Fréttablaðið - 22.12.2006, Síða 40

Fréttablaðið - 22.12.2006, Síða 40
Nú styttist í að jólasteikin fari í ofninn og Ómar Grétarsson í Galleríi kjöti var beðinn um heilræði í meðhöndlun hennar. En fyrst þetta: – Ómar, hvaða kjöt virðist þér verða á flestum jólaborðum í ár? Koníakslegni hamborgarhrygg- urinn er vinsæll og svo er það villibráðin. Það er búið að vera mikil sala í gæs. Ég mundi giska á að við hefðum selt 30% meira af henni í ár en í fyrra.“ – Stafar það af rjúpnaskorti? „Já, ég held það. Það var sterk hefð hjá mörgum að borða rjúpur en rjúpnalausu árin hafa skapað nýjar venjur. Hreindýrið er vin- sælt, enda mjög góður matur. Við göngum þannig frá því að við hreinsum það allt þannig að fólk fær hreina vöðva. Svo erum við með soð þannig að ekkert mál er að búa til sósuna þótt steikin sé ekki með beini. Hamborgarhrygg- urinn stendur alltaf fyrir sínu en þeir sem eru að flauta rjúpurnar út af borðinu fara helst í hreindýr- ið eða gæsirnar. Líka hérann. Ég hef ekki smakkað hérakjötið en það lítur svakalega vel út.“ – Þarf ekki steikingartíminn að vera voða nákvæmur á svona fínu kjöti? „Jú, þeir sem hafa það ekki í puttunum hversu lengi á að steikja ættu hiklaust að splæsa í kjöthita- mæli. Eldunin skiptir svo miklu máli og það munar um hverja gráðu. Til dæmis þegar hreindýrið er eldað upp í kannski 65-70 gráð- ur er það bara orðið þurrt og vont. Allt þetta rauða kjöt á að elda eins og nautakjöt, brúna það á pönnu og baka á eftir við vægan hita. Svo er mikilvægt að láta það standa eftir að það er tekið út úr ofninum. Það myndast svo mikill þrýstingur þegar það hitnar að innan að það þarf að kólna aðeins til að safinn bara spýtist ekki úr því þegar það er skorið. Ég mundi láta nautalund eða álíka sveran vöðva standa í 10 mínútur og nautainnralæri í 20.“ – En hversu lengi sýður þú hamborgarhrygg? „Það er minna salt í hryggnum okkar en flestum öðrum og þess vegna þarf ekki að sjóða hann heldur er nóg að setja hann í ofn- inn. Ég mundi baka hann á 130 gráðum í klukkutíma, hækka þá hitann og gljá hann aðeins.“ – Nú er oft verið með kalt kjöt um jóladagana. Einhver heilræði í sambandi við það? „Í fyrsta lagi að pakka því inn í filmu og geyma í ísskáp. Ef fólk er að sjóða eitthvað til að borða það kalt er þýðingarmikið að kæla það nógu hratt niður. Svo má alls ekki láta til dæmis kalkún standa á eld- húsborðinu frá aðfangadagskvöldi fram á jóladag.“ Mikilvægt að láta kjötið standa eftir steikingu Kryddin frá Pottagöldrum eru ómissandi í matreiðsluna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.