Fréttablaðið - 12.02.2007, Side 30

Fréttablaðið - 12.02.2007, Side 30
fréttablaðið fasteignir 12. FEBRÚAR 2007 MÁNUDAGUR8 Hvern dreymir ekki um að geta skellt sér í sund hvenær sólarhringsins sem er, allan ársins hring? Á okkar farsælda Fróni er ekki algengt að fólk sé með einkasund- laugar við heimili sín eins og tíðk- ast í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Auðvelt aðgengi okkar að almenningslaugum og fyrir- myndaraðstöðu þeirra spilar eflaust inn í að hér á þessu kalda landi, þar sem heita vatnið kraum- ar undir yfirborðinu, skulum við ekki nýta okkur þessa náttúru- auðlind meira á eigin forsendum. Reyndar eiga margir heita potta, hvort sem er við sumar- bústaði eða eigin heimili og þar er gott að sitja bæði vetur, sumar, vor og haust, en fæstir ráðast í það að láta steypa inni- eða úti- laug við heimili sitt. Halldór Laxness var einn fárra Íslendinga sem gerðu undantekn- ingu á þessu á sínum tíma þegar hann lét gera sundlaug við Gljúfrastein, en þetta fjármagn- aði hann með ritlaunum sem hann fékk frá kommúnistunum í Austur-Þýskalandi. Skáldið synti oft og iðulega í lauginni sinni og hefur vafalítið haft gott og gaman af. Enda örugglega yndislegt að geta svamlað frjáls í eigin laug án þess að hafa vörð á bakkanum sem rekur mann upp úr þegar lauginni lokar. mhg@frettabladid.is Svamlað án sundskýlu Zen-stemning í lítilli innilaug í einbýlishúsi í Tókýó. Ætla má að þetta smekklega hús í Hollywood hafi verið byggt í kringum 1955 en sundlaugar voru mjög algengar í kringum hús efri stéttarinnar á þeim árum. Eflaust hefur það líka verið kærkomið þar sem hitinn í Kaliforníu getur oft stigið hátt. Nýtískulegt hús á Miami í Flórída. Takið eftir lýsingunni í lauginni og trépallinum við svaladyrnar. Vatnið, steinninn í húsinu og viðurinn í pallinum mynda skemmtilegt samspil andstæðna. Hér renna hafið og sundlaugin nánast saman í eitt. Þótt mörgum þyki það kannski sérstakt þá er nokkuð algengt að lúxusvillur sem reistar eru við strendur séu einnig með sundlaug. Þetta fallega hús er í Suður-Afríku. Einstaklega rómantískur og fallegur garður með heitum potti og lítilli sundlaug. Þetta fallega hús er í Stonehenge á Englandi en það fylgir ekki sögunni hver er svo heppin að búa þarna. Guðný Gestsdóttir, safnstjóri á Gljúfrasteini, við sundlaugarbakkann þar sem nóbel- skáldið tók eflaust margan sundsprettinn hér á árum áður.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.