Fréttablaðið - 05.03.2007, Side 43

Fréttablaðið - 05.03.2007, Side 43
fasteignir fréttablaðið Maríubakki - 3ja herb. Falleg og vel skipulögð 3ja herbergja 88,4 fm íbúð á 2 hæð. Eldhús með hvítri innréttingu og flís- um á milli eftir og neðri skápa, keramik helluborð og góðum borðkrók við glugga. Inn af eldhúsi er þvottahús og geymsla með hillum á vegg. Eikarparket er á holi, eldhúsi og stofu. Rimlagardínur í öllum gluggum. Suður svalir. Verð 18,2 millj. Jörfabakki - 4ra herb. Mikið endurnýjuð 4ra herbergja íbúð á þriðju hæð ásamt aukaherbergi og sér geymslu í kjallara. Eldhús með nýlegri fallegri eldhúsinnréttingu. Þvottahús og geymsla innaf eldhúsi. Salernisaðstaða fylgir aukaherberginu. Parket er á öllum gólfum nema baðherbergi og anddyri er flíslagt. Sameign til fyrirmyndar. Verð 20,9 millj. Hofteigur- 4ra herb. Mikið endurnýjuð og björt 4ra herbergja, 97fm íbúð í kjallara (lítið niðurgrafin). Parket og flísar á gólfum. Mjög rúmgóð svefnherbergi með stórum skápum. Fallegur og vel gróinn garður, hellulögð aðkoma með ljósum. Íbúðinni fylgir sér geymsla og sameiginlegt þvottahús í sameign. Íbúðin getur losnað innan 3ja mánaða. Verð 22,9 millj Dalbraut - Eldri borgarar Glæsileg 3ja herb. 82,9 fm íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi fyrir eldri borgara, ásamt stæði í upphitaðri bílageymslu. Eldhús er opið við stofu, parket á gólfi, falleg innrétting úr kirsuberjaviði, þvottahús innaf eldhúsi. Stofan er rúmgóð, parket á gólfi, útgengt á stórar suð-vestur svalir með fallegu út- sýni yfir borgina. Í kjallara er sér geymsla og innangengt í upphitað bílahús. Öll sameign sérlega falleg og snyrtileg og lóðin í góðri umhirðu. Verð 28,8 millj. Hagamelur- Sérhæð Glæsileg hæð, í fallegu húsi, á eftirsóttum stað, í vesturbænum. Hæðin er 4ra herb. 97. fm Húsið og íbúðin hafa verið í góðu viðhaldi og endurnýjun á liðnum árum. Parket og flísar á gólfum. Verð 30,7 millj. Vesturtún - Endaraðhús Vorum að fá í einkasölu glæsilegt 5 herbergja, 112 fm, endaraðhús á einni hæð. Eignin skiptist í forstofu, 4 svefnherbergi m. góðum skápum. þvottahús, geymsluloft, baðherbergi,eldhús með fal- legri hvítri innréttingu og góðum borðkrók við glugga og stóra stofu með stórum glugga og út- gengi á steypta afgirta verönd. Snyrtileg aðkoma að húsinu, góð afgirt timburverönd. Geymsluskúr í garði. Verð 32,5 millj. Markarvegur - einbýli Glæsilegt einbýlishús við Markarveg í Fossvogi. Húsið er á tveimur hæðum og bílskúr stendur sér. Sérlega falleg arkitektahönnuð lóð með lágvöxnum gróðri, lýsingu og pöllum. Náttúrusteinflísar á gólfum og falleg innrétting í eldhúsi. Ásett verð 75 millj. Skráð eign er seld eign — Sími 565 8000 — Fax 565 8013 5. MARS 2007 23 Þegar fasteignir eru auglýstar til sölu skiptir máli að mynd- irnar af þeim séu fallegar svo fasteignirnar virki aðlaðandi á væntanlega kaupendur. Hörður Ellert Ólafsson fast- eignaljósmyndari getur gefið góð ráð um hvernig best er að undirbúa fasteignir fyrir myndatökur. H örður er einn eigenda margmiðlunarfyrirtækis-ins Kubbs sem sérhæfir sig í auglýsingum fyrir fasteigna- markaðinn. Fasteignaljósmyndun er stór þáttur í starfi Kubbs og segir Hörður að nauðsynlegt sé að undirbúa allar myndatökur vel. „Fyrir flesta er mikilvægt að fast- eignirnar seljist sem fyrst og því skiptir framsetningin máli. Undir- búningur fyrir myndatökurnar er lykilatriði til þess að myndirnar verði góðar. Ef ekki er búið að undirbúa komu ljósmyndarans og allt er í drasli verður bara allt í drasli á myndunum og það viljum við ekki.“ Hörður segist alltaf fara yfir það með fólki sem hann myndar fyrir hvernig best sé að haga undir- búningnum áður en hann kemur á staðinn. „Við bendum til dæmis öllum á að skoða heimasíðuna okkar, www.kubbur.is, því þar er hægt að finna mörg góð ráð.“ Almenn tiltekt er undirstöðu- atriði að sögn Harðar en margt fleira er hægt að gera til þess að fasteignin verði aðlaðandi á mynd- unum. „Sniðugt getur verið að vera með ávexti í skál inni í eld- húsi og gott er að draga frá gard- ínur í stofunni og kveikja á ljós- um, lömpum og kertum. Þó að kertin auki ekki birtuna verður allt meira kósý. Best er að athuga fyrirfram hvort að allar perur séu í lagi því það er atriði sem skiptir máli. Ágætt getur verið að fjar- lægja eitthvað af dóti því þeim mun fleiri hlutir sem eru á mynd- inni, þeim mun minna virkar rýmið.“ Hörður segir að til þess að fá sem bestar myndir af fasteignun- um sé gott að láta fagaðila um að mynda. „Við erum til dæmis alltaf að taka að okkur svona myndatök- ur og svo eru fleiri fyrirtæki í þessu líka.“ Góðar myndir selja betur Mikilvægt er að allt sé hreint og snyrtilegt. Kertaljós gera allt meira kósý. Ávextir í skál í eldhúsinu virka aðlaðandi. Hörður segir að framsetningin skipti máli þegar selja á fasteign. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.