federation of Liberal
and Radical Youth).
Kallenback kom viö d ritstjórn
blaösins á dögunum og viö báöum
hann aö skýra í stuttu máli fyrir
lesendum stefnu og markmiö
EFLRY.
EFLRY er stofnaö áriö 1969
sem evrópsk grein alþjóöasam-
takanna Federation of Liberal
and Radical Youth, sem stofnaö
var 1949 og tilgangurinn sá aö
samtök ungs fólks í Evrópu gætu
eignast þarna vettvang til nánari
skilnings hvert 6 ööru og fengiö
tækifæri til þess aö ræöa marg-
vísleg og oft all ólik stjórnmála-
leg viöhorf sin. Hefur veriö( aö
þessu unniö meö fræöslunám-
skeiöum, þingum og sumarbúö-
um, sem samtökin hafa gengist
fyrir. 1 framhaldi af þessu hafa
svo samtökin unniö aö þvi aö
kynna valdamestu evrópskum
stofnunum viöhorf og hagsmuna-
mál þessa æskufólks. Meöal þess
má nefna aö auka menntunar-
möguleika þess og aö sjá hags-
munum þess sem best borgiö inn-
an ramma hinnar nýju efnahags-
skipunar i Evrópu.
Eins ognafn EFLRY bendir til
hefur þaö m jög breiöan grundvöll
og hópur þátttökuaöilanna þvi
langt frá þvi aö vera einlitur.
Hyggst sambandiö til dæmis i
samræmi viö þá viösýni sem þaö
leggur áherslu á, efna til sérstaks
viðræöuþings viö „World
Federation of Democratic
Youtti,” sem aösetur hefur i
Budapest. Eru þau samtök á sinn
hátt svipuð aö sniöi, en starfa i
Portúgal og Grikkland.
16 lönd eiga nú aöild að EFLRY
ogfélög innan þess eru 30 talsins,
bókafregnir
TRJÁRÆKT
ÚT er komin á vegum IÐUNN-
AR bókin Ræktaöu garöinn
þinn. Leiöbeiningar um trjá-
— Ný bók
eftir Hákon
Bjarnason
rækt eftir Hákon Bjarnason
fyrrum skógræktarstjóra. Þar
er fjallaö um trjárækt i göröum
og er bókinni ætlaö aö vera leiö-
beiningarrit handa áhugamönn-
um um þau efni. Gerö er nokkur
grein fyrir sögu trjáræktar i
landinu, fjallaö um gerö trjánna
og næringu, sagt frá uppeldi
trjáplantna, gróöursetningu,
hiröinguoggrisjun. Þá er skýrt
frá skaða á trjám og sjúkdóm-
um. Þá eru i bókinni stuttar lýs-
ingar á 28 tegundum lauftrjáa,
24 runnategundum og 17 barr-
viðum sem rækta má i göröum
hér á landi. Fylgja umsagnir
um lffsskilyröi hverrar tegund-
ar hérlendis, eftir því sem
reynslan hefur leitt I ljós.
Hákon Bjarnason hefur um
marga áratugi veriö forustu-
maöur I flestu sem lýtur aö
ræktun trjáa á Islandi. Þekking
hansogreynsla á þessu sviði er
því meiri en flestra annarra og
ættu leiöbeiningar hans aö
koma þeim aö góöu gagni sem
hlynna vilja aö trjágróöri i
göröum sinum. Fjiölmargar
myndir eru I bókinni sem Atli
Már teiknaði. Hún er 128 bls. aö
stærö, prentuö i Odda.
HAKON BJARNASON
RÆKTADU
GARÐINN
PINN
LEIÐBEININGAR
UM TRJARÆKT
Þjófur I Paradis
endurútgefin
IÐUNN
Þrjú rit
um
stjórn-
mála-
fræði
BÓKAÚTGAFAN örn og örlyg-
ur hefur I samvinnu viö Félags-
visindadeild Háskóla Islands
sent frá sér þrjár nýjar bækur
i ritrööinni Islensk þjóöfélags-
fræöi. t tveimur þessara rita er
fjallaö um aödragandann aö
stofnun Sjálfstæöisflokksins og
þróun hans til lýöveldisstofnun-
ar. Ritin eru „Uppruni Sjálf-
stæöisflokksins” eftir Hallgrim
Guömundsson þjóöfélagsfræö-
ing og „Sjálfstæðisflokkurinn.
Klassiska timabiliö 1929-1944”
eftir dr. Svan Kristjánsson
lektor. Þriöja ritiö er „Lýðveldi
og vald” eftir Þorstein Magnús-
son þjóöfélagsfræöing og er þaö
helgaö kynningu á þremur
kenningum, kjarnræöiskenn-
ingunni, margræðiskenningunni
og þátttökukenningunni.
Almenna bókafélagið
hefur sent frá sér 2. út-
gáfu skáldsögunnar
Þjófur i Paradis eftir
Indriða G. Þorsteins-
Indriöi G. Þorsteinsson
son, en mikið fjaðrafok
hefur, sem kunnugt er,
orðið Ut af bók þessari,
þar eð lögbann var lagt
á lestur hennar i út-
varpi á sinum tima.
Þjófur i Paradis kom fyrst út
áriö 1967 og hlaut mjög góöar
viötökur og var gengin til þurrö-
ar, ogþviráöisti þessa útgáfu. í
fréttatilkynningu Almenna
bókafélagsins segir á þessa
leið:
Þessi margumtalaöa skáld-
saga segir frá paradis felenskr-
ar sveitar á árunum kringum
1930 — kreppuárunum. Persón-
urnar eru bændafólk og sveita-
börn. Einn þessara kyrrlátu
bænda, sá sem er einna fátæk-
astur þeirra, villist dálitiö af
réttri leið, gerist þjófur I þessu
friösæla bændasamfélagi.
Hvernig á aö dæma slikan
mann? Bændafólkiö veit aö
hann er vel innrættur, hjálp-
samur og barngóöur — hvers
vegna þá aö dæma hann fyrir
þjófnaöinn? Réttvisin í gervi
sýslumanns veröur að lita ööru-
vfei á máliö. Þess vegna hlýtur
þjófurinn aö fara I tugthúsiö.
Þjófur i Paradis er 134 blaö-
siöur aö lengd og frágangur
hennar er sams konar og á tri-
logiunni Norðan við striö, Land
og synir og 79 af stööinni, sem út
komu hjá Almenna fyrir
nokkru.
JG