Fréttablaðið - 12.02.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.02.2007, Blaðsíða 30
fréttablaðið fasteignir 12. FEBRÚAR 2007 MÁNUDAGUR8 Hvern dreymir ekki um að geta skellt sér í sund hvenær sólarhringsins sem er, allan ársins hring? Á okkar farsælda Fróni er ekki algengt að fólk sé með einkasund- laugar við heimili sín eins og tíðk- ast í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Auðvelt aðgengi okkar að almenningslaugum og fyrir- myndaraðstöðu þeirra spilar eflaust inn í að hér á þessu kalda landi, þar sem heita vatnið kraum- ar undir yfirborðinu, skulum við ekki nýta okkur þessa náttúru- auðlind meira á eigin forsendum. Reyndar eiga margir heita potta, hvort sem er við sumar- bústaði eða eigin heimili og þar er gott að sitja bæði vetur, sumar, vor og haust, en fæstir ráðast í það að láta steypa inni- eða úti- laug við heimili sitt. Halldór Laxness var einn fárra Íslendinga sem gerðu undantekn- ingu á þessu á sínum tíma þegar hann lét gera sundlaug við Gljúfrastein, en þetta fjármagn- aði hann með ritlaunum sem hann fékk frá kommúnistunum í Austur-Þýskalandi. Skáldið synti oft og iðulega í lauginni sinni og hefur vafalítið haft gott og gaman af. Enda örugglega yndislegt að geta svamlað frjáls í eigin laug án þess að hafa vörð á bakkanum sem rekur mann upp úr þegar lauginni lokar. mhg@frettabladid.is Svamlað án sundskýlu Zen-stemning í lítilli innilaug í einbýlishúsi í Tókýó. Ætla má að þetta smekklega hús í Hollywood hafi verið byggt í kringum 1955 en sundlaugar voru mjög algengar í kringum hús efri stéttarinnar á þeim árum. Eflaust hefur það líka verið kærkomið þar sem hitinn í Kaliforníu getur oft stigið hátt. Nýtískulegt hús á Miami í Flórída. Takið eftir lýsingunni í lauginni og trépallinum við svaladyrnar. Vatnið, steinninn í húsinu og viðurinn í pallinum mynda skemmtilegt samspil andstæðna. Hér renna hafið og sundlaugin nánast saman í eitt. Þótt mörgum þyki það kannski sérstakt þá er nokkuð algengt að lúxusvillur sem reistar eru við strendur séu einnig með sundlaug. Þetta fallega hús er í Suður-Afríku. Einstaklega rómantískur og fallegur garður með heitum potti og lítilli sundlaug. Þetta fallega hús er í Stonehenge á Englandi en það fylgir ekki sögunni hver er svo heppin að búa þarna. Guðný Gestsdóttir, safnstjóri á Gljúfrasteini, við sundlaugarbakkann þar sem nóbel- skáldið tók eflaust margan sundsprettinn hér á árum áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.