Fréttablaðið - 13.01.2007, Síða 28

Fréttablaðið - 13.01.2007, Síða 28
Jeppar eru mun hættulegri í umferðinni en fólksbílar. Þetta á bæði við í tilfellum útafakst- urs og árekstra. Dr. Guðmundur Freyr Úlfarsson sviðsstjóri við Washington-háskóla hélt erindi í Háskóla Íslands um muninn á öryggi jeppa og fólks- bíla í umferðinni hér á landi. Margt forvitnilegt kom fram í erindinu en Guðmundur segir að jeppar virðist hættulegri farar- tæki en önnur er kemur að alvar- legum slysum. Niðurstöður sínar byggir hann á tölum Umferðar- stofu á árunum 1991 til 2001. Ökumönnum jeppa sem lenda utan vega er hættara við að hljóta alvarleg meiðsli eða láta lífið en ökumönnum fólksbíla í sambæri- legum aðstæðum. Þarna er átt við ef bifreiðin lendir í árekstri við harðan hlut, eins og vegg eða staur. Ekki er átt við veltur. Svipaðar líkur eru á meiðslum ef tveir jeppar lenda saman í árekstri og ef um tvo fólksbíla væri að ræða. Hins vegar aukast líkurnar á alvarlegum slysum til muna á ökumanni fólksbíls lendi hann í árekstri við jeppa. Að sama skapi er ökumaður jeppans örugg- ari. Árekstrar jeppa og fólksbíla eru sérstaklega hættulegir öku- mönnum fólksbíla ef um hliðará- rekstur er að ræða þar sem jeppi keyrir inn í hlið fólksbíls. „Svo virðist sem stuðarar jeppabifreiða lendi fyrir ofan styrktar hurðir og fari í gegnum rúður og karma fólksbifreiðar þar sem vörnin er lítil,“ sagði Guðmundur meðal annars í erindinu. Athygli vekur að sögnin um að breyttir jeppar séu hættulegri en óbreyttir virðist ekki eiga við rök að styðjast. Þeir lenda ekki í fleiri óhöppum hlutfallslega og meiðslin sem þeir valda eru ekki alvarlegri en ef um óbreyttan jeppa væri að ræða. Hingað til hefur verið talið að breyttir jeppar væru óstöðugri og líklegri til að velta og valda slys- um en Guðmundur segir að við fyrstu sýn virðist ekki svo vera. „Það er vitað að þegar stuttir jeppar eru hækkaðir verða þeir valtari en flestir þeir bílar sem eru hækkaðir eru mjög langir og kemur hækkunin því ekki að sök. Margir þeirra eru líka breikkaðir og það gerir bílana jafnvel stöðugri en áður,“ sagði Guðmundur en ítrekaði að hann hefði ekki töl- fræði í höndunum til að sanna eitt né neitt í þessum efnum. Breyttir jeppar ekki hættulegri en óbreyttir Árið sem er að líða var gott ár fyrir íslensk bílaumboð. Bíla- framleiðendur eru hins vegar ekki allir jafn ánægðir. Árið var afar misgott hjá bílafram- leiðendum. Þeim sem gekk hvað best voru Volkswagen sem átti metár, Toyota sem stefnir hraðbyri að því að velta GM úr sessi sem stærsti bílaframleiðandi heims, KIA sem á árinu opnaði eina fullkomn- ustu bílaverksmiðju heims í Slóven- íu, og Lamborghini sem átti sitt besta ár hingað til. Ekki gekk öllum framleiðendum jafn vel og ofangreindum fyrirtækj- um. Ford átti afar erfitt ár sem markaðist af minnkandi sölu, niður- skurði, fyrirhuguðum uppsögnum og lokun verksmiðja. Skipt var um stjórnarformann en allt kom fyrir ekki. Skipið heldur áfram niður öldudalinn og virðist ekki skipta máli hver stendur í brúnni. Fundur stjórnarformanna Ford og Toyota í desember síðastliðnum ýtti undir sögusagnir þess eðlis að fyrirtækin myndu sameinast en bæði fyrirtæk- in neita að slíkur samruni sé í burð- arliðnum. Annað er uppi á teningnum á Ísalndi. Ford-umboðinu hérlendis gekk mjög vel og var síðasta ár metár hjá Brimborg. Liggur munur- inn líklegast í þeim tegundum sem seldar eru. Fyrirtækið hefur veðjað á stærri jeppa og pallbíla á heima- markaði en eftirspurnin eftir slík- um bifreiðum hefur minnkað mjög í Bandaríkjunum. Hér á landi er það hins vegar jepplingurinn Escape og fólksbíllinn Focus sem seljast best. Sem fyrr ber Toyota höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur í sölu nýrra bíla á Íslandi. Ford, Skoda og Volkswagen seljast einnig vel sem og Honda, Mitsubishi og Huyndai. Toyota stækkar en Ford tapar OPIÐ LAUGARDAG KL. 12-16 OG SUNNUDAG KL. 13-17. VERIÐ VELKOMIN! LMC FENDT KNAUS BÜRSTNER ÁRGERÐIR 2007 GLÆSILEGT ÚRVAL! ALLAR GERÐIR AF HJÓLHÝSUM FRÁ:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.