Tíminn - 06.07.1979, Síða 10

Tíminn - 06.07.1979, Síða 10
10 Föstudagur 6. júll 1979 Föstudagur 6. júli 1979 Heggur 1. júll (Reykjavlk) Ingólfur Davíðsson: Hugað að blómum „Sig færir heggur I fannhvítt skraut, nú fagna vori blóm i haga” Trén hafa veriö lengi aö taka viö sér I vor, og eru jafnvel ekki fulllaufguö enn, um mánaöa- mótin júni-júli mörg hver. Þannig á gljáviöir talsvert langt I land, þar til hann stendur I fullu laufskrúöi hér I Reykjavlk. Og enn seinni á sér eru tré og runnar viöa I iíöröanveröu land- inu. Sums staöar hér sjást hálf- þroskaöir blómklasar á reyniviö sunnan undir húsum. Heggurinn hefur flýtt sér meira, hann stendur sums staöar snjóhvitur af blómum. Þaö er mikiö skraut. Talsvert er um blóm á ribsi, svo kannski veröur sæmi- leg ribsberjaspretta. En hvaö um bláber og krækiber? Berja- sprettanfer mikiö eftir tiöarfar- inu þegar lyngiö ber blóm á vor- in, og nú hefur vorið veriö kalt og hretasamt. Kannski spjarar aöalbláberjalyngiö sig best, það er vlöa mest af þvl I gisnu kjarri og I brekkum þar sem snjór hllf- ir lengi, svo aö kannski hafa blóm þess sloppið viö verstu vorkuldana. Sóleyjum og fiflum bregöur ekkert viö hretin, þau kunna þá list aö lifa i köldu landi. Vlða er hinn fagur guli blómalitur þeirra helsta blóm- skrúöið núna, utan garöa. Og I raun og veru eru fá blóm feg- urri. Hér gefur aö llta blómvönd hófsóleyja, sem stendur I vatni I skrautlegri kaffikrús'. I meir en mánaðartima hefur hófsóleyjan myndað fagurgular rákir og bryddingar I skuröbökkum, Vepjulilja 12/6 1979. meöfram lækjum og víöar á raklendi. Lækjarsóley heitir hún ööru nafni, og er langskrautlegasta votlendisblómiö á vorin. Fariö er aö rækta I göröum útlent af- brigöi hennar, sem ber fjölmörg krónublöö. En sú villta islenska er jafnfögur og þrifst vel I rakri garðmold. Páska- og hvita- sunnuliljur standa enn I blómi, þó kominn sé júli, þaö er óvenju seint. Og vepjuliljan spengilega meö sln einstæöu hvltu eöa brúndoppóttu blóm á stöngul- endum. Þau horfa til jaröar og láta sólina verma bakiö! Þið ættuö aö biöja blómasala aö út- vega ykkur iauka þessarar fögru, harögeröu jurtar næsta haust. Hinar ljósrauöu lambagras- þúfur eru farnar aö bregöa ljóma á melana og holtasóley sér um hvita litinn, ásamt holurtinni, nú sem stendur. Frænka holurtar — dag- stjarnan — roðar margan garö fagurlega, og harðgerö er hún I besta lagi. Sumum þykir hún sá sér um of, en vel má halda henni I skefjum meö þvl aö klippa af fræhlöin (aldinbaukana I tlma. Dagstjarna er forvitnileg jurt og hefur verið skrifuö um hana doktorsritgerö I Svíþjóö. Mikill úöunardæludynur hefur heyrst i Reykjavik undanfariö I hverju hverfinu af ööru. Er reynt aö halda skógarmöökum og blaölúsum I trjágróöri i skefjum, af illri nauðsyn. Oöun meö eitruöum lyfjum er trúnaö- arstarf og veröur aö gæta varúöar, loka dyrum og glugg- um meöan úöun fer fram og halda fólki I fjarlægð. Aövörunarspjöld sem úöun- armenn setja upp, skulu vera úr haldgóöu efni, svo þau rifni ekki eöa fjúki burt. Venjulega er garðurinn varasamur um hálf- an mánuö eftir úöun og ekki neitt „barnaleiksvæöi” á meö- an. Hllfa þarf fuglum og hreiör- um þeirra. Varla mun nauösynlegt aö úöa hvern garö árlega meö sterkum lyfjum. Smáfuglar og ungar hafa alloft beöiö bana viö ógætilega úöun. Of marga unga hremma lausagöngukettir. Þeir eru ekki allir eins og hvlti kisi, sem mikið var hlegið aö. Hann læddist klókindalega aö fuglun- um, en þegar taka skyldi „hremmistökkiö” biluöu taug- arnar, svo aö kauði rak jafnan upp ámátlegt mjálm — og þá flaug auövitaö fuglinn. gróður og garðar Hofsóley 25/6 1979 Bókaútgef endur komnir yfir mörkin í auglýsingakostnaði A aöalfundi Félags Isl. bóka- útgefenda, sem haldinn var I siðasta mánuöi flutti Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Máís og Menningar meöal annars erindi sem hann nefndi „bækur og auglýsingar”. Þar sem ýmsum mun þykja þetta timabært ihugunarefni.svo mik- ill vöxtur sem hlaupið hefur I bókaauglýsingar hin siöari ár, skal hér drepið á helstu atriðin i erindi Þrastar. 1 erindi slnu fjallaði hann um þrjár hliðar þessa viöfangsefn- is. 1) Hina efnahagslegu hliö, sem snýr að útgefendum, 2) Hugsanleg áhrif nútima auglýs ingatækni á val útgefenda á bókum, og 3) Hugsanleg áhrif nútlma auglýsingatækni á bók- menntasmekk þjóöarinnar, einkum barna. Hagfræöin segir, aö viö á- kveðnar aöstæöur breytist hefð- bundin verðsamkeppni I auglýs- ingasamkeppni. Þetta á einkum við þegar nokkrir stórir aðilar ráða feröinni á markaönum. Segja má, aö mikil og kostnaö- arsöm auglýsingasamkeppni I sömu vörutegund sé einkenni á markaði þar sem verösam- keppni er litil og samhliða þvi gætir þeirrar tilhneigingar stjórnenda aö taka sifellt meira tillit til markaðsþarfa, en minna til eölis framleiöslunnar, svo sem gæöa. Ofangreind lýsing á nokkuö vel við islenskan bókamarkað. Hér eru 5-6 stór útgáfufyrirtæki, sem ráöa um 75-80% af mark- aðnum. Um verðsamkeppni milli islenskra bókaútgefenda er ekki aö ræða, þó að barna- bækur séu nokkur undantekning aö þessu leyti, Samkeppni þeirra á milli á sér einkum staö á vettvangi auglýsinga, en nær þó einnig til fjölbreytni I vali. Auglýsingastriö bókaútgef- enda er rekið af miklu kappi og harðfylgi I einn mánuö á ári, en slöan er logn og bllöa I ellefu mánuöi. Oft heyrist sagt, að al- menningi ofbjóöi skrumiö og veiöiaöferöir bókaútgefenda. Hér skal ekki lagður dómur á það, heldur vikiö aö hinu, hvort auglýsingastrlöiö sé að leiöa' bókaútgefendur I fjárhagslegar ógöngur, sé aö veröa baggi i staö þess aö vera lyftistöng. Svo enn sé vitnað i hagfræö- ina, telur hún aö um útgjöld til auglýsinga gildi lögmál dvín- andi afrakstrar, sem segir, að auglýsingar auki tekjur fyrst i stað hlutfallslega meira en út- gjöldum nemur, en aö þetta snúist viö eftir að ákveðnu há- marki er náð. Tímabært er aö spyrja hvort islenskir bókaút- gefendur hafi ekki náö þessu marki. Grunur minn er aö svo sé og aö sum forlög séu jafnvel komin yfir markiö og myndu bæta afkomu sina með því að draga úr auglýsingakostnaði. Ekki mun fjarri lagi aö áætla hlutfall stærstu forlaganna 10- inleika að ýta undir breytingar á sjálfri bókargerðinni og nán- ast skipa fyrir um eöii vörunn- ar — bók. Ef ég sem útgefandi myndi taka beina stefnu á söl- una, hlyti ég að velja útlit og innihald eftir auglýsingahæfni bókanna, enda er það hún sem mestu máli skiptir þegar bókin er komin á uppboðsmarkað auglýsingamennskunnar. Þaö gildir ekki hvaö sist um sjónvarpsauglýsingar. Sjón- varpið er tæpast gagnlegur aug- lýsingamiðill nema hægt sé að nýta sér tæknilega yfirburöi erindi Þrastar Olafssonar um bókaauglýsingar Þröstur ólafsson 15% af veltu. Einhvers staöar þykist ég hafa lesið, aö sam- bærilegar tölur fyrir nokkur stór forlög I Vestur-Þýskalandi séu 4-7%. Auövitaö er sá valkostúr út I hött aö hætta að auglýsa. Ein- staka bækur þarf ekki aö aug- lýsa, þær selja sig sjálfar. Aðrar veröa aö fá sérstaka sjokkmeö- ferö I sjónvarpi til aö nokkur maður llti viö þeim. En umfram allt veröur að auglýsa bækur til að þær haldi hlut sinum gagn- vart öðrum vörum eins og t.d. hljómplötum. En vikjum þá aö annarri hliö þessa máls. Aö hve miklu leyti ákvarðast val útgefenda af aug- lýsingahæfni bóka frekar en t.d. bókmenntalegu gildi þeirra? Markaösþarfirnar hafa þá eig- þess, sem er þátttaka áhorfenda i myndrænni atburðarás. Bækur sem auövelt er að umbreyta I myndrænt form, eru annað hvort hreinar myndabækur eöa byggjast upp á æsilegri og við- buröarlkri frásögn. Ef litiö er á islenska bókaút- gáfu siðastliðinna 15 ára, eöa nokkurn veginn þann tlma sem islenskt sjónvar p hefur starfað, þá eru þær bækur fáar, sem út hafa komið á þessu timaskeiöi og telja má til mikilla ritverka eða heimsbókmennta, ekki sist ef tlminn milli striða eöa fyrstu árin eftir striö er tekinn til viö- miöunar. Þetta er ekki vansa- laust, þvl að klasslsk verk eru stolt hvers bókaútgefanda og menningarleg nauðsyn hverri þjóð. Þessa bókmenntalegu hnign- un fæ ég ekki útskýrt á annan hátt en að markaðurinn — eöa sölumennskan — hafi sett mark sitt á bókaval útgefenda, þvi lesendahópur hasarbókmennta er stærri en fagurbókmennta og þvl ábatasamari. Að endingu skulum við athuga lesandann. Geta auglýsingar og væntanlegar afleiöingar þeirra á bókaframboö i landinu breytt bókmenntasmekk lesandans og vibhorfum til bóka? Viö höfum hér að framan leitt aö þvi llkur, aö auglýsingar geti haft áhrif á útgáfufyrirætlanir forleggjara. En þaö er siöur en svo markmiö þeirra. Þeirra hlutverk er að vekja kauphvöt og beina fúsum kaupendum inn á „réttar” brautir. Þær reyna aö taka valið af væntanlegum kaupanda — gera hann ómynd- ugan og tæla hann tii aö kaupa bók A I staðinn fyrir bók B, án þess að kaupandinn geri á þeim raunhæfan samanburö. En geta auglýsingar breytt smekk? Ég dreg þaö mjög I efa. Þær einar megna trauöla að búa til nýjan smekk. Þær breyta ekki verðmætamati — eöa búa til skoðanir. Þær byggja alltaf á smekk eða skoðunum, sem eru fyrir hendi I landinu. Þær ganga út frá rikjandi skoðunum, styrkja þær og útbreiöa. 1 þvi liggur skaösemi þeirra. Þær al- hæfa útfrá þvi sem er, þær reyna að troöa algengustu skoö- unum inn á sem flesta og fletja út blæbrigöi og mismun i hátt- erni og viðhorfum. Þær hafa sterka tilhneigingu til aö þurrka út allan gæöamun meö oflofi og skrumi á lágkúruna. Fólk á þannig erfiöara meö að finna perlurnar I sorpinu. En það er með smekkinn eins og tunguna hjá þeim kjaftaglöðu, hann þarf að halda sér við — vera I þjálfun eins og sagt er. En þetta riður ekki baggamuninn, þótt slæmt sé. Þetta breytir engum smekk, a.m.k. ekki meöan út koma meðal þjóöarinnar læsilegar bækur. Skaölegast er þetta gagnvart börnum, sem móta sinn smekk og viðhorf viö lestur bóka strax I barnæsku. Ef æsku- lýðurinn fær ekki góöar og vandaöar bókmenntir til aflestrar strax við fyrsta lestur, þá vofir yfir sú hætta aö þau veröi ólæs á góöar bókmenntir. Auðauglýsanlegar barnabækur fara ekki endilega saman viö góöar og þroskandi barnabæk- ur. Sá lygni, tæri en átakalitli skáldskapur, sem bestur hefur veriö ritaður, hentar illa byssu- fretum I sjónvarpsstrlöi. í okkar islenska samfélagi lifa bækur og auglýsingar flóknu og afarviðkvæmu sam- lifi, og gildir þá einu hvort litiö er á málið rekstrarlega eöa bók- menntalega. Þetta er staö- reynd, sem fylgir þeim tlmum, sem viö lifum á, óháö þvi hvort okkur llkar þessi sambúð eður ei. 'S ♦£>* Auglýsingaflóöiö fariö úr böndum 11 Kolbeinsey mæld nyrsta grunnlínupunkt landhelginnar AM — í siöasta tölublaöi Sjávarfrétta er sagt frá þvi að varöskipsmenn af Ægi hafi gengið á land I Kolbeinsey og mælt hæö og flatarmál eyjar- innar, sem er eins og menn vita grunnlinupunktur land- V^nyrsti helginnar. Kom I ljós aö stærö eyjarinnar varsem hér segir: Frá noröri til suöurs 37 metrar, frá vestri til austurs 25 metrar og mesta hæö yfir sjó 5 metrar. Gróöur eyjarinnar reyndist ekki mikill, þar sem mestur hluti hennar eru sæbaröir klett- ar, en sums staöar örlaöi þó á ^ grænni slikju, en ekki unnt aö" greina hvort þar var um að ræöa mosaflóka eöa grastó. Skipherra á Ægi, sem tók þátt I þessari mælingu, er Siguröur Arnason. ot? udn Byggöur á grind meö 65 ha. tvlgengisvél (Gamla Saab-vólin) Gormar á öllum hjólum og billinn því dúnmjúkur i holum og eiginleikar bilsinsJLlausamöl eru frábærir. Billinn er framleiddur í EISENACH hinni háþróuðu og heimsfrægu borg lista og menningar þar sem bilar hafa verið framleiddir frá aldamótum. Eigum aðeins örfáa bíla til afgreiðslu strax. Dragið ekki aö panta bil - Hafið samband viö sölumenn okkar TRABANT/WARTBURG UMBÖÐIÐ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.