Tíminn - 06.07.1979, Síða 9
Föstudagur 6. júli 1979
9
Volkmar Kallenbach
þar af 4 meö aukaa&ild. Hefur
SUF veriö eitt þessara fjögurra
sl. 9 ár. Þau V-Evrópulönd, sem
enn standa utan EFLRY eru
Portúgal, Grikkland og Tyrkland,
en gott samband er þó viö bæði
Pretúgal og Grikkland.
í stjórn EFLRY sitja sjö manns
oger alþjóöaritarinn sænskur, en
aðrir eru frá Belgiu, Italiu,
Finnlandi og Spáni. EFLRY
nýtur öflugs stuðnings ýmissa
aðila, svo sem European Youth
Foundation, sem starfar i
tengslum við Evrópuráðið,
European Youth Center og
Friedrich Neumann Foundation,
svo nokkrir séu nefndir. Gjöld
aðildarfélaga til sambandsi'ns eru
aðeins takmarkaður hluti tekna
þess, en það er eigi að siður fært
um að kosta ferðir og uppihald
fulltrúa frá þeim á ráðstefnur og
sumarbilðavist á ári hverju.
Gerir þetta það aö verkum að
aðilar getaauöveldlega komið þvi
við að vera virkir þátttakendur i
þessu starfi og öðlast bæði mjög
Framhald á bls 19
Listasafn fslands boð-
aði blaðamenn á sinn
fund, til þess að skýra
frá stórgjöf, sem safninu
hefur borist, og jafn-
framt til kynningar á
sýningu sem opnuð
verður almenningi 8.
þessa mánaðar, en sýn-
ingin stendur til 29. júli
nk.
í fréttatilkynningu frá
dr. Selmu Jónsdóttur,
forstjóra listasafnsins,
segir á þessa leið:
Gaf 50 grafisk verk
A siðastliðnu sumri kom sænski
listmálarinn Bengt Lindström
hingað til lands, en hann er bú-
settur i Paris. Flutti hann safninu
skilaboð frá Bram van Velde list-
málara þess efnis að hann hefði
hug á að bjóða Listasafni tslands
að gjöf 50 grafisk verk eftir sig.
Forstöðumanni safnsins fannst
þetta svo merkilegt tilboð að hann
fór þegar i stað til Parisar á fund
listamannsins. Varð að ráði að
Bram gaf Listasafninu þá þegar
51 verk og seinna hefur hann tvi-
vegisbættviðgjöf sina, þannig að
hann hefur alls gefið safninu 65
myndir.
Athugasemd frá Flugleiöum
Pétur fór
óbókaður
frá íslandi
VEGNA greinar i dagblaðinu
Timanum 4. júli, um erfiðleika
farþega við að komast frá Glas-
gow til Reykjavikur, skal eftir-
farandi tekið fram.
1) 1 ljós hefur komið að far-
þegar þeir sem hér um ræðir,
fóru frá Islandi án þess að bóka
ferð sina til baka. Slikt er að
sjálfsögðu mjög óráðlegt, þvi nú
er mesti annatiminn á flugleið-
unum til og frá Evrópu, eins og
reyndar á öllum leiðum.
2) Enda þótt farseðill viðkom-
andi fólks hljóðaði upp á leiðina
Glasgow/ Reykjavik, var þvi
samt boðið að fljúga frá London
að til tilskyldu að það sæi sér
fyrir fari Glasgow/ London.
Fólkinu var ennfremur boðið,
enda þótt flugferð London/
Keflavik sé dýrari en flugferð
Glasgow/ Keflavik, þá þyrfti
ekki að koma til aukagreiðslu til
Flugleiða. Aður hafði verið á-
kveðið að hafa tvo vörupalla i
flugvélinni London/ Keflavik,
þar sem vörur biðu flutninga til
Islands. Vegna fólksins var hætt
við að hafa vörupalla i vélinni
og sett inn sæti sem hefðu rúm-
að allan hópinn. Aðeins átta úr
hópnum þágu þetta boð og voru
þvi allmörg sæti laus á leiðinni
frá London til Keflavikur þenn-
an dag.
3) Viðmælandi Timans, mið-
vikudaginn 4. júli, Pétur Pét-
ursson, Mosgerði 9, segist hafa
fengið þær upplýsingar að ör-
uggt væri að þau kæmust til Is-
lands 29. júni eða 1. júli. Ef
Pétur Pétursson hefur fengið
slikar upplýsingar eru þær ekki
á ábyrgð Flugleiða, enda mundi
enginn starfsmaður félagsins
hafa lofaðsliku. Ferðaskrifstofa
sú sem hann skipti við neitar
einnig algjörlega að hann hafi
fengið slikar upplýsingar. Allir
sem við ferðamál vinna vita að
á þessum tima er óráðlegt að
ferðast á opnum miðum, þ.e.
miðum án dagsetningar.
4) Eins og alþjóð er kunnugt
hefur orðið mikil röskun i ferða-
málaheiminum vegna kyrrsetn-
inga DC-10 þotanna. Þetta hefur
einnig komið við okkur tslend-
inga, en i minna mæli en ýmsa
aðra. Margir hafa orðið fyrir
töfum og einungis með mikilli
endurskipulagningu og auka-
vinnu sem og sérstakri tilhliðr-
unarsemi af hálfu ýmissa
starfsmanna Flugleiða hefur
reynst unnt að standa við gerða
samninga um flutning fólks. Að
fara með opinn farmiða að
heiman á mesta annatimanum
er meiri bjartsýni en tali tekur.
5) Fúkyrði Péturs Pétursson-
ar i garð Flugleiða og starfs-
fólks félagsins i Glasgow dæma
sig sjálf. Allt var gert sem i
mannlegu valdi stóð til að
hjálpa fólkinu sem þvi miður,
var eins og áður er fram tekið,
með ódagsetta heimferð og lenti
þess vegna i erfiðleikum.
Sveinn Sæmundsson
blaðafulltrúi.
LISTASAFN ÍSLANDS
FÆR VEGLEGA GJÖF
Selma Jónsdóttir forstöðumaöur listasafnsins við eitt verkanna sem safninu barst að gjöf. Timamynd
Tryggvi.
Bram van Velde er einn af
fremstu listamönnum núlifandi.
Hann er fæddur i Hollandi árið
1895, en hefur lengst af verið bú-
settur i Paris. Sem málari hefur
hann staðið nærri Cobrahópnum
og er stundum talinn einn úr
þeirra hópi. Góð vinátta hefur æ-
tið verið og er enn milli hans og
Cobra-málaranna, m.a. skrifaði
Asger Jorn oft i sýningarskrár
hans, einnig Alechinsky.
Irska leikritaskáldið Samuel
Beckett er vinur Bram van Velde
og mikill aðdáandi verka hans og
hefur oft skrifað um Bram og list
hans. A einum stað segir Beckett
eitthvað á þá leið að Bram van
Velde hafi orðið fyrstur til aö seil-
ast eftir þvi sem aldrei verður
höhdlað, fyrstur til að viðurkenna
þá staðreynd, að það að vera
Framhald á bls 19
Nyttiítibií
á Svalbarðseyri
Samvinnubankinn hefur yfirtekið starfssemi Sparisjóðs
Svalbarðsstrandar og Innlánsdeildar Kaupfélags Svalbarðseyrar
og opnað nýtt útibú á Svalbarðseyri.
Útibúið mun annast öll almenn bankaviðskipti og trygginga-
þjónustu fyrir Samvinnutryggingar og Líftryggingarfélagið
Andvöku.
Afgreiðslutími:
Mánud. - föstud. kl. 9.15
og 13.00
12.00
16.00
□
Sanwinfiubankinii
w®
Samvinnubankinn
útibú Svalbarðseyri, sími 96-21338.